Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 16
Arió 1885 voru samþykkt á Alþingi lög um stofnun Landsbanka Islands. Þarsegir m.a. aó tilgangurinn meó starfrækslu bankans sé: „aö greióa fyrir peningavióskiptum í landinu og styója að framförum atvinnuveganna “. A sidast lidnu ári var hlutur Landsbankans pgpps um 50% af öllum lánum banka og sparisjóda til atvinnulífsins. , Landsbanki Islands er banki allra atvinnugreina. LQ ndSll5<ÉlO HtÍ ^ felandsmanna I : % Bílainnflutningur Yfir 4.500 á 3 mánuðum Búið aðflytja hátt á 6 þúsund bíla innfrá ára- mótum, þar afyfir þús- und Lada bifreiðar Á þremur mánuðum, frá apríi til júnfloka voru fluttir inn 4.529 nýir fólksbflar til landsins eða hátt í jafnmargir og á öllu sl. ári. Á fyrri helming þessa árs hafa verið fluttir inn rúmlega 6.500 nýir fólksbflar en alls hafa á þess- um tíma verið fluttar inn 7.251 nýjar og notaðar bifreiðar. Samkvæmt yfirliti Hagstofunn- ar um bifreiðainnflutning til landsins var mest flutt inn af Su- baru 1800 bifreiðum á tímabilinu apríl-júní eða samtals 380 bif- reiðar, 304ToyotaTercel bifreið- ar voru fluttar inn á sama tíma og 294 Daihatsu Charade. Af ein- stökum bíltegundum var mest flutt inn af Lada bflum á þessum tíma eða 1.065 bifreiðar. Flugferðir Drap á hreyfli til öryggis Twin Otter lenti á Pat- reksfirði vegna hugsan- legrar bilunar í hreyfli. Flugu á öðrum hreyflin- um í hálftíma Á fimmtudag lenti Twin Otter flugvél frá Flugfélagi Norður- lands á Patreksfirði vegna hugs- anlegrar bilunar í hreyfli. Kvikn- að hafði á aðvörunarljósi og þótti flugstjóra öruggara að drepa á hreyflinum og lenda á Patreks- ilrði en hann var á leið frá Græn- landi til ísafjarðar með tóma vél. „Það var engin alvara á ferðum sem betur fór,“ sagði Gunnar Karisson flugstjóri í samtali við blaðamann í gær. „Hreyfillinn var ekki bilaður þó kviknað hafi á aðvörunarljósinu og allt gekk að óskum. Við flugum um það bil í hálftíma á öðrum hreyflinum en þessi vék, sem og flestar aðrar af þessari gerð, er hönnuð með þann möguleika í huga að hægt sé að fljúga á öðrum hreyflinum. Við ætluðum að snúa til Reykja- víkur en þar sem gott veður og skyggni var á Patreksfirði þá ák- váðum við að lenda þar. Öllu hef- ur verið kippt í lag núna og vél- inni verður flogið heim í dag,“ sagði Gunnar Karlsson flugstjóri. Kvennaathvarf Fengu 100 þús. að gjöf Góð gjöffrá menningarsjóbi Sambandsins Starfsfólk Verslunardeildar Sambandsins afhenti fulltrú- um Kvennaathvarfsins í Reykja- vík eitt hundrað þúsund krónur að gjöf í gærmorgun. Stjórn Menningarsjóðs Sam- bands íslenskra samvinnufélaga ákvað styrkveitingu þessa á fundi sínum fyrir skömmu, en fulltrúar starfsmanna afhentu styrkinn fyrir hönd stjórnarinnar. Edda Scheving og Kristín Blöndal full- trúar Kvennaathvarfsins veittu styrknum móttöku og létu þess getið, að hann yrði notaður til þess að hefja viðgerð á húsi Kvennaathvarfsins í Reykjavík. Þorleifur V. Stefánsson afhendir Eddu Scheving styrkinn ásamt starfsfélögum úr verslunardeild SlS. möbviuinn 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA Laugardagur 26. júlí 1986 166. fölublað 51. árgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.