Þjóðviljinn - 03.10.1986, Blaðsíða 2
P-SPURNINGIN-
Hvað finnst þér um
breyttan útsendingatíma
sjónvarpsfrétta?
Guðni Arnarson
sendibílstjóri:
Mér finnst mjög gott að færa dag-
skrána framar að kvöldinu. Mér finnst
það bara betra að öllu leyti.
Hjaiti Elíasson
rafvirkjameistari:
Það er nú ekki komin nein reynsla á
þetta ennþá en mér líst að sumu leyti
vel á að færa dagskrána framar. Það
má ekkert vera þannig að það sé
óbreytanlegt, hvorki fróttatími né
annað.
Sigríður Guðjohnsen,
djassballettkennari:
Útsendingatími sjónvarpsfréttanna
skiptir mig engu máli, því ég vinn á
kvöldin og missi alltaf af þeim hvort
eð er.
María Benediktsdóttir, hús-
móðir og starfar við Mennta-
skólann í Hamrahlíð:
Maður verður að venjast þessu
breyttafyrirkomulagi og stilla sig inn á
það til að geta horft á fréttatímann.
Það er óhjákvæmilegt að breyta
stundatöflu heimilisins ef maður vill
horfa á eitthvað sérstakt svo
snemma.
„ ...... ''ri'mtn,.
’JV’ ■’..
Halldóra Jónasdóttir, hús-
móðir og afgreiðslumaður:
Mér finnst þetta alveg ömurlegt. Ég
vinn í búð og það er aldrei lokað fyrr
en kl. 6 sem þýðir að maður er ekki
kominn heim fyrr en á milli kl. 6.30 og
7. Þá er eftir að sinna matnum og
húsverkum þannig að ég missi oftast
af fréttatímanum. Þetta er óþarflega
snemma á dagskránni.
FRETT1R
Verkamannabústaðir
Ráðherra var seinn til
Félagsmálaráðherra skipaði ekkiformann verkamannabústaða í Kópavogifyrr en
13. ágúst. 19eldriíbúðirkeyptará árinu ogl7nýjarafhentaríþessum mánuði.
Hafin bygging 40 íbúða strax eftir áramót
Það er vissulega rétt sem kom
fram í Þjóðviljanum á þriðju-
dag að stjórn verkamannabú-
staða í Kópavogi hefur verið laus í
böndunum í sumar. Ástæðan er
hins vegar sú að félagsmálaráð-
herra skipaði ekki formann fyrir
nýrri stjórn fyrr en 13. ágúst,
sagði Heiðrún Sverrisdóttir
bæjarfulltrúi og fyrrum stjórnar-
maður verkamannabústaða í
Kópavogi í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær.
Kjörtímabil stjórna verka-
mannabústaða rennur út strax að
loknum byggðakosningum. Bæj-
arstjórn Kópavogs kaus sína full-
trúa í nýja stjórn 27. júní en hún
gat ekki komið saman fyrr en um
miðjan ágúst af fyrrnefndum
ástæðum, sagði Heiðrún enn-
fremur.
„Hins vegar fer því fjarri að
síðasta stjórn VBK hafi verið
verklaus. Við keyptum m.a. 19
eldri íbúðir á almennum markaði
á þessu ári og í þessum mánuði
verða afhentar 27 íbúðir í þremur
fjölbýlishúsum við Sæbólsbraut".
„Þá er látið að því liggja í frétt
Þjóðviljans að bæjaryfirvöld hafi
ekki verið tilbúin með lóðir á
næsta byggingarsvæði verka-
mannabústaða í Suðurhlíðum.
Stjórn verkamannabústaða var
úthlutað lóðum undir fimm fjöl-
býlishús fyrir allt að 80 íbúðir í
september á síðasta ári. Hefði
verið sérstaklega eftir því leitað
væru þessar lóðir fyrir löngu
orðnar byggingarhæfar. Fyrri
stjórn flýtti sér hins vegar hægt
við nýbyggingar vegna mikils
byggingakostnaðar á þeim tíma
og kaus að verja meira fé til
kaupa á eldri íbúðum. Hins vegar
hefur nýja stjórnin, eftir að hún
varð starfhæf, slegið undir nára
og er nú undirbúningur að bygg-
ingum í næsta áfanga vel á veg
kominn og ætlunin að byrja þar á
amk 40 íbúðum strax á næsta
ári,“ sagði Heiðrún að síðustu.
-v.
Kemur Bítlahártískan aftur? Verð á þjónustu rakara hefur hækkað verulega undanfarna mánuði. Mynd Sig.
Rakarar
Miklar verðhækkanir
Verðlagsstofnun vinnurað ítarlegri verðkönnun. Herraklipping kostar núfrá 450
uppí630 kr.
Verðlagsstofnun vinnur þessa
dagana að verðkönnun á
þjónustu rakara í höfuðborginni
og samkvæmt hcimildum Þjóð-
viljans hefur ástandið ekki batn-
að síðan síðasta könnun var gerð í
maí síðastliðnum. Sú könnun
leiddi í Ijós að verð á herra- og
barnakiippingum hafði hækkað
verulega umfram framfærsluvísi-
tölu og kauptaxta, eða um 57-
60% á tímabilinu janúar 1985 til
maí 1986.
