Þjóðviljinn - 27.09.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Síða 9
MENNING Er bara líf í bókum? Erindi Péturs Gunnarssonar á Bókaþingi 1986 Það er eitt einkenni á tímanum að enginn veit hvert hann er að fara. Maður telur sig sjá hvert stefni en þegar minnst varir verð- ur kúvending og fáheyrðustu tíð- indi breytast í hversdagsleg sann- indi. Maðurinn lætur iðulega gabb- ast af tímanum af því hann væntir framhaldsins alltaf úr sömu átt og síðast. Hann alhæfir jafnan á framtíðina það sem er nýjast og sterkast í nútíðinni. Þannig spá menn nú myndbandinu yfirráða yfir tómstundum fólks í framtíð- inni af því það er nýtt af nálinni og ríkjandi í nútíðinni. Menn sjá bókina hopa jafnhliða hnattvæð- ingu sjónvarpsins. En það er eðli hins óvænta að koma jafnan úr annarri átt og tíminn stendur Platini fyllilega á sporði í snilldarsendingum í óvæntar áttir. Skoðum til gamans eina slíka leikfléttu tímans. Setjum svo að við færum þrjátíu ár aftur í tím- ann og ætluðum að spá fyrir um framhaldið með því að alhæfa það sem þá var efst á baugi. Varla vottaði þar fyrir hollustubylting- unni sem geisað hefur á Vestur- löndum síðasta áratug en var þá einkamál sértrúarsöfnuða. Hvern hefði þá órað fyrir gengis- falli hveitibrauðsins sem var á hvers manns diski og nú er ekki lengur framleitt, einna næst því kemst eitthvert hrat sem kallast vísitölubrauð og er víst hvergi til nema í útreikningum kaupgjalds og engum virðist detta í hug að leggja sér til munns frekar en plasteftirlíkingar af ávöxtum. Eða segjum útreiðina sem bifr- eiðin hefur fengið. Þessi alguð fyrir þrjátíu árum orðinn að illa þefjandi hornreku sem allsstaðar er fyrir, meira og minna útlægur ger úr uppáhaldsheimkynnum sínum: miðborginni. Eða tökum upphefð reiðhjólsins. Þetta bamaleikfang sem var fyrir þrját- íu ámm og jafngilti félagslegri út- skúfun ef fullorðinn sást hjólrið- andi. í stuttu máli: ef við lítum til tímans fyrir þrjátíu áram, hvem hefði þá órað fyrir að næsta fram- tíð myndi hafna fæðu sem var tal- in góð og gild sem óætri og krabbameinsvaldandi, hjólreiðar yrðu eftirlætisiðja hinna betur- megandi, aksturí bfl yrði skoðað- ur sem neyðarbrauð og hlaup og gönguferðir yrðu að nýju eftir- læti. Ég bið afsökunar ef mönnum finnst ég vera kominn út fyrir efn- ið, en mig langaði til að tæpa á þessum punktum nú þegar mönnum hættir til að taka það fyrirbæri sem mest ber á í samtíð- inni: myndbandið og spá að það muni hlaupa af sér alla keppi- nauta og fylla sjóndeildarhring næstu framtíðar og bók verði álíka framandi og aflagt amboð, skilvinda eða strokkur. Bókaþjóð á krossgötum er yfirskrift þessarar ráðstefnu og fer vel á því að leiða þjóðina til öndvegis í umræðuefninu því auðvitað er bókaútgáfan, bóksal- an, bókasöfnin - bókiðjan yfir höfuð bara litlu tannhjólin í miklu stærra gangverki sem er þjóðin sjálf - það líf sem hún lifir, hvað hún hefur fyrir stafni og hvað hún er að hugsa. Tökum dæmi: Ein megin afurð þjóðar- innar og jafnframt fmmforsenda bókmennta er tungumálið. Hvernig berst það einstakling- num. Svo mikið er víst að líkam- inn framleiðir það ekki líkt og munnvatn heldur verður það til í samskiptum okkar við annað fólk og umheiminn. Ef að barn á byrj- unarstigi máls er orðtekið, hvar sem er í heiminum, koma alls- staðar fram, ekki sömu orð held- ur orð yfir sömu athafnir, sömu stærðir í lífi barnsins. „Mamma" náttúrlega, og „súpa“ og „datt“, o.s.frv. Eins og vonlegt er hafa málfræðingar og sálfræðingar mikið vakað yfir þessum tíma- mótum þegar málið verður til og því em þeir óþreytandi í að rann- saka og orðtaka böm á barna- málsstiginu. Og það var einmitt hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem tók að bera á alveg nýju orði í smábamaorðaforða, orð sem ekki var vitað til að komið hefði fyrir annarsstaðar og það var orð- ið „bóla baka“. Fyrst var því ekki sinnt frekar en öðrum einstæðum atburði sem engar ályktanir verða dregnar af, talið að það tengdist einhverju áþreifaniegu úr lífi barnsins, t.d. eiginnafni að- standanda. En þegar það kom líka fyrir hjá öðm bami úr allt annarri átt og skömmu síðar hinu þriðja var ljóst að ný meginstærð hafði bæst við líf barna á íslandi, til viðbótar við mömmu og hina stórkostlegu athöfn að súpa og ekki síður mikilfenglega atburð þegar glasið dettur og mjólkin flæðir út á gólfið - var komin ný reginstærð: „spóla til baka“. Það kom sumsé á daginn að hjá dag- mömmunni eða heima hjá sér hélt barnið til fyrir framan mynd- bandið sem eins og gengur spilaði út á enda og þá náttúrlega þurfti að „bóla baka“. Aftur bið ég menn að afsaka útúrdúr, en spyrja mætti: hvemig læra þessi börn að tala, hvers konar tæki verður málið þeim, hvemig koma þau til með að nota það og hvers konar lesendur em hér í bígerð? Eða öllu heldur: hvemig em mannleg samskipti hér og nú fallin til að kenna börn- um málið? Málið sprettur upp úr at- höfnum fólks og störfum og lærist í umgengni barna við fullorðna. Áður fyrr vom menn í langtum ríkara mæli aðilar að sama vem- leika sem lagði þeim til sömu orð. í æ verkskiptara samfélagi fæst hver maður við sífellt minni sneið vemleikans og þar af leiðandi er vegið að mikilvægum uppsprett- um málsins. Við vitum ennfrem- ur í hve stórum stfl börnum hefur verið stíað frá fullorðnum og byggt út úr hversdagslífi og starfi og sett til hliðar í einhæfu samfé- lagi barnageymslunnar. Hér þarf líkt og þegar um ein- hæft fæði er að ræða, bætiefni, það þarf að dæla orðaforða og upplifun inn í veraleika fólks. Sá orðaforði sem fólk heyjaði sér áður í hversdagsamstrinu, þarf nú að berast því með öðrum hætti og þegar fram í sækir vega bók- menntir þar þyngst. Og hér ættu skyldur almanna- valdsins við bókmenntirnar að kristallast skýrast. Málið er ekki síður en gróður lands og miðin umhverfis á verksviði hins opin- bera. Landgræðslan friðar lönd fyrir ágangi og sáir í uppblásið land. Hafsvæði em friðuð fyrir ofveiði og fiskur er ræktaður. Með hliðstæðum hætti þyrfti al- mannavaldið að vera aðili að MÁLINU, því málið er ekki sjálfgefið fremur en gróður jarð- ar eða fiskurinn í hafinu - málið þarfnast ræktunar, umhyggju, verndunar. Það er því ekkert fjær lagi að þinga um bókmenntir en grunnstærðir á borð við iðnað, landbúnað og sjávarútveg. Hvað varðar vaxandi sam- keppni bókmennta við aðra fjöl- miðla, þá held ég að sterkur leikhr væri að gera sér grein fyrir sérstöðu bókarinnar. Hvað er það sem bókin býr yfir sem aðrir miðlar ná ekki? Auk þess sem áður var nefnt og varðar viðgang og viðhald tungumálsins, vildi ég nefna hið heilsusamlega sam- band lesanda við sjálfan sig, les- andi maður er annars hugar í frjó- samri merkingu, hann eflist og þroskast líkt og maður sem fer í gönguferð endumærist. Auðvit- að er ekki sama hvað lesið er líkt og það skiptir