Þjóðviljinn - 02.09.1986, Blaðsíða 2
Saumastofur
Uppsagnir á Hvolsvelli
Urgur í þorpsbúum
Ollum starfsmönnum við
saumastofuna Sunnu á Hvols-
velli hefur verið sagt upp störfum
frá 1. desember næstkomandi.
Mikiil urgur er í fóiki á Hvolsvelli
og Ijóst að ef ekki leysist úr mun
lokun stofunnar verða mikið áfall
fyrir atvinnulíf þorspbúa.
Að sögn Ágústs Inga Ólafs-
sonar hjá Kaupfélagi Rangæinga
er nú búið að segja upp öllu
starfsfólki við prjóna- og
saumastofuna Sunnu á Hvols-
velli, alls 27.íStarfsmönnum. Er
það fyrst og fremst vegna verk-
efnaskorts stofunnar, en þeir að-
ilar sem hún vinnur fyrir hafa
ekki lagt inn pantanir, auk þess
sem verð fyrir prjónavöru hefur
verið iágt lengi. Af því ástandi
sem ríkir nú í framleiðslumálum
prjónavöru er því ljóst að ekki
verður hægt að halda rekstri sto-
funnar gangandi. Vandamál sem
þessi hefði komið upp fyrr, en nú
væri útlit óvenju dökkt og hefðu
aldrei fyrr komið til þess að
starfsfólki væri sagt upp. Enn-
fremur sagði Ágúst Ingi að unnið
væri að því að reyna að útvega
verkefni fyrir stofuna, en útlit
væri mjög dökkt.
Ása Guðmundsdóttir starfs-
maður hjá Sunnu sagði að mikill
urgur væri í þorpsbúum vegna
þessa. „Þetta er mikið áfall fyrir
þorpið og stór hluti þeirra sem
vinnur við Sunnu er eldri konur
sem ekki fá vinnu annarsstaðar.
Margra bíður því ekkert annað
en atvinnuleysisbætur auk þeirra
áhrifa sem þetta hefur á félags-
legu hliðina", sagi Ása Guð-
mundsdóttir á Hvolsvelli. - GH
Sjávarréttafyrirtækið Marska á Skagaströnd ætlar að setja heimsmet á Heimit- risaofni sem smíðaður hefur verið. Gestum á sýningunni verður síðan boðið að
issýningunni. Er ætlunin að baka risasjávarréttaböku á 10 fermetra pönnu í smakka... Ljósm. E.ÓI.
Skyldi Lucy vera á víxli
Seðlabanki
Geir
inn
í gær settist ný maður í Seðla-
bankastjórastól: Geir Hallgríms-
son, fyrrverandi þingmaður,
borgarstjóri, forsætisráðherra,
utanríkisráðherra. Hann tekur
við af Davíð Ólafssyni sem varð
sjötugur á árinu og sest nú í helg-
an stein.
Bankastjórn Seðlabankans er
þá skipuð þeim Jóhannesi Nor-
dal, Geir Hallgrímssyni og Tóm-
asi Árnasyni, og er Jóhannes for-
maður stjórnarinnar.
- m
Verðlag
Blöðin
hækka
Dagblaðaverð hækkar frá og
með 1. september. Áskrift að
Pjóðviljanum kostar nú 500
krónur á mánuði, og í lausasölu
kostar blaðið 50 krónur (helgar-
blaðið 55 krónur). Grunnverð
auglýsinga er nú 330 krónur dálk-
sentímetrinn.
Húsnœðislánakerfið
Stórkostlegar félagslegar umbætur
Nýja húsnœðislánakerfið gekk ígildi ígær. Ásmundur Stefánsson: Mikilvœgastiþáttur síðustu kjara-
samninga. Sigurður E. Guðmundsson: Líkur á að allflestir lífeyrissjóðirnr kaupiskuldabréf.
Skuldabréfasalafrá áramótum 1354 miljónir
„Við lítum á breytinguna á
húsnæðislánakerfinu sem einn
mikilvægasta þátt síðustu kjara-
samninga. Að mínu viti fela þær í
sér stórkostlegar félagslegar um-
bætur og byltingu fyrir þá sér-
staklega sem eru að kaupa sér
sína fyrstu íbúð“, sagði Ásmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ um það
húsnæðislánakerfi sem gekk í
gildi í gær.
