Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 14
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um Verslunar- mannahelgina 2. til 4. ágúst. Farið verður á Strandir. Lagt verður af stað laugardaginn 2. ágúst. Frá Akranesi verður lagt af stað kl. 9.00 frá Fólks- bílastöðinni og frá Borgarnesi kl. 9.30 frá útibúi KB við Borgarbraut. Ekið verður sem leið liggur vestur í Dali, fyrir Klofning og að Klúku í Bjarnarfirði. Þar verður gist í 2 nætur í herbergjum eða í svefnpokaplássi. Sunnudaginn 3. ágúst verður farið í Árneshrepp. Upplýsingar um ferðina veita: Akranes: Guðbjörg sími 2251. Grundartjörður: Matthildur sími 8715. Hellissandur: Drífa sími 6747. Stykkishólmur: Þórunn sími 8421. Búðardalur: Kristjón sími 4175. Borgarnes: Júlíus sími 7718, Sigurður sími 7122, Ólafsvík: Jóhannes sími 6438. Frá skrifstofu Alþýðubandalagsins Sumartími Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Miðgarði, Hverfisgötu 105 verður opin í sumar til kl. 16:00. Alþýðubandalagið Ferðahappdrætti Alþýðubandalagsins 1986 Vinningaskrá Dregíð var í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins hjá borgarfógeta 14. júní sl.. Vinningar féllu á eftirtalda happdrættismiða: 1. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 15078.2. Sólarlandaferð í leiguflugi með Utsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 1983. 3. Sólarlandaferð i leiguflugi með Útsýn að verðæti kr. 35.000, nr. 9405. 4. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 3091. 5. Ferð í leiguflugi til Rhódos með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000,14164.6. Ferð í leiguflugi til Rimini með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000, nr. 2286. 7. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2994. 8. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2971. 9. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. .41.000, nr. 5913.10. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 6763. 11. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæri kr. 30.000, nr. 7001.12. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 14227.13. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 2154. 14. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 4215. 15. Flug og bíll til Salzburg með Samvinnuferðum- Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 4922.16. Flug og bíll til Kaupmanna- hafnar með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 15214. 17. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 14801. 18. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 8344. 19. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 8039. Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 28. júlí kl. 20.30. Fundarefni' 1) Daq- skrá bæjarstjórnarfundar 29. júlí. Stjórnin Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra Fjölskylduhátíð Fjölskylduhátíð Alþýðubandalagsins verður haldin í Siglufirði dag- ana 16. og 17. ágúst n.k. Þátttaka tilkynnist í síma 71142 (Brynja) og 71712 (Hafþór).Nánari tilhögun auglýst síðar. Atvinna Lausar stöður á Dalvík Eftirtaldar stöður hjá Dalvíkurbæ eru lausar til umsóknar: Bæjarritari í starfinu felst dagleg stjórnun bæjarskrifstofu, umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri. Góð bókhaldsþekking auk þekkingar á sviði tölvunotkunar nauðsynleg. Launakjör sam- kvæmt launakjörum Starfsmannafélags Dalvík- urbæjar. Aðalbókari ( starfinu felst umsjón með bókhaldi bæjarsjóðs