Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 9
_______________FISKIMÁL____________ Sjávarútvegur okkar staðnaði vegna stóriðjudrauma Það er lítill vafi á því, að sá stóriðjudraumur sem íslenskir ráðamenn hafa gengið með á heilanum að undanförnu, hann hefur skaðað íslenskan sjávarút- veg og tafið fyrir nauðsynlegri þróun hans. Lánsfjármagn hefur að stærsta hluta gengið til ótíma- bærra raforkuframkvæmda, sem ekki eru þess megnugar að greiða af erlendum lánum vexti og af- borganir í erlendum gjaldeyri og verður það hlutverk því að færast yfir á herðar útflutningsatvinnu- vega ef greiða á niður lánin, en þar er sjávarútvegurinn sá aðili sem mestan erlendan gjaldmiðil leggur þjóðarbúinu til. Mesta nauðsynin nú er því að sinna íslenskum sjávarútvegi bet- ur en gert hefur verið að undan- förnu, því hann verður að vera okkar haldreipi um langa framtíð í gjaldeyrisöflun. Fjárhagskreppa frystihúsanna íslensk hraðfrystihús búa nú við mikinn rekstrarfjárvanda. Þau verst stæðu hafa gefist upp og mörg hafa skilað miklum rekstr- arhalla á sl. ári og sjá ekki fram úr vandanum. Önnur eru á núllinu, að sagt er, með sinn rekstur. Þau sem verst eru stödd munu flest eða öll hafa tekið erlend dollaral- án til framkvæmda á síðustu árum sem þau svo ráða ekki við. Sagt er að Þjóðhagsstofnun reikni 1% halla á rekstrinum yfir línuna. Þegar slíkt harmakvein kemur frá svo þýðingarmiklum atvinnuvegi sem frystihúsunum þá eru það óneitanlega miklar gleðifréttir að til eru ennþá í landinu stór útgerðarfyrirtæki með frystihús sem ennþá standa uppúr og sýndu hagnað í rekstri á sl. ári eins og Útgerðarfélag Ak- ureyringa, þrátt fyrir að menn geta verið sammála um að rekstr- arskilyrði nú og að undanförnu hafi ekki verið viðunandi. En þama sannast hið gamla máltæki „að ekki er sama hver á heldur“. Þarna sitja þeir við stjórn fjármálamaðurinn Gísli Kon- ráðsson og Vilhelm Þorsteinsson fyrrverandi togaraskipstjóri, lík- lega einn almesti sérfræðingur í togaraútgerð sem við eigum, að öllum öðrum ólöstuðum. Pað er hvorki fiskverðið né kaupið sem vandanum veldur Ég tel að það sé ekki ein orsök sem vandanum veldur í íslensk- um sjávarútvegi heldur margar. Vil ég því benda á nokkrar þeirra. Ofstjórnun sú sem viðgengist hefur á fiskveiðum síðustu árin verkar óefað lamandi á bæði veiðar og vinnslu. Þá verður ekki fram hjá því gengið, að útivist skipa sem veiða fyrir frystihús er í mörgum tilfellum of löng. Elsti fiskurinn er ekki nógu gott vinnsluefni. Þetta kemur greini- lega fram, þegar verksmiðjutog- arar fá hærra verð á mörkuðum fyrir sinn fisk heldur en fæst fyrir frystan fisk frá húsum í landi. Reglugerð um útivist skipa sem veiða fyrir frystihús þyrfti að vera komin fyrir löngu. Stærsti hluti freðfisks frá íslenskum frystihúsum er seldur á Bandaríkjamarkaði. Þar eiga bæði Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og sjávarafurðadeild Sam- bands ísl. samvinnufélaga verks- miðjur sem fullvinna nokkuð af fiskinum sem síðan er seldur til mötuneyta, skóla, veitingahúsa og annarra slíkra staða. Eg hef leitað að fslenskum fiski á stór- mörkuðum þar, en hvergi fundið. Sá galli er við fullvinnslu á ís- lenskum fiski í Bandaríkjunum að hagnaður sem fæst af slíkri vinnslu fæst ekki fluttur hingað heim til frystihúsanna sem eru eigendur verksmiðjanna. Verk- smiðjurnar eru reiknaðar sem bandarísk fyrirtæki og greiða sína skatta og skyldur þar. Þó sagði Þorsteinn