Þjóðviljinn - 02.09.1986, Side 8
MANNLIF
MANNLIF
Námsgagnastofnun
Hér er rekið
ÖFLUGT
var lagt til að þetta verkefni yrði
flutt til Námsgagnastofnunar.
Umræður fóru fram allt til 1984
er Ragnhildur Helgadóttir, þá-
verandi menntamálaráðherra tók
af skarið og lét flytja námsefnis-
gerðina hingað. Miklar umræður
urðu um þennan flutning og yfir-
leitt voru menn samþykkir þess-
ari breytingu, en þó með þeim
fyrirvara að nægilegt fjármagn
fylgdi. - Sú varð hins vegar ekki
raunin, því mikið vantaði á að
það fjármagn fengist sem verk-
efnið krafðist og hefur það mjög
hamlað áframhaldandi þróunar-
Asgeir Guðmundsson,
námsgagnastjóri.
Úr afgreiðslu Námsgagnastofnunar. Héðan fara allar námsbækur til skólanna og á síðasta ári voru þær alls taldar i
600-700 þús. eintökum.
starfi í námsefnisgerð. Sam-
kvæmt athugunum sem gerðar
voru á störfum í Skóla-
rannsóknadeild á þessum tíma
kom í ljós að um 40-80% starfsins
fór til námsefnisgerðar. Þetta
fékkst ekki viðurkennt nema að
litlum hluta.“
- Hvaða áhrifhefurþetta haft á
starfsemina?
„Við höfum þurft að fresta
framkvæmdum við fjölda mörg
verkefni, bæði gerð nýs námsefn-
is og endurskoðun og endur-
vinnslu á eldra efni. Ef slíkt svelti
verður til lengdar í stofnuninni
verðum við innan tíðar í sömu
sporum og 1970 þegar stöðugt
þurfti að endurprenta gamalt efni
og lítið fjármagn var til nýrra
verkefna. Við lifum á tímum
mikillar tækni og krafan um að
mæta tæknibreytingum hefur
aldrei verið meiri en nú. í því
sambandi má nefna að nú er í
vinnslu í samvinnu við mennta-
málaráðuneytið gerð hugbúnað-
ar til notkunar í kennslu. Það
segir sig sjálft að slíkt krefst fjár-
magns og öllum finnst sjálfsagt að
skólinn komi til móts við aðkall-
andi þarfir þjóðfélagsins hverju
sinni.“
Jafnréttis gætt?
- Nú hafa verið gerðar athug-
anir á námsbókum sem sýna að
hlutur stráka í þeim er mikill á
kostnað stelpnanna. Hafið þið
endurskoðað námsbœkurnar út
frá þessu sjónarhorni?
„Það er markmið okkar að fara
að lögum. Erfitt er að lagfæra
þetta í gömlum bókum nema þær
séu sem næst endurskrifaðar og
ekki hægt að taka þær úr umferð
að svo stöddu meðan nýtt efni er
ókomið, en í nýju efni er reynt að
gæta jafnréttis. Einnig hefur ver-
ið gefið út námsefni um jafnrétti
kynjanna."
Nýjungar
- Hvaða nýjungar eru helstar í
starfsemi Námsgagnastofnunar?
„Kennslumiðstöð var sett á
laggirnar 1982 og megin verkefni
hennar er að vera miðstöð
kynningar- og upplýsingarstarfs
fyrir kennara. Kennslumiðstöðv-
ar hafa lengi verið þekktar í öðr-
um löndum en kennslumiðstöðin
hér á sér þó ekki neina sérstaka
fyrirmynd. Reynt hefur verið að
laga starfsemi hennar að þörfum
íslenskra kennara. Starfsemi hef-
ur gengið vonum framar. Árlega
koma 10000 gestir til mismunandi
langrar dvalar. Hægt er að sækja
námskeið, fræðslufundi eða leita
upplýsinga um innlend og erlend
námsgögn og þar er einnig vinnu-
aðstaða til verkefnagerðar svo
eitthvað sé nefnt. Eftir að þessi
þjónusta hófst hefur verið m.a.
samþykkt í Alþingi þingsályktun-
artillaga um að koma á kennslu-
miðstöðvum úti á landi í flestum
fræðsluumdæmum. Þegar ervísir
slíkra stöðva við fræðsluskrifstof-
ur.“
- Hvernig hafa viðtökur verið?
