Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 26 DJOÐVIU NN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ HEIMURINN Ríkisstjórnin Hvalveiðamar stöðvaðar Ragnar Arnalds: Furðulegt að setjafiskmarkaði íhættufyrir 80hvali. Hótanir Bandaríkjanna afundirlœgjuhætti stjórnvalda. Guðrún Helgadóttir: Höfum verið alltof andvaralaus. Vöruðum við þessu á þingi í vetur Það hefur verið furðuleg á- kvörðun að setja fiskmarkaði okkar í hættu út af 80 hvölum sem engu máli skipta fyrir íslenskt at- vinnulíf. Hitt er svo annað að framkoma Bandaríkjamanna gagnvart okkur, hótanir þeirra um viðskiptabann er bein af- leiðing af þeim undirlægjuhætti sem íslensk stjórnvöld hafa sýnt í viðskiptum við þá undanfarin ár. Hverskonar útþenslustefna í hernaðarframkvæmdum Banda- rikjamanna hér á landi hafa verið samþykkt með gleði af stjórnvöldum og það er svo komið að Bandaríkjamenn telja sig ekki annan af tveimur í viðskiptum við okkur, þar telja þeir sig ráða ferðinni, sagði Ragnar Arnalds formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins í samtali við Þjóð- viljans í gær að afloknum fundi þingmanna stjórnarandstöð- unnar með forsætisráðherra um stöðuna í hvalveiðimálum. „Ég held að íslendingar eigi engan annan kost en að stöðva hvalveiðar og ég fagna því að ráð- herra hefur beðið Hval h/f að hætta veiðum og nýta þá tímann til að ræða við Bandaríkjamenn en vissa mín er sú að það verði ekki um frekari hvalveiðar. Hér er um að ræða minni hagsmuni og meiri og ég er satt að segja undr- andi á því hvað menn hafa verið andvaralausir í þessu máli,“ sagði Guðrún Helgadóttir í samtali við Þjóðviljann, en hún sat einnig fundinn með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gærmorgun. „Við Alþýðubandalagsmenn vöruðum við þessu á Alþingi í vetur en það var lítið aðhafst í málinu og ég held að það sé fars- ælast fyrir alla að þetta mál leysist. Bandaríkjamenn eru ekki að gera annað en það sem alþjóð- ahvalveiðisamningurinn felur í sér,“ sagði Guðrún. Eftir fundinn ákvað ríkis- stjórnin að fresta hvalveiðum hér við land og fara fram á viðræður við Bandaríkjamenn um hótanir þeirra um viðskiptabann ef hval- veiðum verður fram haldið. Ástæðan fyrir þessari hörku Bandaríkjamanna nú mun fyrst og fremst vera sú að þeir telja Hval h.f., sem sendi þeim skýrslu um nýtingu og sölu hvalaafurð- anna, vera blekkingu. Hvalur h.f. sagði í skýrslunni að 53% afurðanna yrði eftir á íslandi, en 47% færi úr landi og það er sam- kvæmt samkomulagi. En í 53% tölunni sem Hvalur h.f. gaf upp er reiknað með beinum og spiki og því telja Bandaríkjamenn meirihluta hinna eiginlegu afurða fara frá ísiandi. -S.dór/lg. Fjölmiðlar Einkastöðvar í haust íbúar á höfuðborgarsvæðinu munu í haust eiga kost á að hlusta á nýja útvarpsstöð og horfa á nýja sjónvarpsstöð. íslenska Ut- varpsfélagið stefnir á að hefja út- sendingar í lok ágúst og íslenska sjónvarpsfélagið mánuði seinna. Einar Sigurðsson, útvarps- stjóri íslenska útvarpsfélagsins segir í samtali við Sunnudagsblað Þjóðviljans, að um 65% lands- manna muni geta hlustað á út- sendingu þeirra en svæðið sem hún mun ná til er frá Akranesi til byggðalaganna á Reykjanesi auk þess sem hún mun heyrast fyrir austan fjall. Útvarpað verður frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin og verður dag- skráin byggð upp á fréttum og léttara efni einsog tónlist. Jón Óttar Ragnarsson, sjón- varpsstjóri íslenska sjónvarpsfé- lagsins, segir að um 96% íbúa Faxaflóasvæðisins muni ná út- sendingum stöðvarínnar. Hefst útsending kl. sex síðdegis og verður send út ótrufluð dagskrá með auglýsingainnskotum til kl. níu. Þá verður send út brengluð mynd til kl. eitt eftir miðnætti. -Sáf Fjör í Firðinum. Vinnuskóla Hafnarfjarðar lauk í gær með hefðbundnu kassabílarallíi, sem Guðmundur Arni bæjarstjóri stjórnaði af röggsemi. (mynd: E.