Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 2
_________________________FRÉTTIR___________ Heilbrigðiskerfið Læknamir koma ekki Mjög erfitt erfyrir unga lækna aðfá atvinnu hér á landi. Erlendis eru starfandi eða við framhaldsnám 300 lœknar. Hœtt við að fœstirþeirra komi heim Hér á landi eru læknar sem hafa ekki fulla atvinnu og það er Ijóst að atvinnumöguleikar lækna á íslandi nú eru litlir. Hér eru starfandi um 600 læknar en er- lendis eru um 300 íslenskir lækn- ar ýmist við framhaldsnám eða í starfi og því má segja að um dul- búið atvinnulevsi sé að ræða hjá íslenskum læknum. Ef þeir sem nú eru erlendis kæmu heim fengju aðeins örfáir atvinnu, sagði Kjartan Örvarsson læknir, formaður Félags ungra lækna í samtali við Þjóðviljann. Kjartan sagði að það væri þó ekki alveg sama hvaða sér- menntun læknar hefðu uppá atvinnumöguleika hér heima. Sagði hann að ungur læknir sem opnar stofu í dag hafi mjög lítið að gera, alla vega til að byrja með. Sú atvinna sem hann næði í yrði þá auðvitað á kostnað ann- arra. Ástæðuna fyrir því að svo er komið í atvinnumálum lækna sagði Kjartan vera „háskólapólit- íkina“ eins og hann komst að orði. Sagði hann HÍ útskrifa eins marga lækna og læknadeildin kæmist yfir að kenna, alveg án tillits til þess hvort þeir fengju einhverja atvinnu eða ekki. Fjöl- di útskrifaðra lækna frá HÍ væri alls ekki í samræmi við þörfina hér heima. Þjóðviljinn hefur það eftir ung um læknum við sérnám erlendis að þeir sjáienga atvinnumögu- leika hér heima og hyggjast því flestir þeirra setjast að erlendis. -S.dór Hvaða fleiri þingmenn skyldi Hrafnagilsskjálftinn hrista af sér yfir helgina? Rannsóknarlögreglustjóri Kann Bogi til verka? Fram hefur komið í fréttum að félag rannsóknarlögreglumanna hefur óskað umsagnar stjórnar Lögmannaféiagsins um hæfni ný- skipaðs rannsóknarlögreglu- stjóra, Boga Nilssonar. Þjóðvilj- inn hafði samband við Eggert Bjarnason formann félags rannsóknarlögreglumanna og spurði hann um ástæður beiðninnar. „Égvil byrja áþví að leiðrétta þann misskilning sem orðið hefur að það er félag ísienskra rannsóknarlögreglumanna sem fer fram á að stjórn landssam- bands lögreglumanna láti kanna hvort hugsanlega hafi fyrirmæli laga um skipan í embættið .verið sniðgengin. f því sambandi bend- um við á að kveðið er á í lögum um rannsóknarlögreglustjóra ríkisins að hann hafi aflað sér þekkingar í eftirgrennslan brota. Sá sem var skipaður, neitaði í út- varpsviðtali að hafa aflað sér hennar. Við óskum eftir athugun á því en við höfum ekkert við Boga Nilsson að athuga og hörm- um að þetta hefur verið rangtúlk- að“, sagði Eggert Bjarnason. G.H. Er ekki tími til kominn a& tengja? Hinir trægu Skriðjöklar frá Akureyri gerðu sér ferð í höfuðstaðinn til að þjarma að Gunnlaugi Helgasyni vinsælda- listamanni og félögum hans á Rás tvöööö, minnugir uppþotsins útaf meintu listasvindli um daginn; - Gunnlaugur getur lítið annað gert við tengingu Skrið- jökla en að grípa til sjúkrakassans enda Jöklarnir skriðnir uppí efsta sæti hins fræga lista með lagið um Hestinn. Tengja, tengja, tengja... (Mynd: EOI) Selfoss Húsið í ráðherradóm Meirihlutinn á Selfossi neitar að kaupa hús fyrrverandi bœjarstjóra á 35-40% yfirmarkaðsverði. Vilja úrskurð Alexanders um lögmœti samningsins frœga Meirihluti Alþýðubandalags, flokks og Kvennalista á Selfossi Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- hefur ákveðið að leita úrskurðar Sandgerði IQOáraafmæli Margt um að vera á vikuhátíðarhöldum Ídag hefjast í Sandgerði viku- hátíðarhöld í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að Miðnes- hreppur var formlega stofnaður en hann og Gerðahreppur voru áður einn hreppur