Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.08.1986, Blaðsíða 6
IÞROTTIR Á morgun, sunnudag, verður leikið til úrslita í bikarkeppni KSI í 27. skipti. Að þessu sinni ber keppnin nafnið Mjólkurbikarinn - bikarkeppni KSI og keppt er í fyrsta sinn um bikar scm Félag íslenskra gullsmiða gaf til keppn- innar. Þetta er án efa glæsilegasti verðlaunagripur sem í umferð er hér á landi. Leikurinn hefst kl. 14 og það eru bikarmeistararnir 1985, Framarar, sem leika við bikarmeistarana 1982-1984, ÍA. Úrslitaleikurinn á morgun er sá fjórtándi sem háður er á Laugardalsvellinum. Frá 1960 til 1972 var leikið á Melavellinum, oftast í október en dæmi voru um að leiknum seinkaði framí des- ember. Árið 1973 var leikið á Laugardalsvellinum í fyrsta skipti og leikurinn þá færður fram - þann 12. september bar Fram sig- urorð af ÍBK, 2-1. Alltaf í úrslltum Síðan þá hefur alltaf annað- hvort Fram eða ÍA leikið til úrs- lita þannig að segja má með sanni að liðin tvö sem mætast á morgun séu mestu bikarlið landsins. Þó ótrúlegt megi virðast hafa þau þó aðeins einu sinni mæst í úrslita- leik áður - það var árið 1984 þeg- ar í A sigraði 2-1 í sögulegum leik. ÍA hefur leikið oftast til úrslita allra íslenskra liða, eða 12 sinn- um. Fram hefur leikið 10 sinnum til úrslita og KR 9 sinnum. Hins- vegar eru það KR-ingar sem oft- ast hafa sigrað, 7 sinnum alls. Fram hefur sigrað 5 sinnum, ÍA og Valur 4 sinnum hvort félag. Sjaldan hefur úrslitaleiks verið beðið með jafnmikilli eftirvænt- ingu og nú. Fram hefur verið í fararbroddi í 1. deildinni í allt sumar en er nú stigi á eftir Val. Liðið stefnir á tvo bikara og leikur undir miklu álagi. ÍA hefur ekki náð að blanda sér í toppbar- áttuna en síðan Pétur Pétursson mætti til leiks fyrir mánuði síðan hafa Skagamenn unnið alla sína leiki, þ.ám. efsta lið 1. deildar, Valsmenn, 3-1 í undanúrslitum keppninnar. Tveir markakóngar Tveir markakóngar mætast í dag. Pétur Pétursson í liði ÍA setti markamet í 1. deild árið 1978 þegar hann skoraði 19 mörk. Þá gerði hann einnig sigur- mark í A í úrslitaleik bikarkeppn- innar, 1-0 gegn Val. Guðmundur Torfason í Fram er öruggur með markakóngstign 1. deildarinnar 1986 og á möguleika á að jafna eða slá markamet Péturs. Guð- mundur hefur skorað 17 mörk í 16 leikjum 1. deildar, og 2 að auki í bikarkeppninni. Auk Péturs og Guðmundar leika fleiri marksæknir leikmenn með liðunum. Valgeir Barðason, hinn ungi framherji ÍA, hefur skorað 9 mörk í 1. deildinni í sumar og Guðmundur Steinsson, Fram, hefur gert 10 mörk í 1. 1 fyrrakvöld lauk keppni í B- riðli 2. deildar kvenna. Stjarnan vann FH 7-3 í Hafnarfirði, og sig- raði því í öllum sínum leikjum, og Fram sigraði Selfoss 3-0. Um síð- ustu helgi vann Selfoss sigur á FH, 5-2. Stjarnan var 7-1 yfir í hálfleik gegn FH en FH vann seinni hálf- leikinn 2-0. Guðný Guðnadóttir 3, Hrund Grétarsdóttir 2, Ragn- heiður Stephensen og Brynja Ástráðsdóttir skoruðu fyrir Stjörnuna en Bergþóra Laxdal, Kristín Geirsdóttir og Anna Sig- urðardóttir fyrir FH. Mörk Fram gegn Selfossi gerðu Hrafnhildur Hreinsdóttir, Inga Þráinsdóttir og Sesselja Ólafsdóttir. Lokastaðan í B-riðli: Stjarnan..........10 10 0 0 49-9 30 Fram...............10 7 0 3 36-15 21 ÍBÍ................10 6 1 3 37-11 19 Selfoss............10 2 2 6 17-41 8 ÞÓrÞ...............10 2 2 6 21-46 8 FH................ 10 0 1 9 9-47 1 Stjarnan