Þjóðviljinn - 03.10.1986, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 03.10.1986, Qupperneq 15
Handbolti ÍÞRÓTTIR Stjaman líklegust Mikil pressa á okkur, segir Páll Björgvinsson þjálfari „Það verður erfitt að standa undir svona pressu, bæði fyrir mig og leikmennina. Þetta er svo- lítið lúmskt, ég er hræddur um að ég verði að vera búinn að berja þetta úr mínum mönnum fyrir fyrsta leikinn á miðvikudaginn,“ sagði Páll Björgvinsson, þjálfari Stjörnunnar, í samtali við Þjóð- viljann, eftir að Stjarnan hafði sigrað með yfirburðum í skoð- anakönnun þjálfara og fyrirliða 1. deildarinnar í handknattleik í fyrradag. Stjarnan er sigurstranglegasta lið 1. deildar ef marka má könn- unina. Garðabæjarliðið fékk 253 stig af 260 mögulegum en annars varð niðurstaðan þessi: 1. Stjarnan.................253 2. Valur....................229 3. FH.......................197 4. KR.......................185 5. Víkingur.................182 6. Fram.....................143 7. Breiðablik...............114 8. KA.......................108 9. Haukar....................82 lO.Ármann....................69 Undanfarin þrjú ár hafa knattspyrnumenn gert slíkar skoðanakannanir í upphafi keppnistímabils og spár þeirra um meistara hafa alltaf komið fram. „Ég vona svo sannarlega að það gildi um handboltann líka,“ sagði Páll. Lið Hauka og Ár- manns geta huggað sig við að knattspyrnumönnunum hefur gengið öllu verr að spá um hverjir falli í 2. deild. -VS Evrópukeppnin Sigumiark Katowice á síöustu stundu Framarar vörðust vel en skoruðu ekkifrekar en hin íslensku liðin GKS Katowice sigraði Fram 1- 0 í síðari leik liðanna í Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu sem fram fór í kolaborginni Kat- owice í Póllandi í gær. Framarar vörðust vel og léku skynsamlega og allt stefndi í jafn- tefli en átta mínútum fyrir leiks- lok tókst Marek Koniarek, fram- herjanum eldfljóta sem skoraði 2 mörk í fyrri leik liðanna, að skora sigurmark Katowice. Katowice sigraði því 4-0 samanlagt og leikur í 2. umferð. íslensku félagsliðin náðu því ekki að skora mark í Evrópuleikjun- um í ár, og fengu á sig 30 í sex leikjum. Aðeins einu sinni áður, árið 1970, hefur útkoman verið verri og það hefur aðeins einu sinni fyrr gerst, árið 1972, að ekki eitt einasta mark hafi verið skorað. Félögin hafa þó til máls- bóta að sjaldan hafa andstæðing- arnir verið sterkari en einmitt í ár. -VS Unglingalandsleikur Leikið við Austur-Þjóðverja A Laugardalsvellinum á morgun Unglingalandslið íslands og Austur-Þýskalands í knatt- spyrnu, skipuð leikmönnum 16 ára og yngri, leika fyrri leik sinn í Knattspyrna Guðmundur í Hannover Guðmundur Torfason, marka- kóngur úr Fram, fer frá Póllandi til Hannover í Vestur-Þýskalandi til að kanna aðstæður hjá Hanno- ver 96, efsta liðinu í 2. deild þar í landi. Með honum fer umboðs- maðurinn Willi Reinke sem hefur komið mörgum íslenskum knatt - spyrnumönnum í atvinnu- mennsku. -VS Evrópukeppninni á Laugardals- vellinum á morgun, laugardag, kl. 14. Lárus Loftsson þjálfari valdi eftirtalda 16 leikmenn: Markverðir: Kristján Finnbogason, KR Þorsteinn Þorsteinsson, Þrótti Aðrir leikmenn: Arnar Grétarsson, Breiðabliki Árni Halldórsson, lA Árni Kvaran, Stjörnunni Axel Vatnsdal, Þór A. Guðbjartur Auðunsson, Fram Gunnar Andrósson, Fram Gunnar Másson, Val Halldór Kristinsson, KA Haraldur Ingólfsson, lA Haukur Pálmason, Fram Ingólfur Ingólfsson, Stjörnunni Jóhannes Jónsson, Víkingi Jörundur Sveinsson, Stjörnunni Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Aðgangur verður ókeypis og er barna- og framhaldsskólanem- endum sérstaklega boðið á leikinn. Valsmenn Fyrri í kvöld Valsmenn leika í kvöld fyrri leik sinn við Urædd frá Noregi í IHF-kcppninni í handknattleik. Leikið verður á heimavelli Urædd í Porsgrunn, skammt frá Osló, og síðari leikur félaganna fer einnig fram þar, á morgun. Urædd hefur verið í hópi bestu liða Noregs undanfarin ár og er nánast ósigrandi á heimavelli sín- um þannig að Valsmenn eiga erf- iða lciki fyrir höndum. -VS Valur Ingimundarson hefur titilvörnina í kvöld, nú sem þjálfari UMFN auk þess að leika með liðinu. 