Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 27.09.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Tsérnóbíl Kjamorkuofn tekinn aftur í notkun Moskvu - Fimm mánuðum eftir kjarnorkuslysið, sem mjög hefur stuðlað að því að breyta viðhorfum manna víða um heim til kjarnorkuvera, á orku- framleiðsla að hefjast að nýju í Tsérnóbíl. Skýrði málgagn sovéska kommúnistaflokksins Pravda frá því í gær, að einn af kjarnorku- ofnunum fjórum í verinu yrði tekinn í notkun á næstu dögum. Vöktu þessi tíðindi mikla gremju meðal andstæðinga kjarnorku- vera í Svíþjóð í gær, og John Herrington orkumálaráðherra Bandaríkjanna sagði að fréttin Eftirlíking af 15. aldar karavellu, eins og þeirri sem Bartolomeu Dias og aðrir portúgalskir sægarpar not- uðu, mun sigla frá Lissabon næsta ár á leið umhverfis Góðrar- vonarhöfða til Indlands. Er þessi ferð farin til að minnast þess að þá eru fimm aldir liðnar, síðan Dias fann sjóleiðina suður fyrir Afríku til Indlands, en sú ferð var upphafið á sjóveldi Portúgala. Pegar er verið að smíða eftirlík- inguna í skipasmíðastöð í Norður-Portúgal eftir samtíma koparstungum og málverkum, og á hún að verða nákvæmlega eins og þau skip sem Dias notaði, a.m.k. fyrirofan sjávarmál. Fyrir neðan sjávarmál verður hins veg- ar nútímaumbúnaður og vél. Skip þetta, sem verður 23,5 m á lengd og á að heita „Bartolomeu Dias“, á að leggja af stað í nóv- ember næsta ár og koma til Ind- lands 6. febrúar 1988. ERLENDAR FRÉTTIR JÓNSSON /REUTER Kjarnorkuslys Samið um samstarf Vínarborg - Aukaþingi alþjóð- legu kjarnorkustofnunarinnar, sem haldið var í Vínarborg, lauk í gær með því að fulltrúar hinna 52 aðiidarríkja stofnun- arinnar undirrituðu samning um alþjóðlega samvinnu ef kjarnorkuslys ber að höndum. Efnt var til þessa aukaþings vegna kjamorkuslyssins í Tsérn- óbfl í Úkraínu í vor. Einn af full- trúum Sovétríkjanna var Boris Shcherbina, aðstoðarforsætis- ráðherra, sem stjórnaði rann- sóknum á því slysi. í samningnum er hverri stjórn gert að skyldu að gera öðrum þjóðum viðvart ef kjarnorkuslys ber að höndum. Þær þjóðir, sem búa yfir kjarn- orkuvopnum skuldbinda sig einnig til að skýra frá því ef geislavirkur leki verður í her- stöðvum. Samningurinn mælir einnig fyrir um alþjóðasamvinnu í sambandi við kjarnorkuslys. Ekki náðist samkomulag um að stjórnir þeirra ríkja, þar sem kjarnorkuslys verða, skyldu vera skaðabótaskyidar ef nágrannar þeirra verða fyrir tjóni, og var málinu skotið til stjórnar stofn- unarinnar. Af þessum sökum neituðu fulltrúar Lúxemborgar að skrifa undir samninginn. Lúx- emborgarmenn hafa gagnrýnt harðlega áætlun Frakka um að byggja kjarnorkuver í Cattenom, aðeins 9 km frá landamærum Lúxemborgar. gæfi tilefni til áhyggna. Hefðu So- vétmenn ekki svarað um sex hundruð tæknilegum spurning- um um slysið, þótt þeir hefðu lofað að gera það, og því væru upplýsingamar ófullnægjandi. Kjarnorkuverið hefur verið lokað síðan 26. aprfl, en þá ollu óleyfilegar tilraunir verkamanna sprengingu, sem reif í sundur fjórða kjarnorkuofninn þar og hleypti geislavirku skýi út í and- rúmsloftið. Sagði Pravda að fyrsti og annar ofninn myndu verða teknir í notkun bráðlega og verið væri að gera við hinn þriðja, en hann er við hliðina á ofninum þar sem sprengingin varð. Slysið í Tsérnóbfl vakti mikla athygli um allan heim og breytti viðhorfum manna til kjarnorku- vera. Fyrstu dagana eftir atburð- inn þögðu Sovétmenn sem fastast og voru harðlega gagnrýndir fyrir það, en síðan birtu þeir ýtarlega skýrslu, sem hefur að sögn aukið þekkingu manna á eyðingarmætti kjarnorkunnar. Þrátt fyrir dag- legar greinar í sovéskum blöðum um hreinsunarstarf í Tsérnóbfl er ljóst, að mikið starf er enn fyrir hendi. Á að steypa e.k. „graf- hýsi“ utan um ofninn, þar sem sprengingin varð, og sagði Prav- da í síðasta mánuði að vinnan við' það gengi hægar en áætlað hefði verið. í gær skýrði blaðið þó frá því að einungis þakið væri eftir. Verkamenn víðsvegar að hafa verið fluttir á staðinn til að vinna að hreinsun umhverfis kjarn- orkuverið. Samkvæmt opinberum tölum hefur 31 maður látið lífið af völd- um slyssins, en tvö hundruð menn urðu fyrir alvarlegri geislun. 