Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 06.08.1986, Síða 16
DJÓÐV1UINN , 1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA_ Flugslys Voitim í bensínsturtu .. Litil flugvél brotlenti á Hellisheiði. Ingólfur Ingvarsson farþegi: - Hrœddur um að það kviknaði í vélinni Flugvél brotlenti á Hellisheiði seinni partinn á mánudag. Flug- vélin var af gerðinni Cessna 152, tveggja sæta. Vélin var í flugtaki þegar hún endasteyptist um 150 metra frá flugbrautinni. Talið er að mótorinn í vélinni hafi bilað með þeim afleiðingum að hún er gjörónýt og flugmaður skarst illa á andliti. Einn farþegi var í vél- inni og sakaði hann lítið. „Flugmaðurinn rotaðist strax og lá ofan á mér,“ sagði Ingólfur Ingvarsson farþegi í vélinni. „Ég var dálítið hræddur um að það myndi kvikna í vélinni því meðan ég var að reyna að losa öryggis- beltin lak bensín ofan á hausinn á okkur úr bensíntanknum. Við vorum í bensínsturtu. Þegar við vorum loksins lausir þá gekk mér ágætlega að koma flugstjóranum út úr vélinni. Skömmu síðar kom slökkviliðið og sjúkrabíll á stað- inn.“ Aðspurður sagðist Ingólfur ekkert vera hikandi við að fara aftur í flugvél. „Þetta er eins og bílslys. Maður fer aftur í bifreið þó maður lendi einu sinni í á- rekstri." Guðbrandur Björgvinsson var flugmaður vélarinnar og var hann fluttur á sjúkrahús. Hann er á batavegi. „Vélin TF-STY er einkaflug- vél, og við vorum í útsýnisflugi á leið til Stykkishólms. Við lentum bara á Hellisheiði til að taka bensín, og það fór svona illa,“ sagði Ingólfur að lokum. SA. Sauðárkrókur Tilfinnan- legt tjón Viðgerð og breytingar á togurunum Drangey og Skapta dregst úr hömlu Isamningum var gert ráð fyrir að viðgerðunum á togurunum yrði lokið 8. júlí og 5. ágúst en nú er ljóst að þeim lýkur ekki fyrr en 15. ágúst og 3. september og auðvitað er þetta mjög slæmt því við verðum fyrir tilfinnanlegu rekstrartjóni, sagði Bjarki Tryggvason forstjóri Útgerðarfé- lags Skagfírðinga í gær. Togarar félagsins, Drangey og Skapti, eru í viðgerð og breytingu úti í Þýska- landi og skipasmíðastöðin hefur ekki staðið við gerða samninga. Bjarki sagði að eina leiðin til að fá bætur vegna þessa tjóns væri þegar kæmi að því að greiða fyrir viðgerðirnar, þar sem þessi skip- asmíðastöð hefði verið tekin til gjaldþrotaskipta og því lítið af henni að hafa. Þrátt fyrir að togararnir tveir væru frá veiðum hefur tekist að halda uppi ágætri atvinnu á Sauðárkróki. Fiskur hefur verið fenginn frá Siglufirði og Akur- eyri, auk þess sem 3ji togarinn á Sauðárkróki, Hegranes, hefði aflað mjög vel að undanförnu og var hann síðast í gær að landa fullfermi á Sauðárkróki. -S.dór Hvalveiðimálin Viðræður vestra Eftir hád«p í gær háfst fundur þeirra MUMín ÁsgrHnssonar sjávarútvegsNMMrra og BaMri- dge vMMUpáaráMwrra Banda- ríkjanna um hvalveiðimál okkar íslendinga og hótanir Banda- ríkjainanna um viðskiptaþving- anir þeirra vegna. Fyrir hádegið funduðu emb- ættismenn um þetta sama mál en ráðherrafundurinn hófst eftir há- degið. Vegna tímamismunar var engar fréttir að hafa af fundinum í gær. -S.dór Ingólfur Ingvarsson varfarþegiíSessnavélinnisem brotlenti á Hellisheiði. „Ég varhræddurumaðþaðkviknaðiívélinni, því bensín lak á okkur." Ljósm. Ari. m Loðnuveiðarnar Þarf meira en gott skap Jón Reynir Magnússonforstjóri SR: Pað er ekki nóg að skap manna lœgi, þaðþarfpeninga til að kaupa loðnuna. Engra