Þjóðviljinn - 30.08.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Qupperneq 12
RÆGURMAL Hjörleifur Helgi ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Fundir á Austurlandi Alþingismennirmr Helgi Seljan og Hjörleifur Guttormsson boða til funda á Austurlandi á eftirtöldum stöðum á næstunni: Skjöldólfsstöðum á Jökuldal, í barnaskólanum, mánudaginn 1. sept- ember kl. 20:30. Arnhólsstöðum í Skriödal, félagsheimilinu, þriðjudaginn 2. september kl. 20:30. Neskaupstað, Egilsbraut 11, miðvikudaginn 3. september kl. 20:30. Elðum, í barnaskólanum, fimmtudaginn 4. september kl. 20:30. Staðarborg í Breiðdal, fólagsheimilinu, föstudaginn 5. september kl. 20:30. Á fundum í sveitunum verða sórstaklega rædd landbúnaðarmál og staða dreifbýlisins. Fundirnir eru öllum opnir Alþýðubandalaglð Svavar Steingrímur Grímseyingar trillusjómenn fyrir Nordurlandi athugid! Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður, heimsækja Grímsey dagana 1. til 2. september nk. og halda fund í félagsheimilinu mánudaginn 1. september kl. 21.00. Á fundinum verður m.a. rætt um stjórnmálaviðhorfið, sjávarútvegsmál, hafnarmál ofl. Allir velkomnir. - Alþýöubandalagiö. AB/Garðabæ og Bessastaðahreppi Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 3. september kl. 20.30 í Safn- aðarheimilinu Kirkjuhvoli. Dagskrá: 1. Bæjarmál. 2. Landsmál. 3. Önnur mál. Framkvæmdastjórn Akureyri Alþýðubandalagsfólk - stuðningsmenn Fundur verður haldinn í Alþýðubandalagsfélagi Akureyrarfimmtudaginn 4. september kl. 20.30 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins og Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður, mæta á fundinn. Á dagskrá: Alþýðubandalagið og innri mál þess, starfið framundan, stjórnmálaumræða og undirbúningur Al- þingiskosninga. Athugið! Fundurinn er opinn öllum stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins og nýir félagar eru sérstaklega boönir velkomnir. - ABA. Húsavík Alþýðubandalagsfólk - stuðningsmenn Fundur verður í Alþýðubandalagsfélagi Húsavíkur í Félagsheimili Húsavík- ur þriðjudaginn 2. sept. kl. 20.30. Svavar Gestsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður mæta á fund- inn. Ádagskrá: Stjórnmálaumræða, starfiðframundan, undirbúningur Alþingiskosninga ofl. Athugið! Fundurinn er opinn öllum stuðningsmönnum Alþýðubandalagsins og nýir félagar eru sérstaklega boðnir velkomnir. - Alþýðubandalagið á Húsavik. Frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar Innritun fyrir haustönn veröur sem hér segir: ( Heliusundi 7 mánudag 1. sept. og þriðjudag 2. sept. kl. 13-18 báða dagana. í Hraunbergi 2 miðvikudag 3. sept. kl. 13-18. Nemendur skulu staðfesta umsókn um skólavist með greiðslu námsgjalda. Athygli er vakin á því að forskóli er starfræktur fyrir börn 5 ára og eldri. Skólastjóri Laus staða hjá Reykjavíkurborg Rafmagnsiðnfræðingur óskast til starfa í innlagnadeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Upplýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Madonna True blue MADONNA hefur það Madonna er ekkert blávatn - og sýnir það enn á ný á nýj- ustu breiðskífu sinni, þeirri þriðju í röðinni: True blue er þrælskemmtileg. Hún hefur að geyma 9 lög og er meira en helmingur þeirra þesslegur að geta plumað sig vel á vin- sældalistum heimsins. Þegar kannast útvarpshlust- endur