135.000 menn hafa orðið að flýja heimili sín. Sovéskt efna- hagslíf varð fyrir miklu tjóni af völdum sprengingarinnar og hafa sérfræðingar metið það á 2,9 miljarða dollara. En slysið olli einnig tjóni á landbúnaði í mörg- um öðrum ríkjum Evrópu. Sovétmenn sögðu að orsök slyssins hefðu verið „mannleg mistök“ og kæruleysi, og voru margir menn reknir úr starfi og embættum fyrir það, m.a. for- maður öryggisnefndar og for- stjóri versins. En einnig hefur verið skýrt frá því að þeir sem hönnuðu verið hafi haft litla reynslu í gerð kjarnorkuvera. Slysið leiddi til þess að efnt var til alþjóðlegrar ráðstefnu í Vínar- borg um öryggi í kjamorkuver- um. Þótt hústakarnir séu búnir að yfirgefa „frelsaða svæðið" hafa þeir unnið áróð- ursstríð. Franskt herlið komið til Togo París - Franskt herlið var í gær flutt til Togo til stuðnings við Gnassingbe Eyadema forseta landsins, en gerð var tilraun til árásar á forsetahöllina fyrir skömmu. í kjölfar þessara herflutninga sendi stjórn Zaire einnig hermenn til Togo til að styðja stjórn Eyadema. Embættismenn í franska varn- armálaráðuneytinu sögðu í gær, að 250 hermenn, þ. á m. fallhlífa- liðar, hefðu verið fluttir til Togo og tekið sér stöðu í höfuðborg- inni og umhverfis hana. Voru þessir herflutningar gerðir í sam- ræmi við varnarsamning Togo- manna og Frakka frá 1963, og hafði Eyadema forseti beðið um aðstoð. Frakkar eru eina Evrópuþjóð- in sem hefur herlið í Afríku, og eru alls sjö þúsund franskir her- menn í Djibouti, Senegal, Ffla- beinsströndinni, Gabon, Mið- Afríku lýðveldinu ogTsjad. Sam- kvæmt vamarsamningnum frá 1963 geta Togobúar farið fram á heraðstoð Frakka ef landið verð- ur fyrir erlendri árás, en samning- urinn hefur ekki verið birtur í heild. Samkvæmt sérsamningi frá 1976 eru jafnan 75 franskir „ráð- gjafar“ í Togo. Sumir erlendir sendimenn í París drógu í efa, að um alvarlega tilraun til valdaráns hefði verið að ræða. Töldu þeir að Frakkar vildu fyrst og fremst sýna að þeir teldu sig hafa hlutverki að gegna í Afríku. í nóvember verður ráð- stefna þjóðhöfðingja Frakklands og fyrrverandi nýlendna þeirra í Afríku haldin í Lome, höfuðborg Togo, og á Mitterrand Frakk- landsforseti að taka þátt í henni. Engisprettur fengu nýlega varmar viðtökur í Henan í Kína. Að sögn fréttastof- unnar Nýja Kína var þetta versta engisprettuárásin, sem dunið hefur yfir Mið-Kína í 44 ár, og tóku 16.000 bændur vopnaðir skordýraeitri á móti henni. Á tuttugu dögum tókst þeim að út- rýma engisprettunum að mestu, og lágu að sögn 90 af hundraði í valnum. Þessi skordýrainnrás stafaði af miklum þurrkum við Gula fljótið. Kaupmannahöfn Hústakamir unnu áróðursstríðið Frá Gestl Guðmundssyni, fréttaritara Þjóðvlljans í Kaupmannahöfp: Borgarstjórn Kaupmanna- hafnar sýndi húsnæðisvanda ungs fólks í borginni enn einu sinni fyrirlitningu á fundi sínum á fimmtudagskvöldið, en þá ákvað meirihluti hennar að taka málefni hústaka út af dagskrá á jjeirri for- sendu að hústakar höfðu yfirgefið húsið að Ryesgade 58. Minnihluti Vinstri Sósíalista og miðflokkanna mótmælti þessu gerræði sósíaldemókrata og hægri manna, en fyrir utan ráð- húsið öskruðu hústakarnir sig hása í síðustu tilraun sinni til að ná eyrum stjórnmálamannanna. Þótt hústakarnir hafi nú endanlega misst húsið að Ryesga- de 58, er almennt álitið að þeir hafi unnið áróðursstríðið. Þeir hafa vakið athygli á gífurlegum húsnæðisvanda ungra atvinnuleysingja. Þeir hafa af- sannað það á eftirminnilegan hátt að þeir sækist eftir átökum við lögreglu og yfirvöld, en þeir hafa um leið sýnt rækilega frammá að það þarf harðar aðgerðir til, til þess að stjórnmálamenn taki vandamál þeirra til alvarlegrar íhugunar. Þannig hafa þeir sýnt frammá svo ekki verður um villst, að það er valdhroki yfirvalda sem gerir húsnæðisvandann aö tilefni götubardaga. Námskeið í Esperanto Byrjenda- og framhaldsnámskeið í Reykjavík. Byrjendanámskeið í Hafnarfirði. Esperantosambandið sími 42810. SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA Reykjavík Stuðningsfjölskyldur óskast Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka fatlaðan einstakling í umsjá sína í sólarhringsvistun í skamman tíma í senn, í þeim tilgangi að létta álagi að fjölskyldu hans. Hámark dvalar í mánuði er að jafnaði 3 sólarhringar. Greiðsla þ.e. sólarhringsgjald nemur 5.5% af 0.50 Ifl. BSRB. Þær fjölskyldur sem vildu taka að sér að veita stuðning eru beðnar um að hafa samband við skrifstofuna. Svæðisstjórn málefna fatlaðra Hátúni 10 105 Reykjavík Sími 621388 Bókband Námskeið hefst þann 11. okt. Kennt á laugar- dögum og mánudagskvöldum. Uppl. hjá tómstundafulltrúa í síma 41570. Laugardagur 27. september 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Tómstundaráð Kópavogs

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.