Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Loðnuveiðarnar Skotar bjóða betur Skoskar loðnubrœðslur bjóða íslenskum skipum að landa íSkotlandi. Miðað við fitumagn loðnunnar nú greiða þeir 2.600 kr. fyrir tonnið. íslenska verðið er 1900 kr. Skosk loðnubræðsla hefur sent LÍÚ skeyti, þar sem verk- smiðjan býðst til að kaupa loðnu af íslenskum skipum. Býður verksmiðjan 35 pund fyrir tonnið af loðnu með 12% fítumagn, en það eru tæpar 2.200 kr. fyrir tonnið. Síðan býður verksmiðjan verðhækkun eftir því sem fítuinn- ihald loðnunnar er meira. Má til gamans geta þess að miðað við fítuinnihald loðnunnar sem Súlan EA landaði á dögunum hefðu Skotar greitt 2.600 kr. fyrir tonn- ið. Sem kunnugt er neita forráða- menn loðnubræðslunnar hér á landi að hefja vinnslu vegna þess að þeir þurfa að greiða 1900 kr. fyrir tonnið. Það fylgdi fréttinni frá Skot- landi að önnur skosk verksmiðja væri að íhuga að bjóða íslenskum skipum að kaupa af þeim loðnu. Ekki er ósennilegt að þetta verði til þess að verulega fjölgi á loðn- umiðunum næstu daga og ekki er heldur ósennilegt að loðnu- bræðslurnar hér á landi taki við sér eftir þessar fréttir. -S.dór Veðrið Sól fyrir sunnan Helgarveðrið lítur vel út, amk. fyrir þá sem búa á suður- og vest- urlandinu. Áttin er norð-austlæg og heldur hún skýjunum frá okk- ur, en strekkingur getur orðið nokkur sums staðar. Hitinn fór í 15 stig í Reykjavík í gær og verður trúlega svipaður um helgina. Ekki er séð fyrir endann á þess- um sólarkafla hér sunnanlands, hann helst fram í næstu viku en ennþá er of snemmt að spá um verslunarmannahelgina. Loðnumálið „Tvískinnungur“ Oskar VigfússonformaðurSÍ: Loðnu- brœðslurnar hafa greitt útgerðar- mönnum undir borðið undanfarnar vertíðar og það hefur ekki komið til skipta. Nýja loðnuverðið mun eftil vill verða tilþess aðþeir hættiþví. Ofmarg- ar loðnubrœðslur eru rusl semfara œtti yfir með jarðýtu Framkoma fulltrúa loðnu- bræðslunnar í landinu vegna nýja loðnuverðsins er furðuleg í Ijósi þess að undanfarnar vertíð- ar hafa þeir greitt útgerðar- mönnum undir borðið hærra verð en verðákvörðun yfírnefnd- ar hljóðaði uppá. Þessar yfír- borganir komu að sjálfsögðu ekki til skipta tii sjómanna. Eg vona bara að nýja loðnuverðið valdi því að þessum yfirborgunum verði hætt, sagði Oskar Vigfús- son formaður Sjómannasam- bands íslands í gær. Vitað er að bestu loðnubræð- slurnar geta vel greitt 1900 kr. fyrir tonnið nú, en aftur á móti eru nokkrar verksmiðjur nánast safngripir. „Það er alveg rétt að of margar verksmiðjur eru þannig að það ætti að fara yfir þær með jarðýtu. Ég vil líka taka fram að menn hafa verið að kaupa til landsins og reisa gamlar verksmiðjur, sem þeir hafa svo lýst yfir að þeir geti greitt niður á fjórum árum. Það kemur því ekki alveg heim og saman að bræðslan segist ekki geta greitt nýja verðið. Eins má benda á, að bræðslurnar voru að enda við að semja um 20% launa- hækkun til verkafólks hjá þeim, sem er síst of mikið, en fyrst það var hægt, hvers vegna vilja þeir þá lækka laun sjómanna? Þarna er um tvískinnung að