„Kennslumiðstöð hefur verið
mjög vel tekið, enda ber gesta-
fjöldinn því vitni, en þóeru marg-
ir sem aldrei láta sjá sig hér. Sum
námskeiðanna eru vel sótt en
önnur minna. Við höfum lagt
áherslu á að hafa þau fjölbreytt,
þannig að þau tengist sem flest-
um námsgreinum. Mörg þeirra
hafa tengst fólki utan skólanna,
s.s. fóstrum, læknum og hjúkrun-
arfólki, foreldrum og mikil sam-
skipti hafa orðið við aðila á frjáls-
um markaði og höfum við lagt
áherslu á að Kennslumiðstöð sé
öllum opin. Foreldrar eru sér-
staklega velkomnir til að kynna
Kénnslumiðstöðin býður upp á ýmsa þjónustu t.d. í formi sýningareintaka
sem ganga má í og að veita aðstöðu til að útbúa kennslugögn.
sér það námsefni sem í boði er.“
- Hvað með aðsókn?
„Hún hefur verið misjöfn og
við oft orðið fyrir vonbrigðum
enda mikil vinna lögð í undirbún-
ing námskeiða, funda eða sýn-
inga. Uppbygging og starfsemi
Kennslumiðstöðvar hefur verið
unnin í náinni samvinnu við
samtök kennara, skólaþróunar-
deild menntamálaráðuneytisins,
fræðsluskrifstofur, Kennarahá-
skóla íslands og fjölda sér-
fræðinga á ýmsum sviðum.
Landsbyggðarfólk á oft erfitt
með að sækja hér dagskrár, sér-
staklega yfir vetrartímann, og
höfum við oft fengið orð í eyra frá -
þeim er við auglýsum glæsileg
námskeið. Ég vona að tæknin
komi okkur til hjálpar í þessum
efnum. - í raun sýnist mér að hér
sé á ferðinni þróunarstarfsemi
sem jafnt og þétt breiðist út og
verði innan tíðar eðlilegur hluti
skólastarfs. Kennslumiðstöð
Námsgagnastofnunar verður
eðlilega móðurstöð þessarar
starfsemi og ég sé fyrir mér að
starfsemi kennslumiðstöðva úti á
landi mótist af þeim aðstæðum
sem skólamir þar búa við.“
- En frœðslumyndadeild, í
hverju felst starf hennar?
„Fræðslumyndadeild yfirtók
Fræðslumyndasafn ríkisins sem á
sér álíka langa sögu og Ríkisút-
gáfa námsbóka. Fyrir þremur
árum byrjuðum við að kaupa inn
efni á myndböndum og sömdum
við erlenda myndbandaframl-
eiðendur um dreifingu efnis. Þró-
unin hefur verið mjög hröð. Við
eigum nú rúmlega 300 titla á
mynböndum og u.þ.b. 1200 á
filmum. Þetta efni hafa skólarnir
fengið lánað. En breytingar ger-
ast ört í myndbandamálum og nú
hafa verið gerðir samningar við
nokkur erlend fyrirtæki um ótak-
markaða fjölföldun á fræðsluefni
til skólanna. Þetta boðar þá
breytingu að í stað þess að senda
efni fram og til baka, geta skóla-
rnir keypt þetta efni gegn vægu
gjaldi og haft það standandi í
hillu eins og hverja aðra bók.
Myndbandanotkun
í kennslu
Það skal tekið fram sérstaklega
að fræðslumyndadeild aflar einn-
ig mynda fyrir framhaldsskólana,
sérskóla og háskóla og hefur
notkun þeirra farið stöðugt vax-
andi. Til viðbótar er væntanlegt
samkomulag við íslenska sjón-
varpið um dreifingu á völdu
fræðsluefni sem þar er framleitt
og sent út.“
- Hafa myndböndin leyst kvik-
myndirnar af hólmi?
„Það hefur sýnt sig að útlán
kvikmynda hafa staðið í stað en
aukning verið í útlánum mynd-
banda. Ég hef þá trú að notkun
kvikmynda muni minnka, enda
þótt gæði þeirra séu miklu meiri.
Er það ekki síst vegna þess hve
þróunarstarf
Þaö er algengt aö stofnanir á vegum ríkisins skjótist skyndilega fram í sviðsljósið og
veröi umræðuefni fjölmiðla um tíma. Slíkar umræður hafa oft á sér ómálefnalegt
yfirbragð og bera með sér að þeir sem hæst tala hafa yfirborðskennda þekkingu til að
bera. Ein slík er Námsgagnastofnun, sem hlaut viðlíka útreið á síðastliðnu hausti. Út í þá
sálma verður ekki farið, en hvaða starfsemi skyldi fara fram á hennar vegum? Má telja
starfsemi hennar mikilvæga fyrir þjóðarbúið?
