Þjóðviljinn - 16.07.1986, Síða 7
DIODHUINN
Umsjón:
Páll
Valsson
Birgir Edvardsson framkvæmdastjóri N'ART meö ágætt plakat hátíðarinnar glaður á svip, enda styttist í að mikil vinna hans og hans fólks skili sér í öflugri hátíð. (LjósmyndAri)
Hátíð
Alhlióa
menningarhá tíó
NARTIÐ hefst á föstudag. Birgir Edvardsson: Sviptum borgina gráu hulunni
Áföstudaginn hefstí
Reykjavík norræn
menningarhátíð; fjölbreytt
hátíð með þátttöku
listamannafráöllum
Norðurlöndunum og margra
listgreina. Öðrum þræði er
hátíðin hugsuðsem
afmæliskveðjatil Reykjavíkur
vegna 200 ára afmælis
borgarinnar.
En frá 3. júlí hafa margir lista-
menn ferðast um landið sér til
upplifunar og koma þeir til borg-
arinnar nú í byrjun hátíðar.
Framkvæmdastjóri Norrænu
menningarhátíðarinnar, sem hef-
ur skammstöfunina N‘ART, er
Birgir Edvardsson. Hann var
spurður um hátíðina, aðdrag-
anda og markmið:
Langur
aðdragandi
„Þetta er nú nokkuð gömul
hugmynd, að fá hingað gott lista-
fólk og halda hátíð. Ein hugsunin
á bakvið hátíðina, hugsun sem
ferðin þjónar aðallega, er að láta
mætast útlent listafólk og svo
okkar einstaka og fallega land.
Að sjá hvað kemur út úr slíku
samspili. Það munum við meðal
annars sjá á sýningu sem kölluð
verður ...gests augað og verður
sett upp í Hlaðvarpanum á föstu-
daginn. Þar verða sýndar myndir
sem gerðar voru í ferðinni.
En með aðdragandann þá má
segja að ég hafi farið að hugsa um
þetta í alvöru svona uppúr ára-
mótum 1984—1985. Síðan þróað-
ist hugmyndin hægt og bítandi og
fyrir svona ári síðan þá var kom-
inn nokkur skriður á þetta mál.
Það má líkja þessu öllu við há-
stökk. Ef tilhlaupið er mátulega
langt þá stekkurðu hærra. Og þú
verður að stefna nógu hátt. Ef þú
ætlar að stökkva 1.60 þá verð-
urðu að hugsa stökkið þannig að
þú ætlir að stökkva 1.80.Málið er
að stefna nógu hátt og gefast
aldrei upp.
Breið og
alhliða hótíð
Ferð listamannanna um landið
hefur gengið vel, þótt veðrið hafi
sett nokkurt strik í reikninginn í
blábyrjun, þegar það var slydda
og 2 gráðu hiti í Mývatnssveit. En
síðan hefur verið mikil blíða og
allt gengið ljómandi vel.“
„Við höfum reynt að vanda val
listamanna á hátíðina eins og
hægt var og hafa mikla breidd.
Það hefur tekist vel ekki síst
vegna þess hversu vel listamenn
tóku í þetta. Langflestir voru til í
að koma. Peningahliðin var og er
auðvitað barátta eins og alltaf er.
Allt hitt er bara skemmtivinna.
Við ætlum að halda góða alhliða
hátíð í höfuðborginni á 200 ára
afmælinu; reyna að sýna fólki að
það er hægt að skemmta sér í þess
nánasta og hversdagslega um-
hverfi. Svipta gráu hulunni af
borginni, það er okkar markmið.
Stiklað
ó efni
Mín uppáhaldshugmynd varð-
andi þessa hátíð er Lista-
skálahugmyndin. Þar sýna í
Borgarskála Eimskips við Sigtún
um það bil 50 myndlistarmenn frá
öllum Norðurlöndunum og fleiri
uppákomur verða þar á sviði
tónlistar, dans og fleira. Aðrir
staðir eru Tjaldið og Félagsstofn-
un Stúdenta sem má segja að
verði miðstöðvar þessarar hátíð-
ar. í Félagsstofnun verður starf-
ræktur klúbbur sem verður opinn
öll þau kvöld sem hátíðin stend-
ur.“
- Ef þú stiklur nú um dagsk-
rána og nefnir svona það sem þér
þykir sæta mestum tíðindum.
„Já, það er alltaf erfitt að taka
eitthvað út, en það má reyna. Það
er til dæmis mikill viðburður að
hingað skuli koma hópur frá
danska Odin leikhúsinu sem er
meðal fremstu leikhúsa. Þá held
ég að sýning Svíanna í Mimens-
emblen teljist til tíðinda. Það er
mjög mögnuð og falleg sýning
sem byggð er á hinni frægu skáld-
sögu Hermanns Hesse Steppenw-
olf og fleiri skrifum Hesse. Það
ætti líka að vera tilbreyting fyrir
landann að fá að horfa á Ludvika
Mini Cirkus sem er barnasirkus;
40 krakkar frá Svíþjóð sem fara
með trúðaleik og ýmislegt sem
tilheyrir sirkus. I djassinum er
það svo Niels Henning Örsted Pe-
dersen sem slítur hátíðinni með
tríói sínu sem íslendingar þekkja
að góðu, en það má einnig nefna
kvintett Arild Andersen sem
leikur núna á sunnudagskvöldið í
Tjaldinu. Og svona mætti lengi
telja."
Leikrit
eftir Magnús
- Hvað með íslenska hlutann á
hátíðinni?
„Hann er talsvert stór. Margir
myndlistarmenn sýna í Borgar-
skálanum, íslenski dansflokkur-
inn kemur fram og ýmsar rokk-
sveitir spila í Tjaldinu. Þá verða
flutt tónverk eftir Lárus H.
Grímsson; tvö frumflutt af
Guðna Franzsyni og Þóru Stínu
Johansen. Sýndurverður Skottu-
leikur eftir Brynju Benedikts-
dóttur og Stúdentaleikhúsið
frumsýnir nýtt leikrit eftir Magn-
ús Pálsson.
Þá má nefna að hlutur rithöf-
unda verður meiri en getið er í
þessari dagskrá sem nú liggur
fyrir. Það er verið að ganga frá
ýmsum upplestrum og meðal
annars mun sænski höfundurinn
Reidar Jönson koma og tala.
Ég vil líka minna á rokkið þar
sem boðið verður upp á góðar
dagskrár. Þar er ástæða til að
nefna sérstaklega finnsku rokk-
hljómsveitina Sielun Veljet sem
spilar melódískt og kraftmikið
rokk. Mjög alhliða góð hljóm-
sveit sem ég hugsa að fólk verði
hrifið af.“ -pv
Miðvikudagur 16. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7