Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 15

Þjóðviljinn - 31.08.1986, Page 15
Sjónvarp/Mánudagsmyndin Isaac Bashevis Singer hefur víst alla tíð verið lítið hrifinn af sjónvarpi og kvikmyndum. Þar af leiðandi hefur hann ekki verið par hrifinn af því þegar einhver tekur sig til og kvikmyndar upþ úr verkum hans. Hann skrifaði t.d. skammar- grein í New York Times þegar hann sá hvernig Barbra Streisand fór með sögu hans af konunni sem þurfti að klæðast karl- mannsfötum til þess að geta menntað sig. „Aht of mikill söng- ur, of mikill söngur," sagði Sing- er þá. Vel heppnuð útsetning Singer hefur hins vegar ekki skrifað nein skammarbréf í blöð út af kvikmyndun á smásögu hans Kaffiterían (The Cafeteria) sem sýnd verður í íslenska sjónvarp- inu nú á mánudagskvöldið. Þessi útsetning á sögu Singer er ein- staklega vel heppnuð. Hinn sérs- taki andi í sögum Singers heldur sér vel í þessari sjónvarpsmynd sem gerist á sjöunda áratugnum. Sagan segir frá gyðingi, Aaron, sem fæst við að skrifa og gengur bærilega, bækur hans njóta nokk- urrar viðurkenningar og hann er eftirsóttur til fyrirlestra um menningu gyðinga. Aaron kemur oft í The Cafeteria til að fá sér kaffisopa og hitta gamla vini, alla gyðinga, sem eru af ýmsu sauða- húsi. Einn daginn er hann kynntur fyrir konu nokkurri, Est- her, sem vinnur í hnappaverks- miðju. Aaron hrífst af hinu einkenni- lega samblandi af glaðværð og ör- væntingu í fari Estherar. t>ó sam- band þeirra verði nokkuð tilvilj- anakennt, verða þau náin á sinn hátt. Esther lenti í klóm nasista í stríðinu, eins og reyndar flestir þeir gyðingar sem koma við sögu í myndinni, og ber þess mikil merki þó ekki séu þau sjáanleg í fyrstu. En eftir því sem sagan vindur sig áfram kemur fortíðin í ljós og einkennilegir hlutir fara að gerast. Hógvœrð og hlýja Allt geislar þetta samt af þeirri hógværð og hlýju í bland við hið yfirnáttúrlega sem er svo ein- kennandi fyrir sögur Singer. Leikendurnir, Bob Dishy (Aar- on) og Zhora Lampert (Esther), ná mjög vel saman, í handriti sem fylgir mjög stíft eftir sögu Singer, er greinilega lögð mikil rækt við samspil ólíkra persóna. Aaron (það er ekki laust við að manni detti í hug sterk tengsl hans og höfundar) er afskaplega rólegur í tíðinni og yfirvegaður. Undir blíðu yfirborði Estherar má hins vegar greina geysilega spennu sem Aaron dregur að nokkru fram, úr verður athyglisverður leikur andstæðra persóna. Himneskur ritskoðari Þegar líður að lokum sögunnar nálgast hins vegar Aaron og Est- her á nokkuð óvenjulegan hátt og Aaron spyr sig í lokin hvort um sé að ræða yfináttúrlega hluti eða „hluta veruleika okkar sem himneskur ritskoðari hefur fyrir reglu að banna“. Að lokinni sýningu „Kaffiterí- unnar" sem er 55 mínútur að lengd, verður sýndur viðtalsþátt- ur við nóbelsverðlaunahafann sem búið hefur mikinn hluta ævi sinnar í New York. Myndin var tekin á þriggja ára tímabili og ku veita skemmtilega innsýn í veröld þessa einstæða rithöfundar. Sing- er fer m.a. í ferð til Coney Island með kvikmyndagerðarmönnun- um og við það