Þjóðviljinn - 02.09.1986, Qupperneq 4
LEKBARI
Urho Kekkonen látinn
Látinn er Urho Kekkonen, einhver áhrifa-
mesti og svipmesti stjórnmálaleiötogi Norður-
landa á öldinni, forseti Finnlands í um þaö bil
aldarfjórðung og áöur forsætisráðherra í nokkr-
um ríkisstjórnum.
Kekkonen átti, ásamt fyrirrennara sínum Pa-
asikivi, drýgstan þátt í því aö móta og skapa
innanlands öfluga samstööu um þá utanríkis-
stefnu, sem byggir á því aö halda Finnlandi utan
við hagsmunasteitu stórvelda og um leið aö
tryggja góöa sambúö viö hinn öfluga granna í
austurvegi. Þessi stefna varö ekki til á einum
degi eins og menn vita. Finnland hefur um aldir
veriö í þeirri erfiöu stööu, aö ríki sem leituðu eftir
stórveldisstööu viö Eystrasalt, fyrst Svíþjóö og
síðan Rússland og Sovétríkin, litu gjarnan á
landiö sem vettvang sinna áhrifa, einskonar
framvarðarstöö eöa þá öryggisbelti. Þessi
staða leiddi m.a. til þess, aö Finnar lentu tvíveg-
is í styrjöld viö Sovétmenn á öldinni. Af þeim
drógu finnskir forystumenn - að sönnu ekki allir
í senn - þá ályktun helsta, aö sagan og landa-
fræöin geröu þaö aö höfuðnauðsyn aö Finnar
tryggi góöa sambúö viö stórveldið í austri.
Stundum eru menn-einnig hérálandi-aðfara
meö háösglósur um þá tegund hlutleysisstefnu
sem Finnar hafa tekið upp, tala um
„finnlandiseringu“ og annað þesslegt. En láta
sér þá sjást yfir bæði það, aö aðrir kostir en þeir
sem Kekkonen og aðrir finnskir áhrifamenn
völdu eru enn erfiðari en viss sjálfsagi í viö-
brögöum viö því sem með Sovétmönnum ger-
ist, og aö stefna Paasikivis og Kekkonens nýtur
mikils fylgis í Finnlandi og virðingar bæði austan
og vestan landamæranna. Hér viö bætist svo,
aö lega og verkmenning Finna hefur gert þá aö
viðskiptaaðila, sem Sovétmenn meta mikils, og
hefur þetta komiö finnsku efnahagsástandi
mjög til góös.
Áhrif Kekkonens á stööu Finnlands í heimin-
um voru ekki takmörkuð við sambúðarvanda
viö Sovétmenn. Kekkonen mat mikils þaö sam-
starf sem Norðurlönd hafa meö sér og vildi
gjarnan gera þaö öflugra og víötækara. Þetta
kom m.a. fram í því þegar hann áriö 1963 bar
fram hugmyndir sínar um kjarnorkuvopnalaust
svæöi á Norðurlöndum - meö þaö fyrir augum
að Noröurlönd væru fyrirfram og endanlega
tekin út úr stríðsieikjum þar sem kjarnavopn
koma viö sögu. Eins og núverandi forseti Finn-
lands, Mauno Koivisto, hefur bent á í nýlegri
bók, hefur þessi hugmynd Kekkonens hlotiö æ
meiri hljómgrunn eftir því sem árin líða, þeim
norrænum áhrifamönnum hefur fjölgað mjög
sem taka undir við tillögur um kjarnorkuvopna-
laust svæöi, þótt svo nokkrir íslenskir forystu-
menn hafi enn lag á aö veröa sér til skammar í
þessu efni.
Á sextugsafmæli Norræna félagsins finnska
fyrir tveim árum voru gestir spuröir „Til hvers
ætlist þið af Finnlandi?" Eitt svariö var á þá leið,
að menn ættu ekki aö ætlast til annars af Finn-
um en þess, sem þeir krefðust af sjálfum sér.
Og krafan sú lyti ekki síst aö því, aö menn
reyndu aö vera þeir sjálfir í heimi öflugra risa,
sem ýmist fara meö vopnavaldi, viðskiptaþving-
unum eða þeirri „menningarlegri heimsvalda-
stefnu" sem byggir á forræöi í fjölmiðlaheimi.
