Þjóðviljinn - 03.10.1986, Side 3

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Side 3
Það er vonandi að þeir Rónald og Mikjáll reynist heilir á geðsmunum svo þeir sieppi framhjá sálfræð- ingum Útlendlngaeftirlitsins. Einvígið Jafnt í biðskákinni Sigurlíkur Kasparoffs aukast Kasparoff og Karpoff sömdu um jafntefli eftir 45. leik heims- meistarans í 21. einvígisskákinni sem tefld var áfram í gær. Staðan er þá jöfn, IOV2-IOV2, og þremur skákum óíokið. Jafnteflið eykur líkurnar á að Kasparoff haldi tign sinni þarsem hann telst sigurvegari á jöfnum vinningum, og hefur hvítt í tveimur af þremur þeirra skáka sem eftir eru, en Karpoff þarf að ná vinningi til að endurheimta titilinn. Þeir félagar setjast að 22. skákinni í Leníngrad um tvö- leytið í dag. Biðstaðan var þessi á miðviku- dag (Karpoff með hvítt): Bb5+, og leikirnir í gær þessir: 42. Kc3 - Ra4+, 43. Kd2 - c4,44. e5+ - fxe5,45. Re4+ - Ke6. Jafn- tefli. -m Kosningar áfram Félagsfundur Kvennalistans í Reykjavík fyrrakvöld ákvað að bjóða enn fram f næstu þingkosn- ingum. I frétt frá Kvennalistanum segir að allar fyrri ástæður fyrir sérframboði kvenna séu enn í fullu gildi. Aðstæður kvenna hafi versnað í tíð núverandi ríkis- stjórnar og því aidrei nauðsyn- legra en nú að konur láti til sín taka. Lánskjaravísitalan 14.8% hækkun á árinu Framfærsluvísitalan mun hækka um 9.9% frá upphafi til loka þessa árs samkvæmt nýrri spá Seðlabankans sem birt er í nýjasta hefti hagtalna mánaðar- ins. Spáin gerir jafnframt ráð fyrir að byggingavísitalan hækki um 15.2% á árinu og lánskjaravísital- anuml4.8%. _lg. __________________FRETTIR_______________ Hótelin Tekin leigunámi Ríkisstjórnin gefur út bráðabirgðalög: Saga, Loftleiðir, Esja og Holt tekin leigunámi. Fjölmargir óvissuþœttir varðandi skipulag. Vantar upplýsingar Ríkisstjórnin tók í gær fjögur hótel í Reykjavík leigunámi með bráðabirgðalögum. Hótelin eru Saga, Loftleiðir, Esja og Hót- el Holt. Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í gær að þetta hefði verið gert að frumkvæði eigenda hótelanna, vafalaust í þeim tilgangi að auðvelda losun þeirra. Hótelin fjögur munu hýsa hluta föruneyta Reagans og Gor- batsjofs, en alls óvíst er að það dugi til. Aðeins eitt fordæmi er fyrir því að hótel hafi verið tekið leigunámi. Það var 18. júní 1944, en þá voru veitingasalir á Hótel Borg teknir til veislufagnaðar á lýðveldishátíðinni. Á fréttamannafundinum í gær kom fram að óvissa ríkir um fjöl- marga þætti er varða skipulag komu Reagans og Gorbatsjofs til landsins, einkum vegna þess að þeir sem sjá um skipulag af hálfu risaveldanna hafa ekki getað veitt fullnægjandi upplýsingar um fyrirætlanir sínar. I gær hafði enn ekki verið ákveðið hvar leiðtogarnir munu funda. Lík- 'legast er talið að Hótel Saga verði fyrir valinu, enda koma fáir aðrir staðir til greina. | „Okkur vantar mjög mikið af upplýsingum. T.d. vitum við ekki hvar forystumennirnir munu búa, eða hvar þeir funda. Ég er dálítið óánægður með að hafa ekki fengið að vita um ýmis at- riði,“ sagði Steingrímur í gær. -gg Sovétmenn Reykjavík falleg og notaleg BenediktJónsson í Moskvu: Ekkert fjölmiðlafár vegna fundarins í Reykjavík Það hefur verið haft eftir Sje- vardnaze að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu m.a. vegna þess að hún sé falleg og notaleg borg og líklegt að þar náist einhver árang- ur, sagði Benedikt Jónsson í ís- lenska sendiráðinu í Moskvu i samtali við Þjóðviljann í gær. „Það er ekki hægt að segja að hér hafi orðið neitt fjölmiðlafár vegna fundarins í Reykjavík, það er lítið um slíkt hér. Sovéskir fjöl- miðlar gera ekki eins mikið úr þessu og fjölmiðlar á Vestur- löndum. Dagskrá útvarps og sjónvarps var rofin á þriðjudag- inn til þess að tilkynna um fund- inn. Tass var reyndar fyrst með fréttina. Þar sagði að ákveðið hefði verið að tillögu Gorbatsjofs að funda í Reykjavík og að so- vésk stjórnvöld væru íslenskum þakklát fyrir að ljá fundarstað- inn,“ sagði Benedikt. Sovéskir fjölmiðlar hafa síðan fjallað um málið á hógværan hátt, en enn sem komið