Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 14
Frá grunnskólunum í Mosfelissveit Nemendur Varmárskóla (6-12 ára) komi í skólann sem hér segir: 10-12 ára föstudaginn 5. sept. kl. 10. 7-9 ára föstudaginn 5. sept. kl. 11. Forskólanemendur veröa boðaðir bréflega. Nemendur Gagnfræða- skólans (13-15 ára) komi í skólann föstudaginn 5. sept. kl. 10 Skólastjórar Starfsmaður fjárveitinga- nefndar Alþingis Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsmanns fjárveitinga- nefndar frá 1. október 1986 að telja. Starfs- maður fjárveitinganefndar er ráðin hjá fjárlaga- og hagsýslustofnun og vinnur að undirbúningi fjárlaga og öðrum verkefnum. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskóla- menntun. Umsóknum er greini frá menntun og fyrri störfum umsækjanda skal skilað til fjárlaga- og hagsýslustofnunar Arnarhvoli eigi síðar en 15. september n.k. Fjármálaráðuneytið, fjárlaqa- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli, 26. ágúst 1986. Félagsmálastofnun _____: Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa strax: 1. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Arnarberg og þroskaþjálfa eða stuðningsfóstru í 3 stundir eftir hádegi. 2. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Norðurberg og þroskaþjálfa eða stuðningsfóstru í 2 stundir fyrir hádegi. 3. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Álfaberg. 4. Fóstru í fullt starf í 3 mánuði á skóladagheimil- ið við Kirkjuveg 7. 5. Dagvistarfulltrúi óskast í 1/2 starf á Fél- agsmálastofnun Hafnarfjarðar um óákveðinn tíma. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi. 6. Staða félagsráðgjafa á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Helmingur stöðunnar er afleysingarstarf í 8 mánuði. Upplýsingar veitir félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf skulu fylgja framangreindum umsóknum. Umsóknar- eyðublöð liggja frammi á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 4. Umsóknarfrestur er til 9. september. pélagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Kennarar! Okkur vantar nú þegar kennara að Grunnskólan- um á Stokkseyri. Æskilegar kennslugreinar: Tungumál, samfélagsgreinar, líffræði, og forskól- akennsla. Við bjóðum upp á góða kennsluaðstöðu, ódýrt húsnæði og aukakennslu fyrir þá er óska þess. Upplýsingar veita skólastjóri í síma 99-3263, for- maður skólanefndar í síma 99-3266 og sveitar- stjóri í síma 99-3267. Sveitarstjóri Stokkseyrarhrepps MINNING Guðmundur Bjamason Fæddur 27.11. 1955 - dáinn 22.8. 1986 Góður vinur er horfinn úr stór- um vinahópi. í dag kveðjum við Guðmund Bjarnason frá Mosfelli hinsta sinni. Það er einsog orð verði svo ósköp fánýt og merk- ingarlaus á slíkri stund. Þögnin er okkur efst í huga. Samt langar okkur að koma fáum, fátæk- legum kveðjuorðum á framfæri, lítilli kveðju til drengsins sem sleit með okkur barnsskónum hérna í dalnum og var okkur svo oft samferða bæði í leik og starfi. Það hefur stundum verið sagt að lífið sé einsog íslensk veðrátta, rysjótt og umhleypingasöm og skiptist á skin og skúrir. Ef til vill bjó Guðmundur við það veðurfar öðrum fremur. En aldrei minn- umst við þess að svo þungbúið væri í lofti að hann flytti ekki með sér heiðríkju, birtu og yl með nærverunni einni, þessi viðmóts- þýði, brosmildi og elskulegi vinur okkar, sem ef til vill bar meiri þjáningu í brjósti en nokkurt okkar hinna. Guðmundur var einn úr hópi fimm systkina, barna þeirra Aðalbjargar Guðmundsdóttur og séra Bjarna Sigurðssonar á Mosfelli í Mosfellssveit. Á Mos- felli var hann borinn, barnfæddur og búsettur meðan faðir hans var þar þjónandi prestur og leit alltaf á Mosfellsdalinn sem sín heim- kynni, þótt hann flytti héðan bú- ferlum fyrir nokkrum árum. Þó að vinir Guðmundar hér eigi um sárt að binda við fráfall hans er harmurinn þungbærari hjá hans nánustu, sambýliskonu hans, Sigrúnu Magnúsdóttur, systkinum og foreldrum. í vanmætti okkar vottum viði hans nánustu samúð og dýpstu hluttekningu á þessari þungbæru sorgarstund. Guðmundi varð ekki lífs auðið nema þrjá áratugi. Nú er eins og sólargeisli sé horfinn héðan úr Mosfellsdalnum. 