Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 9
Rœff við Svavar Gestsson formann Alþýðubandalagsins Spurning: Síðan þúfórst ísumarfrí hefur þingflokkum fœkkað um einn við fráfall Bandalags jafnaðar- manna. Skoðanakannanir sýna ncer hnífjafnt fylgi Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Framsóknarflokks. Hvaða þróun sérð þú fyrir í íslensk- um stjórnmálum á næstunni? Svavar: Ég held að átökin í vetur verði milli Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks annars vegar og hins veg- ar stjórnarflokkanna. Alþýðubanda- lagið fékk um 24.000 atkvæði í vor og hafði 4-5000 atkvæði umfram Alþýð- uflokkinn og er því næststærsti stjórnmálaflokkurinn í landinu - og ég hef trú á því að slík verði einnig niðurstaða kosninganna, og byggi þá skoðun mína meðal annars á við- brögðum fólks í þeim kjördæmum sem ég hef verið að heimsækja að undanförnu. Spurning: Miklar bollaleggingar hafa verið uppi um samstarf Alþýðu- bandalags og krata... Svavar: Það getur farið svo að Al- þýðubandalagið lendi í samstarfi við krata í stjórn eftir næstu kosningar, sérstaklega ef þessir flokkar næðu nú samanlagt hreinum meirihluta. Slíkt gerðist í ýmsum bæjarfélögum núna í vor, til að mynda í Kópavogi, Hafn- arfirði og á Siglufirði og fleiri stöð- um. Ef stjómarandstaðan nær meiri- hluta er eðlilegt að hún myndi stjórn. Þá hafa orðið breytingar á valdahlut- föllum og þá er sjálfsagður hlutur að þessir flokkar myndi stjórn. Hins vegar lítur út fyrir að Jóni Baldvin líði eitthvað illa út af þessu. Hann á eitthvað erfitt uppdráttar, kannski vegna þess að honum er í nöp við ýmsa okkar frá fyrri tíð og honum er líka í nöp við hina gömlu forustu Al- þýðuflokksins. Hann rekur hefndar- pólitík gagnvart þessu fólki og fæst ekki til að staldra við verkefnin hér og nú - sem þó eru miklu mikilvægari en fortíðin. Miðað við eðlilega verkaskiptingu finnst mér rétt að sagnfræðingar einbeiti sér að fortíð- inni en stjómmálamenn að framtíð- inni. Spurning: Ertu að gefa í skyn að það sé fremurJón Baldvin sem stend- ur í vegi fyrir öflugu samstafi flokk- anna, heldur en hugsjónalegur ágreiningur? Svavar: Auðvitað em talsvert mörg ágreiningsefni, líka af okkar hálfu. Ég bendi til dæmis á kauplækkunarstefnu Alþýðuflokks- ins, sem hann lagði grunninn að 1978 með efnahagsfrumvarpi sínu þá í desember og núverandi ríkisstjórn gerði síðan að veruleika. Reyndar samþykkti Alþýðuflokkurinn þetta þokkalega efnahagsprógram núver- andi ríkisstjórnar, þegar hann var í stjórnarmyndunarviðræðum við Framsókn og Sjálfstæðisflokk. Þar fyrír utan vil ég nefna afstöðu krat- anna til landsbyggðarinnar, til sam- neyslunnar og til utanríkismála - þar sem má benda á mál eins og kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd. í slík- um málum em kratarnir lengra til hægri en nokkur annar sósíaldem- ókrataflokkur í heimi. Það hefur komið í ljós á þingum Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna að þar hefur Jón Baldvin skipað sér í sveit lengst til hægri í nær öllum málum. Varðandi samstarf A-flokkanna er um það að ræða að annars vegar er nokkur málefnalegur ágreiningur, en hins vegar eru ákveðnir menn í Alþýðuflokknum, aðallega um- hverfis Jón, býsna langt til hægri. En nauðsynin í kringum okkur, þjóðin og kjör hennar þarf á því að halda að flokkamir geti náð saman um hin fé- lagslegu málefni, sem þeir í upphafi vom stofnaðir til að bera fram til sigurs. Spurning: Nú heyrist mér á þér að þú teljir krataflokkinn fremur hægri- sinnaðan. Er það þannig í íslenskri pólitík að flokkarnir séu orðnir öðru- vísi en áður: Sjálfstæðisflokkurinn virðist nú ekki hafa miklar áhyggjur af sjálfstœðismálunum, sá flokkur sem kennir sig við framsókn virðist heldur afturhaldssamur; kratarnir eru hægri-sinnaðir, Alþýðubanda- lagið sjálft kennir sig við sósíalisma og er afíhaldinu kennt við kommún- isma. Er Alþýðubandalagið kannski þegar öllu er á botninn hvolft hinn raunverulegi jafnaðarmannaflokkur á íslandi? Svavar: Þessu er hægt að svara ját- andi. Alþýðubandalagið er flokkur sem aðhyllist jöfnuð sem gmndvall- arhugsjón - og það er tvennt sem einkennir Alþýðubandalagið: í fýrsta lagi baráttan fyrir jöfnuði og lýðræði og í öðra lagi baráttan fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta em meginstraumarnir í stefnu okkar og við höfum reynt að tengja saman