undir nafninu Rosmhvalaneshreppur. Að sögn Péturs Brynjarssonar starfsmanps afmælisnefndarinn- ar verður margt um að vera í Sandgerði í næstu viku. Hátíða- höldin hefjast á laugardag með ræðu oddvita, kórsöng og afhjúp- að verður minnismerki um störf sjómanna fyrr og nú sem Steinunn Þórarinsdóttir hefur hannað. í vikunni verða opnaðar sjóminjasýning, heimilisiðnað- arsýning og ljósmynda- og mynd- listarsýning. Íþróttahátíð hefst á sunnudag og á þriðjudag mun Ásgeir Ásgeirsson sagnfræðingur flytja erindi á ljósmynda- og myndlistarsýningunni um sögu Sandgerðis en hann er nú að skrifa bók um hana sem kemur út með haustinu. Á fimmtudag er vísnakvöld í samkomuhúsinu og kvöldið eftir unglingadansleikur. Hátíðinni lýkur svo með fjölskyiduskemmt- un á laugardag, dansleik og flug- eldasýningu um kvöldið. - vd félagsmálaráðherra á lögmæti samningsins sem fyrrverandi meirihluti gerði við Stefán Jóns- son fyrrverandi bæjarstjóra á Selfossi. Farið var með samninginn sem mannsmorð allt þar til eftir kosn- ingar í vor, en hann var gerður bak við tjöldin í upphafi síðasta kjörtímabils. Þar með skuld- bundu bæjarfulltrúar íhalds og framsóknar bæinn til þess að kaupa einbýlishús bæjarstjórans á 35-40% yfir markaðsverði, og greiða kaupvirðið að auki á að- eins einu ári. Samningurinn var ekki lagður fyrir bæjarstjórn fyrr en í sumar og er nýi meirihlutinn ekki reiðu- búinn að kaupa nema honum sé það skylt samkvæmt lögum. Því er úrskurðar ráðuneytisins leitað. Einnig leitar bæjarstjórnin eftir því að skýrt verði eins nákvæm- lega og kostur er innan hvaða lög- legra marka bæjarstjórnarmenn geta skuldbundið bæjarsjóði til greiðslu útgjalda án samþykkis bæjarstjórnar. -gg 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN AIDS Fræðsla besta svarið Reikna má með að nú séu um 300 manns sýktir hér á landi Staðan í dag er sú að við vinn- um nú að því að rannsaka samsetningu veirunnar. Við vit- um hvernig líkaminn bregst við gegn henni, hann myndar mótefni en veiran sker sig úr að því leyti að hún getur breytt sér fljótt og í raun blekkt mótefnavaka líka- mans“, sagði Haraldur Briem læknir í gær, aðspurður um stöðu mála varðandi AIDS sjúdóminn. „Þeir sem vinna að þessum rannsóknum eru vongóðir, en það segir sig sjálft að því lengur sem dregst á langinn að komast fyrir veiruna, þeim mun fleiri verða henni að bráð. Þær með- ferðir sem við notum nú á sýktum felast í meðhöndlunum fylgisýk- inga, en árangur þar er sjaldnast til frambúðar. Einnig reynum við að halda veirusýkingunni í skefjum með notkun ýmissa lyfja, en rannsóknir eru mjög skammt á veg komnar. Svo eru einnig athuganir í gangi með fyrirbyggjandi lyf, en hið sama má segja um þær að þær eru skammt á veg komnar.“ - Hve margir eru sýktir nú? „Tala þeirra sem eru á lokastigi sjúkdómsins er 3 og smitaðir um 30. Eftir því má búast við að um 300 séu sýktir.“ „Hverjar eru framtíðarspár varðandi útbreiðslu sjúkdóms- ins? „Satt að segja eru þær ekki góðar. Það sem við stöndum frammi fyrir nú er að fræða fólk um sjúkdóminn og er hið eina sem hægt er að gera til að hamla gegn útbreiðslu hans. Þær smit- leiðir sem koma til greina eru með samförum, blóðgjöfum eða með nálum eiturlyfjaneytenda. Við gerum okkar besta til að hindra smit með blóðgjöfum, nú er hver blóðeining rannsökuð, en ekki er þó alveg loku fyrir það skotið að slíkt gerist ef nýsýktur maður gefur blóð, en horfur á slíku eru mjög litlar. Það er fyrst og fremst langtímaverkefni sem við stöndum frammi fyrir nú að upplýsa almenning um sjúkdóm- inn og er þáttur fjölmiðla þar mikilvægur“, sagði Haraldur Bri- em læknir að síðustu. -GH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.