Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 3
FRETTIR Endurkoma villimannanna... Hafa þelr Reagan og Gorbatsjoff þá verlð hérna áður? Landkynning íslensk kvikmynda- hátíð ■ Kvikmyndasjóður hefur í til- efni leiðtogafundarins um helgina sett upp dagskrá fyrir íslenska kvikmyndahátíð í Regnboganum sem hófst í gær og stendur fram á mánudag. A hátíðinni verða sýndar 9 íslenskar kvikmyndir sem allar hafa verið gerðar á síð- ustu árum. Meðal myndanna sem sýndar verða er ný amerísk útgáfa á Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson, en hin endur- bætta útgáfa nefnist „Endur- koma villimannanna“. Aðrar myndir eru Skiiaboð til Söndru, Rokk í Reykjavík, Atómstöðin, Skammdegi, Á hjara veraldar, Húsið, Með allt á hreinu og Út- laginn. ~*g- Leiðtogafundurinn Ögrun við þjóðina Fundur Reagans og Gorbat- sjofs í Reykjavfk er ekki í þágu friðar heldur hið gagnstæða. Hann er ögrun við íslensku þjóð- ina, sem aldrei hefur verið spurð um það hvar hún vill skipa sér á vettvangi alþjóðamála. Við mót- mælum því harðlega að leyfí skyldi gefíð fyrir þessum fundi hér á landi, segir m.a. í ályktun sem Baráttusamtök fyrir stofnun kommúnistaflokks sendu frá sér i gær. I ályktuninni enn fremur bent á að risaveldin tvö hafi verið í far- arbroddi vígbúnaðarkapphlaups- ins svo að kjarnorkuvopnabúr hvors þeirra um sig nægi til að tortíma jarðkringlunni mörgum sinnum. -gg Forsœtisráðherrann Góðvinir Sovétmanna Þar sem ísland á aðild að NATO er það ekki hlutlaust ríki, en við höfum alltaf átt vinsamleg samskipti við Sovétríkin, segir Steingrímur Hermannsson m.a. í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt, sem birtist í dag. Haft er eftir Steingrími að ís- land hafi verið valið sem fundar- staður leiðtoganna vegna góðra samskipta landsins við bæði risa- veldin og ennfremur vegna þess að hér sé fremur rólegt og heppi- legt andrúmsloft fyrir fund af þessu tagi. Austfirðingar Erum leiðir á þögninni íbúar á Djúpavogi sendu mótmœlaskjal til útvarpsins vegnaþess að þeir ná ekki Rás2. Hörður Vilhjálmsson fjármálastjóri: Á von á að sendum verði komið upp nœsta sumar Við undirritaðir íbúar á Djúpa- vogi mótmælum því misrétti sem viðgengst hjá Ríkisútvarp- inu. Við erum orðin leið á þögn- inni! Svo segir í bréfhaus undirsk- riftalista sem 200 íbúar á Djúpa- vogi hafa sent útvarpsstjórum Ríkisútvarpsins, vegna þess að ekki heyrist í Rás 2 á staðnum og ríkir mikil óánægja meðal íbú- anna vegna þessa. í bréfinu segir einnig að íbú- arnir sjái ekki ástæðu til þess að greiða sama afnotagjald og aðrir landsmenn er hafa þá þjónustu sem Rás 2 veitir. „Við bíðum ennþá eftir viðbrögðum við þessu bréfi og ef þau verða engin þá munum við taka okkur saman og senda alla afnotagjaldsseðlana til baka og biðja um nýja með lægri upphæðum“, sagði Hafdís Boga- dóttir íbúi á Djúpavogi í samtali við blaðið. Blaðið kannaði hvernig þessi mál standa á öðrum stöðum sem ekki heyra í Rás 2, á Fáskrúðs- firði, Stöðvarfirði og á Breiðdals- vík og kom það fram í máli manna að almenn óánægja ríkir meðal íbúanna á þessum stöðum. Sums staðar heyrist þó ógreini- lega í rásini ef komið er upp sér- stökum loftnetum á húsþökum eða „uppi um alla kletta“ einsog einn af • viðmælendum blaðsins tók til orða. „Ég hef kynnt þetta mjög vel og tel það nánast öruggt að aðalá- hersla verði lögð á það næsta sumar að fleiri sendum verði komið upp fyrir Rás 2 fyrir austan“, sagði Hörður Vilhjálms- son fjármálastjóri útvarpsins í samtaii við blaðið. „Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin en ég á von á því að hægt verði að byrja strax með vorinu.