Til að svara því og fleiru lagði blaðamaður leið sína niður í hið margfræga Víðishús, til
að hitta að máli námsgagnastjóra, Ásgeir Guðmundsson.
„Námsgagnastofnun tók við
af Ríkisútgáfu námsbóka og
Fræðslumyndasafni ríkisins
en um það voru samþykkt lög
1979 og stofnunin tók til starfa
1980. Frá þeim tíma hefur
mikið uppbyggingar- og þró-
unarstarf verið unnið sem
tengist öllum þáttum starf-
seminnar. Til þess að koma
þessu áleiðis til skólanna hef-
ur kynningarstarf verið stór-
aukið t.d. með útgáfu frétta-
bréfa, dreifibréfa og
kynningarrita þannig að kenn-
arar eiga ávallt að vita á hverju
þeir eiga kost frá stofnuninni.
Þetta þróunarstarf hefur
auðvitað takmarkast af fjár-
veitingum en stöðug barátta
hefur verið háð fyrir fjármagni.
Þessi slagur hefur sjaldan bor-
ið tilætlaðan árangur að okkar
mati ef undan er skilið árið
1985 og ekki er laust við að
manni finnist að stjórnmála-
menn og ýmsir embættismenn
hafi lítinn áhuga og skilning á
þörfum stofnunarinnar til að
sinna hlutverki sínu lögum
samkvæmt".
- En er ekki von á betri við-
tökum miðað við orð núverandi
menntamálaráðherra um bœtta
menntastefnu?
Breyttir
þjóðfélagshættir
„Við höfum átt von á betri af-
greiðslu stjórnvalda en raun hef-
ur orðið. En oft hafa ekki farið
saman orð og gjörðir. En svo ég
svari spurningu þinni þá leyfi ég
mér að vona að núverandi
menntamálaráðherra berjist fyrir
því að Námsgagnastofnun fái um-
talsverða hækkun fjárveitinga
fyrir næsta ár. Allt of margir bæði
ráðamenn og aðrir lifa í gamla
tímanum og líta þróunarstaf í
skólamálum hornauga. Það er
líkt og þeim finnist að skólinn eigi
að vera eins og þeir vöndust hon-
um í sinni bernsku og álíti að
hann geti verið áfram með sínu
gamla sniði, þrátt fyrir breytingar
í þjóðfélaginu. Áð sjálfsögðu
verður skólinn að taka mið af
þjóðfélagsháttum sem hafa
breytt uppeldisvenjum í grund-
vallaratriðum."
- Hvernig þá?
„Heimilin eru allt önnur nú en
áður. Á flestum heimilum vinna
báðir foreldrar úti, gæslu- eða
uppeldisstofnanir taka við börn-
unum eða þau ganga sjálfala. Þá
er þriðja kynslóðin víðast ekki
lengur hluti af heimilinu. Þetta
þýðir að skólinn verður að taka á
sig aukna ábyrgð ekki aðeins
hvað varðar nám heldur einnig
uppeldi. Ég er þeirrar skoðunar
að framtíðarskólinn verði
heilsdagsskóli fyrir alia og skoða
verði kennslu og allt skólastarf í
því ljósi.“
Skólakerfið
tekið í gegn
- Hafa þá miklar breytingar átt
sér stað í námsgagnagerð?
„Skólarannsóknadeild var
stofnsett 1966 og var þá fljótlega
tekin sú ákvörðun að endurskoða
allt námsefni grunnskólans. Sú
ákvörðun var tekin í ljósi þess að
það væri eina færa leiðin til að
hafa áhrif á bætt skólastarf. Þar
var unnið geypilegt þróunarstarf í
námsgagnagerð, sérstaklega á ár-
atugnum ’70-’80 og raunar eftir
það. Samningur var gerður á milli
ráðuneytis og Ríkisútgáfunnar
um útgáfu efnisins. Þar myndað-
ist oft flöskuháls, þar sem tiltækt
efni komst ekki til kennara vegna
fjárskorts Ríkisútgáfunnar. Það
varð oft til þess að rof myndaðist í
útgáfu ákveðinna verka og kenn-
arar fengu ekki framhald efnis
samkvæmt áætlun þar um.
Skapaði það oft mikla erfiðleika í
skólastarfi og hefur það án efa
leitt til neikvæðra viðhorfa
margra til nýja efnisins, þótt
langflestir hafi fagnað breyting-
unum.
Það segir sig sjálft að það er
mikið verkefni að taka allt náms-
efni heils skólakerfis fyrir og
endurskoða það. Ég vona að það
verði aldrei aftur, því námsefni
þarf að vera í stöðugri endur-
skoðun.“
- Hvers vegna var þetta megin
verkefni skólarannsóknadeildar?
