Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVIUINN
Valsson
Tolli og Bong-Kyou Im við tvær myndir sínar og geta menn giskað hvor mynd er hvors. Eða farið í Nýlistasafnið og komist að því, og er mælt með þeirri aðferð. (Mynd: KGA).
Spenna
okkar“
Myndlist
iti/lli mynda
Tolli truflaður í undirbúningi á
sýningu sinni og Bong-Kyou Im
Nú stendur yfir í Nýlistasafn-
inu viö Vatnsstíg mikil sýning
tveggja myndlistarmanna,
Bong-Kyou Im frá Kóreu og
Þorláks „Tolla“ Kristins-
sonar. Aö sýningunni stendur
nýstofnaö fyrirtæki séra Krist-
ins Ágústs Friöfinnsonar- ís-
lensk myndlist, sem er um-
boðsfyrirtæki myndlistar-
manna og ætlar sér meðal
annars aö kynna íslenska
myndlistarmenn erlendis.
í portinu við Nýlistasafnið
voru launavinnumenn í stillans
að berja, brjóta og byggja, en
þegar inn var komið var ekki
minna um að vera því þeir félagar
voru að hamast við að gera klárt
undir fyrsta sýningardag. Við
trufluðum Tolla með nokkrum
klassískum spurningum:
- Hvernig er samstarf ykkar
Bong-Kyou Im tilkomið?
„Við vorum saman í skólanum
útí Berlín, lærðum hjá sama pró-
fessor. Yfirleitt var það þannig að
við vorum mættir fyrstir á morgn-
ana og tókst með okkur kunn-
ingsskapur yfir morgunkaffinu.
Síðan sýndum við saman í Berlín
1985 og svo vatt samstarf okkar
uppá sig. Þessi sýning er önnur í
röð þriggja samsýninga okkar
Bong. Berlín í fyrra, Reykjavík
1986 og meiningin er að sýna í
Seoul í Kóreu 1987.“
- Eruð þið myndlistarlega
skyldir?
„Eflaust erum við það, þótt
myndir okkar séu ólíkar eins og
þú sérð.“
- Hvernig finnst þér íslensk
myndlist standa í dag?
„Stendur hún ekki bara vel? Er
hún ekki bara voða fín? Það eru
allir að segja það og ég held bara
að það sé ýmislegt til í því. Það
eru margir íslenskir myndlistar-
menn að gera góða hluti.“
- Gallerímálin standa nú ekki
vel?
„Nei, eflaust ekki. Ég hef nú
lítið velt þeim málum fyrir mér.
Maður er soddan einstaklings-
hyggjumaður í þessu málverki.
Ég sýni þar sem ég vil sýna. Ný-
listasafnið er ágætis gallerí, þann-
ig. Salurinn er mjög góður."
- En myndlistargagnrýnin, er
hún í góðu lagi?
„Þetta er svo erfitt hérna á ís-
landi. Þetta verður alltaf svo
sensetíft, allt á svo persónulegu
plani í þessu litla samfélagi. Um-
ræðurnar komast sjaldnast á
eitthvert faglegt flug. Krítíkin líð-
ur fyrir nándina. Menn tala um
að dómur sé persónulegt skítkast
eða vinarbragð, sem vel getur
verið rétt. Vegna þessara að-
stæðna getur það hugsast."
- Er merkjanleg einhver á-
kveðin þróun í þeim myndum
þínum sem þú sýnir nú?
„Það eru nú engar stórvægi-
legar breytingar. Það er erfitt
fyrir mann sjálfan að skilgreina
þróun hjá sér, þó svo maður sé að
þokast í einhverjar áttir. Það er
svo stutt síðan ég sýndi síðast, í
maí síðastliðnum í Listasafni
ASÍ. Ég sýni hérna 15 verk sem
flest eru ný og ég er ánægður með
þau. Það er alltaf einhver hreyf-
ing á hlutunum. Annars er það
svolítið annað að sýna á samsýn-
ingu með öðrum. Maður hefur
ákveðnar væntingar með þessa
sýningu til dæmis, að það myndist
spenna milli mynda okkar og þá
gefur það henni kraft. Ég held að
svo muni verða, líst vel á þetta.“
- Segðu mér mcira af Bong-
Kyou Im?
„Hann kemur hingað frá Berl-
ín með rjómann af því sem hann
hefur málað að undanförnu.
Hans málverk eru auðvitað hluti
af asískum kúltúr sem á sér árþús-
unda langa hefð. í sínum verkum
er hann að tvinna saman fortíð og
nútíð. Þarna er asísk hefð en evr-
ópsk stílbrögð og sérstaklega ex-
pressjónismi. Og við þetta opnast
dálítið nýjar víddir eins og þú
munt sjá þegar þú skoðar myndir
hans.“
- Hvað með þetta nýja fyrir-
tæki sem stendur fyrir þessu, ís-
lensk myndiist?
„Þetta er einkaframtak Kristins
og hann hefur veg og vanda af
sýningunni. Og þetta er allt sam-
an mjög gott, það verður gefinn
út bæklingur þar sem er kynning
á okkur og einnig grein eftir Hall-
dór B. Runólfsson um austrið og
vestrið í listum og menningu.
Bæklingurinn er myndskreyttur
og ég held að svona bæklingar
hafi mikið að segja. Þeir vekja
upp umræður og eru kynning á
listamönnum. Þetta er fíott, það
er kraftur í þessu og myndarlega
staðið að þessu. Það er full þörf á
svona fyrirbrigði, það eru margar
sýningar sem hafa verið hér
heima sem hafa farið fram í hálf-
gerðum kyrrþey en hefðu verð-
skuldað meiri athygli.
Kynning á íslenskum mynd-
listarmönnum erlendis hefur nú
yfirleitt gengið erfiðlega. Þar
gildir nokkuð önnur markaðs-
fræði en gengur og gerist. En eins
og ég sagði, verkaskiptingar er
þörf f listaheiminum og þótt alltaf
sé hætta á miðstýringu þá held ég
að svo sé ekki hér á íslandi.
Varla. Menn verða bara að gæta
sinna prinsippa."
- Hvað tekur svo við?
„Þessi sýning stendur til 7da
september. Þá fer maður bara að
mála áfram af fullum krafti. Við
Bong stefnum á að sýna í París í
apríl næsta ár og svo með haust-
inu förum við að huga að Kóreu-
ferð okkar og sýningunni í Seo-
ul.“
-pv.
Laugardagur 30. ágúst 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7