Að sögn Sigurðar E. Guð-
mundssonar framkvæmdastjóra
Húsnæðisstofnunar liggur ljóst
fyrir að flest allir lífeyrissjóðirnir
munu kaupa skuldabréf Húsnæð-
isstofnunar. Sigurður sagði að
miðað við 1. september hefðu líf-
eyrissjóðirnir keypt skuldabréf
fyrir 1354 miljónir króna frá síð-
ustu áramótum, en á lánsfjárá-
ætlun ríkisstjórnarinnar hefði
verið gert ráð fyrir kaupum á
skuldabréfum fyrir 1530 miljónir
króna frá síðustu áramótum til
næstu áramóta. Sagði Sigurður
að á þeim fjórum mánuðum sem
eftir væru af árinu væri jafnvel
gert ráð fyrir að skuldabréfa-
kaupin færu yfir þetta mark.
Aðspurður um hvað nýja lán-
akerfið fæli í sér fyrir lántakend-
ur, sagði Sigurður, að í fyrsta lagi
gæti nú hver sem er fengið lán án
þess að tilgreina veðstað. í öðru
lagi yrði að liggja ljóst fyrir að
fólk hefði borgað í lífeyrissjóð
undanfarna 24 mánuði a.m.k. og
að fyrir lægi að lífeyrissjóðurinn,
sem fólk er í, kaupi skuldabréf af
Húsnæðisstofnun fýrir a.m.k.
20% af sínu ráðstöfunarfé og
helst fyrir 55%. Réttindi lántak-
anda fara síðan eftir því hve stór-
um hluta lífeyrissjóður hans hef-
ur varið til kaupa á skuldab-
réfum. í þriðja lagi, sagði Sigurð-
ur, fer lánsfjárhæðin eftir því
hvort viðkomandi er að eignast
sína fyrstu íbúð eða hvort hann
hefur átt íbúð áður. Ef um ný-
byggingu er að ræða þá er hám-
arkslán, miðað við að lífeyris-
sjóðsmálin séu í fullkomnu lagi,
2,1 miljón króna, en sé um eldri
íbúð að ræða er hámarkslánið
1470 þúsund krónur. Þá sagði
Sigurður að allir umsækjendur
fengju umsóknum sínum svarað
innan tveggja mánaða frá því að
þær bærust stofnuninni, en bið-
tíminn eftir lánveitingunni sjálfri
væri helmingi styttri hjá þeim
sem væru að kaupa í fyrsta skipti
en hjá öðrum.
Aðspurður um hvernig inn-
leiðing nýja lánakerfisins hafi
haft áhrif á stöðu bankanna sagði
Stefán Gunnarsson bankastjóri
Alþýðubankans að ástandið í
bankakerfinu núna fyrir mánað-
armótin hefði verið náttúruham-
förum líkast vegna kaupa lífeyris-
sjóðanna á spariskírteinum ríkis-
sjóðs, en það hefur þýtt mikið
fjárstreymi úr bönkunum þar
sem sjóðirnir hafa geymt fé sitt.
Þessar ryskingar, sagði Sigurður,
geta haft áhrif á bankana
gagnvart Seðlabankanum og
bitna óhjákaæmilega á getu
bankanna til þess að veita önnur
lán. „Hins vegar held ég að til
langframa hafi þetta ekki á hrif á
lausafjárstöðu bankanna. Bank-
arnir muna að öllum líkindum að-
laga sig fljótt að þessu ástandi",
sagði Sigurður.
- K.ÓI.
Ávinningur verkalýðssamtakanna
Þetta sagði Svavar Gestsson
fyrrverandi félagsmálaráðherra
um nýju húsnæðislögin: Húsnæð-
islögin í vetur eru stærsti ávinn-
ingur verkalýðshreyfingarinnar
undir núverandi ríkisstjórn sem
hefur verið fjandsamleg stefnu-
miðum verkalýðssamtakanna á
flestum sviðum.
Stjórnarflokkarnir lofuðu 80%
húsnæðislánum fyrir síðustu
kosningar. Kjarastefna þeirra
stefndi hag íbúðarkaupenda í
stórfelldan vanda. Ríkisstjórn-
arflokkarnir sviku loforð sín
árum saman, en að lokum var
stjórnin knúin til undanhalds.
Það gerði verkalýðshreyfingin í
kjarasamningunum í vetur með
því að pína stjórnina til að fallast
á þá stefnu sem verkalýðshreyf-
ingin og Alþýðubandalagið hafa
barist fyrir um árabil: Að stilla
saman lífeyrissjóðakerfið í heild
og húsnæðislánakerfið.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. september 1986