ræða,“ sagði Óskar. Allt situr við það sama í loðnu- veiðunum. Þrír bátar eru á mið- unum og óvíst um framhald mála. Alli ríki á Eskifirði hefur talað um að fresta loðnuveiðunum í 2 mánuði, eða þar til ákveða á nýtt loðnuverð um miðjan septemb- er. -S.dór Höfuðborgarsvœðið Leiðakerfin loksins samræmd Tillögur í vinnslu. Verða tilbúnar í nóvember. Samrœmingin nœr til níu sveitarfélaga Stefnt er að því að í nóvember verði tilbúnar tillögur um sam- ræmingu á leiðakerfum þeirra aðila sem sjá um almenningssam- göngur á öllu höfuðborgarsvæð- inu. Þessir aðilar eru meðal ann- arra Strætisvagnar Reykjavíkur, Strætisvagnar Kópavogs, Land- leiðir og Mosfellsleið. Samræmingin á að ná til níu sveitarfélaga, það er að segja Reykjavíkur, Kópavogs, Hafn- arfjarðar, Mosfellshrepps, Sel- tjarnarness, Garðabæjar, Bess- astaðarhrepps og Kjalarness- og Kjósarhrepps. Nefndin sem hef- ur starfað að þessum tillögum frá því um síðustu áramót, var skipuð af samgöngumálaráð- herra eftir þingsályktunartillögu sem var samþykkt á þingi í hitti- fýrra þess efnis að samræma skyldi almenningssamgöngur á milli þessara sveitarfélaga. í nefndinni sitja Sveinn Björnsson, forstjóri SVR, Hall- dór Jónsson verkfræðingur og Gestur Ólafsson forstöðumaður Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins. Auk þeirra starfa að þessu verkefni þeir Þorsteinn Þorsteinsson verkfræðingur og Helgi Ólafsson hagfræðingur. Þeir tveir síðastnefndu vinna nú að því að kanna til hlítar hvernig leiðakerfin eru í dag, hver kostn- aður yrði af því að reka samræmt kerfi fyrir allt svæðið og hvernig slíkt kerfi gæti litið út. Að sögn Sveins Björnssonar þá er vonast til að hægt verði að kynna sveitarfélögunum tillög- umar í nóvember en óvíst er hve- nær þær komast í framkvæmd og hvort öll sveitarfélögin eru tilbú- in til þess að taka þátt í þeim og þeim kostnaði sem þeim óhjá- kvæmilega fylgir. Einnig er eftir að ákveða hvaða rekstrarform er heppilegast á þessu samstarfi en að sögn Sveins er ósennilegt að fargjöld muni hækka til að bera kostnað af því. Þó nokkurt starf er því eftir, og gætu liðið 1-2 ár áður en af sam- ræmingunni verður. -vd. Gillian Rose Foulger og Roger Bilham stóðu að skipulagningu og framkvæmd þessa einstæða verkefnis. Á kortinu á bak við þau sjást þeir staðir sem leiðangursmenn hafa framkvæmt mælingar á. Mynd E.ÓI. Landmœlingar ^ Hnattmæla allt Island 20 manns frá átta löndum notuðu nýja gervihnattatækni til að mœla landið. Spá núþegar Suðurlandsskjálfta innan 20 ára. Talið er öruggt að Suðurlands- skjálfti muni hrista allt Suður- landsundirlendi íslands innan tuttugu ára - að mati alþjóða leiðangurs sem hefur undanfarna 12 daga unnið þrotlaust að því að mæla allt Island með nýrri gervi- hnattatækni og tækjum sem hafa verið leigð og lánuð frá vísindast- ofnunum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Leiðangurinn hefur ferðast um landið í sex hópum en alls unnu að þessu einstæða landmælingar- verkefni 20 manns frá átta þjóð- löndum. Unnið var að mælingun- um allan sólarhringinn og sendu hóparnir