Þjóðviljinn - 16.07.1986, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Qupperneq 8
MENNING Atli Ingólfsson, Kristján Kristjánsson og Nína Björk Árnadóttir verða meðal þeirra skálda sem lesa upp Ijóð sín í kvöld. Ljóðakvöld Upplestur í Norræna Þrjár kynslóðir ljóðskálda lesa í kvöld Félgsskapurinn þarfi sem kallar sig Besta vin Ijóðsins lætur ekki sitja við orðin tóm í umhyggjusinnifyrirþessari „lífmögnuðustu eigind móð- urmálsins" eins og Þorsteinn frá Hamri nefndi Ijóðið í merkri grein hér í blaðinu á sunnu- daginn. Bestu vinirnir efna til ljóðak- völds í Norræna húsinu í kvöld og hefst lesturinn klukkan níu. Þar munu Ijóð sín lesa Jón úr Vör, Nína Björk Árnadóttir, Vigdís Grímsdóttir, Gyrðir Elíasson, Atli Ingólfsson, Kristján Krist- jánsson, Sjón, Wilhelm Emils- son, Margrét Lóa Jónsdót.tir og Hrafn Jökulsson. Sumsé blanda þekktra og óþekktra Ijóðara. Hrafn mun einnigsjá um kynn- ingu á tveimur látnum heiðurs- mönnum þeim Sveini Jónssyni framtíðarskáldi, 1892-1942 ogJó- hanni Jónssyni sem lést 1932 og er meiningin að sýna að Jóhann hafi ekki bara verið skáld eins ljóðs þ.e.a.s. Söknuðar. Viðar Eggertsson leikari mun lesa ljóð þessara skálda. Pá mun Guðjón Guðmundson Ieika nokkur lög. Einhverjar af bókum ungskáldanna verða til sölu í Norræna húsinu í kvöld en miðaverð er aðeins 250 krónur. FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 17:00 Hlaðvarpinn Hátíðin sett með opnun tveggja myndlistarsýninga. fneöri sal: Sýning Ednu Cers Winberger- s fráSvíþjóð. Hún hefurtekið þátt í fjölda samsýninga og verið með einkasýningar í Sví- þjóð og Kanada. Flest verka hennar eru unnin í batík og sækir hún efniviðinn gjarnan í norræna goðafræði. íefri sal: ..gests augað". Sýndar myndír sem unnar hafa verið í ferð norræna myndlistar- manna um ísland 3.-16. júlí. 20:30 Iðnó Farfa-ie ikhópurinn frá Dan- mörku sýnir „Giftur Guði" eða „Hin ómögulega ást". Verkið fjallar um átakamikið tímabil í lífi hins þekkta, rússneska dansaraNijinski. Farfa- leikhópurinn starfar innan Odinleikhússins sem verið hefur í fremstu röð nútímaleik- húsaumárabil. Aðgangur400 kr. 21:00 Tjaldrokk á Háskolavelli Pukl- Vundervoolz og Sielun Vejletsem erfrægasta rokk- hljómsveit Finna idag. Þeir hafa spilað á tónleikum víða í Evrópu, m.a. í Englandi, Þýskalandi og Rússlandi. Aðgangur500kr. LAUG ARDAGUR 19. JÚLÍ 13:30 Skrúðgangafrá Lækjartorgi Skrúðganga með þátttöku leikhópsins Veitmamma hvað ég vil?og Ludvika Mini Cirkus frá Svíþjóð. Ludvika Mini Cirkuser hópur barna sem sýnir fimleika, trúðaleik og ýmsar listir fjöl- leikahússins. Gengið verður að samkomutjaldinu þar sem gangan endar með sýningu Ludvika Mini Cirkus. Aðgangur250 kr. 15:00 Hlaðvarpinn Hugarþel til forna. Fyrri hluti. Fyrirlestur og umræður á veg- um Yggdrasils semernorræn áhugasamtök um fornnor- ræna menningu, seiðlist og „shamanisma". Sænski alls- herjargoðinn Thure Claus heldurfyrirlestur. Fyrri hlutinn fjallar um áhuga- verðar heimildir um fornnor- ræna menningu, seið og notk- unhans. 17:00 Borgarskáli Eimskips viðSigtún Stórsýning, Norrænlista- sveifla. Opnuð samsýning nor- rænna myndlistarmanna. Um 50 listamenn sýna í 1500m2 húsnæði Borgarskála. Þar verða auk þess tónleikar, dans og leiksýningar. Sjá nán- arídagskrá. 20:30 Iðnó Farfa.„Giftur Guði". Önnur sýning. 