ÓI.) Skuldabréfavextir Endurgreiöum ekki Vegna ágreinings og fjölda fyrirspurna um hámarksvexti af skuldabréfum hefur Seðla- bankinn gefið út tilkynningu sem kveður á um hámarksvexti á hverjum tíma sl. hálft annað ár. Samkvæmt þessari tilkynningu hefur bönkum verið óheimilt að taka hærri vexti en 28,25% á tímabilinu 1. júní ’85 til 1. júní ’86. A.m.k. fjórir bankar hafa tekið 2% hærri vexti á þeim tólf mánuðum sem hér um ræðir, en þeir eru Landsbanki, Útvegs- banki, Iðnaðarbanki og Alþýðu- banki. Helgi Bergs bankastjóri Landsbankans sagði í gær að bankinn myndi ekki endurgreiða þá vexti sem væru umfram það sem Seðlabankinn tilkynnti nú. Ég geri þó ráð fyrir því, sagði Helgi, að við förum eftir þessu hér eftir, fyrst Seðlabankinn hef- ur mannað sig upp í að tilkynna þetta. Það er búið að ganga á eftir Seðlabankanum í hálft annað ár að tilkynna þetta og hann hefur ekki fengist til að gera það fyrr en núna. Okkur er afstaða Seðla- bankans í þessum málum gjör- samlega óskiljanleg. Davíð Ólafsson Seðlabanka- stjóri sagði í gær að tilkynning bankans ætti að gera mönnum kleift að fá leiðréttingu sinna mála. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að Bankaeftirlitið, en það heyrir undir Seðlabankann, skikkaði bankana til að leiðrétta þetta, sagði Davíð að tilkynning- in innihéldi upplýsingar bankans og ættu þær að vera fullkomlega skiljanlegar. Ef menn ekki skilja þetta, sagði Davíð, þá veit ég ekki hvað menn skilja. Aðspurður hvað fólk ætti til bragðs að taka ef bankarnir neituðu að endurgreiða þá gífur- legu fjármuni sem hér væru í húfi, sagði Davíð að þá yrði fólk senni- lega að fara þá leið að kæra bank- ana. G.Sv. Sjá síðu 2 Miðnesheiði Sprengjur á víðavangi Sprengjur og annað hœttulegt hernaðarrusl fannst við Háabjalla utan hernámssvœðisins. Herinn skildiþetta eftirþegar hann hœtti œfingum á svæðinu 1956 r I skýrt frá því að starfsmaður Pósts og síma fann sprengju á víðavangi utan hernámssvæðisins við svonefndan Háabjalla. Hann gerði lögreglu viðvart og var framkvæmd mikil sprengjuleit og við hana fannst hverskonar hættulegt hernaðarrusi, sem her- inn hefur skilið eftir þegar hann hætti að nota þetta svæði til æfinga 1956. „Víkurfréttir“ skýra frá því að Friðþór Eydal, blaðafulltrúi her- námsliðsins hafi svarað því til að- spurður að hann teldi að þarna hefði bara átt sér stað eðlileg hreinsun! Dálítið einkennilegt svar. Eðlileg hreinsun á sprengj- um og öðrum morðtólum 30 árum eftir að hernámsliðið hættir að nota svæðið. Lögreglan í Keflavík gætti svæðisins meðan hermenn fram- kvæmdu þar leit og gekk mikið á, m.a. ruddu þeir um landgræðslu- girðingu á svæðinu, sem er lög- brot, en þeir létu sig það litlu skipta. Eydal blaðafulltrúi segir fullar bætur hafa komið fyrir. „Víkurfréttir“ skýra frá því að blaðinu hafi ekki tekist að ná í Sverri Hauk Gunnlaugsson hjá varnarmáladeild. Það tókst Þjóð- viljanum ekki heldur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Sverrir er ekki í sumarfríi. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.