Þjóðviljinn - 02.09.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 02.09.1986, Qupperneq 3
FRÉTTIR Kópavogur Ráðherra svíkur samninga Nám í hótel- og veitingagreinum átti að hefjast í Kópavogi í haust samkvœmt 3ja ára gömlum samningi. Ekkibyrjað að byggjahúsið. Bœjarráð Kópavogs heimtar skýr svör umhvað Sverrirhyggstfyrir 9 ® Bæjarráð Kópavogs telur sig ekki lengur geta unað van- efndum menntamálaráðuneytis- ins varðandi uppbyggingu fram- haldsskólans í Kópavogi og hefur óskað eftir því við ráðuneytið að það gefi svör um st efnu ráðuneyt- isins í málefnum framhaldsnáms í bænum. Segir í samþykkt bæjar- ráðs að hafi stefna ráðuneytisins breyst frá samningum þar að lút- aiidi frá 1982 og 1983, telji bæjar- ráð nauðsynlegt að hafnar verði viðræður milli aðila um breyting- ar á þeim samningum. Heiðrún Sverrisdóttir bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi og formaður skóla- nefndar sagði í samtali við Þjóð- viljann að í maí 1982 hafi verið undirritaður samningur milli ríkisins og Kópavogskaupstaðar um skólahald á framhaldsskóla- stigi. Þar hefði Kópavogskaup- staður tekið á sig stigvaxandi kostnað með tilkomu fjölbrauta- skóla í bænum, en áður hefði þar verið hefðbundinn menntaskóli auk framhaldsdeilda í Víghóla- skóla. „í þessum samningi frá 1982 var m.a. gert ráð fyrir því að taka upp kennslu á tilteknum sviðum Skák Breiðholts- strákarnir norrænir meistarar nær það sama og var fyrir samn- inginn frá 1982. Slíkt getur auðvitað ekki gengið lengur og því höfum við óskað eftir við- ræðum við ráðherra um hvað hann ætlist fyrir í þessum mál- um“, sagði Heiðrún að síðustu. Ekki náðist í Sverri Hermanns- son menntamálaráðherra í gær. -v. Mjólkurvörur Mjólkin hækkar mest Mjólk og ýmsar mjólkurafurð- ir hækkuðu í gær yfirleitt um rúmlega 3%. Ástæðan er að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Verðlagsstofnun annars vegar sú að framleiðslukostnaður hjá bændum hcfur hækkað um 2,9%, en hins vegar hefur milli- liðakostnaður hækkað um 3,2%, fyrst og fremst vegna launahækk- ana. Mjólkurlítrinn kostaði fyrir hækkun 36,20 krónur en kostar nú 37,50 krónur og hefur því hækkað um 3,6%. Peli af rjóma kostaði áður 57,80 krónur, en kostar eftir hækkun 59,70 krón- ur. Hækkunin nemur3,3%. Skyr hækkar um 3,4% og ostar um 3,2%, en smjör hækkar ekki í verði. Guðmundur sagði í gær að upp úr miðjum þessum mánuði yrði ákveðið nýtt verð á kjöti, en hann gat ekki sagt til um hversu miklil hækkun yrðu á kjötinu. -gg Afmæli hér og afmæli þar, - þetta er nú meira afmælisárið! í gær kom röðin að Samvinnutryggingum, sem héldu uppá 40 ára starf með því að bjóða viðskiptavinum í kaffi og kökur í húsnæði sínu í Ármúlanum í Reykjavík, og með því að gefa út veglega afmælisútgáfu af fréttablaði sínu, Gjallarhorni. Full ástæða fyrir samvinnusinnaða tryggingamenn að gleðjast, Samvinnutryggingar hafa í meira en þrjá áratugi verið stærsta vátryggingarfélag á landinu. (mynd: KGA) verknáms og síðar var undirritað- ur samningur við ríkið um að komið yrði upp húsnæði fyrir hót- elgreinar í Kópavogi og yrði þar starfræktur fullkominn skóli í þeim greinum auk allra matvæla- greina iðnfræðslunnar. Skyldi þessi skóli, sem hluti framhalds- skólans í Kópavogi, taka til starfa haustið 1986. Búið er að teikna hinn nýja skóla og samþykkja teikningar í bæjarstjórn Kópa- vogs en menntamálaráðherra neitar að staðfesta teikningarnar og ekkert fjármagn hefur enn verið sett á fjárlög til að hefja framkvæmdir", sagði Heiðrún í samtali. „Hér er um alvarlegt mál að ræða, ekki aðeins fyrir Kópa- vogsbúa heldur er illa búið í dag að námi í hótel- og matvælagrein- um og bráðnauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við munum ekki una því til lengdar að Sverrir Her- mannsson menntamálaráðherra brjóti á okkur samninga. Þrátt fyrir að kostnaður bæjarsjóðs vegna framhaldsnáms hafi stór- hækkað er framboð á námi hér Sambandið Skáksveiti Seljaskóla vann Norðurlandamót grunnskóla í skák sem fram fór í Gerðubergi um helgina. Breiðhyitingarnir hlutu l3*/2 vinning af 20 mögu- legum. í öðru varð sæti sveit Dan- merkur og í þriðja Norðmenn, báðar sveitir með 12 