Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Vesturveldin og Afríska Flestir valdamenn á Vesturlöndum virðast gera sér grein fyrir því, að dagar apartheid, kerfis kynþáttakúgunar í Suður-Afríku, eru tald- ir. Flestir þeirra játa, að nauðsynlegt sé að beita hvítu minnihlutastjórnina efnahagslegum refsi- aðgerðum, þótt ekki séu þeir allir samstíga um það, hve langt skuli gengið. Eins og kunnugt er hefur það einkum verið járnfrúin Margaret Thatcher, sem hefur staðið gegn þeim refsiað- gerðum sem um munar, - en kannski mun jafnvel hún láta af þvermóðsku þegar meira að segja Bretadrottning getur ekki lengur á sér setið og kemur því á framfæri við forsætisráð- herrann að henni sé „eigi skemmt'* með hátta- lagi hennar. En þegar þau Reagan forseti og Margaret Thatcher og ýmsir valdamenn aðrir hafa sýnt mikla tregðu á að beita sér gegn stjórn Suður- Afríku, þá stafar það ekki síst af því, að þetta fólk hefur ekki fundið ráð til að hægt sé að afnema apartheid en láta sem flest óbreytt í sjálfri gerð þjóðfélagsins. Hinir vestrænu leiðtogar óttast, með öðrum orðum, þá róttækni sem ræðurferðinni ÍANC, Afrískaþjóðarráðinu, sem er langsamlega öflugasta andófshreyfingin í landinu og mundi vafalaust fá meirihluta at- kvæða í frjálsum kosningum. ANC fór af stað sem mannréttindasamtök sem tóku töluvert mið af aðferðum Gandhis (andóf án ofbeldis). En eftir að hinir hvítu valdhafar hertu á kúgun- inni, með apartheid-lögunum og nauðungar- flutningum á fólki í áður óþekktum mæli, hafa þau gerst æ róttækari. Þau telja að í lýðræðis- þróuninni verði ekki staðar numið við kosninga- réttinn („hver maður eitt atkvæði") heldur verði að gera ráðstafanir til að snúa niður þá gífurlegu misskiptingu í eignum og kjörum, sem ofbeldi kynþáttakúgunar hefur af sér leitt. Og þar með sjá Vesturveldin rautt: kommúnisminn er að koma til Suður-Afríku! Forystumenn Afríska þjóðarráðsins telja sig verðavara við, að Vesturveldin reyni nú að fáþá til að hætta andófi („láta af hermdarverkum" eins og það heitir) og gefa þar með valdhöfum svigrúm til umbóta og viðræðna. Þetta líti ekki illa út við fyrstu sýn, en í rauninni búi það á bak við, að reyna að kljúfa ANC í langvarandi samn- ingaþófi. Þá er mjög hamast á því að ANC sé undir of miklum áhrifum kommúnista - þar með er enn ein tilraunin gerð til að snúa þeim vanda sem fylgir kynþáttakúgun í Suður-Afríku upp í endurspeglun átaka Austurs og Vesturs, en sú tilhneiging er jafnan fyrir hendi í Washington Reagans eins og menn vita. í annan stað verður þjooarraóiö reynt að finna einhvern „hófsaman" leiðtoga sem verður náttúrlega að vera þeldökkur maður sjálfur, en væri fús til að breyta sem allra minnstu í þjóðfélagsgerð Suður-Afríku. Til dæmis hefur talsvert verið reynt til að skapa forsendur fyrir því að höfðingi Zúlumanna, Buthelesi, gæti gegnt slíku hlutverki. Það mun rétt, að innan ANC hefur verið nokk- ur ágreiningur um það, hvort samningaleiðin við stjórn Botha sé fær eða hvort uppreisnin sé það eina sem dugi. En það eru ekki síst sjálf við- brögð stjórnvalda, sem hafa tekið fyrir þá hættu að slíkur ágreiningur - og fyrrgreind viðleitni Vesturvelda - leiði til þess að Afríska þjóðar- ráðið klofni. Þegar samningaleiðin var mest á döfinni réðust suðurafrískir herflokkar á meintar stöðvar ANC í grannríkjunum, skömmu síðar var skellt á neyðarlögum í landinu með auknu lögregluofbeldi. Það er því ekki nema eðlilegt að nú hefur tekist alltraust samstaða innan ANC um að ekki geti verið um vopnahlé að ræða í baráttunni fyrr en hvíta minnihlutastjórnin hefur verið knúin til undanhalds. Við getum ekki sagt fólki að hætta baráttunni nú og látið sem hægt sé að treysta Botha, segir einn talsmaður ANC, svo oft hefur verið níðst á vonum okkar og trausti. -ÁB KUPPT OG SKORIÐ Gúrka Hásumarið gengur á fjölmiðla- mállýsku undir gælunafninu gúrkutíð, - aðflutt orð, og lýsir því að þegar fréttahauka skortir bitastæð viðfangsefni er reynt að gera sér mat úr hinu smáa, til dæmis uppsprettufréttum frá gúrkubændum. Við höfum ekki þurft að kvarta verulega undan fréttaleysi hér í sumar, það hefur verið nóg að gera við að flytja tíðindi af Haf- skipsmáli, fallítt frystihúsum, krossferð Hvala-Halldórs, Þjóð- viljanum sjálfum, kosninga- vafstri í stjórnarflokkunum, og nú síðast af Birni þeim sem gerir mönnum greiða. En um síðir kemur að því að eigi má sköpum renna, að minnsta kosti á sumum íjölmiðl- um. Vesturbæjar- Ijónið til sölu! í Morgunblaði og DV er okkur í vikunni skýrt frá því stórum og skýrum stöfum að Vesturbœjar- Ijónið sé til sölu. Þetta þóttu klippara merk tíðindi. Eina ljón- ið sem hann kannaðist við úr Vesturbænum var sjálft Rauða