21:00 Tjaldrokk- Centaur- GreifarnirogAston Reymers rivaler semeráttamanna rokksveit frá Svíþjóð. Tónlist þeirra er dillandi blanda af Suður-Amerískum töktum, djassi ogrokki. Aðgangur500 kr. SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 17:00 Tjaldið Ludvika Mini Cirkus. Önnur sýning. 15:00 Hlaðvarpinn Hugarþel til forna. Síðari hluti. Goðsagnir. Ásatrú og nútíma- maðurinn. Fyrirlesturog um- ræðurávegum Yggdrasils. 17:00 Borgarskáll „Bouffons". Látbragðsleikurí ýkjustíl, „burlesquemime", saminn og fluttur af Michaela Grant og Asa Kalmér úr Mim- ensemblen fráSvíþjóð. Aðgangur200kr. 20:30 Iðnó Farfa:„GifturGuði“. Þriðja sýning. 21:00 Kjarvalsstaðir Píanótónleikar. Sæsk-gríski píanódúettinn Ulfog Lefki Lindahl kynna norræn tón- skáld og leika verk þeirra fjór- hent á píanó. Ulf og Lefki Lindahl hafa leikið víða, bæði sem píanódúett og einleikarar með sinfóníuhljómsveitum. Aðgangur300 kr. 21:00 Tjaldið Djasstónleikar. Masqualero, kvintetf Aritds AndersenUá Noregi. Arild Andersen er einn þeirra sem tóku að spila nýja tegund djasstónlistar á sjö- unda áratugnum. Hann hefur m.a. leikið með Stan Getz og ChickCorea. Aðgangur700 kr. MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ 21:00 Hlaðvarpinn Valdabarátta á Sturlungaöld og heimsmynd nútímans. Danski rithöfundurinn Jon Hö- yer flytur fyrirlestur. 20:30 Félagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsið frumsýnir sjónleikinn „De kommer með kista og henter meg".Höfund- ur og leikstjóri Magnús Páls- son. Aðgangur300 kr. 21:00 Tjaldið Tónleikar. Fluttverk eftir Lár- usH. Grímsson.Tvöþeirra eru frumflutt á N'ART 86. Flyt- jendur: Guðni Franzson á klarinett, Þóra Stína Johansen á sembal og synthesizer, Wim Hoogewerf á gítar. Hljóð- stjórn: Lárus H. Grímsson. Aðgangur300 kr. 22:30 Hljómskálagarðurinn Forfeðraákall. Yggdrasil leiðir athöfn sem helguð er forfeðr- umokkar. ÞRIÐJUDAGUR 22. JÚLÍ 20:30 Tjaldið MimensemblenVá Svíþjóð sýnir „Utangarðsmaðurinn". Verkið er byggt á skáldsögu Hermanns Hesse, Steppen- wolf. Þessi magnaða sýning hefur hvarvetna hlotið frábær- ar viðtökur. í henni nýtur sín vel hinn sérstæði leikstíll þessa hóps þarsem saman fléttast látbragðsleikur, tónlist, dans og sterkt líkamlegt tjáningar- form. AðganguröOOkr. 21:00 Borgarskáli Spunaleikurfrá Kramhúsinu. Þóra Stína Johansenílytur verk fyrir sembal og synthesiz- er eftir Kaija Saariaho frá Finn- landi. Aðgangur200 kr. MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 9-18 Hlaðvarpinn Hvernig magna skalseið. Námskeiðávegum Yggdra- sils. Bækur Mannkyns- saga AB Árin frá 1500 til 1750 Bókaklúbbur Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér 7. bindið af Sögu mannkyns og nefnist það Ný ásýnd Evr- ópu og tekur yfir tímabilið 1500-1750. Höfundurinn er Kurt Agren lektorvið há- skólann í Uppsölum, en þýð- andi er Helgi Skúli Kjartans- son. Bindið fjallað um endur- reisnartímann sem var geysilegt breytinga- og byltingaskeið í Evr- ópu bæði í andlegum og pólitísk- um efnum. Ný heimsmynd verð- ur til - jörðin hættir að vera miðja alheimsins og menn uppgötva að himinhnettirnir hreyfast eftir lögum aflfræðinnar fremur en vilja guðs. Kaþólska kirkjan missir vald sitt í mörgum löndum og skáldin heimta andlegt frelsi og rita eins og þeim býður við að horfa (Shakespeare, Cervantes). Á sviði stjórnmálanna voru Frakkland, Spánn, England og Habsborgarar keppinautar um völdin. Síðan geisar 30 ára stríðið, spænska erfðastríðið og fleiri styrjaldir sem allar miða að því að efla konungsvaldið - nema í Englandi og Hollandi þar