og bæjarfyrirtækja auk færslu bókhalds. Launa- kjör samkvæmt launakjörum Starfsmannafélags Dalvíkurbæjar. Æskilegt er að umsækjendur gætu hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12. ágúst. Aliar frekari upplýsingar gefa bæjarritari og bæjarstjóri. Dalvíkurbær, Ráðhúsinu, 620 Dalvík Auglýsið í Þjóðviljanum MINNING Ólafur Sigurðsson hreppstjóri, Háhœ Fœddur 13. mars 1897 Dáinn 18. júlí 1986 Falls er von af fornu tré. Nú er hann Ólafur í Hábæ allur, tæp- lega níræður. Og bráðkvaddur varð hann eða svo gott sem. Það var gott, að hann kvaldist ekki. Að vísu var elli kerling tekin að mæða hann allmikið. Sjónin var á förum og heyrnin einnig. Það er því líkast sem lífið geri okkur með tímanum ónæmari en fyrr á æviskeiðinu gagnvart ytri áreit- um eins og birtu og hávaða. Horf- inn er af sjónarsviðinu traustur maður, heilsteyptur, haldinorð- ur. Eigum við nógu marga slíka menn í dag? Ólafur í Hábæ, en það var hann jafnan nefndur af heimamönnum og lengra að, var fæddur í Hábæ hinn 13. mars árið 1897. Hann dvaldi alla ævi að kalla á þessum litla bletti og þar ber hann nú beinin, blessaður karlinn. Foreldrar Ólafs voru búandi hjón í Hábæ, Sigurður Ólafsson Ólafssonar bónda í Hábæ og Sesselja Ólafsdóttir bónda í Há- vaðarkoti Jónssonar. Bæði urðu þau háöldruð. Ólafur dó 1957, en Sesselja árið 1962. Öll var ætt Ólafs hreppstjóra úr Þykkvabæn- um, að undanteknu því, að amma hans, kona Ólafs Ólafssonar, var úr Landeyjum. Hét hún Ólöf Guðbrandsdóttir. Foreldrar Ólafs hvfla í Hábæjarkirkjugarði, einnig afi hans og amma sem fyrr er getið. Kirkja og garður í Þykkvabæ urðu til árið 1914, er kirkjan var flutt úr Háfi í Háfs- hverfi í þéttbýlið í grennd við Há- bæ. Flatlent er mjög í Þykkvabæ, en þar sem Hábær stendur er hóll nokkur, hvaðan ergott útsýni yfir byggðina og vítt til fjalla. A fáum stöðum er fjallasýn víðari en úr Þykkvabænum. í Hábæ var lengi höfuðból og þar hafa setið gildir bændur. Þar hóf Ólafur búskap, fyrst ásamt foreldrum sínum og bróður, Óskari, sem enn er á lífi, en árið 1940 var jörðinni skipt og Ólafur byggði sér sérstakt hús. Hann kvæntist ungri konu árið 1940, Guðrúnu Elíasdóttur, frá Bolungarvík. Tók hún við hreppstjórastarfinu af manni sín- um fyrir nokkrum árum, og mun vera með fyrstu ef ekki fyrsti kvenhreppstjóri þessa lands, en Ólafur varð fyrsti hreppstjóri Djúpárhrepps, sem til varð árið 1936, við klofning úr Ásahreppi. Varð Þykkvibærinn, sá mikli þéttbýliskjarni, ásamt Háfshverfi og Bjóluhverfi og nokkrum bæj- um öðrum, að sjálfstæðu sveitarfélagi, þar sem samtök í búnaði hafa Iöngum ráðið ríkj- um. Mátti segja, að Ólafur ynni þar ævistarf sitt. Kom hann víða við. Auk hreppstjórastarfanna gegndi hann ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sína. Búnað- armálunum helgaði hann krafta sína óspart. Faðir Ólafs, Sigurður (1870- 1957) var og framámaður í Þykkvabæ um sína daga. Átti hann mikinn þátt í því verki sem lyfti þessari sveit til þess vegs sem hún hefur haldið síðan, en það var er Djúpós var stíflaður árið 1923. Sigurður stjórnaði þessu verki og vann Ólafur þar að sjálf- sögðu. Lögðu menn mikið að sér þar, stóðu í vatni upp að öxlum, I helköldu jökulvatni að hluta. ■ Ég kynntist Ólafi mikið. Gest- risni þeirra hjóna var viðbrugðið. Áreiðanlegri mann en Ólaf var vart hægt að hugsa sér. Þeir voru flestir áreiðanlegir, gömlu menn- irnir. Er þessum eiginleika að hnigna? Margt bendir til þess, því miður. Ólafur