tækifæri er skotið inn leikgerðum atriðum úr sögu hans, „Dagur á Coney Island“. Sú saga gefur mynd af fyrstu áhrifum Bandaríkjanna á Singer. -IH Æsérgjöftilgjalda. Núer Sjálfstæðisflokkurinn skyndi- lega orðinn sjálfskipaður verndari listamanna. Næfur- þunnt móðureyra Moggans nemur nú hvert það orð sem túlka má sem gagnrýni á póli- tískt athæfi þeirra listamanna, sem Sjálfstæðisflokkurinn nú hefurvelþóknun á. Og nafn- laus dálkahöfundur birtir þau síðan, með prentvillum og breyttu orðalagi þótt innan gæsalappa sé, og snýr út úr öllu saman þannig að ekki er svara vert. Sem dæmi má nefna þá bjánalegu staðhæf- inguað þeirsemséu hneykslaðirá Þórarni Eldjárn fyrir að votta Sjálfstæðis- flokknum hollustu sína séu jafnframt hættir að hafa gam- an af bókunum hansl- Ekki er nú amalegt fyrir þessa lista- menn að vera komnir í slíkt skjól og eiga að málsvara auðugasta og öflugasta mál- gagn landsins. Þeir munu ekki þurfaað kvíðaframtíðinni. En í Þjv. s.l. þriðjudag kveður Atli Heimir Sveinsson sér hljóðs með þeim hætti að vert er að reyna að svara öðru en skætingi. Grein sinni lýkur hann með svo- felldum orðum. „Ég hef ekki svikið Alþýðubandalagið, né II om j neinar hugsjónir. Alþýðubanda- lagið hefur svikið íslenska alþýðu - allavega í bili. “ - Þessi orð vil ég og skal taka trúanleg. Að vísu furðar mig nokkuð á því að Atli telji sér skylt að taka fram að hann hafi ekki svikið Alþýðu- bandalagið. Ég fæ ekki séð að gagnrýni á þann flokk geti með neinu móti talist „svik“ af neinu tagi. Vera má að til sé innan Al- þýðubandalagsins svo blind flokkshyggja án þess ég hafi fundið þess vott, enda alls ókunn- ug innra starfi pólitískra flokka. En af ofangreindum gagnrýnis- orðum Atla í garð Alþbl. má ætla að honum þyki það hafi ekki staðið þann vörð um hagsmuni láglaunafólks í landinu, sem því bæri. Hann er ekki einn um þá skoðun. Nægir að nefna nafn Bjarnfríðar Leósdóttur, sem eng- inn hefur, mér vitanlega, dirfst að væna um svik við eitt eða neitt. Framar í grein sinni kveðst Atli hafa unnið endurgjaldslaust fyrir margnefnt Alþýðubandalag. Má því draga þá ályktun af orðum hans, útúrsnúningalaust, að hann hafi fyrrum treyst þessum flokki betur en nú til að vinna hagsmun- um íslenskrar alþýðu. En Atli nefnir meira en flokkinn góða. Hann nefnir gamalt hugtak, sem þrátt fyrir slit og misnotkun held- ur sínu gildi í huga margra; hug- sjón. Af orðum Atla má ráða að sú hugsjón sem hann telur sig ekki hafa svikið sé hugsjón þess listamanns sem álítur sig best gegna vissum þjóðfélagsskyldum sínum með því að styðja - með atkvæði sínu væntanlega og þeim öðrum vopnum sem honum kunna að vera tiltæk í starfi sínu - þann flokk sem best þjóni þeim sem minnst mega sín í samfé- laginu. Og vona ég nú innilega að ég sé ekki að lesa í mál hans ann- að en hann sjálfur óskar. En sagan er því miður ekki öll. I borgarstjórnarkosningunum síðustu lýsti Atli Heimir yfir stuðningi sínum við Sjálfstæðis- flokkinn. Yfirklórið sem stuðn- ingsyfirlýsingunni fylgdi - að kosnir væru menn en ekki flokkar - misbýður