Þjóðviljinn - 03.10.1986, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Qupperneq 14
VKDHORF Um verkamannabústaði í Kópavogi Guðmundur Hilmarsson skrifar í grein sem birtist í Þjóðviljan- um 30. september sl. á baksíðu, er sagt að stjórn Verkamanna- bústaða í Kópavogi hafi verið óvirk meira og minna allt þetta ár, þar til í haust. Af þeim or- sökum hafi enn ekki verið hafnar framkvæmdir við byggingu 26 íbúða, sem stjórninni var heimil- að að byggja í ár. Síðar í sömu grein er sagt að V.B.K. sé ein af 19 stjómum í ýmsum sveitarfé- lögum, sem ekki hafi nýtt sér það fjármagn, sem fyrir hendi sé hjá Húsnæðisstofnun. Nú er mér ekki ljóst, hvernig ástandið er í þeim 18 sveitarfé- lögum, sem blaðamaður Þjóð- „Pað er rakalaus þvœttingur að stjórn VBK hafi verið óvirk meira og minna allt þetta ár. Stjórnin héltfundi að með- altali einu sinni í viku, þar til tímabil hennar rann út á kjördag í maí sl. “ viljans hefur væntanlega aflað sér upplýsinga um. En mér er hins MINNING Ólafur Guðmundsson Fæddur 1.11.1952 - Dáinn 26.9. 1986 Það er eins og það hafi verið í vor. Það er varla lengra síðan að við hlupum út í vorið, hópur vina til að takast á við lífið. Svona undra hratt Iíður tíminn, þessi fylginautur okkar allra, tíminn sem við trúðum að væri það síð- asta sem við þyrftum að hafa áhyggjur af. Lífið var framundan með öllum sínum vonum og fyrir- heitum, líf og starf til að takast á við, til að sigrast á og til að njóta. Það var ætlunarverk okkar allra, ungra, glaðra og bjartsýnna bekkjarsystkinanna í Mennta- skólanum við Hamrahlíð vorið sem við urðum stúdentar 1972. Til að takast á við lífið. Ekki eins og við værum að leggja til orustu, heldur til að vera í lífinu, því við vorum lífið og lífið var í okkur. Þess vegna vorum við glöð, þess vegna vorum við bjart- sýn. Enginn var glaðari og enginn var einlægari í gleði sinni en Óli Guðmunds, strákur að vestan sem var kominn í bæinn til að læra. Svikalaust og af hæfilegri alvöru sinnti hann námi sínu og skilaði því með fullum sóma. Eins sinnti hann okkur skóla- systkinum sínum og tók fullan þátt í gleði okkar og ærslum, af þeirri eðlislægu, náttúrulegu hlýju, sem einkenndi hann. Spil- aði fyrir okkur og söng. Hann var einn okkar. Okkar, sem þessa vordaga 1972 vorum að leggja út í nýja lífið, lífið eftir skólaárin þeg- ar samfundimir yrðu stopulli og hvert okkar færi þann veg sem sýndist bestur. Óli fór í Háskól- ann og síðan heim og vestur og hún Kata fyigdi honum, stelpan sem við höfðum fengið að hitta síðasta veturinn okkar í skóla- num. Það eru bráðum 15 ár síðan, og nú hefur Óli Guðmunds háð glímu sína við dauðann, sem eng- inn mannlegur máttur fær staðist, hversum ríkum vilja og hversu miklu lífi hann er gæddur. Alla sigrar hann um síðir, það er sú ein fullvissa, sem allir ganga að vísri. Samt kemur hann okkur á óvart, eins og við trúum því að hann muni sneiða hjá okkur, að við okkur eigi hann ekki erindi. Víst vissum við að Óli hafði verið mikið veikur og að hann hafði staðið af sér fyrstu atlöguna, og vildum ekki trúa öðm en hann hefði staðið glímuna alla. Svo fór ekki. Óli Guðmunds er dáinn. Vestur á ísafirði skilaði hann ævistarfi sínu, áreiðanlega jafnvel og hann gekk að starfi og leik í Menntaskólanum við Hamrahlíð við hlið vina sinna. Allt of sjaldan hittist þessi hópur eftir að leiðir skildu, allt of sjald- an fengum við að hafa Óla og Kötu