Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 5
Fiskmarkaður á næsta leiti Menn hafa misjafnar skoðanir á ágœti opins uppboðsmarkaðar áfiski Flestir eru áþvíað sjálfsagtsé að láta áþað reyna hvort hann á rétt á sér Frá fiskmarkaði í Bremerhaven í V-þýskalandi. Ef til vill gefur að líta svipaða sjón hér á landi innan tíðar að islenskir fiskkaupendur standi uppá fiskkössum og gefi merki um að hækka boðið- (Ljósm. S.dór) Uppboðsmarkaður á fiski, eins og er við lýði í nágrannalöndum okkar virðist vera í sjónmáli á Reykjavíkursvæðinu. Nefnd sem sjávarútvegsráðherra skipaði til að skoða það mál er nærri því að ljúka störfum og eru nefndar- menn á því að settur verði upp fiskmarkaður á Reykjavíkur- svæðinu til að byrja með. Nefnd- armenn, sem koma úr hópum hagsmunaaðila í sjávarútvegi, telja að fiskmarkaður hafi fleiri kosti en galla og því sé ástæða til að gera tilraun með hann. * Kostirnir Ágúst Einarsson útgerðarmað- ur, sem sæti á í nefndinni, sagði í samtali við fréttamann Þjóðvilj- ans fyrr í vikunni að því fylgdu álitlegir kostir að koma upp fisk- markaði. Þeir helstu eru að menn búast við betra hráefni. Sjómenn sem þekkja erlenda fiskmarkaði vita að eftir því sem hráefnið er betra þeim mun hærra verð fæst fyrir fiskinn. Hærra fiskverð leiðir af sér betri afkomu útgerð- ar og um leið hærri laun til sjó- manna, sem er kostur númer tvö. Og í þriðja lagi sagði Ágúst að fiskmarkaður myndi gefa fisk- vinnslustöðvum möguleika á að taka upp sérlínur í vinnslu, sem hann taldi algera forsendu þess að auka hagkvæmni í rekstri frystihúsa og auka framleiðni þeirra. Gallarnir Fiskmarkaður hefur líka ókosti í för með sér. Menn hafa bent á það, að erlendir fiskkaupendur ættu greiðan aðgang að íslensk- um fiskmarkaði og gætu sprengt upp verðið og þannig komið í veg fyrir að fiskvinnslan innanlands nái í besta hráefnið. í annan stað er bent á að verð á fiski til íslenskra neytenda, ýsan okkar góða, muni hækka til muna í verði við að fara í gegnum fisk- markað á uppboð. Og í þriðja lagi benda menn á að lang stærst- ur hluti íslenska fiskiskipaflotans sé í eigu fiskvinnslustöðvanna og hvers vegna skyldu þær vera að setja sinn fisk á markað? Og í fjórða lagi benda margir á þá hættu að einungis besti fiskurinn hækki í verði, en það sem eftir verður seljist á lægra verði þannig að útkoman úr öllu saman verði ósköp svipuð og nú er. Hvað með landsbyggðina? Soffanías Cecilsson formaður Sambands fiskvinnslustöðva segir að svona fiskmarkaður geti gengið í Reykjavík, en tæplega úti á landsbyggðinni. Hann sagði að ef til vill mætti setja upp fisk- markað miðsvæðis á Snæfells- nesi, en taldi það þó hæpið. Hann segir að fiskmarkaður muni leiða til betra hráefnis. Sjómenn muni vanda sig meira og hann segist þess, fullviss að óslægður fiskur muni aldrei koma á slíkan mark- að. Soffanías er einn af þeim sem spáir því að besti fiskurinn hækki íverði en hinn lakari lækki. Hann sagði að gámaflutningur hafi ef- laust ýtt undir umræður um að koma hér á fiskmarkaði og taldi sjálfsagt að gera tilraun. Það væri alveg nauðsynlegt til að fá úr því skorið hvort það er rétt að selja fiskinn á uppboðsmarkaði. Sama sinnis er Jón Páll Hall- dórsson framkvæmdastjóri