hversdagslegustu skynsemi. í kosningum til borg- arstjórnar í Reykjavík var alls ekki boðið upp á þann valkost að kjósa menn utan flokka. Stuðn- ingur við Davíð Oddsson er stuðningur við stefnu Sjálfstæðis- flokksins og ekki aðeins í borg- armálum: stefnu hans í launamál- um, í utanríkismálum, við frjáls- hyggjuna, Hafskipssiðferðið í viðskiptum osfrv. f ljósi ofan- nefndra ummæla Atla mætti ætla að hann hefði við þessar kosning- ar talið hagsmunum íslenskrar al- þýðu best borgið í umsjá þess flokks. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Þessu trúir einfaldlega enginn heilvita maður, með svip- aða réttlætiskennd og fram kem- ur í grein Atla sjálfs í Þvj. Og lái þá hver sem vill því fólki sem get- ur ekki annað en leitað annarra skýringa. Það er kunnara en nefna þurfi að í íslensku samfélagi búa stuðn- ingsmenn minnihlutaflokka sem og flokksleysingjar við skert lýð- réttindi. Nægir að nefna pólitísk- ar stöðu- og embættaveitingar sem eru orðnar svo gróin mein- semd, að allir virðast hafa gefist upp á að andæfa þeim. Sama fólk býr og við skert mál- og skoðana- frelsi, þar sem ríkjandi öfl hafa tögl og hagldir í öllum sterkustu fjölmiðlunum. Eiga þar lista- menn mjög undir högg að sækja. Fyrirbærið „Berufsverbot" (þ.e. atvinnubann á þá menn sem hugsa öðruvísi en valdhafar) er alls ekki óþekkt á íslandi, þótt slíkt sé erfitt að sanna hér sem annars staðar. Þetta ástand, ásamt með þeim vonbrigðum sem andstöðuflokkar oftsinnis valda, er þreytandi að búa við til lengdar. Vonleysi um gagngerar umbætur í félagsmálum: launa- jöfnun, réttlátari skattaniðurj- öfnun o.fl. er býsna útbreitt með þjóðinni. Og vonleysi býður auöveldlega heim þeim hunding- jahætti að mátulegt sé að gefa skít í allt og alla, í spilltu samfélagi sé heiðarlegur maður hvort sem er bara fífl. Við slíkar aðstæður er auðvelt að verða leiksoppur slótt- ugra valdamanna. Allt eru þetta tilgátur tómar. En ég neita því að saknæmt sé að reyna að draga ályktanir af athæfi manna. Jafnvel þó þær ályktanir kunni að rsynast rangar. Éndan- legar skýringar á stuðningi Atla við Sjálfstæðisflokkinn veit hann sjálfur einn. Og honum er ekki skylt að standa neinum skil á þeim nema samvisku sinni. Fegin vil ég trúa því að hann sé ekki „til sölu“. Því auðvitað er Atli Heimir Sveinsson, tónskáldið sem gaf okkur tónlistina við Guðsbarnaljóð Jóhannesar úr Kötlum og lögin við kvæðin hans Þórbergs ásamt svo mörgu öðru fallegu - auðvitað er hann alltof, alltof góður biti í gráðugan hundskjaft íhaldsins. Gott var að sjá að hann veit það líka sjálfur. (í þessu berst mér í hendur Dagblað gærdagsins (27.). Þar er í nafnlausri grein tilfærð blaða- klausa og eignuð mér undir fullu nafni og með tilvitnunarmerkj- um. Þá klausu hef ég aldrei skrif- að. Og nú spyr byrjandi í blaðas- krifum: Er þetta dæmi (sem og afbakaðar tilvitnanir Moggans) tilviljun eða viðteknar starfs- venjur íslenskra blaðamanna, sem fara fram hjá vanalegum les- endum?) Sunnudagur 31. ágúst 1986 ÞJÓOVILJIMN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.