Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 4

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 4
VILIINN lAugarta^for 7. marz 1953 — 18. árgangur — 55. tölubla5 Kvikmyndasýning Y MI'R Sýning MÍR á rússuesku kvikmyndinni: Eyðimörkum breytt í akurlönd, var felld nið- ur í gærkvöld, en myndin verð- |ur sýnd áður mjög langt liður. JOSEF STALIIVf LATIM Milljón mcmna hefur streymt from hjá líkbörum hans Jósef Vissaríonovitsj Stalín, forsætisráðherra Sovétríkjanna og aðal- ritari kommúnistaflokksins, andaðist í Moskva í fyrrakvöld klukkan 21.50 eftir staðartíma. Hann hafði þá verið meðvitundarlaus í fjóra sólarhringa eftir heilablóðfall. Þjóðarsorg ríkir í Sovétríkjunum og í Moskva, þar sem lík Stalíns liggur á viö- hafnarbörum, beið í gær sextán kílómetra löng röð manna á snævíþöktum götunum eftir að votta minningu hans virðingu sína. Búizt var við að milljón manna myndi hafa streymt fram hjá líkbörunum er morgnaði. Helztu æviatriði í tilkynningu frá læknum þeim, sem stunduðu Stalín í banalegunni, er rakinn gangur sjúkdómsins. í fyrramorgun varð þess vart að hjartað var að liáta sig. Þegar á daginn leið lát Stalíns í fyrrinótt með á- varpi frá miðstjóm kommún- istaflokksins, ríkisstjórninni og forsetum Æðsta ráðsins, og er það birt annarsstaðar hér í blaðinu. Jósef Vissarionovitsj Djúga- svili fæddist í Górí í Grúsíii 21. desember 1S97. Faðir hans var fátækur skósmiður. Hann STALIN Stalín er látinn Laugardaginn 7. mars 1953 ríkti mikil sorg á Þjóðviljanum. Þann dag var landsmönnum kunngert andlát Jósefs Sta- líns. Þátrúðu vinstri menn því enn að Sovétríkin væru landið þarsem hugsjónirsósíalism- ans hefðu ræst og Stalín var í augum þeirra hinn mikli leið- togi og lærifaðir. Það varekki fyrr en töluvert seinna að menn fóru að sjá hann í því Ijósi sem sagan hefur kennt okkur að sjá hann. Tveim dögum áður var greint frá því á forsíðu blaðsins að Stalín hefði fengið heilablóðfall og lægi meðvitunarlaus. Stalín liggur þungt haldinn, er fyrirsögnin og henni slegið upp með risaletri ásamt stórri mynd af leiðtogan- um. 6. mars er lesendum svo til- kynnt að Stalín þyngi í ískyggi- lega. 7. mars er að lokum tilkynnt að Stalín hafi látist fyrir tveim sól- arhringum. Öll forsíðan er undirlögð undir andlátið. Auk fréttarinnar um andlátið er greint frá samúðar- kveðju Sósíalistaflokksins, að móttaka sé í Sovéska sendi- ráðinu, að forseti íslands hafi sent samúðarkveðju og auk þess greint frá breytingum í æðstu stöðum í Sovét. Á baksíðu er ávarp flokks- stjórnar og ríkisstjórnar Sovét- ríkjanna og þar er einnig greint frá því að fjöldi þjóða hafi vottað Stalín virðingu sína. Á þriðju síðu eru svo framhöld af forsíðu og baksíðu. Á blaðsíðu 7 er birt síðasta op- inbera ræða Stalín: Kveðja Sta- líns til alþýðu heimsins. Og á blaðsíðu 6 er leiðari tileinkaður hinum látna. Sú undantekning er á leiðara þessum að hann er skrifaður undir nafni, en venjan var að leiðarar væru ómerktir. Það er Einar Olgeirsson, sem skrifar leiðarann. Hann kallast einfald- lega: Stalín er látinn. Meö honum hafa allir hinir fjórir miklu