1 Dalsgarði mun minningin um brosandi ljúflinginn og vininn Gvend „prests“, sem hvarf svo langt fyrir aldur fram, halda á- fram að ylja okkur þar til yfir lýk- ur. Vinir Kurt Juuranto aðalrœðismaður Mánudaginn 18. ágúst síð- astliðinn fór bifreið út af veginum vestan við Helsinki. Ökumaður hennar var Kurt Juuranto, aðal- ræðismaður íslands, og lést hann í sjúkrahúsi skömmu síðar. Þann- ig gerðist það í annað sinn, að Island missti sviplega og fyrir aldur fram aðalræðismann í Hels- inki. Hinn fyrri var faðir Kurts, Erik Juuranto, sem lést sextugur á sjúkrabeði. Síðan heimsstyrjöldinni lauk fyrir fjórum áratugum hafa opin- ber tengsl íslands við Finnland mjög tengst nafninu Juuranto. Þeir feðgar voru aðalræðismenn, og um árabil hefur yngri bróðir- inn Kai verið ræðismaður í Hels- inki. Hófust þessi tengsl, er send- iherra íslands í Stokkhólmi á stríðsárunum, Vilhjálmur Fin- sen, kynntist finnskum kaup- manni, Erik Juuranto. Hafði hann keypt síld og fleiri vörur frá Islandi, og varð hugfanginn af landinu. Varð hann áhugasamur fulltrúi fyrir fsland í Finnlandi, ekki síður í menningarmálum en viðskiptum, virtur og kunnugur fyrirmönnum beggja ríkja. Juuranto stofnaði um tvítugt Lejos Oy, sem er eitt stærsta inn- flutningsfyrirtæki Finna. Synir hans hófu báðir störf við það og tóku við stjórn þess að honum látnum. Kurt varð ræðismaður 1960 og aðalræðismaður eftir lát föður síns. Gegndi hann því starfi hátt á þriðja áratug með reisn og virðuleik. Hann hafði og tekið ástfóstri við ísland og fslendinga, fór þangað margar ferðir og hafði ætlað sér að vera í Reykjavík nú um mánaðamótin. íslendingar standa í mikilli þakkarskuld við Kurt Juuranto fyrir allt það, sem hann gerði fyrir þá. Kurt var hvers manns hugljúfi í persónulegum kynnum, hógvær og vinfastur. Hann stýrði fjöl- skyldufyrirtækinu af dugnaði, en utan viðskiptaheimsins átti hann sér áhugamál í listum og bókum. Um það, svo og tengslin við ís- land, ber hið fagra heimili í Hels- inki glöggt vitni. Kona hans, Leena, er glæsileg athafnakona, sem rekur annað fyrirtæki á öðru sviði af miklum þrótti. Þau eiga einn son, Juha. Kurt Paul Erik Juuranto fædd- ist 21. júní 1927 í Helsinki. Hann var því 59 ára gamall, er hann lést svo sviplega. Við hið óvænta fráfall Kurts syrgi ég góðan vin og félaga, og horfi á bak traustum og fórnfús- um aðalræðismanni, sem vann mikið ævistarf fyrir samband ís- lendinga og Finna, báðum þjóð- um til gagns. íslendingar munu lengi geyma minningu hans. Bencdikt Gröndal, sendiherra. FRÉTTIR Lionsmenn færa Landspítala hina nýju smásjá. Lionsklúbburinn Pór Viðsnúin smásjá til Landspítala Nýverið færði Lionsklúbbur- inn Þór í Reykjavík Landspítala að gjöf viðsnúna smásjá. Er hún sérstaklega gerð til athugana á lif- andi vcfjum og lifandi frumum. Smásjáin verður notuð við at- huganir á ræktuðum æðafrum- um, bæði æðaþelsfrumum og sléttum vöðvafrumum í rannsóknaverkefni, sem miðar að því að varpa ljósi á prostagl- andinframleiðslu þessara himna, eins og segir í fréttatilkynningu frá Landspítala. Þessar rann- sóknir tengjast ýmsum grundvall- arspurningum sem snerta orsakir og meingerð æðakölkunar. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.