Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.07.1986, Blaðsíða 7
inm var Rœtt við Bjarna Tryggvason tónlistarmann um þótíð, nútíð og framtíð .Að gefa út plötu var draumur sem maður varð óléttur af fyrir löngu. Maður varð að fœða“, sagðl trúbadúrinn Bjarni Tryggvason frö Neskaupstað sem nýlega sendi frö sér plöt- una Mitt líf, bauðst eitthvað betra. „Ég er búinn að vera að spila í nokkur ár. Byrjaði að gutla á gít- ar 14-15 ára. Annars kann ég ekkert á gítar nema nokkur grip, svona tjúttum og tröllum. Þetta stendur mér nokkuð fyrir þrifum í tónlistinni. Ég ætla mér að læra eitthvað í tónlist, er að spá í að læra söng. Undirstöðuatriðin verður maður að kunna til að geta beitt röddinni rétt. Bjarni Tryggva samdi öll lögin og textana sem eru á plötunni. Það fer líklega ekki fram hjá neinum sem hlustar á plötuna að textarnir eru fremur sorglegir. Því spurði blaðamaður Bjarna hvort honum fyndist allt vonlaust og svart. „Nei, alls ekki. Ég bara nenni ekki að syngja um eitthvað hæ, hó, jibbíjei, það er kominn 17. Júnf. Ég er bara að fjalla á plötu- nni um hluti sem ég hef gengið í gegnum. Ég tek fyrir mál sem skipta mig máli. T.d. fjalla ég mikið um tilfinningar. Ég er ekki svartsýnn en reiði kemur oft í ljós á plötunni. Svo á maður nú líka einn og einn undurljúfan ástar- texta. Annars er ég bara afskap- lega skemmtilegur strákur." Kem að neðan Bjarna hefur verið líkt við Bubba Morthens. En hvað finnst Bjarna um það? „Hann Bubbi hefur hjálpað mér heilmikið að byrja, enda er hann allur í því að hjálpa tón- listarmönnum að koma sér á framfæri, en við erum allt öðru- vísi tónlistarmenn. Það sem er líkt með okkur er að við höfum svipaðan bakgrunn.Komum báð- ir einhversstaðar að neðan, úr fiskinum, slorinu og ógeðinu.“ Bjarni hætti í skóla þegar hann var búinn með gaggó og fór á sjó- inn. Af hverju og hvernig var? „Þegar ég var búinn með grunnskólann fannst mér skipta mestu máli að eignast pening, hús og bíl. Sem ég og gerði en nú finnst mér þetta ekkert mikil- vægt. Ég er búinn að selja allt draslið. Ég kunni illa við mig á sjónum. Þetta er mannskemm- andi, sérstaklega fyrir unga stráka. Maður sér ekki nokkurn lifandi mann nema lítinn hóp, þ.e. áhöfnina, í mörg ár. Svo þeg- ar maður er svona ungur er mað- ur alltaf að hugsa um allt það sem maður er að missa af. Maður sér bara sjóinn og úti er oftast skíta- kuldi en inni er svitafýla og tá- fýla. Svo kom maður' í land í nokkra tíma, átti sand af seðlum sem fóru í brennivín og vitleysu á stundinni. En ég tel þessa reynslu mér líka til tekna. Maður fékk innsýn inn í annan heim.“ Almennilegt sveitaball Aðspurður um áhugamál fyrir utan tónlist sagði Bjarni að hann hefði lengi verið með bíladellu, átti flotta bfla. Og svo á fjöl- skyldan hans marga hesta sem hann hafði mikinn áhuga fyrir á Neskaupstað. “Svo hef ég farið dálítið á böll- in hérna í bænum. Maður fer mest í Roxí og á Borgina því þar er besta tónlistin. Annars er ég orðinn hundleiður á þessum diskótekum hér, mig er farið að langa til að komast á almennilegt sveitaball." Skyggnst inn í einkalífið Til að svala forvitni aðdáenda Bjarna Tryggva hélt blaðamaður áfram að hnýsast í einkalíf trúba- dúrsins og komst að því að Bjarni á eitt barn. „Maður verður að eiga erfingja“, sagði hann. Bjarni er ekki giftur og hann langar ekki til að búa á Neskaupstað í fram- tíðinni. „Á veturna er Neskaup- staður eins og draugabær. Það er svo mikill flótti unga fólksins suður, vegna þess að ekkert er gert fyrir það á Neskaupstað, og það er óhugnanlegt að vera þarna á veturna.“ Bjarni lifir og hrærist í tónlist þessa dagana en hverjir eru uppá- haldstónlistarmenn hans? „Af íslenskum tónlistarmönn- um er það tvímælalaust Bubbi. Hann er eini maðurinn sem hefur verið að segja eitthvað af viti í mörg ár. Svo hlusta ég mikið á blús, Frank Zappa, Lou Reed o.fl.. Égermjögóldáþvíímúsík- smekk. Helst vil ég hlusta á gamla tónlist. Núna er ég alltaf að hlusta á Talk Talk. Það er mitt uppáhaldíbili.“ Flokkapólitík skítug Aðspurður um pólitískar skoð- anir og framtíðarplön sagði Bjarni: „Hvað er póiitík? Fyrir mér er flokkapólitík bara eitthvað skítugt. Ég hef mínar pólitísku skoðanir en læt þær ekkert uppi. Að vísu er mikið af ádeilutextum á plötunni og skoðanir eru alltaf pólitískar. í sambandi við fram- tíðina þá er minn draumur að geta lifað af tónlistinni. Auðvitað reynir maður að vinna við það sem manni finnst skemmtilegast. Ég er byrjaður að starfa með ný- jum mönnum og við vonumst til að starfa saman áfram næsta árið allavega. Þessir menn heita Bergsteinn Björgúlfsson á trom- mum, Steinar Gunnarsson á bassa, Ingvar Jónsson á hljóm- borði og Orn úr Spilafíflunum á gítar. Svo mun ég syngja.“ Smó óróður í lokin Af því að þetta viðtal er nú á unglingasíðu látum við smá upp- eldisfræðilegan boðskap fylgja með í lokin. Blaðamaður spurði Bjarna Tryggva hvað honum fyndist um vímuefni. „Ég nota ekki hass eða nein svoleiðis efni en ég reyki eins og strompur og verð að fara að endurskoða það ef ég á að geta sungið eins og engill“. (Rosah- látur.) „Nú svo hef ég gaman af að drekka rauðvín og fæ mér kon- íak eftir góða máltíð. Ég notaði einu sinni allskonar rugl-efni en eins og allir vita, sem þekkja mig, þá er ég steinhættur því.“ Fleiri voru þau orð ekki í bili, viðtalið er búið. —SA. Föstudagur 18. júli 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.