ljónið, - knattspyrnukappinn og KR-ingurinn Bjarni Felixson, sem eftir Mexíkóútsendingarnar er kominn í tölu dýrlinga. En hægri bakvörður þjóðar- innar er víst ekkert til sölu. Hann hefur nú eignast skæðan keppi- naut um athygli Vesturbæinga, nefnilega Tomma nokkurn sem er að því leyti frábrugðinn hinu Vesturbæjarljóninu að hann er af kattarkyni og þaraðauki ættaður frá Síam en ekki af Ránargöt- unni. Köttur í ból Bjarnar Kötturinn Tommi mun hafa brugðið á leik í Vesturbæjaríbúð- um og fjölmiðlum um líkt leyti og miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti á tíu tíma fundi að ekki bæri að gráta Björn bónda heldur safna liði. Og Vesturbæ- ingar brugðu við hart og hófu lið- söfnuð á hendur ógnvaldinum á Víðimelnum, hinum gráa ketti Tomma. Tilhlaup af túninu Enda virtist kominn tími til að láta hendur standa frammúr erm- um og leggja af þau vinnubrögð úr Greiða-Björns sögu að fara einsog köttur í kringum heitan graut. í fréttaviðtali við Morgun- blaðið segir eitt fórnarlamba Tomma-málsins um kynhegðun Vesturbæjarljónsins að Tommi hafi verið farinn að venja komur sínar á heimilið nær daglega „þar sem hann hafði einhvern áhuga á lceðu einni sem bjó í hinum enda hússins og ég sá að hann tók oft á tíðum tilhlaup aftúninu og inn um gluggann ef lœðan var inni". Þetta er þeim mun ósæmilegri hegðun sem kötturinn Tommi lætur taka mynd af sér í sama Morgunblaði uppí hægindastól ásamt maka sínum og einum af- komenda, og virðist Vesturbæj- arljónið í tilhlaupum sínum hafa verið í erindum á skjön við hjú- skaparsáttmálann. Margir frekir og geðstirðir Nú er svo komið að Tomma á að selja burt úr Vesturbænum. Og er hætt við að áhugamönnum um furður náttúrunnar fyrir vest- an læk þyki fljótt kólna kattar- gamanið. En eigendurnir eiga ekki annars úrkosta samkvæmt DV: „Petta gengur ekki svona. Við getum ekki haft köttinn lok- aðan inni í marga daga, hann er ekki vanur því. Það er greinilegt að hann má ekki lengur vera úti, svo eina ráðið er aðfinna honum nýjan samastað". Það er þó bót í máli fyrir Tomma að „ástkœr ektamaki" fylgir með í kaupun- um. í forsíðufrétt DV um þetta mál er rætt við formann Kattavinafé- lagsins, og formaðurinn telur að þessi björn sé alls ekki unninn þótt Tommi verði seldur burt: „Þessi köttur er einstaklega frekur og hefur margsinnis ráðist á aðra ketti“, hann er „hcettulega hreinrœktaður", og reyndar er allt þetta kyn brennt sama marki, þeir eru að dómi formannsins „margir. frekir og geðstirðir. En ég veit engin dœmi þess að köttur í Reykjavík hafi látið einsog þessi“. Bjartur fer halloka Vitnisburður Morgunblaðsins um hegðun Tomma virðist styðja þessa afstöðu, - þar er ástandinu lýst þannig á Vesturbæjarheimili eftir heimsókn kattarins: „eld- húsið í rúst, rœkjurnar útum allt og búið að draga lcerissneiðarnar út á tún“. Og þótt ekki hafi sann- ast enn að Tommi sé sökudólgur- inn verður að teljast líklegt að Ljónið eigi einnig hlut að þessu máli hér: „Hitt tilfellið varðaði kött er komist hafði inn um glugga á húsi og hafði hann gert þarfir sínar í hjónarúm og gardínur íbúa“. Sem sakamaður aldarinn- ar í kattahópi hlýtur Tommi að hafa réttarstöðu hins grunaða í þessu máli líka, enda vitum við af reynslu undanfarinna vikna að allir kettir eru svartir í myrkrinu. Og það eiga fleiri um sárt að binda. Þannig segir á baksíðu DV í gær frá Bjarti, sem virðist bröndóttur af myndum, að Tom- mi hafi tvisvar ráðist að honum fyrirstuttu: „Fyrst beit hann Bjart í eyrað ogsíðan í löppina", og þar er einnig upplýst að „hann beit líka lceðu sem kona í ncesta húsi á“. Niðurstaða eiganda Bjarts er að það sé „auðvitað ekki hœgt að láta þennan kött komast upp með að ráðast á aðra ketti. Ég held að allir í hverfinu séu ánœgðir með að losna við hann“. Ráðherra talar Málið er nú orðið svo alvarlegt að Morgunblaðið kallar á æðstu yfirvöld landsins til að koma Tomma fyrir, en heilbrigðisráð- herra, Ragnhildur Helgadóttir, reynir í viðtali við blaðið í gær að hreinsa sig af málinu með aumum kattarþvotti og segir að það séu „engin kattalög í smíðum í heilbrigðisráðuneytinu“. Hún segir hinsvegar að gefnu tilefni við Morgunblaðið að það sé til siðs að þeir sem vilja halda dýr í mannabústöðum beri á þeim fulla ábyrgð. Undir þessi orð heilbrigðisráð- herra verður að taka heils hugar um leið og minnt skal á að þangað kemur kötturinn helst sem hon- um er klórað. -m DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Rit8tjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéöinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamonn: Garöar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Olafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.