Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 16.07.1986, Page 14
Akureyri Vilja ráðgjafaþjónustu Skora áfélagsmálaráðherra ogstjórn Húsnæðisstofnunar að koma upp útibúi frá stofnuninni hiðfyrsta á Akureyri „Fundur á vegum Húsnæðis- stofnunar ríkisins um ráðgjafa- þjónustu á Norðurlandi, haldinn i Alþýðuhúsinu á Akureyri 15. júlí 1986, fagnar þeirri afstöðu fél- agsmálaráðherra að stuðla að aukinni ráðgjafaþjónustu í hús- næðismálum á Norðurlandi. Jafnframt bendir fundurinn á þörf fyrir víðtækari þjónustu húsnæðisstofnunar úti á lands- byggðinni. Skorar fundurinn á félagsmáiaráðherra og stjórn húsnæðisstofnunar ríkisins að beita sér fyrir því að stofnað verði utbú frá húsnæðisstofnun á Ak- ureyri hið fyrsta.“ Ofangreind ályktun var sam- þykkt á fundi sem haldinn var í Alþýðuhúsinu á Akureyri í gær, á vegum Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Samkvæmt fundarboði sem sent var fulltrúum sveitarstjórna, verkalýðsfélaga og lánastofnana á Norðurlandi, átti fundurinn að taka afstöðu til hugmynda sem fram hafa komið um að á Akur- eyri yrði komið á fót ráðgjafa- þjónustu í líkingu við þá sem Húsnæðisstofnun hefur starfrækt í Reykjavík frá því í ársbyrjun 1985. Grétar Guðmundsson for- stöðumaður ráðgjafastofnunar- innar var fulltrúi Húsnæðisstofn- unar á fundinum og kynnti hann m.a. samkomulag sem lánastofn- anir, lífeyrissjóðir og verka- lýðsfélög á Suðurnesjum gerðu með sér um stofnun ráðgjafa- þjónustu þar í samvinnu við Húsnæðisstofnun. Það var samdóma álit fundar- ins að það væri fyrst og fremst í verkahring Húsnæðisstofnunar að standa að ráðgjöf til húsbyg- gjenda hvort sem um væri að ræða aðstoð við þá sem lent hafa í greiðsluerfiðleikum vegna mis- gengis launa og lánskjara eða gerð greiðsluáætlana fyrir þá sem hyggja á byggingu eða kaup húsnæðis en samkvæmt lögum sem taka gildi í haust eiga slíkar áætlanir að liggja fyrir þegar fólk sækir um lán til Húsnæðisstofn- unar. -yk/Akureyri Amarflug Hallgrímur er nú að þreifa fyrir sér með útflutning á harðfiski til Grænlands. Mynd -yk. Fiskiðja H.A. Ríkisábyrgð í sjónmáli Hörður Einarsson: Veik fjárhagsstaða en góður grunnur rátt fyrir veika fjárhagsstöðu er þarna ákveðinn grunnur í félaginu sem við teljum að hægt sé að byggja á, sagði Hörður Ein- arsson nýkjörinn stjórnarfor- maður Arnarflugs hf. Á aðalfundi um síðustu helgi var gengið frá 52 miljón króna hlutafjáraukningu. Á næstu dögum búast menn við að 43 milj- ónir bætist við en þá verða komn- ar inn þær 95 miljónir sem settar voru sem skilyrði fyrir 2,5 miljón dollara ríkisábyrgð. í samtali við Þjóðviljann sagði Hörður Einarsson að leitað yrði nýrra leiða í innflutningi og jafnvel stofnað nýtt hlutafélag með þátttöku Arnarflugs og þeirra aðla sem hagsmuna eiga að gæta í innanlandsfluginu. Auk þeirra Harðar Einars- sonar og Sveins R. Eyjólfssonar eru nú stærstu hluthafarnir í Arn- arflugi: Samvinnuferðir, Hótel Saga og Helgi Þór Jónsson. G.Sv. Viðgerða- og ráðgjafarþjónusta leysiröll vandamál húseigenda. Sér- hæfðir á sviði þéttinga og fl. Almenn verktaka. Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta. Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin. Auglýsið í Þjóðviljanum Laus staða Hálf staða bókasafnsfræðings til skráningarstarfa í þjóðdeild Landsbókasafns íslands er laus tll umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. júlí næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 9. júlí 1986. Reykt rækja til Bandaríkjanna Merkilegur útflutningur hjá dalvískum harðfiskframleiðanda. Hallgrímur Antonsson: Fólk afafrískum uppruna kaupir reykta rœkju umboðs- eða dreifingaraðili tekur við henni og selur fólki af afrískum uppruna á svæðinu í kringum New Jersey og einnig fer eitthvað til vesturstrandarinnar. Hallgrímur sagði að upphaflega hefði það verið Finnbogi Gísla- son á Akureyri sem bað hann að þróa reykingu á rækju. Rækjan þarf að ná ákveðnum litarblæ sem kemur fram t' reykingunni og auk þess þarf að þurrka hana hæfilega áður en hún fer í reykinguna. Ef þessi rétti litur kemur ekki fram þýðir ekki að senda rækjuna vestur, því þeir taka ekki við henni. Hallgrímur kvaðst ekki geta annað þessum markaði nægilega ennþá, m.a. vegna þess hve erfitt er að fá rækju, því vinnslustöðvarnar í landi þurfa á öllu því hráefni að halda sem þær geta fengið. Hallgrímur hefur einnig sent bandaríska fyrirtækinu, að beiðni þess, ýmsar aðrar fisktegundir, s.s. reykta og þurrkaða loðnu, rækjumjöl og herta og reykta bita úr ýmsum fisktegundum sem ekki nýtast í annað. Hann kvaðst ekki telja líklegt að þarna væri að opnast leið inn á einhvern umtalsverðan markað þar sem hann hélt að neysla þessara teg- unda takmarkaðist við tiltölulega lítinn hóp fólks. En hér er engu að síður um nokkuð merkilegan útflutning að ræða.-yk/Akureyri Fíkniefnamál Framkvæmdanefnd gegn fíkniefnum að fer ekki mikið fyrir fisk- verkunarhúsi Hallgríms Ant- onssonar á Dalvík, svona utan frá séð, og sömu sögu er að segja þeg- ar inn er komið. En þegar betur er að gáð kemur í Ijós að það er býsna merkileg starfsemi sem þarna fer fram. Það eru 3 ár síðan Hallgrímur fór að verka harðfisk en hvað fékkst hann við áður? „Ég var verktaki, byggði hús og ýmis önnur mannvirki hér á Dalvík og víðar,“ svarar hann og segist hafa hætt vegna samdráttar í byggingariðnaði. „Ég fór nú hálfgert úr öskunni í eldinn þegar ég sneri mér að harðfisksverkun- inni. Það eru of margir að fram- leiða fyrir þennan innlenda markað og erlendir markaðir taka hægt við sér.“ - Hvernigætlistandiáþví?Nú éta útlendingar harðfiskinn með bestu lyst þegar þeim er boðinn hann. „Já, útlendingar éta fiskinn en þetta er bara of dýr vara þegar hann kemur á markað erlendis. Það þyrfti að gera tæknilegar breytingar í vinnslunni til að ná framleiðslukostnaðinum niður.“ Þrátt fyrir þetta hefur Hall- grímur verið að fikta svolítið við útflutning á harðfiskinum, m.a. er hann nú að þreifa fyrir sér á Grænlandsmarkaði. En það er e.t.v. ekki harðfisk- verkunin sem er það merkileg- asta sem fram fer í Fiskiðju H. A. á Dalvík, þó að fiskurinn sé reyndar merkilega góður. í hálft ár hefur Hallgrímur flutt reykta rækju til Bandaríkjanna þar sem 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Forsætisráðherra hefur í sam- ræmi við ákvörðun ríkisstjórnar- innar skipað framkvæmdanefnd til að samhæfa aðgerðir í barátt- unni gegn útbreiðslu og notkun ávana- og fíkniefna hér landi. í frétt frá forsætisráðuneytinu segir að framkvæmdanefndinni sé ætlað að vinna að samræmingu hugmynda og verkefna einstakra ráðuneyta og leyta eftir samstarfi við stofnanir og sérfræðinga og þau mörgu áhugamannasamtök, sem vilja leggja lið baráttu gegn þessari vá. Einnig á nefndin að gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um framkvæmd mála á þessu sviði. í nefndinni eiga sæti: Helga Jónsdóttir, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, formaður, Er- lendur Kristjánsson, æskulýðs- fulltrúi ríkisins, Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík, Gylfi Kristinsson deildarstjóri, Bjarnveig Eiríksdóttir lögfræð- ingur, Jóhannes Bergsveinsson yfírlæknir og séra Jón Bjarman. —SA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.