Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.09.1986, Blaðsíða 16
1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 50 ÁRA Fimmtudagur 11. september 1986 205. tölublað 51. órgangur Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Húsnœðislögin og verkfallsrétturinn Seiðarannsóknir Lánsréttur ekki í hættu Forseti ASÍ og félagsmálaráðherra algerlega sammála. Mannlegri túlkun á lögunum heitið ífélagsmálaráðuneyti Það er fráleitt að láta sér til hugar koma, að þátttaka í verkföllum eða annarri kjarabar- áttu geti leitt til þess að hlutað- eigandi glati rétti sínum til að fá húsnæðisstjórnarlán samkvæmt hinurn nýju lögum, sagði Ás- mundur Stefánsson forseti Al- þýðusambands íslands í viðtali við Þjóðviljann. „Það ríkir alger samstaða um þennan skilning, og hann er öllum svo augljós, að ef einhverj- um lögfræðingum dytti í hug að fara út í einhvern leikaraskap með þetta mál er það sjálfgefið, að tekinn yrði af allur vafi með lagasetningu.“ „Ég er algerlega sammála þess- um orðum forseta Alþýðusam- bandsins“, sagði Alexander Stef- ánsson félagsmálaráðherra, þeg- ar Þjóðviljinn bar ummæli Ás- mundar undir hann. „Fólk þarf ekki að óttast um verkfallsrétt- inn, eða annað sem verndað er í vinnulöggjöfinni. Þessi húsnæð- islög voru sett til að hjálpa fólki en ekki til að hegna því fyrir verk- föll. Eins og þegar önnur mikil- væg lög taka gildi, mun sjálfsagt töluvert verða leitað til ráðuneyt- isins um túlkun og lögskýringar. Okkar stefna er sú að vera mann- legir í túlkun okkar, og ef ein- hverjir óeðlilegir hnökrar á lög- unum koma í ljós verður það snarlega lagfært með lagasetn- ingu.“ Félagsmálaráðherra vildi einn- ig taka fram, að hann teldi að skrif Þjóðviljans, um að þessi lög kynnu að verða túlkuð af ein- hverjum sem hemill á verkfalls- rétt, væru mjög óeðlileg. Um það ætlar Þjóðviljinn ekki að deila við félagsmálaráðherra, en blaðið fagnar því, að ráðherra skuli hafa tekið af öll tvímæli varðandi túlkun á þessum hluta og heitið mannlegri túlkun á öðr- um greinum þeirra. - Þráinn Nígería Skreiðin ósekl Skipið hefur veriðfyrir utan Lagos í rúma viku Ekkert hefur ræst úr skreiðar- sölumálinu í Nígeríu, að sögn Árna Bjarnasonar hjá íslensku umboðssölunni. Skipið sem sigldi með skreiðina hefur nú verið fyrir utan höfnina í Lagos í rúma viku og er beðið eftir greiðslutrygg- ingu frá Nígeríumönnum. „Við erum sallarólegir", sagði Árni Bjarnason í gær. í skipinu eru 60.000 pakkar af skreið, 45 kg hver, en til samanburðar má geta þess að í landinu eru nú til 120.000 slíkir pakkar. - GH. Lélegt hjá þorskinum Góð útkoma með loðnu- og karfaklakið en slakt hjá þorski ogýsu Árleg könnun Hafrannsóknar- stofnunar á útbreiðslu fiskseiða og ástandi sjávar í kringum landið bendir til þess að ekki hafi tekist vel til með þorskklakið í vor og að 1986 árgangurinn af þorski verði slakur. Enda þótt þorsk- seiði hafi fundist víða umhverfis iandið og þau verið sæmilega á sig komin, var hvergi mikið af þeim. Fyrstu athuganir benda því til þess að árgangurinn verði með slakara móti. Aftur á móti fannst mikið af stórum ýsuseiðum út af Vest- fjörðum og Norðurlandi og segir Hafrannsóknarstofnun allt benda til þess að ýsuárgangurinn í ár verði í slöku meðallagi. Út- breiðsla