inn upplýsingar á alls 500 spólum til höfuðstöðvanna sem eru til húsa í Orkustofnun en þar tóku við þeim þrír vísinda- menn, þau Roger Bilham frá Col- umbia háskóla, Gillian Rose Foulger dósent frá Durham há- skóla í Englandi og James Stow- ell frá Texas Instrument fyrirtæk- inu sem framleiðir hinn nýja tækjabúnað sem gerir verkefnið mögulegt. Það er Gillian Rose Foulger sem átti hugmyndina að þessu verkefni og skipulagði það með aðstoð RogerBilham. Sextánvís- indastofnanir fjármagna leiðang- urinn en hann kostaði 15 miljónir íslenskra króna og tækjabúnað- urinn sem notaður var er metinn á 125 miljónir. Að sögn Gillian er afar erfitt að fá fjárveitingar til slíkra rannsókna og benti hún á að ef allt gengi að óskum þá muni sama svæði verða endurmælt á næstu árum og mun þá hægt að spá nák- væmlega fyrir um jarðhræringar á íslandi. Sú tækni sem notuð var er mjög dýr ennþá en nú þykir sýnt að þær niðurstöður sem fást með notkun hennar margborgi þann kostnað sem henni fylgir. Þær landmælingar sem þessi leiðangur hefur framkvæmt eru einstæðar að því leyti að aldrei áður hefur heilt land verið mælt og að sögn Gillian Foulger er óvíst að það verði gert allan næsta áratug. Framkvæmd þessa verk- efnis hefur þó sýnt mönnum fram á möguleikana sem þessi gervi- hnattatækni býður upp á og vís- indamenn um allan heim fylgjast með því sem hefur verið fram- kvæmt hérlendis síðasta hálfa mánuðinn. „Við höfum fengið bráðabirgðaniðurstöður nú þeg- ar,“ sagði Gillian, „en við eigum eftir að bera mælingarnar saman við eldri mælingar og framundan er mikil vinna.“ -vd. Tillögur iðnaðarráðherra Opið uppá gátt Ragnar Arnalds: Tillögur Alberts hættulegar. Ráðherra gœti afgreitt mál í andstöðu við meirihluta þingsins Það er verið að opna allt upp á gátt með þessu frumvarpi iðn- aðarráðherra og fela ráðherra meira vald en hann hefur áður haft, sagði Ragnar Arnalds al- þingismaður í samtali við blaðið í gær, þegar hann var inntur álits á frumvarpi sem Albert Guð- mundsson kynnti fyrir ríkis- stjórninni á síðasta fundi hcnnar. Tillögur Alberts fela í sér að erlendum fyrirtækjum verði veitt heimild til að taka þátt í rekstri iðnfyrirtækja sem meirihlutaað- ila án atbeina alþingis og að er- lend fyrirtæki geti átt og rekið fasteignir hér á landi án þess að alþingi eða ríkisstjórn í heild fjalli um það. „Éf þetta frumvarp verður samþykkt þá veitir það ráherra tækifæri til þess að afgreiða um- sóknir erlendra aðila á færibandi án þess að samstarfsflokkar hans, og því síður stjórnarandstaða geti á nokkurn hátt spyrnt á móti,“ sagði Ragnar. „Hann getur því afgreitt mál í andstöðu við meiri- hluta alþingis. Þetta frumvarp felur því í sér gífurlega hættu." Aðspurður sagði Ragnar að engin svör hefðu borist frá ríkis- stjórninni vegna áskorana fram- kvæmdastjómar Alþýðubanda- lagsins um að gerð verði grein fyrir því hvort hér er um að ræða tillögur ráðherrans eins eða ríkis- stjórnarinnar í heild. „Við bíðum eftir svörum,“ sagði Ragnar Arn- alds. -vd. Föstudagur 25. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.