íslendingar og Finnar þurfa kannski oftar aö
hugsa til þessarar kröfu en aðrir Noröurlanda-
menn, þótt tilvistarvandi þessara þjóöa sé aö
ööru leyti ólíkur um margt. Og þaö verður að
segjast eins og er: í ýmsu hefur Finnum tekist
betur til við að „vera þeir sjálfir" en okkur - ekki
síst ef tekið er tillit til þeirra miklu erfiöleika í
fortíö, sem ekki er langt um liöin. Sú frammi-
staöa Finna var ekki síst aö þakka þeim ágæta
forystumanni Urho Kekkonen, sem nú er
kvaddur meö mikilli virðingu.
- ÁB.
Að selja
ömmu sína?
Á síðustu árum hefur það verið
viðkvæði margra að nú blási
hægri vindar, enda hafa slíkir
vindar náð að blása burtu í tíð
einnar hægristjórnar allt að þriðj-
ungi þeirra lífskjara, sem íslensk-
ir launþegar álitu að þeir hefðu
tryggt sér með þrotlausri vinnu
og kjarabaráttu. En nú eru loks á
lofti ýmis teikn þess að hina
nöpru hægri vinda sé að lægja.
Ungir Framsóknarmenn (en
slík ungmenni finnast enn) efndu
nýverið til merkrar skoðana-
könnunar um stjórnmálaafstöðu
fólks, þar sem í ljós kemur meðal
annars að hin svonefnda „frjáls-
hyggja" á ekki upp á pallborðið
hjá almenningi. Petta hlýtur að
vekja ugg í ungum Framsóknar-
hjörtum, sem undanfarin ár hafa
verið forrituð til að slá í takt við
„frj álshyggj uriþma" Sj álfstæðis-
flokksins, sem er hinn raunveru-
legi húsbóndi á Framsóknaróðal-
inu.
Flér í eina tíð var það almenn
skilgreining á óprúttnum fjárafla-
mönnum að segja að slíkir menn
ættu það sameiginlegt að vera
fúsir til að selja ömmu sína ef við-
unandi tilboð fengist. Því miður
láðist hinum ungu Framsóknar-
mönnum að láta skoðanakönnun
sína ná til þess arna, en hins vegar
var að því spurt, hversu langt
fólki fyndist eðlilegt að ganga í
því að selja útlendingum eignar-
aðild að íslensku atvinnulífi. Góð
spurning og ágætur mælikvarði á
hversu djúpt „frjálshyggjan“
raunverulega ristir.
Niðurstaðan var sú, að 12,7%
aðspurðra voru svo frjálshyggnir
að telja, að það væri ígóðu lagi að
útlendingar ættu meirihluta í ís-
lenskum fyrirtækjum.
Þetta er athyglisverð niður-
staða, því að þarna er hugsanlega
fundinn hinn raunverulegi stuðn-
ingshópur hinnar ómenguðu
„frjálshyggju‘\ og í raun og veru
brjóstum hafi valdið því að í
skoðanakönnuninni var spurt að
því, hvort fólki fyndist rétt að
telja einhverja íslenska
stjórnmálaflokka „gamaldags".
Og ekki stóð á svari: 22,3% töldu
Framsóknarflokkinn gamaldags,
meðan aðeins 10,3% sögðu að
sjálft íhaldið væri gamaldags.
(3% að Alþýðubandalagið væri
gamaldags og 1% að Alþýðu-
flokkur væri gamaldags).
Sannleikurinn er ekki alltaf þægi-1
legur.
Enn verður sannleikurinn
beiskari þegar athyglinni er beint
að samstarfsflokki Framsóknar -
Sjálfstæðisflokknum. Illur grun-
ur er staðfestur þegar 57,7% lýsa
sig sammála því að Sjálfstæðis-
flokkurinn gæti fyrst og fremst
hagsmuna atvinnurekenda en
ekki launafólks. Petta töldu
margir sig vita fyrir, en nú hafa
ungir Framsóknarmenn orðið sér
úti um vísindalegri greiningu á
því með hverjum þeir eru að
starfa. Enda eins gott að það fari
ekki á milli mála.
