Þjóðviljinn - 06.08.1986, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Qupperneq 7
Slegið á létta strengi og ullað framan í Ijósmyndara á þjóðhátíð. Margir voru orðnir lúnir að lokinni þjóðhátíð og fengu sér kríu í bekkjabílnum sem flutti þá niður að höfn þar sem ferjurnar biðu eftir þeim. Herjólfur og Smyrill sáu um flutningana en unglingarnir töluðu bara um „Smyrjólf". Mynd Ari. þær sprungu og lýstu upp allan Dalinn. Fjallshamrarnir sem gnæfa yfir Herjólfsdal voru ægi- legir í fegurð sinni og þögn sló á fólkið um stund. Síðan hófst ballið á ný og Stuð- menn héldu áfram að spila fram undir morgun. Úthald unga fólksins var með ólíkindum, myrkur miðnæturinnar kom og fór og áfram var dansað eftir að hljómsveitin hætti. Einstaka maður lognaðist þó útaf úti um grundir en gæslumenn svæðisins voru þá fljótlega komnir með börur og komu þeim hinum sama á þægilegri næturstað. Það var el- skast, sungið, hlegið og dansað og yfir Dalnum blikaði Venus á himni. „Þetta er eyja, þið vitið það!“ Morguninn eftir sáust merki næturinnar víða. Rusl var úti um allt og töluverður fjöldi þurfti að láta taka í sig spor í sjúkratjaldinu eftir að hafa stigið á glerbrot eða „gengið á hnefa.“ Starfsfólk há- tíðarinnar kepptist við að þrífa til og sólin skein í syfjuleg andlitin. Innan um sáust þó nokkrir sem höfðu greinilega enga þörf fyrir svefn og voru enn að skemmta sér. Þeir sem vildu fara í sturtur á svæðinu urðu að bíða í biðröðum lengi vel og oftar en einu sinni urðu allir með tölu frá að hverfa vegna þess að vatnið var einfald- lega búið í bili. „Þetta er eyja, þið vitið það,“ sagði gæslukonan í íþróttahúsinu og skellihló þegar hún sá svipinn á úfnum ungmenn- unum. Ekki bætti úr skák að fara varð á hótel og matsölustaði í bænum til þess að fá sér matarbita annan en klkístraða hamborgara og fit- ugar franskar kartöflur og kvört- uðu margir sáran yfir því. „Skrif- aðu um hvað það er dýrt á milli í bekkjarbílum“ sögðu margir við mig þegar þeir sáu pennann og blokkina mína og því er hér með komið á framfæri: 100 krónur á flugvöllinn og 80 krónur í bæinn úr Dalnum, hvort tveggja 2 mín- útna ferðir. Sömuleiðis stend ég við það loforð að skammast yfir hreinlætisaðstöðunni: 10 klósett fyrir 10.000 manns! Sem sagt, það er mikil upplifun að fara á þjóðhátíð í Eyjum, bæði skemmtileg og óskemmtileg en í heildina var hátíðin góð og mynd- irnar tala sínu máli um það að gleðin var við völd þessa verslun- armannahelgi í Herjólfsdal. -vd. Laddi var meðal þeirra sem tróðu upp á Brekkusviðinu. Hér lýsir hann með tilþrifum forfeðrum manna í hlutverki mannfræðingsins Orms. Mynd Ari. Menn virtust velja sér tjaldstæði í flýti og sumir án mikillar fyrirhyggju. Það er að minnsta kosti frekar ólíklegt að íbúar þessa tjalds hafi sofið vel. Mynd Ari. Margir voru með gítar með sér en fullmikið hefur verið leikið á þennan. „Hafðu ekkert með þér á þjóðhátíð sem þú vilt taka heim með þér aftur..." Mynd Ari. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, fjölmenntu í Herjólfsdal. Mynd Ari. Miðvlkudagur 6. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.