hjá okkur þegar við komum saman. Þegar það var, stafaði ævinlega þessari notalegu hlýju frá þeim Isfirðingunum, fölskva- lausri gleði í góðum hópi. Þeir fundir verða aldrei samir. Hugsun okkar og tilfinning verður aldrei tjáð með orðum, þau orð eru ekki til. Vitund okk- ar öll er hjá Kötu og litlu stúlkun- um tveimur. Við vottum ástvinum Ólafs Guðmundssonar okkar dýpstu samúð. Bekkjarsystkinin í 4-N Einlægar þakkir og kveðjur til allra þeirra sem heiðruðu minningu Steindórs Árnasonar skipstjóra og sýndu okkur samúð og vináttu við andlát hans og útför. Guðmunda Jónsdóttir Jón Steindórsson Guðmunda Jónsdóttir Guðný Svava Bergsdóttir Haraldur Jónsson Steindór Haraldsson Guðný Ragnarsdóttir Bergur Garðarsson Ásdís Ingólfsdóttir vegar nokkuð ljóst hvernig á- standið er hjá V.B.K.. Það er rakalaus þvættingur að stjóm V.B.K. hafi verið óvirk meira og minna allt þetta ár. Stjómin hélt fundi að meðaltali einu sinni í viku, þar til tímabil hennar rann út á kjördag í maí sl. Fyrsti fundur nýrrar stjómar var haldinn í ágúst sl. og ef ég get talið rétt em 6 mánuðir meira en 3 mánuðir. Þannig fæ ég ekki séð að V.B.K. hafi verið óvirk meira og minna allt árið. Einnig er gefið í skyn að ekkert hafi verið gert í því að fjölga íbúð- um í félagslegri eign hér í Kópa- vogi og það sem er dregið fram sem sönnun í því efni er að ekki sé enn byrjað á framkvæmdum á 26 íbúðum við Suðurhlíðar í Kópa- vogi. Til upplýsinga fyrir lesendur Þjóðviljans, vil ég upplýsa þá um það, að í Kópavogi vora keyptar á almennum markaði 19 íbúðir frá því í nóvember 1985 fram til maímánaðar 1986. Þessi ráðstöf- un var gerð vegna þess að sölu- íbúðir á almennum markaði hafa verið mun ódýrari héldur en ný- byggingar. Sem dæmi get ég neftit að V.B.K. keypti 3 2ja herb. íbúðir að meðaltali 60,37 m2 á kr. 25.817 pr. m2, 13 3ja herb. íbúðir að meðaltali 79,12 m2 á kr. 23.582 pr. m2 og 3 4ra herb. íbúðir að meðaltali 99,67 m2 á kr. 21.050 pr. m2. í öllum þessum upphæðum er tekið tillit til áætlaðs viðgerðarkostnaðar. En því miður urðum við að hætta að kaupa íbúðir þar sem framlag bæjarfélagsins til V.B.K. var þrotið samkvæmt fjárhagsáætl- un. Samkvæmt lögum um verka- mannabústaði leggur bæjarfé- lagið fram 10% af því sem Bygg- ingarsjóður verkamanna lánar hverju sinni. Þannig getur skapast það ástand að bæjarfé- lagið getur ekki látið jafn mikið fé af hendi og Byggingarsjóður verkamanna hverju sinni, ef farin er sú leið að kaupa íbúðir eins og gert var hjá V.B.K., þar sem það tekur mun skemmri tíma að fá íbúð afhenta, ef hún er keypt á frjálsum markaði, eða um 3 mán., en 2 til 3 ár ef byggt er. Þar til viðbótar má geta þess að flest sveitarfélög láta gatnagerð- argjöld ganga uppí 10% greiðslu- skyldu sveitarfélagsins, en gatna- gerð þarf ætíð að fara fram á nýj- um byggingarsvæðum hvort sem er og því hagstæðara fyrir sveitarfélögin en að keypt sé eldra húsnæði. Að endingu vil ég koma því á framfæri sérstaklega við blaða- mann Þjóðviljans, sem skrifar undir stöfunum G.G., að þær lóðir, sem V.B.K. hefurfengið til úthlutunar í Suðurhlíðum, eru ekki tilbúnar enn í dag 1. október 1986 til byggingar. Guðmundur Hilmarsson er formaður Félags bifvélavirkja og á sæti í stjórn Verkamannabústaða í Kópavogi. Andófið Vígtól í sveltandi heim Kristinn H. Gunnarsson, einn andófsmanna: Ratsjárstöðin er reist afbandarísk- um stjórnvöldum í þágu bandarískra hagsmuna