máli hvort gengið er um lifandi náttúm eða steindautt umhverfi. En munur- inn á því að horfa á mynd og lesa bók er það tillag sem lesturinn krefst af lesandanum, virkni sem er ekki samskonar og áhorfandi Ieggur af mörkum. Sem stendur emm við stödd á tímabili sem er heldur óhall- kvæmt lestri. Yfirburðir sjón- miðla eru ærnir sem stendur. Sjónvarp spyr ekki hvort við- komandi ætli að horfa-það kipp- ir mönnum til sín, leggur undir sig híbýlin, breytir lýsingu og varpar út hljóðum. Flaumurinn hrifsar viðstadda með sér, þá sem ekki tekst að bjarga sér inn í önnur herbergi. Bókin aftur á móti er hógvær og hljóðlátur miðill þar sem les- andinn verður jafnan að eiga frumkvæðið. Bókin nær ekki í neinn, hún er sótt. Og mestur vandinn hefst kannski einmitt þá: innihald bókar hellist ekki fyrir- hafnarlaust yfir lesandann í einni heildarskynjun heldur verður hann að sækja það sjálfur, þýða orðin yfir í merkingu og hrif. Við vitum að í öllum svokölluðum menningarlöndum hefur ólæsi færst í vöxt á undanförnum ámm, stærri og stærri hlutföll árgang- anna eiga við ólæsi að etja fyrir utan hina sem eru svo illa læsir að lestur verður þeim sjaldan annað en amstur og leiðindi. Menn hafa mænt til skólanna um úrlausn og vissulega þyrftu þeir að vera bún- ir mannafla og hæfileikum til að taka á þessum vanda en auðvitað hljóta foreldrarnir að vega hér þyngst og þau mannlegu sam- skipti sem fara fram á heimilinu. Olæs maður missir ekki einasta tökin á ritmáli heldur veigamikla stjórn á sjálfum sér, stíflar mikil- væg aðföng eigin hugbúnaðar. Lesturinn er huganum það sem hreyfingin er líkamanum. Lestur stælir viðkomandi, glíma hans við málið eflir tök hans á máli og um leið á umhverfi og sjálfum sér. Því við erum bundin inn í mál og því betri tök sem við höfum á máli því betri tök á okkur sjálfum og umhverfinu. Að horfa á mynd er sambæri- legt við að ferðast í bfl eða flug- vél, farartækið getur flutt mann ólíkt lengra en fæturnir en líkam- anum hættir til að koðna niður. Sambandið við umhverfið er allt annars eðlis en á göngu. Göngu- ferðin er full viðburða sem við leggjum til sjálf úr okkar eigin hugskoti og eflumst þar með and- lega og endurnærumst. Lestur eykur ekki aðeins orðaforða og treystir þar með tök lesandans á máli - á meðan lestrinum stendur kemur iðulega fyrir að lesandan- um opnasí víðemi eigin sálar: hann kemur ferskur og endur- nærður frá lestrinum. Á síðasta áratug hefur sú við- horfsbreyting orðið á Vestur- löndum að menn hafa tekið að hafna þægindum fyrir áreynslu. Heilar iðngreinar hafa sprottið upp í kringum hollustu og hreyf- ingu. Við þyrftum að stíga skrefið til fulls og draga af því andlega lærdóma líka. I samanburði við hveitibrauð sjónmiðlanna er lest- ur hin trefjaríka fæða. Það er kannski bíræfni að spá því nú þegar útvarps og himnasendingar daftta eins og flugnasuð yfir hræi - en einmitt þess vegna, einmitt ofhlæðisins og saðningarinnar vegna, þegar myndefni hættir að vera nýnæmi á borð við bíó einu sinni í viku heldur tekur að flæða úr öllum koppum og kirnum - þá eflist maðurinn til að velja eftir skammvinnt heilsuspillandi ofát. Nákvæmlega eins og hann fann sig koðna niður í gervifæði og vél- knúnum þægindum á hann eftir að finna til tómleikans í tilreiddu sýndarefni og seilast að nýju eftir bókinni. Laugardagur 27. september 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.