er er umfjöllun um ísland ekki mjög viðamikil að sögn Benedikts. Fréttamenn frá Moskvu eru nú að tínast til lands- ins og þótt umfjöllun um fundar- staðinn hafi farið hægt af stað er ekki loku fyrir það skotið að so- véskir bosgarar verði einhvers fróðari um íslenska þegar fundin- um lýkur. -gg Ralph og félagar hans hjá ARD og Magma Film hafa sitt nokkum veginn á þurru, en hvemig ætla þeir að bjarga sér sem koma í næstu viku? (Mynd: ÞB) Sæmundur Kr. Guðmundsson hjá Hreyfli er einn af um 70 bílstjórum sem verða i fastri vinnu fyrir bandaríska sendiráðið. Mynd Sig. Leigubílar Kaninn pantar 200 steinsson framkvæmdastjóri Hreyfils í gær. Rætt hefur verið um að bíl- stjórarnir fái 9000 krónur fyrir daginn hjá sendiráðinu banda- ríska, en í gær lá enn ekki fyrir ákvörðun um það. Sögurnar segja að vinnudagur þeirra verði allt upp í 18 stundir, en það hefur heldur ekki verið staðfest. Þjóð- viljanum var í gær ekki kunnugt um hvernig Sovétmenn ætla að útvega fylgdarliði Gorbatsjofs farartæki. -gg. Fréttamenn Hálfur leigubílaflotinn verður ífastri vinnufyrir erlenda gesti. Bandaríska sendiráðið hefur tryggt sér afnot af hvorki fleiri né færri en 200 leigubifreiðum í höf- uðborginni. Þeir verða í föstu starfi fyrir fylgdarlið bandaríkj- aforseta og sinna engu öðru. Auk þess hafa fjölmiðlar pantað bfla fyrir sína menn, þannig að það er ekki fjarri lagi að ætla að um 300 leigubflar sinni ekki öðru en er- lendum gcstum á næstunni. Alls eru aðeins um 640 leigu- bflar í borginni, svo fólk má fara að búa sig undir að erfitt verði að ná í bfl á meðan ísland verður í heimspressunni. „Það hefur heldur betur verið líf í tuskunum hjá okkur. Banda- ríska sendiráðið pantaði hjá okk- ur 200 bfla, en fá um 70 bfla, ann- að fá þeir á öðrum stöðvum. Bíl- arnir hjá okkur eru um 240 og við getum ekki látið þá alla í fasta vinnu, við verðum að sinna okkar kúnnum,“ sagði Einar G. Þor- Hörgullá ritvélum Ralph Christians: Fréttamenn munu lenda íýmsum erfiðleikum Háskólinn frestar Vegna leiðtogafundarins hefur „opnu húsi“ hjá Háskólanum ver- ið frestað til 19. október. Opna húsið er í tilefni 75 ára afmælis skólans sem minnst verð- ur nú um helgina og í næstu viku átti upphaflega að vera sunnu- daginn 12. en rekst nú á leiðtog- afund í nágrenninu. Allar aðrar áætlanir um hátíðarhald í skólan- um standa óbreyttar. Það á eftir að reynast erfitt fyrir marga fréttamenn sem hing- að koma að útvega sér fullnægjandi aðstöðu og búnað hér í Reykjavík. Við stöndum ágætlega að vlgi þar sem ég var staddur hér á landi þegar fréttin kom og þekki hér tU, en margir eiga eftir að lenda í erfiðleikum, sagði Ralph Christians kvik- myndagerðarmaður í samtali við Þjóðviljann í gær. Christians hefur starfað all lengi hér á landi við gerð ýmiss konar mynda, mest megnis fyrir þýska sjónvarpið ARD, er m.a. að vinna að fjögurra stunda þætti um ísland, sem sýndur verður í Þýskalandi í desember eða janú- ar. Þegar fréttin um leiðtogafund- inn barst var hann ásamt starfs- mönnum Magma Film þegar fenginn til þess að undirbúa komu 18 manna liðs frá ARD og vinna síðan með því meðan á veru leiðtoganna í Reykjavík stendur. Síðan hefur hann staðið í ströngu við að útvega það sem til þarf og hefur gengið vel, en þó rekið sig á ýmsa veggi. „Ég hef þurft að leigja upp mikið af tækjabúnaði, myndver, bfla, íbúðir, ritvélar, þurft að út- vega síma og fjarrita og margt fleira. Þetta hefur gengið vel, en það á eftir að koma í ljós hvort dæmið gengur upp hjá öllum þeim fjölda fréttamanna sem hingað munu koma. T.d. hef ég rekið mig á að erfitt er að fá rit- vélar til leigu og ég er sannfærður um að leiga á ritvélum verður stjamfræðileg þegar mest gengur á. Sama sagan verður með gistir- ými. Ég hef heyrt um fréttamenn sem ætla að gista á Hótel Stykkis- hólmi og fljúga daglega á milli. Besta lausnin væri auðvitað að fá hingað skemmtiferðaskip. En þau verða mörg vandamálin sem menn fá að glíma við á næstu dögum,“ sagði Christians. ________ -gg_ Föatudagur 3. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.