Við hér fyrir vestan höfum ætíð lagt áherslu á fáránleik þessa hernaðarbrölts hér í Stiganum. A sama tíma og hundruð miljóna jarðarbúa svelta heiiu hungri kasta bandarísk stjórnvöld einum og hálfum miljarði íslenskra króna I ratstjárstöð sem engin knýjandi þörf er fyrir. Auk þess bendir flest til að stöðin hér fyrir ofan verði úrelt innan fárra ára. Það er Kristinn H. Gunnarsson oddviti Alþýðubandalagsmanna í Bolungarvík sem hefur orðið, en hann hefur staðið framarlega í flokki heimamanna, sem barist hafa gegn hernaðarframkvæmd- um í Stigahlíð. Við spurðum hann hvert hann teldi vera álit heimamanna á ratsjárstöðinni: „Ef hér færi fram almenn at- kvæðagreiðsla efast ég stórlega um að meirihluti fengist fyrir þessari framkvæmd. Til marks um það get ég nefnt að á sínum tíma flutti ég tillögu í bæjarstjórn Bolungarvíkur þar sem lagt var til að allsherjaratkvæðagreiðsla færi fram. Tillagan hlaut aðeins mitt atkvæði og hermangsflokkarnir óttuðust greinilega niðurstöðu baejarbúa í málinu“. I sérstökum samningi sem gerður var við Bolvíkinga í júlí 1985 er gert ráð fyrir að leiga fyrir land undir stöðina skuli vera 2.650 krónur á ári. „Þessi smán- artala sýnir auðvitað undirlægju- háttinn en þó er verst að ekkert ákvæði er í samningnum um upp- sögn af hálfu Bolvíkinga. Utan- ríkisráðuneytið, þ.e. annar aði- linn, hefur rétt til að segja samn- ingnum upp með 12 mánaða fyrirvara en þennan sjálfsagða rétt höfum við ekki. Tillaga mín í bæjarstjórn um að við hefðum þennan rétt einnig var á sínum tíma felld“, sagði Kristinn enn- fremur. „Staðreyndin er sú að fullyrð- ingar hermangsmanna um stór- Kristinn H. Gunnarsson. kostlegan ávinning heimamanna af byggingu og rekstri þessarar ratsjárstöðvar eru gersamlega út í hött. íslenskir aðalverktakar sf. á Keflavíkurflugvelli skara sem fyrr mestan eld að sinni köku en fela undirverktaka hér vestra að sjá um hluta framkvæmdanna. Hann hefur eflaust dágóðan skilding upp úr krafsinu en þar með er líka öll sagan sögð. Ætli verkamenn við vegarlagninguna upp á fjallið séu ekki 10-15 talsins og hefur eitthvað fjölgað síðan farið var að vinna að undirbún- ingi við sjálfa stöðvarbygging- una. Bolungarvík hefur þessar leigutekjur sem áður var minnst á, að vísu með verðbótum! Ann- an hagnað hefur bæjarsjóður ekki. Eftir að stöðin verður kom- in í gagnið vinna þar örfáir starfs- menn, enda allur búnaður að mestu sjálfvirkur". „Þegar við hófum baráttuna gegn þessu hernaðarmannvirki fyrir hartnær 2 árum, sáum við fljótlega að hér var einvörðungu um bandaríska hagsmuni að ræða. Vamarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins fullyrti hins vegar að íslenskir aðilar hefðu af þessu gagn. Bent var á Póst og síma, Landhelgisgæsluna og Há- skóla íslands. Meira að segja var fullyrt að stöðin tryggði mjög ör- yggi íslenskra sjómanna. Það vita hins vegar allir sem vilja vita að það er hægt að tryggja öryggi þeirra mun betur með öðram og margfalt ódýrari hætti. Það ber því allt að sama brunni og æ fleiri gera sér grein fyrir eðli málsins. Bandaríska vígvélin þenur út hernaðarkerfi sitt og lið- ur í þeirri útþenslu, auðvitað allt í nafni friðarbandsins, er að koma þessum vígtólum fyrir í Stiga- hlíð“, sagði Kristinn H. Gunnars- son að síðustu. _v> 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Föstudagur 3. október 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.