loðnuseiða var mikil og heildarfjöldinn vel yfir meðallagi og allt bendir því til þess að klak- ið hjá loðnunni í vor hafi tekist vel. Sömu sögu er að segja um krafann. Óvenjumikið fannst af karfaseiðum á svæðinu suðvestur af Grænlandi og útlitið því gott varðandi karfaárganginn. - lg. Loðnan Skeiðarárhlaup er nú í rénun og að sögn vatnamælingamannanna Bjarna Kristinssonar og Svans Zophoníassonar var um fremur lítið hlaup að ræða. Þjóðviljamenn voru á ferð þar eystra á þriðjudag. Sjá nánar myndir og frásögn inni í blaðinu. Frjálst verð Samkomulag náðist í verð- lagsráði í gær um að gefa loðnu- verð frjálstfrá 15. þessa mánaðar til 14. október nk.. Gildandi loðnuverð er 1900 kr. fyrir tonn- ið. Ákvörðunin um frjálst verð byggist á að loðnuverksmiðjur tilkynni móttökurými til loðnu- nefndar og jafnframt það verð sem þær greiða hverju sinni. Skal tilkynnt verð gilda í 7 daga minnst, en breyta má út af því með samkomulagi kaupenda og seljenda. - lg. Sveitarstjórnaþing Sverri andmælt Alandsþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem sett var á Hótel Sögu í gær mættu hug- myndir menntamáiaráðherra, Sverris Hermannssonar, um niðurskurð á fjármagni til skóla- aksturs og reksturs mötuneyta harðri gagnrýni viðstaddra. Sverrir, sem var gestur fundar- ins, hélt stutt erindi um hug- myndir sínar, en í þeim felst m.a. að það fjármagn sem nú er veitt til skólaaksturs og reksturs mötu- neyta skuli skorið úr 193 miljón- um króna í 25 miljónir. Sverrir sagði að hann myndi í engu hvika frá áformum sínum hvað þetta snertir. Þá ítrekaði Sverrir að víða væri pottur brotin hvað varðar hagkvæmni í skipulagi skólaaksturs og ítarlega úttekt yrði að gera til þess að kanna hvernig þeim málum er háttað innan sveitarfélaganna. „Víða eru tvíburasysturnar ráðdeild og sparnaður ekki til staðar og þegar úttektinni er lokið verða þeir hreinsaðir sem ekki hafa misboð- ið þeim“, sagði Sverrir. Málflutningur Sverris mætti harðri gagnrýni fundarmanna eins og áður segir, bæði vegna ásakana hans um bruðl sveitar- stjórna og vegna þeirra afleiðinga sem hugmyndir hans kunna að hafa fyrir jafna aðstöðu til náms. Fólk benti á, að nú þegar ætti skólakerfið á landsbyggðinni undir högg að sækja vegna þeirra auknu verkefna sem ríkið hefði, formlega eða óformlega, lagt á hendur sveitarstjórnanna án þess að til kæmi aukinn tekjustofn frá ríkinu. í þessu sambandi var m.a. talað um viðhaldskostnað við skólahúsnæði sem samkvæmt lögum er í höndum sveitarstjórna og nauðsynlegar aðgerðir sveitar- stjórna vegna kennaraskortsins sem nú ríkir vegna kjaramála kennara, en útlagður kostnaður sveitarstjórna í formi fríðinda til þeirra hefur aukist verulega. Voru sveitarstjórnafulltrúar var- aðir við þessari þróun. -K.ÓI. DJÖÐVIUINN bamahátíð þann 13. september. Hátíðin verður haldin í Sóknarsalnum Skipholti 50a og hefst kl. 15.00 (3.00). Dagskrá: FÖNDUR: Herdís Egilsdóttir sér um þann þátt hátíðarinnar. UPPLESTUR: Guðrún Helgadóttir les úr nýrri bók sinni og Guðmundur Óiafsson les úr verðlaunabók sinni. GOS OG POPP. BRÚÐULEIKHÚS: Hallveig Thorlacius sér um og stýrir. ALLI pG HEIÐA SPRELLA. BINGÓ. Vegleg verðlaun. DISKÓ. Kær kveðja. - Afmælisnefnd Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.