Norðurtangans á ísafirði. Hann segir sjálfsagt að gera tilraun, en telur mjög hæpið að spá hærra fiskverði. Hann bendir á eins og Soffanías að úrvalsfiskurinn hækki í verði, hinn lækki og með- altalið verði svipað og nú er. Jón Páll benti á að þegar fjölmiðlar væru að segja frá verði á fisk- mörkuðum erlendis væri það alltaf hæsta verðið sem skýrt væri frá. Nefndi hann sem dæmi að daginn áður en við töluðum sam- an, var skýrt frá því að ákveðið skip frá íslandi hefði fengið yfir 60 kr. fyrir kg. í Bretlandi. Það var aftur á móti ekki skýrt frá því að daginn eftir var verðið á sama markaði fallið niður í 40 kr. ke. Þannig taldi hann að útkoman yrði á íslenskum markaði. Sérlínu- vinnsla Jón Páll var sannfærður um að fiskmarkaður gæti leitt af sér aukna möguleika fyrir frystihús á sérlínuvinnslu sem væri mjög hagkvæmt. Undir það tóku þeir Soffanías Cecilsson og Páll Jóns- son hjá Meitlinum í Þorlákshöfn. Þeir bentu allir á að sérlínu- vinnsla væri ekki möguleg þegar allur farmurinn væri keyptur eins og nú er. Páll Jónsson sagðist hlynntur því að gera tilraun með fiskmark- að en sagðist ekki vera bjartsýnn á framtíð hans frekar en Jón Páll Halldórsson. Páll benti á að fiski- skipastóllinn væri að langstærst- um hluta í eigu fiskvinnslustöðv- anna. Hann spurði sem svo: Hvers vegna skyldu fiskvinnslu- stöðvarnar láta þann fisk sem skip þeirra koma með að landi á markað til þess eins að kaupa hann þar á hærra verði? Hann var þá inntur eftir því hvort ekki væri hætta á að sjó- menn á bátum eða togurum fisk- vinnslustöðvanna yrðu óánægðir ef þeir sæju sjómenn á öðrum fiskiskipum fá mun hærra verð og þar af leiðandi hærra kaup fyrir það að landa á fiskmarkaði. Vissulega mun það gerast, sagði Páll, en hann sagðist tilbú- inn að greiða sjómönnum nú þeg- ar hærra fiskverð fyrir betri fisk. Það væri engin spurning að greiða hærra verð fyrir slægðan netafisk en óslægðan, eins og er yfir vertíðina, eða yfirleitt að greiða hærra verð fyrir úrvals hráefni. Innanlands- neysla Hvernig snúa þessi mál við innanlandsmarkaði, ýsunni okk- ar? Guðmundur Oskarsson fram- kvæmdastjóri í Sæbjörgu sagði að sér litist illa á uppboðsmarkað með hagsmuni neytenda í huga. Það lægi á borðinu að fiskverð á fiski til innanlandsneyslu ntyndi hækka. Nú þegar yrðu fisksalar í Reykjavík að greiða svo kallað gámaverð fyrir ýsu sem er 40 kr. fyrir kílóið og verðið yrði mun hærra fyrir 1. flokks ýsu á upp- boðsmarkaði. Guðmundur var raunar sá eini af þeim sem Þjóð- viljinn ræddi við, sem taldi enga ástæðu til að reyna þetta. Hinir sögðu það sjálfsagt að reyna, þó ekki væri til annars en sanna fyrir mönnum að fiskmarkaður væri ekki lausnin. Það er alveg ljóst, að umræður um fiskmarkað hér á landi hafa magnast upp við það að sala á ferskum fiski í gámum eða með siglingum fiskiskipa he ; færst í vöxt. Menn eru að leita <ð svari við þeirri þróun að fersk ur er í síauknum mæli fluttur út. Út- gerðarmenn og sjómenn hafa fengið mun hærra verð að öllu jöfnu með því að selja ferskfisk út og því er verið að reyna að svara á heimamarkaði. Hvort uppboðs- markaður er rétta svarið er svo önnur saga. Sigurdór Sigurdórsson Laugardagur 30. ágúst1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.