Gíslason mér á meðan hann var forstjóri Coldwater að slíkur fjármagnsflutningur hing- að væri ekki bannaður samkvæmt lögum þar í landi, en hinsvegar skattlagður þannig að hann væri sem sagt ógjörningur. Það þýddi sem sagt tvöfalda skattlagningu á fyrirtækið. Nú hefur SH komið upp fullvinnsluverksmiðju í Bret- landi, en hvaða reglur gilda þar um flutning á hagnaði af vinnslu hingað heim til frystihúsa veit ég ekki, en tel að þær séu líkar. En á meðan íslensk frystihús voru að stofnsetja sína verksmiðju í Bret- landi þá var Frionor, norska sölu- miðstöðin þar í landi, að hefja vinnslu í nýrri fiskréttaverk- smiðju fyrir Evrópumarkað norður á Finnmörku, en þaðan er miklu lengri flutningaleið á Evr- ópumarkað en héðan. Hin stóra fiskréttaverksmiðja þeirra í Þrándheimi, sem þeir voru búnir að reka frá því fyrir 1970, hafði ekki lengur undan að anna pöntunum frá Evrópumark- aði. Hversvegna fóru íslenskir frystihúsaeigendur ekki sömu leið og Norðmenn í fullvinnslu frystra afurða fyrir Evrópumark- að, að hafa fullvinnsluna hér heima? Reynsla Norðmanna af slíkri fullvinnslu átti þó að vera sönnun þess að þetta var hægt. Þá má benda á að hið mikla Findus iðjuver í Hammerfest á Finnmörku, það hefur allt frá því að það hóf starfsemi sína fullunn- ið í margskonar fiskrétti stóran hluta af framleiðslu sinni og selt víðsvegar um heim. Þá er það staðreynd að einstök norsk frystihús svo sem frystihús Helga Richardsen í Tromsöy, sem kona stjórnar nú, hefur síð- asta áratug bæði fullunnið fisk- rétti fyrir Evrópumarkað svo og selt hótelsamsteypum niðursag- aðar fiskblokkir tilbúnar undir steikingu, bæði í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Oll þessi reynsla lá fyrir þegar íslenskir frystihúsamenn ákváðu að fullvinna í fiskirétti íslenskan fisk í Bretlandi en ekki á heima- velli. En munurinn á þessu er ein- faldlega sá, að hagnaður af fullvinnslu skilar sér til fiskveiði- landsins þegar hún er fram- kvæmd á heimavelli. En verður eftir í markaðslandinu fari full- vinnslan þar fram. Af þessari ástæðu veita mark- aðslönd ýmisskonar fyrir- greiðslu, eða staðir innan þeirra, til þess að fá fullvinnsluna til sín. Þeir vita sem þróaðar iðnaðar- þjóðir að oft verður mestur hagn- aður af síðustu stigum vinnslunn- ar. Þetta gildir ekki bara um fisk- afurðir, heldur er það ráðandi lögmál í allri iðnaðarframleiðslu. Þróun sölusamtaka frystihúsa hér gengur á snið við þetta lögmál. Hér er haldið í slóð annars út- flutningsaðila, Sölusambands fsl. fiskframleiðenda, sem tók við fullvinnslumörkuðum á saltfiski þegar það hóf göngu sína og stundaði þá lengi framan af með góðum árangri, eða framyfir 1960. Nú hefur hinsvegar þessi einkaútflutningsaðili á saltfiski tapað þessum mörkuðum í hend- ur á keppinautum sínum og flytur nú út nær eingöngu blautverkað- an saltfisk, sem áður var kallaður óverkaður á meðan hér var stunduð í einhverjum mæli fullverkun á saltfiski. Árið 1985 voru flutt út héðan 1851,9 tonn af fullverkuðum saltfiski en hinsvegar 43.732,5 tonn af honum óverkuðum, eða, eins og nú er sagt, blautverkuð- um. Þannig hefur þróunin verið í okkar aðalútflutningi fiskafurða síðustu áratugina. Ef flett er hinsvegar útflutn- ingsskýrslum Norðmanna fyrir árið 1985 þá kemur í ljós að það ár fluttu þeir á erlenda markaði 58.206 tonn af fullverkuðum saltfiski. En hinsvegar ekki nema 12.084 tonn af óverkuðum saltfiski og var meirihluti þessa magns