1 Qunnar Þorvarðarson og Einar Bollason fagna sigrinum í C-keppninni sl. vor. Nú bíða þeirra mörg og stór verkefni næstu þrjú árin. Körfubolti Einar og Gunnar ráðnir til 1989 Stefntað um 100 leikjum nœstuþrjú árin Einar Bollason og Gunnar Þor- varðarson skrifuðu í gær undir nýjan þriggja ára samning við Körfuknattleikssamband ís- lands, um þjáifun A-landsliðs ís- lands. Þeir munu stjórna liðinu framyfir Norðurlandamótið vor- ið 1989 og ætla að bæta við þrem- ur mánuðum, launalaust, ef Is- land kemst í úrslit Evrópukeppn- innar þá um sumarið. Einar og Gunnar hafa náð góð- um árangri með íslenska landslið- ið og skemmst er að minnast Evr- ópukeppninnar sl. vetur. Þá vann ísland C-keppina hér á landi og stóð sig með prýði í frumraun sinni í B-keppninni. Áætlað er að landsliðið leiki nálægt 100 leikjum á þessum þremur árum og taki þátt í 12-15 mótum, heima og erlendis. Með- al verkefna eru Polar Cup, Ól- ympíuleikar smáþjóða í Mónakó, Evrópukeppni og Bandaríkja- ferð á árinu 1987, undankeppni Ólympíuleikanna 1988 auk Polar Cup 1989. Þá er stefnt að ferð til ísraels næsta haust og Asíuferð í október 1988, auk fleiri verk- efna. -VS Körfubolti UMFNogKR leika í kvökl Valur og UMFN sigurstranglegust Keppni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik hefst í kvöld með leik íslands- og Reykjanesmeist- ara UMFN og Reykjavíkurmeist- ara KR. Leikið verður í Njarðvík kl. 20. Hinir tveir leikirnir í fyrstu um- ferð fara fram á sunnudaginn. Haukar og Fram leika í Hafnar- firði kl. 14 og Valur mætir ÍBK í Seljaskólanum kl. 20. Þjálfarar úrvalsdeildarliðanna spáðu í spilin í gær og á þeim var að skilja að Valur og UMFN myndu berjast um íslands- meistaratitilinn. ÍBK, KR og Haukar yrðu í slagnum um hin tvö sætin í úrslitakeppninni en Framarar ættu mjög erfiðan vet- ur framundan. Jon West, Bandaríkjamaður- inn sem nú þjálfar Val, sagði að geta íslenskra körfuknattleiks- manna hefði komið sér á óvart og greinilegt væri að miklar framfar- ir hefðu orðið í íþróttinni hér á landi undanfarin ár. -VS Knattspyrna Maradona mis- tekst líka! Víti í stöng og Napoli féll Diego Maradona, argentínski knattspyrnusnillingurinn, skaut í stöng úr vítaspyrnu í fyrrakvöld og það kostaði lið hans, Napoli frá Italíu, sæti í 2. umferð UEFA- bikarsins. Napoli lék við Toulouse í Frakklandi og hafði unnið fyrri leikinn 1-0. Að lokinni framleng- ingu í fyrrakvöld stóð 1-0 fyrir Toulouse og liðin því jöfn, 1-1. Gripið var til vítaspyrnukeppni og Maradona tók síðustu spyrnu Napoli- og skaut í stöngina. Evr- ópudraumur Napoli fékk þar með skjótari endi en vonir stóðu Handbolti Umferð á miðvikudaginn Keppni í 2. og 3. deild hefst í kvöld Keppni í 1. deild karla í hand- knattleik hefst á miðvikudaginn kemur. Þá verður leikin heil um- ferð, fimm leikir, en í vetur leika í fyrsta sinn 10 lið í 1. deild. Leikirnir eru þessir: Stjarnan-Ármann Haukar-Valur Víkingur-KR Fram-KA Breiðablik-FH Þrjár fyrstu umferðirnar verða leiknar í' þessum mánuði. Þá kemur þriggja vikna hlé vegna landsliðsferðar en keppni hefst á ný þann 12. nóvember og leiknar sex umferðir til viðbótar á þessu ári. í janúar verða leiknar um- ferðir 10 til 12, þá verður fimm vikna hlé, til 20. febrúar, en síð- ustu sex umferðirnar verða leiknar frá þeim tíma til 5. apríl þegar mótinu lýkur. Keppni í 2. og 3. deild karla hefst í kvöld. í 2. deild mætast Afturelding-ÍBK, Grótta-ÍR og í A-HK en á morgun leika ÍBV og Reynir. Leikur Fylkis og Þórs A. sem tilheyrir fyrstu umferð verð- ur leikinn síðar. í 3. deild mætast ÍS og Völsungar í kvöld en Völs- ungar leika síðan við UMFN í Njarðvík á morgun. Fyrstu leikirnir í 1. deild kvenna verða á morgun, laugar- dag. Þar mætast Valur-KR, Fram-Stjarnan og FH-Víkingur. Fjórði leikur 1. umferðar, Ármann-ÍBV, fer fram síðar í mánuðinum. Fyrsti leikur 2. deildar kvenna er í kvöld, milli Breiðabliks og ÍBK. -VS Föstpdagur 3. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.