í Hábæ var að vísu mað- ur hins gamla tíma. Hann fór aldrei geyst í framkvæmdum, en hann reisti sér heldur aldrei hurð- arás um öxl, hann ætlaðist alltaf af, bæði fyrir sjálfan og aðra. Mér er kunnugt um það, að enda þótt Ólafur væri ekki langskóla- genginn, voru embættisverk hans jafnan hrukkulaus. Samband hans við sýslumenn Rangæinga, sem lengstaf embættistíðar Ólafs var Björn Friðgeir Björnsson, var árekstralaust, enda báðir friðarins menn. í skilnaðarhófi sem Birni sýslumanni var haldið á Hvolsvelli og fjölsótt var að von- um, lét Björn þau ummæli falla, er rætt var um embættisferil hans í fjóra áratugi, að hann hefði jafnan viljað fara sáttaleiðina í stað malaraksturs, því að „betri er mögur sátt en mikill dómur.“ Mér finnst þetta einnig eiga við hinn nýlátna hreppstjóra Þykk- bæinga (Djúpárhrepps) um langa hríð, eða frá 1936-1980, - Ólaf í Hábæ. Eftirlifandi konu Ólafs, svo og syni og öðrum aðstandendum, vottast hér með samúð frá mér og mínu fólki. Auðunn Bragi Sveinsson. Samband borgfirskra kvenna 56. aðalfundur á Akranesi 11 grœnlenskar konur sátu aðalfund sambandsins 55. aðalfundur Sambandsins var haldinn á Akranesi 6, og 7. júní 1986. í byrjun fundarins bauð for- maður gesti velkomna. Meðal þeirra voru 11 grænlenskar kon- ur, sem hér voru á ferð og dvöldu á Akranesi. Nutu þær nokkurrar fyrirgreiðslu af hálfu S.B.K. og var boðið að sitja Sambandsfund- inn eftir því, sem þær hefðu tök á. Setti nærvera þeirra skemmti- legan svip á fundinn og ekki síður kvöldvökuna, þar sem sumar þeirra mættu í grænlenska þjóð- búningnum. Voru þetta kær- komnir gestir. Útgáfunefnd bókar um og eftir Svöfu Þorleifsdóttur, í tilefni 100 ára afmælis hennar, hefur nú að mestu lokið störfum og mun bók- in koma út í haust. Lesnir voru valdir kaflar úr bókinni á fundin- um og kvöldvökunni. Afmælisrit S.B.K. í tilefni 55 ára afmælis Sambandsins er nú komið út og er til sölu hjá bók- sölum og öllum kvenfélögunum innan Sambandsins. Starf Sambandsfélaganna er að vanda þróttmikið og fjölbreytt. Sem dæmi má nefna, að eitt fé- lagið rekur sjúkrahúsbúð allt árið, annað er með fatabasar allt sumarið. Á fundinum var lýst heiðursfé- laga S.B.K. Aðalheiði Jónsdótt- ur var afhent heiðursskjal og henni þökkuð óeigingjörn störf fyrir Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Samþykktar voru margar til- lögur á fundinum og skulu nokkr- ar nefndar. Um símamál 55. aðalfundur S.B.K., hald- inn á Akranesi 6. og 7. júní skorar á samgöngumálaráðherra, að gera nú þegar þær breytingar á gjaldskrá Landsíma íslands, að allt 93-svæðið verði eitt gjald- svæði eins og 91-svæðið. Um hússtjórnar- skolann Varmalandi 55. aðalfundur S.B.K. haldinn á Akranesi 6. og 7. júní 1986 harmar þá ákvörðun mennta- málaráðherra, að hætta rekstri hússtjórnarskólans á Varma- landi, sem búinn er að starfa með miklum sóma í 40 ár. Fundurinn skorar á mennta- málaráðherra, að athuga alla möguleika á áframhaldandi starfsrækslu skólans. Úr tillögu um brjóstmyndatæki 55. aðalfundur S.B.K. haldinn á Akranesi 6. og 7. júní 1986 skorar á heilbrigðisyfirvöld, að flýta kaupum á ferðatæki til brjóstmyndatöku „mammo- grafía“ Stjórn S.B.K. er óbreytt frá fyrra ári. Hana skipa þesar kon- ur: Gyða Bergþórsdóttir formað- ur, Heiga Guðmarsdóttir ritari, Katrín Georgsdóttir gjaldkeri, Snjólaug Guðmundsdóttir meðstjórnandi, og Guðríður Ein- arsdóttir meðstjórnandi. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.