Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 4
______________LEIÐARI____________ Raunhæfar friöarhugmyndir Fulltrúar fimm af sex þingflokkum sóttu í vik- unni fyrsta fund í norrænu þingmannanefndinni sem kennd er viö Anker Jörgensen, formann danska jafnaöarmannaflokksins. Þeirri nefnd er ætlað aö koma á samstarfi milli þjóöþinganna á Norðurlöndum um aö Norðurlönd veröi lýst kjarnorkuvopnalaust svæði. Þessi fundur tókst vel. Augljóst er að mikið verk er frammundan en þaö er líka augljóst aö á Noröurlöndum skortir ekki vilja til aö vinna þetta verk. Úr herbúðum þeirra stjórnmálaafla íslenskra sem enn hrærast í andrúmslofti kalda stríðsins heyrast þær raddir aö tillögur um formlegan samning norrænna þjóða um kjarnorkuvopna- laust svæöi séu firra, einangraöur minnihluta- hégómi, til þess eins geröur aö hleypa aö rússneska birninum. Hér er á ferö vanþekking eða blekkingartilraun, nema hvorttveggja sé. Svavar Gestsson, einn þingmannanna í Anker- nefndinni, minnir á það í helgarblaði Þjóðviljans aö hugmyndin um kjarnorkuvopnalaust svæöi á Norðurlöndum er síöur en svo einstæð. Meira en fjörutíu ríki hafa þegar gerst aðilar aö slíkum svæöum víöa um heim, og Sameinuöu þjóöirn- ar hafa hvatt til þess aö slíkir milliríkjasamningar séu geröir. Tillögur um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd eru einnig harla langt frá því að vera hugdetta minnihlutamanna. Þessar tillögur njóta meiri- hlutastuönings meöal almennings á Noröur- löndum og á þjóðþingum þeirra, einsog Anker- nefndin sýnir best, en þar eiga sæti fulltrúar allra pólitískra strauma norrænna nema frá hægri öfgamönnum, en meöal þeirra hefur Sjálfstæðisflokkurinn íslenski valið sér stööu. Vísindaleg skoöanakönnun sem gerð var fyrir nokkru hérlendis leiddi í Ijós meirihluta- stuðning íslendinga við þessar hugmyndir, og öll vötn falla til aö Sjálfstæðisflokkurinn standi einn uppi á alþingi í andófi gegn samstarfi um kjarnorkuvopnalaust svæöi, að vísu studdur af formanni Alþýöuflokksins sem hefur notfært sér þetta mál til að svala að nokkru landskunnri athyglisgirnd sinni. Tillögurnar um kjarnorkuvopnalaus Noröur- lönd hafa líka þann kost að vera í sjálfu sér afar skýrar og vísa jafnframt veginn til stærri friðar- verkefna í Evrópu. Gert er ráö fyrir aö norrænar þjóöir semji sín á milli um aö nota ekki og fram- leiða ekki kjarnorkuvopn, taka ekki á móti kjarn- orkuvopnum af neinu tæi og Ijá ekki máls á að önnur ríki flytji inn, noti eða geymi kjarnorku- vopn í löndum þeirra. Kæmu Norðurlöndin sér saman um slíkan samning væri næsta verk aö knýja stórveldin til að gefa um þaö yfirlýsingu aö þau viröi hið kjarnorkuvopnalausa svæði, og aö þau muni ekki nota né hóta aö nota kjarnorkuvopn gegn samningsríkjunum. í þessu felst aö þau flyttu slík vopn ekki inn á samningssvæðið og stæöu ekki að heræfingum með slík vopn á svæöinu. Það bendir margt til aö Norömenn, Danir, Svíar, Finnar, Grænlendingar og Færeyingar séu nú aö bíða eftir aö íslendingar taki af skarið í þessum efnum og segi til um það afdráttarlaust hvort þeir vilja vera með. Neiti (slendingar, eða dragi á eftir sér lappirnar einsog Matthías utan- ríkisráöherra Mathiesen, eru miklar líkur á aö kjarnorkuvopnalaust svæöi veröi stofnað á Noröurlöndum án þess að skeyta um þátttöku íslendinga. Slíkir atburöir yröu síðan til þess aö auka þrýsting Bandaríkjahers um aö íslending- ar láti af andstööu sinni viö aö hafa kjarnorku- vopn. Fundur vestnorræna þingmannaráösins á Selfossi nú í vikunni steig mikilvægt skref í rétta átt með því að skora á stjórnir Færeyja, Græn- lands og íslands aö beita sér fyrir aö lýsa kjarn- orkuvopn útlæg ger á hinu vestnorræna svæöi. Þaö er lærdómsríkt fyrir íslenska úrtölumenn aö sjá aö sú ályktun var samþykkt meö öllum greiddum atkvæöum, - hjá sátu að vísu tveir Islendingar og einn skoðanabróöir þeirra fær- eyskur. Norræn samfylking um þessar raun- hæfu friöartillögur er aö eflast, og hér á íslandi stefnir líka í rétta átt þótt nokkrir pólitíkusar rembist enn einsog rjúpan við staurinn af annar- legum ástæöum ættuðum úr kalda stríðinu. - m LJOSOPIÐ Mynd. K.G.A. DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphóðinsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafs- dóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur- dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalesarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Husmóöir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumula 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.