leikur í 1. deild að ári ásamt KA en liðin leika úrslita- leik deildarinnar í Garðabæ 6. september. -VS deild tvö ár í röð og er kominn með 8 í sumar. Flest bendir því til þess að nokkur mörk verði skoruð í leiknum, ekki ólíklegt að þau verði á bilinu 3-5. Verði jafnt að loknum venju- legum leiktíma er leikurinn fra- mlengdur um tvisvar 15 mínútur. Séu liðin þá enn jöfn þarf að fara fram aukaleikur en líkurnar á því eru hverfandi litlar. Af 26 úrslita- leikjum frá 1960 hafa úrslit feng- ist í venjulegum leiktíma eða framlengingu í 25 skipti. Aðeins árið 1969 þurfti að leika tvisvar, ÍBA og fA skildu jöfn á flughál- um Melavellinum í byrjun des- ember og síðan vann ÍBA auka- leikinn. Úrslitaleikur bikarkeppninnar er jafnan hápunktur knattspyrn- uvertíðarinnar, hér á landi sem svo víða annars staðar. Stemmningin er alltaf sérstök og það er heldur ekki verið að leika uppá stig eins og í deildakeppn- inni - það sem skiptir máli er að sigra, jafntefli er ekki til. í húfi er sæmdarheitið Bikarmeistari ís- lands og að auki sæti í Evrópu- keppni bikarhafa að ári. Spurn- ingin er því sú - fer nýi Mjólkur-. bikarinn í Safamýrina eða á Skagann? -VS Bikarúrslitin Guðbjörn Tryggvason (10) jafnar fyrir lA gegn Fram á síðustu mínútu úrslitaleiksins 1984. Sverrir Einarsson er aðeins of seinn að ná til boltans. Markið var umdeilt en reyndist löglegt við nánari athugun. ÍA skoraði síðan aftur í framlengingu og sigraði 2-1. Mynd: Atli. Ferð til Amsterdam Sérstök dómnefnd mun velja „mann leiksins“ í bikarúrslitaleik Fram og ÍA á sunnudaginn. Sá sem fyrir valinu verður fær verð- laun frá Arnarflugi - flugmiða fyrir tvo til Amsterdam. 3. deild í 2. deild ÍR-ingar tryggðu sér í gær sæti í annarri deild með því að sigra Reynismenn í Sandgerði. Loka- tölurnar voru 2-0 og skoraði þjálfarinn Heimir Karlsson bæði mörkin. Þá léku einnig í gær Stjarnan og ÍK í Garðabæ og lauk leiknum með sigri Stjörnunnar 1-0. Það var Jón Árnason sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Lokastaðan í SV-riðli er þá svona: [R............ 12 8 2 2 22:9 26 Fylkir........ 12 7 1 4 26:13 22 ÍK............ 12 7 1 4 18:17 22 Stjarnan...... 12 6 2 4 20:15 20 Grindavík..... 12 5 0 7 18:19 15 ReynirS...... 12 2 4 6 14:21 10 Ármann........ 12 0 4 8 11:35 4 HV hætti keppni og fellur því í 4. deild auk Ármenninga. - Ibe. Lárus Stingur fútun- um í Geysi! Lárus á heimleið til meðferðar Lárus Guðmundsson, leikmað- ur með Bayer Uerdingen í Vestur- Þýskalandi, er væntanlegur hing- að til lands í næstu viku. Hann á að fara í sérstaka meðferð í ís- lenska heita vatninu, en hann losnaði í gær úr gipsi. Lárus meiddist sem kunnugt er illa á hné á æfingu í sumar. í vestur-þýsku blaði í fyrradag var sagt að Lárus ætti að fara heim til að stinga fótunum í Geysi! Reiknað er með að Lárus geti byrjað að leika á ný með Bay- er Uerdingen í Bundesligunni í knattspyrnu í byrjun október og ætti því að vera tilbúinn í leik ís- lands og Austur-Þýskalands í Evrópukeppni landsliða sem fram fer í Leipzig 29. október. -VS Kvennaknattspyrna Stjaman vann alla Leikur til úrslita við KA eftir viku Úrslitaleikurinn Tvö mestu bikarlið íslenskrar knattspymu Hafa verið í úrslitum síðustu 13 árin og hafa leikið flesta úrslitaleikina. Markakóngarnir Pétur og Guðmundur mœtast. Mjólkurbikarinn glœsilegi í húfi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.