saltfiskflök á Ítalíumark- að. Það skal tekið fram að norsku fullverkunarverksmiðjurnar kauþa fiskinn á heimsmarkaðs- verði til verkunar. Á þessum samanburði sést að þróun síðustu ára stefnir til ólíkra átta í þessum tveimur löndum hvað fiskafurðaútflutning áhrær- ir. Þetta leiðir svo til þess að Norðmenn fá talsvert hærra verð fyrir hvert fiskafurðatonn sem út er flutt, og meiri gjaldeyri þar af leiðandi í sinn hlut, heldur en við fslendingar af hverju útfluttu tonni. Þegar rætt er um erfiðleika í íslenskum sjávarútvegi þá verður þetta að koma fram. Hinu ber heldur ekki að leyna að ekki verður annað séð en að íslensk bankamálastefna síðustu ára hafi stuðlað að og stutt þá þróun í ís- lenskri fiskvinnslu og sölu afurða sem ég hef bent á hér. Nýfisksala á erlendum mörkuðum Út var fluttur héðan frá íslandi nýr ísvarinn fiskur á árinu 1985, 68.061,6 tonn, sem aðallega fór til tveggja markaðslanda, Bret- lands og Vestur-Þýskalands. Talsvert af þessu fiskmagni er unnið áfram í markaðsvöru í markaðslandinu og keppir þar við útfluttar frystar fiskafurðir héðan. Það hefur komið berlega í ljós að söluverð þessa útflútta ís- varða fisks héðan er í öllum til- fellum miklu hærra en það lög- boðna fiskverð sem íslensk fisk- vinnsla, frystihús og söltun búa við og þó eru íslensk frystihús all- flest í miklum rekstrarvanda og mörg hafa gefist upp. Þetta leiðir í ljós að það er ekki verðið á vinnslufiskinum sem þessu ræður, ekki heldur kauptaxtar frystihúsanna sem eru lægri en þeirra erlendu, heldur aðrar or- sakir. Ég hef bent á hina neikvæðu þróun í vinnslu- og n.’’-kaðsmál- um hér, en það er að niúiu viti einn hluti vandans, en ekki allur. Hinn hluti vandans sem leiða verður fram í dagsljósið er þjón- usta bankastofnana við útgerð og afurðavinnslu, og starfsgrund- völlur sjávarútvegsins frá hendi alþingis og ríkisvalds, því allt eru þetta þýðingarmiklir þættir í af- komu. Allt þetta ásamt vinnslu- og sölumálum þarf að athuga gaumgæfilega og í samhengi. Þetta mál þarf að brjóta til mergj- ar og og útfrá því sem þá kemur upp þarf að mynda heildarstefnu sem þjónar þjóðarhagsmunum. Allt annað er kák sem engu bjargar en framlengir aðeins óviðunandi ástand. 14.7. 1986 Noregur Kona í embætti aðstoðar- manns Nýlega var Borghild Tveit 43ja ára gift kona og margra barna móðir ráðin einkaritari norska sjávarútvegsráðherrans, en þetta er samskonar staða og aðstoðar- maður ráðherra hér. Það sem vakti sérstaka athygli, þegar frú Borghild var ráðin í stöðuna, var að hún hefur enga skólagöngu eftir grunnskóla. Hinsvegar er hún sögð sjálfmenntuð og fjöl- menntuð kona sem vakið hefur á sér athygli á síðustu 16 árum. Borghild þekkir vel til fisk- veiða og fiskvinnslu og alveg sér- staklega til laxeldis, en við slíkt eldi hefur hún unnið frá 1972 hjá Svanöy Stiftelse sem rekur stóra laxeldisstöð, en Svanöy Tilheyrir Sognsfylki. Borghild er talin í hópi sjálf- Borghild Tveit. stæðra laxeldisfræðinga og er tekið mikið tillit til reynslu henn- ar á því sviði. Hún hefur verið starfandi innan norska Verka- mannaflokksins síðan árið 1970 og gengt þar margvíslegum trún- aðarstörfum. Hún er þekkt langt útfyrir sitt heimahérað fyrir af- burða dugnað og fjölbreytilega hæfileika, m.a. er hún talin standa í fremstu röð sem hann- yrðakona og hefur verið fengin til að halda námskeið sem slík. J. Kúld. I Þri&judagur 15. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.