Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 12
LAUS STAÐA HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Viðskiptafræðingur
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar óskar að
ráða viðskiptafræðing í fjármála- og rekstrar-
deild.
Hér er um að ræða nýja stöðu sem mun hafa að
viðfangsefnum innra eftirlit varðandi fjárhagsað-
stoð og umsjón með rekstri stofnana í þágu aldr-
aðra ásamt verkefnum á sviði tölvuvæðingar.
Þetta er fjölbreytt starf sem gefur góða reynslu og
vinnuaðstaða er góð.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstr-
ardeildar í síma 25500.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar Pósthússtræti 9, 6. hæð á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Endurmenntun í netagerð
Námskeið í netagerð
Námsefni skv. námsskrá:
Efnisfræði netagerðar.
Iðnteikning netagerðar.
Verktækni netagerðar.
Námskeiðið fer fram í Reykjavík dagana 25. okt.
- 3. nóv. 1986 í húsi Iðntæknistofnunar íslands,
Keldnaholti. Kennslustundir verða 90, eða 10
stundir á dag að jafnaði. Leiðbeinandi verður
Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur. Námskeiðið
verður sniðið fyrir nema í netagerð og starfandi
sveinum í iðngreininni verður gefinn kostur á að
taka þátt í námskeiðinu að hluta til eða öllu leyti.
Innritanir þurfa að hafa farið fram fyrir 22.10.
1986. Nánari upplýsingar og innritanir verða í
símum 91 -24120 Lárus Pálmason og 91 -622624
Jón Sigurðsson milli kl. 9-17 virka daga.
Iðnskólinn í Reykjavík
Nót, sveinafélag netagerðarmanna.
A
Kópavogskaupstaður
- deiliskipulag
Auglýst er deiliskipulag við Álfaheiði og vestur-
hluta Hlíðarhjalla í suðurhlið Digraness í sam-
ræmi við grein 4.4. í skipulagsreglugerð frá 1.
ágúst 1985.
Teikningar ásamt greinargerð svo og skilmálum
og leiðsöguteikningum fyrir reit merktan „B“
liggja frammi á skrifstofu bæjarverkfræðings
Fannborg 2, 3. hæð, frá og með 30. sept. til 30.
okt. 1986.
Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skrif-
legar og berast bæjarverkfræðingi fyrir 31. okt.
1986.
Bæjarverkfræðingur
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða:
BRÉFBERA
til starfa við póst- og símstöðina í Hafnarfirði.
Upplýsingar veitir stöðvarstjórinn í Hafnarfirði í
símum 50555 og 50933.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför
Jóns Kolbeinssonar
Hátúni 4
Valgerður Guðmundsdóttir
Pálína M. Kristinsdóttfr Ella Kolbrún Kristinsdóttir
Karólína Kolbeinsdóttir
MFA
Menningar-
starf
og alþýðu-
menntun
„Þarna var samankominn hóp-
ur fóiks frá öllum Norðurlöndun-
um og það var stórkostlegt að sjá
það vinna saman þrátt fyrir
tungumálaerfiðleika og alit
slíkt“, sagði Þráinn Hallgrímsson
starfsmaður MFA, en hann
ásamt Malin Olsson sá um hálfs-
mánaðar námskeið í Ölfusborg-
um á vegum Norræna MFA
skólans, sem er nýlega lokið.
„Alls var þetta 30 manna hóp-
ur, 7 þátttakendur frá hinum
Norðurlöndunum og 2 íslending-
ar. Verkefni námskeiðsins var að
við skoðuðum samstarf verka-
lýðsfélaganna og sérstaklega
verkalýðsmál hér á landi.
Erindi sem voru flutt, voru um
samstarf Norðurlandanna í
menningarmálum, þar sem Árni
Gunnarsson leiddi umræður.
Helgi Guðmundsson ræddi
hvernig vinna má með fólki í
strjálbýli að menningarmálum og
Sigrún Valbergsdóttir fjallaði um
mun á leikmönnum og fag-
mönnum í listum. Þá fjallaði
Eiður Guðnason um hvernig
Norðurlönd geta brugðist við
utanaðkomandi fjölmiðlum og
Árni Björnsson ræddi um sjálf-
stæði íslendinga.
í bland við þetta var farið í
skoðunarferðir þar sem bæði
vinnustaðir svo og perlur ís-
lenskrar náttúru voru skoðaðar.
Þá vorum við einnig með þjóðleg
kvöld þar sem hver þjóð um sig
var með sína þjóðlegu dagskrá.
„Mér fannst þetta takast mjög
vel. Það ríkti mikill samhugur og
sköpuðust góð kynni. Þema nám-
skeiðsins er mjög vítt og gefur því
mikla möguleika á efnisvali.
