Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 14

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 14
MENNING Wy Lögtaksúrskurður Að beiðni Bæjarsjóðs Siglufjarðar kvað fógeta- réttur Siglufjarðar upp eftirfarandi úrskurð 3. júlí sl.: „Lögtak til tryggingar gjaldföllnum en ógreiddum útsvörum og aðstöðugjöldum álögðum 1985 og eldri, gjaldfallinni en ógreiddri fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðugjöldum álögðum 1985 og eldri, hækkun útsvara og að- stöðugjaida skv. úrskurði skattstjóra og gjald- föllnum fasteignagjöldum álögðum 1985 og 1986 í Siglufirði, allt ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar um úrskurð þennan, á kostn- að gjaldenda en á ábyrgð bæjarsjóðs Siglufjarð- arkaupstaðar." Framanritað tilkynnist viðkomandi hér með. Siglufirði 24. júlí 1986 Innheimtustjóri. jJU Starf félagsmálastjóra Auglýst er laus til umsóknar staða félagsmálastjóra hjá Isafjarðarkaupstað. Umsóknarfrestur er til 13. ág- úst n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður eða fé- lagsmálastjórinn á skrifstofu bæjarsjóðs að Austur- vegi 2 ísafirði eða í síma 94-3722. Bæjarstjórinn á ísafirði. Kennarar - kennarar! Grunnskólann á Hofsósi Skagafirði vantar kenn- ara í eftirtaldar greinar: íþróttir, smíðar, dönsku og kennslu yngri barna að hluta. Um er að ræða 1V2 stööu og því tilvalinn mögu- leiki fyrir tvo að deila með sér. Gott húsnæði er í boði og leikskóli á staðnum. Allar frekari upplýsingar veita skólastjóri Svandís Ingimundar í síma 91-41780 og formaður skóla- nefndar Pálmi Rögnvaldsson í símum 95-6400 og 95-6374. Útboð Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskar eftir tilboðum í hússtjórnarkerfi fyrir nýju flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og nefnist verkið FLUGSTÖÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI HÚSSTJÓRNARKERFI FK-25 Verkið nær til: a) Hússtjórnarkerfis, sem inniheldur m.a. stjórn- stöð, brunaviðvörunarkerfi, Halon bruna- slökkvikerfi, klukkukerfi, Ijósastýringar og tengingar viö tölvustjórnbúnað loftræsti- og snjóbræðslukerfa. b) Hönnunar smíði, uppsetningar, prófunar og viðhalds í flugstöðvarbyggingunni í samræmi við útboðsgögn. „ Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. mars 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Rafhönnun hf., Ár- múla 42, 108 Reykjavík, gegn 10.000.- króna skilatryggingu, frá og með þriðjudeginum 5. ág- úst 1986. Tilboðum skal skila til: Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúlagötu 63 105 REYKJAVÍK eigi síðar en 22. september 1986, kl. 14.00. Reykjavík, 28. júlí 1986 Byggingarnefnd flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli. vföe iíi3<f9kc íttaze Mystík Námskeið um dulvitund Gísli Þór Gunnarsson heldur fyrirlestra og kynnir spáspilið Mímisbrunn Gísli ÞórGunnarsson mun halda námskeið 9.-10. ágúst að Þrídrangi, Tryggvagötu 18, Reykjavík, þarsem hann kynnirviðurkenndarleiðirtil að virkja það sem Indverjar kalla dulvitund mannsins (Ak- ashic Records). Gísli Þór hefur stundað sjálf- stæðar rannsóknir á samanburð- artrúfræði, auk þess hefur hann lagt land undir fót til að kanna þann jarðveg sem skapaði helstu trúarbrögð mannkyns. Auk þess hefur hann sent frá sér tvær skáldsögur, Kærleiksblómið (1981) og A bláþræði (1985). Síðastliðin þrjú ár hefur hann stundað háskólanám í Bandaríkj- unum. Edgar Caycee stofnunin í Bandaríkjunum veitti honum styrk til að stunda nám við Atl- antshafsháskólann (Atlantic Un- iversity) 1984. Þar fékk hann rétt- indi til að kenna opinberlega hluti sem tengjast dálestrum Ed- gars Caycee. Aukreitis lærði hann utanskóla til B.A. prófs í nútíma sálarfræði og þjóðfélags- vísindum. Síðasta ár hefur Gísli stundað framhaldsnám í samfé- lagslegri sálarfræði við Ríkishá- skóla Kaliforníu. * Nýlega kom á markað í Banda- ríkjunum spáspilið „The Magic Maze“, sem Gísli Þór sauð saman úr íslenskri rúnafræði og ind- verskri dulspeki. Spil þetta er kallað „Mímisbrunnur" á ís- lensku. Má segja að þar hafi arísk arfleifð heimsins verið sett fram á frumlegan hátt. Þeir sem taka þátt í námskeiðum Gísla Þórs í Reykjavík og á Akureyri munu læra aðferðir til að staðsetja sjálf- ið í eilífðinni. Þessi aðferð kallast „Mazing“ á ensku, en á íslensku er hún kölluð „Sálarköfun". (Þ.e.a.s. það að kafa til botns í Mímisbrunni). Þátttökugjald fyrir helgarnámskeiðið er 2500 krónur, en aðgangur að kynning- arfyrirlestri er ókeypis. Nánari upplýsingar í síma 622305 og 42888. Skráning fer fram á eftir kynningarfyrirlestri þann 7. ágúst kl. 20 að Þrídrangi. Samskonar námskeið verður haldið á Lundi við Auðsvöll, Ak- ureyri, helgina 16.-17. ágúst. Upplýsingar um námskeið á Ak- ureyri gefur Fríða Júlíusdóttir í síma 24283. Bokjoo Cho frá S-Kóreu. Tónlist Píanóleikari frá Kóreu Bokjoo Cho heldur tónleika á Islandi næstu viku Fimmtudaginn 7. ágúst kl. 20.30 heldur Bokjoo Cho píanótónleika í Hafnarkirkju á HöfníHornafirði. Bokjoo Cho er fædd árið 1960 í Suður-Kóreu og stundaði fram- haldsnám í píanóleik í Vínarborg hjá Paul Badura-Skoda, en nú nemur hún hjá prófessor Gunter Ludwig við tónlistarháskólann í Köln. Á tónleikunum mun Bokjoo Cho leika sónötu í F-dúr eftir Ha- ydn, sónötu í fis-moll eftir Brahms, Le tombeau de Couper- in eftir Ravel og Mefistó vals eftir Lizst. Hún hefur haldið bæði einleiks- og kammertónleika í Þýskalandi og í sínu heimalandi. Bokjoo Cho mun flytja þessa sömu efnisskrá í Loglandi Borg- arfirði mánudaginn 11. ágúst og í Norræna húsinu í Reykjavík, miðvikudaginn 13. ágúst. 14 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.