„Megin ástæðan var að það
hafði verið mikil stöðnun í útgáfu
kennsluefnis og fjölmargar
kennslubækur notaðar svo ára-
tugum skipti án þess að gerðar
væru á þeim markverðar
breytingar. Þetta hafði mikil
áhrif á skólastarfið, kennslu-
hættir voru fábreyttir og efni í
boði fátæklegt og kennarar höfðu
því litla sem enga valkosti. Fram-
setning og uppsetning efnis var
ekki með þeim hætti að það vekti
áhuga kennara eða nemenda.
Hundruð kennara í landinu tóku
þátt í þróunarstarfinu í samvinnu
við skólarannsóknadeild með því
að semja efni, tilraunakenna það
og meta. Það var ómetanlegt
starf og gjörsamlega fráleitt að
einhver fámennur þröngur hópur
hafi staðið að nýritun námsefnis,
en sú gagnrýni hefur komið fram,
m.a. í Alþingi og í fjölmiðlum."
- Um áramót 1984 -1985fluttist
námsefnisgerð til Námsgagna-
stofnunar?
Fjármagnssvelti
„Undir lok áttunda áratugarins
fóru fram í Skólarannsóknadeild
umræður um framhald námsefn-
isgerðar. í álitsgerð frá þeim tíma
Skólavörubúð. Hér er hægt að fá allt frá blýöntum upp í
sérhæfðustu kennslu- og námsgögn. Ljósm.: KGA.
Breytt þjóðfélag þolir ekki staðnað
skólakerfi. Vona að slíkt hendi
aldrei skólakerfi okkar.
Fjármagnssvelti getur stuðlað að
því og þannig hamlað því að
stofnunin fari að lögum. Býyfir
þeirri bjartsýni að trúa því að
ráðamenn muni veita stofnuninni
það fjármagn sem hún þarf til að
vera rekin sómasamlega
myndböndin eru auðveld í notk-
un.“
- Hvað með framtíðarplön?
„Við erum byrjaðir að fram-
leiða eigið myndefni, en það þarf
að gera stórátak í gerð íslenskra
fræðslu- og kennslumynda. Hér á
landi er nú fjöldi fagmanna sem
kann til slíkrar vinnu, er til þess
þarf aukið fjármagn".
- Ef svo við snúum okkur að
öðru, Námsgagnastofnun rekur
verslun?
„Já, starfsemi Skólavörubúðar
hófst 1956 og á því 30 ára starfsaf-
mæli um þessar mundir. Hún var
sett á laggirnar af brýnni nauð-
syn, fyrst og fremst til að útvega
skólunum sérhæfð náms- og
kennslugögn. Ríkið hefur aldrei
lagt neitt sérstakt fjármagn til
hennar og hefur hún þurft að
standa undir kostnaði og stund-
um gert betur.“
- Það hafa stundum risið
gagnrýnisraddir á þessa verslun
sem hafa sagt að ríkið œtti ekki að
standa að slíkum rekstri, það
vœru nógir aðrir til. - Er það ekki
rétt?
„Ekki tel ég það. Aðrir hafa lítt
sinnt þessum sérhæfða markaði
og hæpið að skólastarfið geti
byggt á ótryggri þjónustu fjölda
aðila. Á seinustu árum hefur ver-
ið unnið skipulega að því að gera
verslunina að sérhæfðri skóla-
vöruverslun og auka þjónustu við
skóla landsins. Það hefur sýnt sig
að skólarnir þurfa mjög á þeirri
þjónustu að halda, ekki síst
dreifbýlisskólarnir sem ekki hafa
í mörg hús að venda. Til að koma
enn til móts vð þarfir skólanna
höfum við komið á pöntunar-
þjónustu til að útvega sérhæfðar
skólavörur sem ekki eru til hér á
landi og lítill sem enginn markað-
ur er fyrir. Hefur sú þjónusta
fengið góðar viðtökur.“
- Hvað með önnur stór mál?
„Á meðal stærstu verkefna
undanfarinna tveggja ára er tölv-
uvæðing stofnunarinnar. Á síð-
asta ári voru gefnir út 220 titlar og
afgreidd voru 6 - 700 þúsund ein-
tök til skólanna af mismunandi
námsefni. Það segir sig sjálft að
slíkt verkefni krefst tölvuvæðing-
ar og er sú vinna langt á veg kom-
in.“
- Nú skilst mér að þið séuð hér í
bráðabirgðahúsnœði. Hvað er að
frétta af þeim málum?