“ - vd. Undimefnd samninganefndarinnar (síldarsölusamningunum hélt langan fund í gær. Lengst til vinstri er Einar Benedikts- son, þá Alexey Russov, Alexander Kolesov og Gunnar Flóvenzframkvæmdastjóri síldarútvegnefndarinnar. Mynd Sig. Síldarviðrœður Engar niöurstöður ennþá Sfldarútvegsnefnd fundar enn við Rússa fyrir luktum dyr- um. Sem kunnugt er hefur verð- lagsráð sjávarútvegsins ákveðið að bíða með verðákvörðun á salt- sfld þar til eitthvað kemur út úr samningaviðræðunum og jafn- framt hefur verið ákveðið að bíða með verðákvörðun á frystri sfld þar til línur skýrast á Evrópu- mörkuðum, en verð er mjög lágt þar nú. Að sögn Hermanns Hanssonar formanns Félags sfldarsaltenda á Norður- og Austurlandi draga lág tilboð Norðmanna úr líkum á því að góðir samningar náist við Rússa um saltsfldarkaup. Á nokkrum stöðum fyrir austan er hafin frysting á sfld til beitu og að sögn Hermanns er þörfin innan- lands fyrir beitusfld talin um 5000 tonn. Árlega eru seld um 18.000- 24.000 tonn af frystri sfld til Evr- ópu en leyfilegt er að veiða 65.000 tonn. -vd. Æskulýðsfylkingin A-flokkar vinni saman ÆFAB-þing hafnar samstarfi við íhaldið Þing Æskulýðsfylkingar Al- þýðubandalagsins um síðustu helgi hvatti þess að A-flokkarnir vinni saman, og samstarfí við Sjálfstæðisfíokkinn hafnað. Á landsþinginu í Ölfusborgum var samþykkt ítarleg ályktun um utanríkismál, stjórnmálaályktun og ályktanir sem beint var til þingflokks AB um viðskiptabann á Suður-Afríku, byggingu náms- mannaíbúða, sömu krónutölu í fæðingarorlof og um æskulýðs- sjóð til stuðnings æskulýðsstarfi. í stjórnmálaályktuninni segir meðal annars að landsþingið hvetji til þess „að Alþýðubanda- lag og Alþýðuflokkur vinni sam- an á þingi nú í vetur með það fyrir augum að fara saman í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Samstarfi við Sjálfstæðisflokk hafnar lands- þingÆFAB. Verkalýðsflokkam- ir eiga að sameinast um efnahags- stefnu sem miðar við hagsmuni alþýðuheimila. Grundvallar- atriði slíkrar stefnu er að leitað verði nýrra rekstrarforma fyrir þann atvinnurekstur sem ekki getur borgað mannsæmandi laun. Bendum við á starfsmanna- stjórnir í því sambandi. ÆFAB á sér samvirka forystu í framkvæmdanefnd og voru kjör- in í hana þau Anna Hildur Hildi- brandsdóttir, Gerður Gestsdótt- ir, Sölvi Ólafsson, Einar Braga- son og Ragnar A. Þórsson. Vara- menn eru Eiríkur Hjálmarsson, Árni Björn Ómarsson og Ásdís Þórhallsdóttir. Þingið ávörpuðu gestirnir Ás- mundur Stefánsson, Kristín Á. Ólafsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson. __________-m ORFRETTIR' Málarar á fslandi virðast hraustari en gengur og gerist samkvæmt nið- urstöðum ítarlegrar könnunar á heilsufari 622 hérlendra málara. Það var atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlitsins sem stóð fyrir þessari athugun en deildin er nú að kanna heilsufar og vinnuað- stæður hjá fiskverkunarfólki. Kennarasamband- ið harmar að leiðtogafundurinn um helgina skuli raska skólastarfi og valda truflun sem erfitt sé að bæta nemendum upp. Væntir stjóm KÍ að framkvæmd við fundahöld muni í framtíðinni ekki raska því mikilvæga kennslu- og uppeldisstarfi sem fram fer í skólum landsins. Stórstúkan hefur sent þeim Reagan og Gor- batsjoff bréf þar sem segir m.a. að alþjóðaregla góðtemplara hveti til fækkunar kjarnavopna og stöðvunar vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Einnig að komið verði á kjarnorkulausum svæðum og lýsir jafnframt vanþóknun sinni á hvers kyns kenningum um möguleika á takmörkuðu kjarn- orkustríði. Verðkönnun Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis og verkalýðsfélag- anna á ýmsum algengum neysluvörum leiddi (Ijós að verð- munur á Dún mýkingarefni var allt að 55,4% á milli verslana. Lýsing h.f. nefnist nýtt hlutafélag sem Landsbankinn, Búnaðarbankinn, Brunabótafélagið og Sjóvá hafa stofnað til að annast fjármögnun- arleigu. Þessi félög hafa tekið saman höndum til að byggja upp íslenskt fyrirtæki á þessu sviði sem sé nægilega öflugt til að tryggja að forystan á þessu sviði só í höndum fslendinga. Hlutafé er 50 miljónir og stjórnarformað- ur Helgi Bergs. Landakot Skortur á sjúkraliðum Þetta er í fyrsta skipti sem við eigum í vandræðum með að fá sjúkraliða til starfa“, sagði Guð- rún Marteinsson hjúkrunarfor- stjóri á Landakotsspítala í samtali við blaðið, en þar vantar nú sjúkraliða í 9 stöður. Landakotsspítali hefur einnig auglýst nokkrum sinnum eftir hjúkrunarfræðingum á nætur- vaktir en að sögn Guðrúnar hefur enginn sótt um og erfitt er að fá fólk til þess að gegna störfum á næturvöktum þrátt fyrir það að deildarstjóralaun séu í boði sam- kvæmt samningum Hjúkrunarfé- lags íslands. AUflestir sjúkraliðar á Landakoti hfa sagt upp störfum frá 1. október. -vd. Föstudagur 10. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 -gg/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.