vinninga. B- sveit íslands úr Gagnfræðaskóla Akureyrar varð í fjórða sæti undan Svíum og Finnum. Þetta er í sjötta skiptið sem ís- lensk sveit vinnur mótið síðan ís- lendingar hófu þátttöku 1977. Álftamýrarskólinn hefur unnið tvisvar og Hvassaleitisskóli þri- svar. í sigursveit Seljaskóla eru Þröstur Árnason, Sigurður Daði Sigfússon, Sæberg Sigurðsson, Kristinn Friðriksson og Snorri Karlsson. Alinn upp í þorpi Guðjón B. Ólafsson sem tók við forstjórastöðu SÍS ígœr: Bíð með allar yfirlýsingar Eg hef lýst því yfir að ég mun taka mér tíma til að átta mig á öllum málefnum Sambandsins. Ef ég tel að einhverjar breytingar séu nauðsynlegar, þá mun ég ræða þær fyrst innanhúss og síð- an gera grein fyrir þeim utan- húss. Fyrr er ég ekki tilbúin með neinar yfirlýsingar, sagði Guðjón B. Ólafsson hinn nýi forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga í samtali við Þjóðviljann í gær. Guðjón sagðist ekki líta á SÍS og kaupfélögin í landinu sem stofnanir, heldur lifandi fyrir- tæki, sem þurfi að aðlaga sig breyttum aðstæðum í þjóðfé- laginu á hverjum tíma. Hann sagði samvinnuformið eins og við þekkjum það hér á landi í fullu gildi, en samvinnufyrirtæki mættu aldrei staðna og því yrðu þau að endurskoða starfsemi sína í ljósi breyttra tíma í þjóðfé- laginu. Eitt af því sem Guðjón sagðist hafa áhuga á væri að og taldi það raunar eitt brýnasta verkefni samvinnustarfseminnar í landinu, að finna leið til að fé- lagar í samvinnuhreyfingunni finni betur til þess en nú er að þeir eiga hlut í samvinnufyrirtækjun- um. Hann var spurður að því hvort hann væri farinn að skoða þá miklu erfiðleika sem mörg kaupfélög úti á landi ættu nú við að etja í rekstri sínum. Guðjón Rás 2 Fjölmiðladraugar velkomnir Porgeir Astvaldsson: Dyr rásar 2 opnar fyrir fyrri starfsmönnum. Bylgjan stœlir rás 2 „í okkar hérbúðum tekur eng- inn neinn skyndikipp né fljót- færnislegar ákvarðanir", sagði Þorgeir Ástvaldsson útvarpsstj óri rásar 2 þegar hann var spurður hvort bryddað yrði upp á ein- hverjum nýmælum á rásinni vegna nýtilkominnar samkeppni við útvarpsstöðina Bylgjuna. „Við höfum verið með ýmislegt á prjónunum undanfarið og höld- um okkar striki áfram án þess að rjúka upp til handa og fóta“. Að- spurður sagði hann að honum fyndist ákveðin líkindi með stöðvunum tveimur og þá bæði hvað snertir verðlagningu auglýs- inga og dagskrárgerð í heild. „Þarna vinna einnig menn sem hafa alið hér manninn frá upp- hafi, þeir Páll Þorsteinsson og Pétur Steinn og þeir halda sinni sömu fjölmiðlaframkomu áfram. Þeir þættir sem nú eru sendir út á Bylgjunni heyrast mér vera sams konar og verið hafa á rásinni, og sama má segja um annað snið á dagskránni. Það heyra það allir sem vilja heyra að meira er varla hægt að líkjast rás 2“, sagði Þorg- eir. „Það eina sem ég bið um í þess- ari umræðu allri er að menn ák- veði í hvora löppina þeir vilja standa og geri upp við sig á hvorri stöðinni þeir vilja vera. Það er ljóst að menn vinna ekki á báðum stöðum en hins vegar eru dyr rás- ar 2 opnar ef menn vilja ganga þar aftur einsog hverjir aðrir fjöl- miðladraugar. En í svona sam- keppni legg ég fyrst og fremst áherslu á það við mitt fólk að það vinni með það í huga að það er best og verður það áfram. Sam- keppnin og þar með það sem við höfum heyrt af Bylgjunni kemur okkur ekki á óvart“. -vd. Guðjón B. Ólafsson: samvinnuformið í fullu gildi. sagði svo ekki vera, en ýmislegt lægi þó ljóst fyrir, svo sem hinn óheyrilega hái dreifingarkostn- aður úti á landi og minni hlutur en æskilegt væri í allri verslun á þéttbýlissvæðunum hér syðra. í ljósi þess að Guðjón hefur nú starfað erlendis í rúm 11 ár og í allt 19 ár af þeim 32 sem hann hefur starfað hjá SÍS, var hann spurður hvort ekki væri erfitt að flytjast nú heim og taka við svo viðamiklu starfi sem forstjórast- aða hjá SÍS er: „Ég er alinn upp í litlu þorpi og því þekki ég vel til lífsins í þeim fjölmörgu þorpum sem hér eru. í starfi mínu erlendis tel ég mig hafa öðlast nokkra víðsýni og þegar fer saman, þá tel ég það gagnlegt sambland fyrir mann sem tekur við því starfi sem ég nú er að taka við“, -S.dór ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.