sem stjórnarandstöðunni tókst að efla áhrif borgaranna. Þessi tvö ríki ruddu síðan brautina til iðnvæð- ingar og kapítalisma, framleiðslu á vörum fyrir markað í stórum stíl og fram kemur stétt kaupsýslu- manna sem aðhyllist samkeppni í viðskiptum. Þessi þróun hefur síðan markað stærstu drættina í ásýnd heimsins á okkar dögum. Myndefni bókarinnar er glæsi- legt og nýtur vel hinna glæsilegu myndlistarmanna endurreisnar- tímans. N’ART ’86 21:00 Kjarvalsstaðir Mogens Ellegárd frá Dan- mörku leikur á accordeon. Ellegárd hefurhlotið heimsfrægð fyrir leik sinn á þetta hljóðfæri sem er harmo- nikka með smástigum skölum á báðum borðum. Mörg merk- ustu tónskáld Norðurlanda hafa samið verkfyrir Ellegárd. Aðgangur400 kr. 21:00 Tjaldið Mimensemblen: „Utangarðsmaðurinn". Önnursýning. 21:00 Borgarskáli Dómkórinn syngurundir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar. „ Hendur sundurleitar". Leikrænt dansverk fyrir fimm dansara og einn leikara eftir Láru Stefánsdóttur. Verk þetta var samið sérstaklega fyrir N'ART '86. Flytjendur eru dansarar úr íslenska dans- flokknum ásamt einum leikara. Aðgangur200kr. FIMMTUDAGUR 24. JÚLÍ 21:00 Tjaldið Mimensemblen: „LUangarbs- maðurinn". Þriðjasýning. 21:00 Hlaðvarplnn Einleikurásaxofón. LauriNy- koop fráFinnlandi.Hannhef- ur komið áður hingað til lands og haldið tónleika og vakti þá verðskuldaða athygli fyrir sér- stæðatónlistsína. Aðgangur300kr. 21:00 Félagsstofnun stúdenta Stúdentaleikhúsið:„De kom- mer með kista og henter meg“. Önnursýning. 22:30 Hljómskálagarður Friðarathöfná vegum Ygg- drasils. FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 20:30 Borgarskáli Porquettas frá Finnlandi sýna „Pacificinferno". Sjónleikur/ dans saminn út frá sögu Mic- hel Tournier um Frjádag. Leikstíll Porquettas er mjög sérstakur og þykir yfirstíga alla venjulega tungumálaörðug- leika. Aðgangur400 kr. 21:00 Tjaldrokk-BjarniTryggva- son - Fölu frymskógardreng- irnir og Aston Reymer rivaler. Aðgangur500 kr. LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 15:00 Iðnó Revíuleikhúsið: „Skottu- leikur". Leikstjóri og höfundur Brynja Benediktsdóttir. Þetta barnaleikrit, sem fjallar um þrjár nútímaskottur, var sýnt síðastliðinn vetur í Breiðholts- skóla og víða um land. Aðgangur250kr. 17:00 Borgarskáli „Subito". Sviðsverk fyrir saxó- fón, slagverk og dansara. Flytjendur: Cecilia Roos frá Svíþjóð, SteingrimurGuð- mundsson, Elsie Petrén frá Svíþjóð. Aðgangur200 kr. 20:30 Borgarskáli Porquettas: „Pacific inferno". Önnursýning. 21:00 Kjarvalsstaðir Svedenborgarkvartettinn frá Svíþjóð. Þessi ungi strengja- kvartett hefur þegar vakið mikla athygli fyrir skemmtilegt efnisval og persónulega túlk- un. Aðgangur300kr. 21:00 Tjaldrokk Röddin - Bubbi Morthens- Si- elun Veljet. Aðgangur 500 kr. SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ 15:00 Tjaldlð Lokahátíð. Ludvika Mini Circus. Síðasta 'sýning. Leikhópurinn Veit mammahvaðégvii? mætir með furðuverur sínar og ferlíki. Flugdrekahátíð. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og skreyta himininn með flug- drekum sínum. Efni til flug- drekasmíða má fá við tjaldið alla daga hátíðarinnar. 20:30 Borgarskáli Porquettas:,, Pacific inferno". Síðasta sýning. 21:00 Tjaldið Djasstónleikar. Tríó Niels- Hennings Örsted-Pedersen frá Danmörku. Með honum leika Kenneth Knudsen og PalleMikkelborg. Aðgangur800 kr. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.