Þjóðviljinn - 27.09.1986, Page 6

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Page 6
ÍÞRÓTTIR Adidas Gullskórinn afhentur Gullskór Adidas var afhentur í fjórða sinn hér á landi í gær. Hann hlaut að venju markahæsti leikmaður 1. deildar, Guðmundur Torfason úr Fram, sem skoraði 19 mörk í deildinni á nýloknu keppnistímabili. Sigurjón Kristánsson úr Val fékk silfurskóinn og Guðmundur Steinsson úr Fram bronsskóinn. Þeir skoruðu 10 mörk hvor í sumar en Sigurjón lék einum leik færra en Guð- mundur og það færir honum silfrið. -VS V*l»ri Lobanovskl: Vitum hreinlega ekki hvernig við eigum að Ijúka þess keppnistfmabili en svona verður þetta að vera. - Nú ert þú þjálfari bæði Di- namo Kiev og sovéska landsliðs- ins. Leikmenn Kiev hafa íár leikið í sovésku deildakeppninni, Evr- ópubikarnum, alþjóðlegum mótum, og með landsliðinu í heimsmeistarakeppninni og öðr- um landsleikjum. Er ekki mikið álag á þeim? „Jú, þetta er geysilega erfitt fyrir þá og álagið er of mikið. Við vitum hreinlega ekki hvernig við eigum að ljúka þessu keppnistím- abili, það er hálfur þriðji mánuð- ur eftir af því og mikið af leikjum. Við erum að reyna að halda leik liðsins á sama háa planinu allan tímann. En svona verður þetta að vera, það er ekkert hægt að gera annað en að ljúka þessu pró- grammi. Þetta er of mikið og of erfitt og það væri ekki hægt að bjóða leikmönnunum uppá ann- að svona ár. En næsta ár verður mikið auðveldara, leikirnir verða færri og álagið ekki eins mikið,“ sagði Valeri Lobanovski. Hann hefur þjálfað lið Dinamo Kiev í 12 ár og á þeim tíma hefur það verið stórveldi í sovéskri knattspymu. Sex sinnum hefur það orðið sovéskur meistari og þrívegis bikarmeistari, auk þess að sigra tvisvar í Evrópukeppni bikarhafa. Dinamo Kiev er eitt albesta félagslið Evrópu og so- véska landsliðið eitt albesta landslið í heimi um þessar mund- ir. Það verður fróðlegt að fylgjast með Lobanovski og liðum hans á báðum vígstöðvum á næstunni. -VS Lutonmálið Atkvæða- greiðsla Mál Luton Town, sem rekið var úr enska deildabikarnum í knattspyrnu á dögunum, var tekkð fyrir á sérstökum fundi hjá yfirstjórn deildakeppninar i gær. Þar var ákveðið að bera brottvís- unina undir atkvæðagreiðslu hjá fulltrúum allra 92 deildaliðanna sem fram fer í aðalstöðvum Aston Villa þann 6. október. Ef meiri- hluti greiðir Lutpn atkvæði endurheimtir félagið sæti sitt í deildabikarnum. -VS/Reuter Badminton TBR beint í 8-liða úrslit TBR tekur að vanda þátt í Evr- ópukeppni félagsliða í badminton sem að þessu sinni fer fram í Hol- landi um helgina. Frábær árang- ur TBR síðast færir liðinu sæti í 8-liða úrslitum, án forkeppni, og þar er líklegt að mótherjarnir verði Olve, meistarar Belgíu. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Einkaviðtal Þjóðviljans við Valeri Lobanovski, þjálfara Dinamo Kiev og sovéska landsliðsins í knattspyrnu Álagið er alltof mikið Ánœgður með mitt lið íMexíkó og keppnin var skemmtileg en ekkert nýtt komfram Það vakti mikla athygli þegar So- vótmenn skiptu um landsliðs- þjálfara í knattspyrnu aðeins þremurvikumáðuren heimsmeistarakeppnin hófst í Mexíkó fyrr á þessu ári. Við emb- ættinu tók Valeri Lobanovski - þá nýbúinn að leiða Dinamo Kiev til sigurs í Evrópukeppni bikarhafa. Þar sýndi Dinamo Kiev glæsi- lega knattspyrnu og sigraði Atlet- ico Madrid 3-0 í leik sem lengi verður í minnum hafður. Sovéska landsliðið hafði hinsvegar ekki sýnt neina stórkostlega tilburði, tryggði sér sæti í lokakeppninni í Mexíkó eftir mikinn barning og náði sér ekki á strik í