Þessi námskéið hafa verið haldin
síðan 1980 og var haldið í fyrsta
skipti á íslandi nú. Markmið
þeirra er m.a. að stuðla að
auknum kynnum fólks á Norður-
löndum, kynna Norrænt samstarf
og auka þekkingu þátttakenda á
kjörum, menningu og samfé-
lögum Norðurlanda, sagði Þrá-
inn.
-GH
Tölvutœkni
Spástefha
um
• II
í tengslum \iti„Tölvur ogþjóð-
líf“, sýningu tölvunarfræðinema,
munu Reiknistofnun Háskólans
og tölvunarfræðinemar gangast
fyrir spástefnu um framtíðarþró-
un tölvutækninnar, þann 8. októ-
ber nk. á Hótel Sögu.
Á spástefnunni verður fjallað
um helstu nýjungar í tölvutækni
og áhrif þeirra í náinni framtíð.
Tvö meginatriði verða sérstak-
lega til umræðu. Þau eru: 1.
Tölvunet og gagnabankar (fyrir
hádegi), 2. Gervigreind og tölv-
utal (eftir hádegi).
Fjórir erlendir fyrirlesarar
munu flytja erindi á spástefn-
unni. Þeir eru allir sérfræðingar á
ofangreindum sviðum hjá helstu
tölvuframleiðendum heims, þ.e.
IBM, DEC og HP. Hafa þessi
fyrirtæki greitt fyrir því að fá
þessa menn til landsins.
Stephen Mallinson fjallar um
helstu nýjungar á sviði tölvuneta,
Björn Tuft fjallar um tölvunet en
sérstaklega um ISDN-tæknina,
Hans Eske Sindby fjallar um
gervigreind og þekkingarkerfi og
Michele Pracchi fjallar um 5.
kynslóð tölva.
Fundarstjóri verður Páll Jens-
son forstöðumaður.
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Söngsveitin
Fílharmonía
óskar eftir söngfólki
VERKEFNI VETRARINS:
Carl Orff Catulli Carmina
Frans Mixa Fjalla-Eyvindur
Ludwig van Beethoven
Sinfónía nr. 9 í d-mill op. 125.
Upplýsingar gefa: Þóra í síma 43354 og
Þorvaldur í síma 38426.
VERKAMANNABUSTAÐIR
í REYKJAVÍK
SUOURLANDSBRAUT 30. REYKJAVIK
Járnamann - Verkamenn
Viljum ráöa vanan járnamann og verkamenn nú
þegar við framkvæmdir okkar í Grafarvogi. Mikil
vinna framundan. Mötuneyti á staðnum.
Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 671773 og
681240.
Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík.
Útboð
Álfabakki 14 í Mjódd.
Tilboð óskast í að steypa upp og gera fokhelt
verslunarhúsið Álfabakki 14 í Mjódd.
Húsið er ca. 1000 m2 að grunnfleti, 3 hæðir og
rishæð.
Sökklar hafa þegar verið steyptir.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg-
inum 30. september nk. gegn 10.000 kr. skila-
tryggingu hjá Hönnun hf., Síðumúla 1, Reykjavík.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21.
október nk. kl. 14.00.
hönnun hf
/x Ráðgjafarverkfræðingar FRV
x? Siðumúla 1 • 108 Reykjavík • Sími (91) 84311
Laus staða við Norræna
genbankann fyrir land-
búnaðar- og garðyrkju-
plöntur
Norræni genbankinn, í Alnarp, Svíþjóð, óskar
eftir að ráða starfsmann með háskólapróf í land-
búnaði, garðyrkju, líffræði eða í hliðstæðum
greinum.
Starfsmanni er ætlað að skipuleggja vinnu gen-
bankans á varðveislu vistkerfa í tengslum við slík
verkefni á Norðurlöndunum, vinna að útbreiðslu-
kortum eftir þörfum, bera ábyrgð á erfðaefni sem
haldið er við með vaxtaræxlun, fylgjast með al-
þjóðlegri vinnu á ofangreindum sviðum og vinna
önnur störf skv. ákvörðun stjórnar.
Laun fylgja launakerfi sænskra ríkisstarfsmanna,
en staðaruppbót er greidd ef starfsmaður er frá
öðru landi en Svíþjóð.
Ráðningartími er vanalega 4 ár en mögulegt er
að framlengja ráðningu.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf, skal senda til:
Nordiska Genbanken
Box 41
230 53 ALNARP
SVERIGE
eigi síðar en 31. október 1986.
Frekari upplýsingar veitir Ebbe Kjellqvist forstjóri
NGB, sími 040-415000 og Þorsteinn Tómasson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, sími 82230.