Á sama tímabili hækkuðu
kauptaxtar um 32%. Þjóðviljinn
gerði skyndikönnun hjá tíu rak-
arastofum á höfuðborgarsvæðinu
og kom í ljós að barnaklipping
getur kostað frá 370 krónum upp
í 477 krónur og herraklipping frá
450 krónum upp í 630 krónur. f
maí í vor var meðalverð á barn-
aklippingu 392 krónur samkvæmt
könnun Verðlagsstofnunar og
meðalverð á herraklippingu var
463 krónur.
-vd.
Yfirlýsing
Framboð fráleitt
Séra Sólveig Lára
Guðmundsdóttir:
Prestur allra minna
sóknarbarna en ekki
aðeins ákveðins hóps
Sólveig Lára Guðmundsdóttir
sóknarprestur á Seltjarnarnesi
hefur sent Þjóðviljanum eftirfar-
andi yfirlýsingu:
„Vegna síendurtekinna frétta í
dagblöðum um að ég sé að huga
að framboði fyrir hina ýmsu
stjórnmálaflokka langar mig að
taka fram eftirfarandi:
Aldrei hefi ég hugleitt að bjóða
mig fram til Alþingis, enda hefur
alls ekki verið farið þess á leit við
mig af nokkrum stjórnmála-
flokki. Ég hef hins vegar mjög
ákveðnar skoðanir á hlutverki
kirkjunnar í nútímaþjóðfélagi og
á hvern hátt hún á að blanda sér
inní umræðu um samfélagsmál.
Kirkjan hlýtur ávallt að berjast
fyrir réttlætinu og varpa ljósi á
hvert baráttumál stjórnmála-
flokkanna út frá boðsicap krist-
innar trúar.
Kirkjan hlýtur því að taka af-
stöðu gagnvart hverju málefni út
frá sínum forsendum - burt séð
frá því hvað stjórnmálaflokkum
finnst um málið. Kirkjan má því
aldrei að mínu mati, veigra sér
við að taka afstöðu í ákveðnum
málum vegna þess að einn
stjórnmálaflokkur tengist þeim
öðrum fremur.
Sem starfsmaður kirkjunnar
og sóknarprestur tel ég það frá-
leitt að fara í framboð fyrir hvaða
stjórnmálaflokk sem er. Ég er
prestur allra minna sóknarbarna,
en ekki aðeins ákveðins hóps,
sem hefur sömu stjórnmálaskoð-
anir. Þær fréttir, sem borist hafa í
blöðum um hugsanlegt framboð
mitt til alþingis finnst mér einnig
vitna um fáfræði fréttaflutnings-
fólks um starf sóknarprests í fjöl-
mennu prestakalli.
í lok þessara orða minna lang-
ar mig að varpa þessu fram til
umhugsunar: Starfsfólk dagblað-
anna virðist geta skrifað hvaða
hugaróra, sem hrærast um í höfði
þess, á þann hátt að lesendum
finnst sterkar heimildir liggja að
baki. Trygging okkar gagnvart
því að blöðin flytji okkur fréttir,
sem einhver fótur er fyrir, er því
engin.
Hér liggur að baki djúp spurn-
ing um frelsi og ábyrgð.
Við lifum, Guði sé lof, við
prentfrelsi - en því fylgir
ábyrgð.“
Sjónvarpið
Auglýst í miðrí dagskrá
í afmælisdagskrá sjónvarpsins á þriðjudagskvöldið var skotið inn auglýsingum í miðjum dagskrárliðnum -
Helgi Helgason, auglýsingastjóri Ríkisútvarpsins: Ekki brot á reglugerð. Við setjum þarna inn auglýsinga-
merkið sem lœtur áhorfandann strax vita að þarna er auglýsing að koma
Þessi afmælisdagskrá sjón-
varpsins bauð hreinlega upp á
að settur væri auglýsingatími inn
f hana og um það var samið við
dagskrárgerðarmennina sem
stóðu að gerð þessa dagskrárlið-
ar,“ sagði Helgi Helgason, aug-
lýsingastjóri Ríkisútvarpsins í
samtali við Þjóðviljann í gær, um
auglýsingatíma sem settur var inn
í dagskrárliðinn „Gegnum tíð-
ina“, þar sem brugðið var fjósi á
starfsemi sjónvarpsins í nútíð og
fortíð.
í reglugerð frá því í febrúar á
þessu ári sem menntamálaráð-
herra setti, segir í 1. grein:
„Auglýsingar skulu vera skýrt af-
markaðar frá öðru dagskrárefni
útvarps, hljóðvarps eða sjón-
varps, þannig að ekki leiki vafi á
að um auglýsingar sé að ræða og
skulu þær fluttar í sérstökum al-
mennum auglýsingatímum."
Helgi sagði að þar sem þessi
dagskrárliður hefði verið svo
langur hefði ekki þótt óeðlilegt
að setja þar auglýsingartíma. Að-
spurður um það hvort hann teldi
það eðlilegt að auglýsingar væru
settar inn í dagskrárliði, sagði
Helgi: „Já, í vissum tilvikum.
Þetta hefur verið gert áður, til að
mynda á áramótafagnaði sjón-
varpsins um síðustu áramót og í
kosningasjónvarpi, og í hléum á
íþróttaleikjum í því tilviki þegar
efni býður upp á það.“
-Er þetta þá ekki brot á reglu-
gerð um auglýsingar í sjónvarpi?
„Nei ég tel það ekki vera. Við
setjum þarna inn auglýsinga-
merkið sem lætur áhorfanda
strax vita að þarna er auglýsing
að koma, þar með erum við búnir
að láta vita að þarna sé auglýs-
ing,“ sagði Helgi.
IH
>2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. október 1986