Þjóðviljinn - 01.08.1986, Síða 7
HJOÐWUINN
Umsjón:
Sigríður
Arnardóttir
Norskar skátastelpur tjölduðu á ansi óvenjulegan máta. Þeim finnst gaman að koma til íslands og sögðu að það skemmtilegasta á landsmótinu væru strákarnir.
Æðislegt
í Viðey
„Við byrjuðum í skátunum af
því að systkini og vinir voru
skátar", sögðu þær Valgerður
Einarsdóttir sem er í skáta-
hreyfingunni Garðbúar,
Brynja Bragadóttir Garðbúi og
Erla Ellingsen sem er í Haförn-
um.
Við erum búnar að vera skátar
í svona 5-6 ár. Það sem er
skemmtilegast eru skálaferðir,
útilegur, og að gera draugagang á
nóttinni í ferðalögum. Hérna í
Viðey er alveg meiriháttar, sér-
staklega að fara í vatnasafaríið.
Er allt alveg æðislegt hérna?
„Já, nema að það þarf að vera
Brynja, Valgerður og Erla í miðj-
unni: Við erum búnar að vera
skátar í 5-6 ár. útilegur eru það
skemmtilegasta í skátastarfinu.
komin kyrrð klukkan 23.30. Það
er of strangt.“
Erla: „Við í mínu tjaldi fórum
nú ekki að sofa fyrr en klukkan 4 í
nótt. Við vorum að kjafta“.
Eiga skátar ekki að gera 1 góð-
verk á dag?
„Jú, ég er búin að hjálpa
frænku minni í allan dag, hún er
fótbrotin“, sagði Erla.
Eruð þið að vinna eitthvað í
sumar?
Valgerður er í Vinnuskólan-
um, Brynja passar barn og Erla
vinnur í eldhúsi. „Það var mjög
gaman að fá frí og komast hingað
í Viðey“, sögðu þær að lokum.
Saint Martin Junglister skátarnir frá Luxemburg. Ljósm.: Ari.
Skátar frá Luxemburg
18 skátar frá Luxemburg
komu til íslands til að taka þátt
í landsmótinu í Viðey. Flestir
þeirra hafa aldrei komið hing-
að áður. En 4 þeirra eru
íslenskir en búa í Lúx.
Hvernig finnst ykkur að vera á
íslandi?
„Það er gaman en allt miklu
dýrara hér en heima. Það sem við
eigum helst eftir að muna eftir er
góða veðrið, landslagið, gott loft,
fá tré, fá dýr og hve margir ís-
lendingar eru hvíthærðir. íslend-
ingar eru líka kaldari í viðmóti en
fólk í Luxemburg".
Eruð þið búin að sjá eitthvað
annað en Viðey hér á íslandi?
„Já við komum til landsins viku
áður en skátamótið byrjaði og við
vorum í Reykjavík, þar var mjög j
gaman. Svo fórum við líka út á
land en munum ekki hvað stað- !
irnir heita.“
Er skátastarfið á íslandi líkt
skátastarfinu ykkar í Lúx?
„Ekki mjög, hérna er allt
miklu strangara“, sögðu þau að
lokum og stilltu sér upp fyrir ljós-
myndarann.
Föstudagur 1, ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7
Spjallað við skáta
á landsmóti þei
sem er haldið
úti í Viðey og
lýkur
um
hel