Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 30 195. tölublað 51. órgangur ágúst 1986 laugar- dagur HIÓÐVIUINN MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Vestnorrœna þingmannaráðið Engin kjamavopn hingað Selfossfundurþingmannaráðsins skorar á stjórnir íslands, Grœnlands og Fœreyja að lýsa kjarnorkuvopn útlœg á hinu vestnorrœna svœði í friði og stríði Igær lauk fundi vestnorræna þingmannaráðsins á Selfossi eftir miklar umræður um tillögu scndinefndar Grænlendinga þess efnis að beina þeim tilmælum til landstjórna Grænlands og Fær- eyja og ríkisstjórnar íslands að tryggt verði að á hinu vestnorræna svæði verði aldrei geymd kjarnorkuvopn, hvorki á stríðs- né friðartímum og flutn- ingur þeirra um svæðið bannað- ur, hvort sem er á landi, í lofti eða á sjó. Eiður Guðnason þingmaður Alþýðuflokksins lagðist gegn til- lögunni og bar fram breytingartil- lögu þess efnis að svæðið myndi ná um alla Norður-Evrópu og allt austur til Úralfjalla. Tillaga hans var felld og sú upphaflega sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum, 15, en þrír sátu hjá, þar á meðal Eiður Guðnason og Pét- ur Sigurðsson. Hans Jakob Debes, formaður færeysku sendinefndarinnar og þingmaður Þjóðveldisflokksins kvaðst mjög hlynntur tillögu Grænlendinganna enda hafa báð- ar landstjórnirnar samþykkt hlið- stæðar tillögur er taka til land- anna tveggja. „Þetta eru ákaflega gleðileg og mikil tíðindi og ég gerði mér reyndar vonir um að tillaga sem þessi kæmi undir í vestnorrænu samstarfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon þing- maður sem var í íslenska hópn- um. „Þetta mun hafa mjög góð áhrif á viðleitni manna hér í þessa átt og þar sem þetta er ráðgefandi stofnun þá lít ég svo á að land- og ríkisstjórnir landanna allra taki fullt tillit til þessa vilja ráðsins.,, - vd. Afmœlisgjöf Spriklandi bleikjur í garðinum Átu öllu hornsílin en lenda sjálfar í pottinum , J»að var vinur minn Gylfi Guðjónsson ökukennari sem átti þessa stórkostlegu hugmynd. Hann gaf mér sjö sprelllifandi bleikjur“, sagði Þórir Steingríms- son leikari og rannsóknarlög- reglumaður við Þjóðviljann í gær. En um helgina síðustu átti hann fertugsafmæli og fékk þessa frumlegu gjöf. „Gylfi veiddi þessar bleikjur í Þingvallavatni og skellti þeim spriklandi í tjörnina í garðinum hjá mér,“ sagði Þórir. „Mér er sagt að þær geti lifað nokkuð lengi við þessar aðstæður en þær vilja hins vegar ekkert éta hjá mér eftir að þær kláruðu öll hornsflin sem voru fyrir í tjörn- inni. Sjálfar eru þær hins vegar dýrindis matur og við erum þegar búin að borða fjórar, og hinar lenda ábyggilega í pottinum iíka,“ sagði Þórir og matgleðin leyndi sér ekki í svipnum. - vd. Þórir Steingrímsson klófestir spikaða bleikju. Umm! Mynd E.ÓI SHA Herinn rekinn úr höfninni Mikil taugaveiklun greip um sig á meðal yflrmanna banda- rísku freigátunnar US-Doyle þeg- ar fréttist að herstöðvaandstæð- ingar ætluðu að fjölmenna í skoðunarferð um skipið. Er þá tók að drífa að freigátunni í gær- dag sáu yfirmenn hennar sitt óvænna og skipuðu að land- gangur skyldi upp tekinn þegar í stað, og lögðu þvínæst á flótta úr höfninni. US-Doyle liggur í Sundahöfn og almenningi hafði verið boðið að skoða skipið í gærdag. Her- stöðvaandstæðingar gripu þá til þess ráðs að skora á stuðnings- fólk sitt að fjölmenna í ferðina og hugðust dreifa sérlega útbúnu mótmælariti til skipverja. Það tókst ekki sem fyrr segir. Taugar hinna bandarísku stríðsmanna brustu, og þeir gripu til þess æva- forna ráðs að leggja á flótta frem- ur en leyfa andófsmönnum að ganga um borð. Róbert Arnason, hjá varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins gat engar skýringar gef- ið á fyrirvaralausri brottför hinna kjarkmiklu hermanna. -ÖS Pingkassarnir Hálf milljón króna í laun Dómnefndarmennfengu yfir 1000 krónur á tímann. Voru allir á arkitektataxta Norðausturland Fálkum fjölgaði Rannsóknir Ólafs K. Nielsen líffræðings á Norðausturlandi hafa leitt f Ijós að rjúpnastofninn þar þrefaldaðist á flmm ára tfma- bili, 1981-1986, og samfara því fjölgaði fálkapörum á svæðinu verulega. Rannsóknarsvæði Ólafs náði yfir 5200 ferkflómetra svæði og er þetta í fyrsta sinn sem íslendingur rannsakar fálka. Ólafur varði doktorsritgerð sína um vistfræði fálkans við Cornell háskóla í Bandaríkjunum í vor og er hún byggð á rannsóknum hans á Norðausturlandi. - gg Sjá bls. 10-11 sunnud. Eg óskaði eftir upplýsingum frá arkitektunum f nefndinni hvað væri vcnja að greiða f laun fyrir dómnefndarstörf til þess að Alþingi greiddi hvorki of mikið né oflítið, og allir dómnefndarmenn fengu greitt samkvæmt því, sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs Alþingis og formaður dómnefndar í sam- keppninni um hönnun nýs húsn- æðis fyrir Alþingi. Tímakaup dómnefndarmanna var á bilinu 1045-1120 og alls voru haldnir 45 fundir sem stóðu í samtais 66 klukkutíma. Launagreiðslur til nefndarinnar nema því um hálfri milljón króna. Að sögn Guðlaugs Gauta Jóns- sonar formanns Arkitektafélags íslands eru engar fastar reglur til um greiðslur fyrir dómnefndar- störf og eru þær því háðar ákvörðun dómnefndar og út- bjóðanda. Störf nefndarinnar hófust í ársbyrjun 1985 og fastir fimmtudagsfundir hófust í maí. Síðasta hálfa mánuðinn sem nefndin starfaði voru haldnir tveir fundir á dag sem stóðu í tvo tíma hvor. Sjö manns áttu sæti í nefndinni og tilnefnd af Alþingi auk Þorvalds Garðars voru þau Ingvar Gíslason forseti neðri deiidar, Salóme Þorkelsdóttir forseti efri deildar og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt og for- stöðumaður Borgarskipulags. Af Arkitektafélagi Islands voru til- nefndir arkitektarnir Helgi Hjálmarsson, Hilmar Þór Björns- son og Stefán Benediktsson þing- maður Bandalags jafnaðar- manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.