æfínga- leikjum framanaf þessu ári. Þjóðviljinn átti einkaviðtal við Valeri Lobanovski þegar sovéska landsliðið var að búa sig undir leikinn við ísland á Laugardals- vellinum fyrr í þessari viku og spurði hann fyrst hvernig hafi verið að taka við landsliðinu rétt áður en sjálf heimsmeistara- keppnin hófst. „Það er geysilega erfitt að taka við með svona skömmum fyrir- vara. Undirbúningur fyrir HM tekur venjulega fjögur ár svo það er ekki mikið hægt að gera á þremur vikum. En mér tókst þetta með því að nota lið mitt, Dinamo Kiev, sem uppistöðu í landsliðinu. Ég valdi 12 leikmenn þaðan og það leysti mörg vanda- mál, leikmenn þekktust vel og höfðu spilað mikið saman,“ sagði Lobanovski. Sovétmenn byrjuðu glæsilega í Mexíkó og möluðu Ungverja 6-0 í fyrsta leik. Síðan gerðu þeir jafntefli við Frakka, 1-1, í stór- skemmtilegum leik og unnu loks Kanada 2-0 en tefldu þá fram varaliði sínu. Leikurinn gegn Belgíu í 16-liða úrslitunum verð- ur þeim sem sáu hann lengi minnisstæður. Eins og menn muna vann Belgía mjög óvænt, 4-3, eftir framlengingu og það var mál margra að þar hefði eitt sig- urstranglegasta lið keppninnar fallið út. En var Lobanovski ánægður með þá knattspymu sem sovéska liðið sýndi í Mex- íkó? „Ég er sjaldan mjög ánægður með leiki því leikmenn ná ekki oft að framfylgja nákvæmlega því sem maður hefur sett upp. En í heild er ég ánægður með hvernig liðið lék. Að sjálfsögðu voru það mikil vonbrigði að tapa fyrir Belgíu, ekki síst þar sem við viss- um allan tímann að við værum sterkari aðilinn. En það er ein- mitt þetta sem er skemmtilegast við knattspyrnuna, það er aldrei hægt að reikna hana út, það kem- ur alltaf eitthvað á óvart.“ - Hefði lið lið þitt getað hreppt einhver þrjú efstu sætanna í Mexíkó? „Það er að sjálfsögðu ómögu- legt að segja til um slíkt með ein- hverri vissu. í Mexíkó voru mörg mjög áþekk lið, hvert þeirra sem var gat komist í úrslit og við hefð- um getað það eins og svo margir aðrir.“ - Ertu ánægður með heimsmeistarakeppnina að öðru leyti? „Keppnin var mjög vel skipu- lögð og gerð mjög aðlaðandi fyrir áhorfendur. Flestir leikir ein- kenndust af mikilli baráttu og keppnisskapi. En taktískt séð kom ekkert nýtt fram. Ég get því miður ekki sagt að ég hafí séð neinar teljandi framfarir. Ég get nefnt sem dæmi hollenska lands- liðið sem lék í HM 1974. Það sýndi frábæra knattspyrnu og síð- an hefur ekkert sambærilegt komið fram. Argentína verð- skuldaði heimsmeistaratitilinn, var með vel skipulegt og agað lið og átti marga frábæra leikmenn, ekki bara Maradona. Það er ekki hægt að segja að tilviljun hafi ráðið því að þeir urðu heims- meistarar, þótt margir hafi gagnrýnt þá og dregið verðleika þeirra í efa.“ Knattspyrna Meiðsli hjá Fram Tveir lykilmanna Fram, Guð- mundur Steinsson og Pétur Ormslev, hafa ekkert getað æft með liðinu fyrir leikinn gegn Kat- owice í Evrópukcppni bikarhafa sem fram fer í Póllandi á fímmtudaginn. Pétur hefur átt við meiðsli í hné að stríða seinni part sumars og Guðmundur fékk blóðeitrun og tognaði síðan í nára í fyrri leik liðanna. Báðir munu þó freista þess að leika og ætla að skokka létt á meðan hinir púla á æfíngu í Mosfcllssveit í dag. -VS Garðabœr Stjörnudagur Stjarnan heldur „Stjörnudag" á sunnudaginn, 28. september. Dagskráin hefst kl. 13.30 í íþrótt- ahúsinu Ásgarði og fer fram jafnhliða þar og á völlum við hús- ið. Þar verður m.a. boðið uppá knattspyrnu, handknattleik, kar- ate, fímleika, blak og borðtennis. Laugardagur 27. september 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.