Hringavitleysan
um Víðishúsið
„Það er ákveðið að við verðum
hér í Víðishúsi. Eins og menn
munae.t.v. seldifyrrverandifjár-
málaráðherra ofan af okkur
húsnæði stofnunarinnar að
Tjarnargötu 10 án samráðs og án
undargenginnar athugunar á því
hvert ætti að flytja starfsemina.
Núverandi menntamálaráðherra
hefur gengist í að framtíðarlausn
fengist í þessum vanda.
Innréttingar hér í Víðishúsi eru til
bráðabirgða og nú eru að hefjast
umtalsverðar lagfæringar á hús-
inu að innan og utan og óttast ég
mjög að þær lagfæringar trufli
starfsemina. En það að eygja loks
framtíðarhúsnæði gefur okkur
vissulega von um betri daga.“
- Nú hefur verið ákveðið að
Myndlista- og handíðaskólinn fái
inni fyrir starfsemi sína í Víðis-
húsi. Hefur það áhrif á ykkar
starfsemi?
„Okkur hefur verið úthlutað
hér tveimur hæðum til starfsem-
innar, en við þurfum einnig hluta
af þeirri þriðju. Væntanlega
verður farið í endurhönnun á
húsnæðinu innan tíðar, þar sem
önnur starfsemi verður rekin þar
en upphaflega stóð til. Það er að
sjálfsögðu hneyksli að láta svona
húsnæði, u.þ.b. 5000 fermetra
standa ófrágengið og lítið notað
heilan áratug, fyrst og fremst
vegna mismunandi skoðana og
áhugaleysis stjórnmálamanna
sem upphaflega deildu hart um
kaupin á húsinu. Hingað átti
menntamálaráðuneytið að flytja
en svo er ekki lengur. Ég vona
bara að kraftur verði settur á
þetta verk, svo senn ljúki þeirri
hringavitleysu sem verið hefur á
framkvæmdum til þessa."
„Prúttaðferðin“
- Þessa dagana er ríkisstjórnin
að funda um fjárlög og upplýs-
inga að vœnta innan tíðar hversu
miklu verður varið til Námsgagn-
astofnunar nœsta fjárhagsár. Þeg-
ar þú gerir áœtlun fyrir stofnun-
ina, notar þú þá ekki bara „prútt-
aðferðina", þ.e. gefur upp hœrri
fjármagnsþörf en raun er á?
„Nei, áætlun byggist á þeim
verkefnum sem eru í gangi, verk-
efnum sem hefur verið frestað
vegna fjárskorts á undanförnum
árum og á nýjum verkefnum sem
nauðsynlegt er að hefja vinnu
við. Þetta tengist námsefnisgerð,
fræðslumyndagerð, starfsemi
kennslumiðstöðvar og allri ann-
arri starfsemi í stofnuninni.
Menn skulu ekki gieyma því að
nemendur í skyldunámi hér á
landi eiga að fá ókeypis náms-
gögn og til eru lög um Námsgagn-
astofnun sem ætla henni það
verkefni að „sjá grunnskólum
fyrir sem bestum náms-
gögnum...“ Til að sinna þessu
umfangsmikla hlutverki hefur
stofnunin 2300 krónur á nem-
anda fyrir árið 1986 sem er allt of
lítið samanber áætlun fyrir það
ár. Áætlun fyrir árið 1987 hljóðar
upp á 172 milljónir króna eða
sem svarar u.þ.b. 4000 krónum á
nemanda. - Mér datt það sisona í
hug í sambandi við fréttir í sjón-
varpinu um daginn um skuldir
sumra fiskverkunarfyrirtækja.
Þær eru á bilinu 200 - 800
milljónir og komu víst fáum á
óvart. Fjárhagsáætlun Náms-
gagnastofnunar er ósköp smá við
hliðina á þessum tölum. Rétt er
að hafa í huga að Námsgagna-
stofnun þjónar 40000 nemendum
í grunnskólum landsins sem er Vfe
hluti þjóðarinnar og það skiptir
meginmáli að bæði þeir og kenn-
arar þeirra hafi gott og fjölbreytt
námsefni í höndum svo vinnutími
þessara aðila verði í senn árang-
ursríkur og skemmtilegur.
Stjórnvöld ættu að hafa þann
metnað að svo geti orðið.“
- Ertu bjartsýnn á aðfjárhagsá-
œtlun hljóti náð fyrir augum ráða-
manna?
„Reynsla síðustu ára gefur
ekki tilefni til bjartsýni, - en ég
leyfi mér nú samt að vera það“.
-GH
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 2. september 1986
Þriðjudagur 2. september 1986
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13