við Papa don’t preach, þar sem Madonna er í hlutverki ungr- ar stúlku sem tilkynnir föður sín- um að hún sé barnshafandi og ætli sér að ala barnið og halda því. Sem sagt ekkert fóstur- eyðingarpíp, pabbi minn! Önnur mjög svo frambærileg lög til hlustunar og/eða dans eru Live to tell, Where’s the party, Love makcs the world go round og hið þrælskemmtilega La Isla Bonita, Eyjan góða. Þau tvö síð- astnefndu eru latneskrar ættar, eins og hin ítalskættaða Ma- donna, og eru þáttur í að gera þessa plötu fjölbreyttari en raun er um skífur í þessum dansmúsíkurflokki. Annars er ekki tómt hopp og hí á True blue; eins og nafnið, blámi umslagsins og textarnir gefa til kynna eiga Madonna og samverkamenn hennar í lagasmíð og spilerí í hug- skoti sínu alvarlegheit og ögn af trega. Madonna sýnir meiri fjöl- breytni í söng en áður á þessari plötu og hún hefur eitthvað það til að bera sem fólk fellur fyrir í hrönnum... líklega þetta óskil- greinanlega it, sem notað hefur verið til að íýsa töfrum kvik- myndastjarna og annarra frægra „sjó“kvenna. Músik Madonnu er að vísu skemmtileg, en it-ið hjálpar óneitanlega. Það er nú það. A Gunnar Óskarsson: Blankalogn LÖG í LAGI en bruðlað með bullið En hún var sveitt þá, sveitt og þreytt, enda helvíti heitt, mm já, sveitt þá, sveitt og þreytt, enda komst hún í feitt, en það var númer 1, 2 og 3 oh og hún var sveitt þá, samt var hún farin úr. Sko, ég meinaða... fyrr má nú bulla en steinrota svo alvarlegan texta (um unga stúlku, - Götu- stelpuna -, sem leiðist út í dóp og vændi) að hann verður hallæris- lega híægilegur. Ég skil bara ekk- ert í gamalreyndum söngvara eins og Pálma Gunnarssyni að hafa tekið í mál að bera sér annað eins í munn - nema maður eigi að dást að honum fyrir að syngja þetta klúður jafn skörulega og hann gerir. Hins vegar er þetta lag Þorlákshafnarbúans Gunnars Þorlákssonar skemmtilegt dæg- urlag og hann sýnir á þessari plötu, sem skrifuð er á hann og nefnd Blankalogn, að hann er hinn frambærilegasti lagasmiður. En söngvari er hann ekki góður og fær enda í það hlutverk menn eins og Pálma, Eirík Hauksson, Sigurð Dagbjartsson og Ólaf Bachman. Höfundurinn og hjálparsöng- sveinarnir syngja tvö lög hver, nema Eiríkur sem syngur eitt (Koddaver). Gaman er að heyra í Öla Bach, fyrrum Mána- og Log- asöngvara (Minning um mann), en hann er ekki síðri söngvari en hinir landsfrægari á plötu þessari. Manni dettur líka í hug hvort ekki hafi verið leitað langt yfir skammt að söngvurum, því að upptökustjórinn og hljóðbland- arinn Ólafur Þórarinsson Glóru- bóndi getur gefið frá sér ágæt hljóð, en lætur það ógert hér. Hljóðfæraleikur er ágætur á Blankalogni, sérstaklega í gítar- deildinni, enda vel mannað þar: Björgvin Gíslason, Þorsteinn Magnússon og Ólafur Þórarins- son auk höfundarins Gunnars Óskarssonar. Blankalogn er léttrokkuð dæg- urlagaplata og fólki til hugar- hægðar skal tekið fram að texta- dæmið í upphafi þessarar um- sagnar er það alversta sem heyrist á plötunni.. og á vel við um það þetta textabrot Kamarorghesta: „Hér verður sparað og bruðlað bullið hvorki né og eða bæði rím- að og stuðlað..."; en þrátt fyrir rímað bullið er Götustelpan með vinsælustu lögum á íslandi um þessar mundir, ég vona að minnsta kosti að það sé ekki vegna þess. A 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.