tíðinda að vœnta úr loðnubrœðslumálunum fyrren verðið lœkkar á loðnunni Ríkisspítalarnir Mikill skortur á iðjuþjálfum Einnig vantar sjúkra- þjálfara en fjöldatak- markanir eru ígildi í sjúkraþjálfaradeild HÍ þótt deildin anni ekki eftirspurn kortur á hjúkrunarfræðing- um er ekki það eina sem háir heilbrigðisþjónustunni í landinu. Að sögn Péturs Jónassonar starfs- mannastjóra ríkssíptalanna er nú mikill skortur á iðjuþjálfum og eins vantar marga sjúkraþjálfara til starfa. Fjöldatakmarkanir eru í gildi í sjúkraþjálfaranámi við Háskóla íslands og skýtur það óneitanlega skökku við þar sem deildin annar ekki eftirspurn í stéttina að sögn Péturs. Iðjuþjálfun erekki kennd hér á landi og verður fólk að sækja þá menntun erlendis frá. Um tveir tugir erlendra starfs- manna eru nú við störf á spítulun- um og er meirihluti þeirra hjúkr- unarfræðingar en einnig eru þrír erlendir sjúkraþjálfarar við störf. -vd. að var haft eftir Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ um helgina að nú þegar skap manna færi að lægja myndu loðn- uveiðar og bræðsla hefjast af full- um krafti. „Því miður þarf meira en gott skap til að hefja loðnu- bræðslu, það þarf peninga líka,“ sagði Jón Reynir Magnússon for- stjóri Sfldarverksmiðja ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Jón sagði að alger kyrrstaða ríkti í málinu. Menn hefðu aðeins verið að þreifa á því hvort við- semjendur bræðslunnar í verð- lagsráði væru tilbúnir til að stytta gildistíma núverandi loðnuverðs, en það gildir til 15. sept. nk. en svo hefði ekki verið. „Ég á því ekki von á neinum breytingum þar til loðnuverðið verður aftur ákveðið í septemb- er, enda er ekkert sem bendir til þess að verð á lýsi fari uppá við frá því sem nú er,“ sagði Jón Reynir. Síldarverksmiðja ríkisins á Raufarhöfn tekur enn á móti loðnu, en aðeins einn bátur, Gísli Árni hefur landað þar til þessa. Fleiri bátar eru nú komnir á mið- in en veiði hefur engin verið um helgina vegna brælu. Jón Reynir sagði að það yrði stjórnvalda að ákveða hvort SR tekur áfram á móti loðnu á 1900 kr. tonnið ef bátum sem vilja landa á Raufar- höfn fjölgar. -S.dór Helgarumferðin Bílbeltin fækkuðu slysum 72 umferðaróhöpp um helgina. Metvika í umferðarþunga Síðastliðna viku slógu lands- menn öll fyrri met I umferðar- þunga á vegum úti samkvæmt mælingum Umferðarráðs og lög- reglu. Frá síðastliðnum þriðju- degi og þangað til í gær óku 79.260 bílar um Vesturlandsveg, Þingvallaveg og Suðurlandsveg. Helgin var óvenju slysalítil miðað við þennan fjölda að sögn Óla H. Þórðarsonar hjá Umferð- arráði og vill Umferðarráð þakka landsmönnum eindreginn stuðn- ing við nýhafið átak ráðsins og lögreglu gegn hraðakstri og ölv- unarakstri. 73 voru þó kærðir fyrir meinta ölvun við akstur og 72 umferðar- óhöpp urðu frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns. í 10 tilvik- un var ekið út af vegi, 11 sinnum ultu bflar á vegi og árekstrar urðu í heild 45 talsins. Ekið var á gang- andi vegfarendur þrisvar og jafn- oft á skepnur. Enginn slasaðist lífshættulega í þessum slysum en 4 meiddust þó mikið en 18 manns lítið. Lögreglan tiltók sérstaklega að í 5 slysum þar sem fólk notaði bflbelti sluppu 16 ómeiddir en í 3 slysum þar sem engir notuðu bfl- belti slösuðust 9 manns. Bfibelt- anotkun var almenn og einnig ljósanotkun. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.