brautryöjendur og læri- feðursósíalismans: Marx, Engels, Lenín, Stalín, kvatt oss. Einhverri stórbrotnustu ævi, sem lifað hefur veriö, er lokið. Meö klökkum hug og djúpri virðingu hugsa allir þeir, sem berjast fyrir sósíal- isma á jöröinni, til hins ógleymanlega, látna leiötoga. Vér minnumst hins unga eldhuga, sem vakti undirokaða þjóð sína til baráttu fyrir frelsi, og tendraöi neista sósíalismans í brjósti kúgaös verkalýös Kákasusland- anna. Vér hugsum til baráttumannsins, sem í banni keisara og kúgunarvalds skipu- lagði verkalýöshreyfinguna í hinu víö- lenda Rússaveldi, þoldi fangelsanir og pyntingar harðstjórnarinnar, var sjö sinn- um sendur í útlegð til Síberíu og lét aldrei bilbug á sér finna. Vér minnumst flokksforingjans, sem við hlið Leníns skóp Bolshevikkaflokkinn og skipulagði hann til að vinna það stór- virki, sem mestum aldahvörfum veldur í veraldarsögunni. Vér minnumst hugsuðarins, sem sjálf- ur fæddur af smárri þjóð auðgaði sósíal- ismann með kenningunni um óafsalan- legan rétt þjóðanna til sjálfstæðis. Vér minnumst byltingarleiðtogans, sem við hlið Leníns stjórnaði uppreisn alþýðunnar og leiddi hana fram til sigurs byltingarinnar miklu 7. nóvember 1917. Vér minnumst þess læriföður sósíal- ismans, sem á úrslitastund í þróun mannkynsins mótar kenninguna um uppbyggingu sósíalismans í einu landi og gerir þarmeð Sovétríkin að því óvinn- andi vígi verkalýðsins, sem þau nú eru. Vér hugsum til þess framsýna, stór- huga þjóðaleiðtoga, sem stjórnaði því stórvirki að gerbreyta niðurníddri, tækni- lega frumstæðri, ættjörð sinni í sósíalist- ískt þjóðfélag mikilfenglegrar tækni og stórfenglegustu skipulagningar, sem sagan þekkir. Vér minnumst hetjunnar, er stóð mitt meðal blæðandi þjóðar sinnar á grafhýsi Leníns í Moskvu 7. nóvember 1941, elsk- aður og dáður af öllum frelsisunnandi mönnum heims, og sneri vörn sinnar hraustu þjóðar gegn ósigruðum nas - istaher, er þá stóð 35 kílómetra frá Moskvu, upp í þann sigur, sem molaði ófreskju fasismans og forðaði öllum heimi frá harðstjórn hans. Vér fögnum því, að hann lifði það að sjá landið sitt aftur grætt af þeim sárum, er það hlaut þá, - að sjá hugsjónina og stefnuna, sem hann ungur helgaði líf sitt, svo sterka og volduga í veröldinni, að engin auðvaldsöfl fá hana framar bugað. Vér minnumst þess að fram á síðustu stund hélt hann áfram að vísa veginn - þjóðum sínum brautina til kommúnism- ans, mannkyninu öllu leiðina til friðar. Vér minnumst mannsins Stalíns.sem hefur verið elskaður og dáður meir en flestir menn í mannkynssögunni áður og naut slíks trúnaðartrausts sem fáir menn nokkru sinni hafa notið, - en lét sér aldrei stíga þá ást og aðdáun til höfuðs, heldur var til síðustu stundar sami góði félaginn, sem mat manngildið ofar öllu öðru, eins og þá er hann fyrst hóf starf sitt. Gagnvart mannlegum mikilleik þessa látna baráttufélaga drúpum við höfði, - í þökk fyrir allt, sem hann vann fyrir verka- lýðshreyfinguna og sósíalismann, - í djúpri samúð við flokk hans og alþýðu Sovétríkjanna. Einar Olgeirsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.