Það er full ástæða til að óska
ungum Framsóknarmönnum til
hamingju með hina nýfengnu vís-
indalegu stjórnmálaþekkingu, og
vonandi verður það gæfa þeirra
að hafa reynt að ná áttum með
þessari merkilegu skoðanakönn-
un, áður en hægri vindarnir bera
þá sofandi upp að klettaströnd al-
menningsálitsins.
Þessi skoðanakönnun er gott
framtak á elleftu stund. En
spurningin er af hverju þessi
könnun var framkvæmd einmitt
nú. Kannski rann upp fyrir þeim
ljós, þegar glöggur Framsóknar-
maður ætlaði að gleðja sig við að
skoða ljósmyndir af leiðtogum
Framsóknarflokksins og sá þá sér
til mikillar skelfingar, að á öllum
ljósmyndum sem höfðu verið
teknar forsætisráðherranum til
dýrðar hafði „frjálshyggjupostul-
inn“ Þorteinn Pálsson líkamnast
á nær því yfirskilvitlegan hátt
með ísköldu og svalandi frjáls-
hyggjubrosi. -Þráinn
Kraftbirting frjálshyggjunnar.
KLIPPT OG SKORK)
fýsilegan kost að selja útlending-
um íslenska atvinnuvegi í stað ís-
lenskra afurða. En það er huggun
harmi gegn að þrátt fyrir allt
kemur það á daginn í skoðana-
könnun hinna ungu Framsóknar-
manna, að hin taumlausa gróða-
hyggja er minnihlutasjónarmið.
Þessi könnun leiðir í ljós að
70,9% fólks er þeirrar skoðunar
að stuðla beri að sem jöfnustum
búsetuskilyrðum í landinu -
jafnvel þótt það kosti aukin þjóð-
arútgjöld.
Sömuleiðis eru það aðeins
23,7% sem vilja draga úr sam-
eiginlegu framlagi okkar til
heilbrigðismála, með því að velta
kostnaðinum við heilbrigðisþjón-
ustu yfir á þá sem veikir eru.
Enda er flestu venjulegu fólki
óskiljanlegur og fjarlægur sá
hugsunarháttur „frjálshyggju-
manna“ að segja sem svo: Hvers
vegna ætti ég að taka þátt í
sjúkrasamlagi, úr því að það er
alls ekki víst að ég verði nokkurn
tímann svo heppinn að veikjast
og njóta þar með góðs af sjúkra-
samlaginu?
í þessari skoðanakönnun var
sömuleiðis vísað á bug „frjáis-
hyggjuhugmyndum“ um að velta
skólakostnaði yfir á foreidra -
jafnvel þótt það þýddi almennar
skattalækkanir.
Það er merkast við þessa könn-
un, að hún tekur af öll tvímæli um t
að það er félagshyggjan, sem ál
góðu gengi að fagna meðal þjóð-
arinnar, en „frjálshyggjan“ á til
allrar lukku erfitt uppdráttar.
Þennan lærdóm ættu hinir ungu
Framsóknarmenn nú að stúdera
bæði vel og vandlega.
Kraftbirtir-j
frjálshyggjunnar
En það er fleira í þessari könn-
un sem hlýtur að vera holl Iexía
fyrir Framsóknarmenn unga og
aldna.
Til dæmis lítur út fyrir að ein-
hver órólegur grunur í ungum
er það út af fyrir sig gleðiefni eftir
alla uppivöðslusemi „frjáls-
hyggjumanna“ að skoðanakönn-
unin skuli leiða í ljós að 71,8%
aðspurðra vildu enga útlenska
eignaraðild að íslenskum fyrir-
tækjum eða þá minnihlutaaðild
einvörðungu.
Gróðahyggja
er minnihluta-
sjónarmið
Hitt er svo annað mál að það er
óneitanlega skuggaleg staðreynd
að 12,7% þátttakenda í þessari
skoðanakönnun skuli vera haldn-
ir þvílíku gullæði í leit sinni að
gróðamöguleikum, að álíta það
DJOÐVILJINH
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðins-
son.
Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Kristín ólafs-
dóttir, LúðvíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigur-
dór Sigurdórsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, VíðirSigurðsson (íþróttir),
Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handríta- og prófarkaleaarar: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldssonv Olga
Clausen.
Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 681333.
Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 50 kr.
Helgarblöð: 55 kr.
Askriftarverð á mánuði: 500 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. september 1986