Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1986, Blaðsíða 4
LEtÐARI Hættulegar hugmyndir iðnaðarráðherra Innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum verið uppi menn sem sjá lítið athugavert við að selja landið með ýmsum hætti í hendur erlendra auðhringa. Gróðinn hefur verið þeirra takmark, og það raskar lítt svefnró þeirra þó sneiðast kunni um hluti einsog efnahagslegt sjálfstæði eða þjóðlega menningu. Gróðinn og útlent auð- magn er það eitt sem skiptir þá máli. Þessvegna hefur það löngum orðið hlutskipti Sjálfstæðis- flokksins og málgagna hans að halda uppi málsvörn fyrir þá sem vilja brjóta erlendum auðfyrirtækjum braut inn í íslenskt efnahagslíf. Skammsýni flokksins og vantrú á eigin getu þjóðarinnar er slík, að það er ekki giska langt síðan að áhrifamestu forystumenn Sjálfstæðis- flokksins töldu það ráð eitt til bjargar fjárhag lýðveldisins að láta holskeflu erlends auð- magns dynja yfir landið. í því skyni var anað út í freklega ótímabærar fjárfestingar í orkumálum, til að skapa aðstæður sem kynnu að lokka til landsins útlendinga á höttunum eftir miklu magni af ódýrri orku. Dæmið gekk hins vegar ekki upp. Fáir út- lendir hringar knúðu dyra í orkuleit. Þó Sverrir Hermannsson hafi á iðnaðarráðherratíð sinni nánast haft Birgi ísleif Gunnarsson í stöðugri frakt heimshorna á milli til að falbjóða íslenska orku á útsöluverði var ekki áhugi til staðar. En offjárfestingin var staðreynd eftir sem áður. Og hennar vegna greiða íslendingar nú miklu hærra orkuverð en ella. íslendingar hafa þar að auki fengið meir en nóg af viðskiptum við erlenda auðhringa. Alusu- isse sá um það. Viðskipti þess við íslendinga er sorgarsaga, - dæmi um hvernig alþjóðlegur einokunarhringur reynir á alla lund að hlunnfara og svíkja litla viðskiptaþjóð. í ráðherratíð Hjör- leifs Guttormssonar fletti enda Alþýðubanda- lagið rækilega ofan af klækjum hins útlenda risa, og þau vinnubrögð vöktu verðskuldaða athygli og aðdáun vítt um heim. En Sjálfstæðisflokkurinn lærir ekki af reynslunni og nú er hann enn við sama heygarðshorn. Gagnmerkur forystumaður í flokknum, Albert Guðmundsson, nú um stundir gjarnan kenndur við Hafskip, hefur lagt fram í ríkisstjórninni afskaplega vont frumvarp til laga um breytingu á iðnaðarlögum. í frumvarpi þessa gagnmerka forystumanns Sjálfstæðis- flokksins er beinlínis lagt til, að framvegis geti hann sem iðnaðarráðherra veitt erlendum auðfyrirtækjum leyfi til að verða meirihlutaaðilar í rekstri iðnfyrirtækja hér á landi. Nú þarf hins vegar leyfi alþingis til þvílíkra hluta. Hér er a.uðvitað lagt út á mjög hálar brautir og vafa- samar í meira lagi: hreinlega lagt til að úrslita- vald um hlutdeild erlendra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sé fært úr höndum alþingis til eins ráðherra. Það má aldrei verða. Sömuleiðis leggur Albert til að erlend fyrirtæki geti einnig átt og rekið fasteignir hér á landi með einföldu leyfi ráðherra, án þess að alþingi eða ríkisstjórnin í heild fjalli um málið. í tilefni af þessum afleitu tillögum iðnaðarráð- herra, ályktaði framkvæmdastjórn Alþýðu- bandalagsins m.a. eftirfarandi: „Framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins mótmælir þessari tillögu harðlega... Með fram- kvæmd tillögu iðnaðarráðherra væri stigið enn eitt skref á þeirri braut að afhenda útlendingum úrslitaáhrif í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Reynslan af samskiptum við Alusuisse ætti að verða víti til varnaðar í þeim efnum. Auk þess sem iðnaðarráðherra beitir sér fyrir meirihlutaeign útlendinga í íslenskum iðnfyrirt- ækjum er Ijóst að innan stjórnarflokkanna er áhugi á því að útlendingar seilist enn lengra inn í íslenskt fjármálalíf. Forystumenn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa nú stofn- að tvö ný fjármögnunarfyrirtæki með þátttöku erlendra fjármálafyrirtækja án þess að fyrir liggi neinar lagareglur eða stjórnvaldsákvarðanir um starfshætti slíkra fyrirtækja. Framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins varar við þessum vinnubrögðum, sem einnig eru skref á þeirri braut sem viðreisnarstjórn Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins mótaði andspænis útlend- ingum og hlutdeild þeirra í íslensku efnahags- og atvinnulífi." _ös LJOSOPIÐ Mynd: Einar Ól. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur HjörJeifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dórSigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pótursdóttir. Auglysingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Khstín Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJtNN Laugardagur 26. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.