þjóðfrelsisbaráttuna og verkalýðs- baráttuna. Hitt er svo alveg rétt, að flokkarnir hafa eitthvað verið að breytast, og við skulum muna að þótt Jón Baldvin sé hægri-sinnaður á margan hátt eru upphaflegar hug- sjónir þeirra sem stofnuðu Alþýðu- flokkinn mjög ríkar í hugum afar margra Alþýðuflokksmanna. Sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, að þótt hann reyni á stundum að bregða yfir sig einhverju félagslegu yfir- bragði þá leiða skoðanakannanir það í ljós, að meira en þriðjungur af stuðningsmönnum flokksins em markaðs- og „frjálshyggjumenn" af fyrstu gráðu, þannig að það glyttir alls staðar í grundvallarsjónarmið flokkanna, ef menn nenna að skyggnast undir yfirborðið. Spurning: Víkjum að Alþýðu- bandalaginu. Um þessar mundir leggja aðrir flokkar mikla áherslu á að breiða yfir sinn eigin heimilisófrið með því að reyna að gera Alþýðu- bandalagið tortryggilegt á þeim for- sendum að þar sé allt í stöðugum ófriði innanborðs. í nýlegu viðtali segir Ragnar Arnalds, að líkja megi Alþýðubandalaginu við myndar- legan alþýðukór þar sem stundum geti verið erfitt að ná samhljómi. En eru allir íþessum alþýðukór að reyna að syngja sama lagið? Svavar: Já, þeir eru nú að því - og sömu söngskrána svona í megin- atriðum. Meginmálið er að hinir flokkarnir eru að reyna að líta út eins og klaustur, þar sem allir falla á kné- beð á sömu tímum og flytja sömu bænirnar. Við í Alþýðubandalaginu hikum ekki við að viðurkenna að manneskjurnar em mismunandi og skoðanaskipti hjá okkur eru bæði h'f- leg og fj örug - en við erum hins vegar sammála um söngskrána. Spurning: Kosningabaráttan. í kosningabaráttunni verður eflaust talsvert talað um góðærið, sem hér hefur ríkt að undanförnu, þótt það hafifariðfyrir ofan garð og neðan hjá flestum alþýðuheimilum. Svavar: Þjóðhagsstofnun spáði mun minni aukningu á þjóðarfram- leiðslu á þessu ári en raunin hefur orðið. Nú er spáð 4% aukningu á næsta ári. Ef þetta gengur eftir þá hefur þjóðarframleiðsla aukist um 18 milljarða króna í lok næsta ársfrá 1984. Það eru 300 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Og ég spyr fólkið: Hafið þið fengið 300.000 krónur fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu fyrir sömu vinnu? Það er ljóst að svo er ekki. Sumt fólk hefur hins vegar krækt sér í ögn af þessu með stór- kostlega auknu vinnuálagi, sumir með yfirborgunum, sem hafa aukist mjög veralega. Og auðvitað var nælt í dálítinn bita með síðustu kjaras- amningum. Þessir kjarasamningar eru þeir fyrstu sem gerðir hafa verið í landinu í tíð núverandi ríkisstjómar sem hafa náð því að bæta ögn við kauptaxtana. Ef hér hefði hins vegar verið stjórnað með eðlilegum hætti þá hefði kaupmáttur kauptaxta verið hærri, þá væri samneysla meiri, þá væri vald markaðsaflanna minna, þá hefði vaxtaokrið ekki farið eldi um eigur manna. Þá vissu fleiri af þessu góðæri, sem hér hefur villst ofan í vasa tiltölulega fárra aðila. Spurning: Enn um kosningarnar. Stefnir Alþýðubandalagið að þátt- töku í stjórn eftir næstu kosningar? Svavar: Já, vissulega gerum við það. Alþýðubandalagið er flokkur sem hefur haft um fimmtung at- kvæða og verið næststærsti stjórnmálaflokkur landsins í þrenn- um sveitarstjómarkosningum í röð, ’78, ’82, og ’86 og auðvitað viljum við sækja valdið handa fólkinu í landinu - því fólki sem hefur skapað þetta góðæri, en fær nú ekkert af því. Til þess erum við í stjórnmálum: Til að breyta valdahlutföllunum. Spurning: Stanslaus áróður í hægri-pressunni og hægri-sinnuðum fjölmiðlum klifar á því, að forysta Alþýðubandalagsins myndi rústa atvinnulífið -þar sem Alþýðubanda- lagið sé á móti atvinnurekstri; allt eigi að þjóðnýta og sósíalísera. Eða að Alþýðubandalagið stefni að því að koma hér upp einhvers konar vasaút- gáfu af austantjaldsþjóðélögum... Svavar: Ég hef oft sagt það og segi það enn og aftur, að ég er á móti þjóðnýttu efnahagsskipulagi fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að ég tel að það hafi í för með sér harðstjórn að lokum. Þess vegna er óhjákvæmilegt að dreifa valdi, líka efnahagslegu valdi. En til að svara þessum óhróðri um að Alþýðubandalagið vilji rústa fyrirtækin og efnahagslífið eins og Staksteinarnir em að þykjast trúa ennþá má einfaldlega benda á það, að afkoma sjávarútvegsfyrirtækja á íslandi hefur aldrei verið betri held- ur en þegar Alþýðubandalagið hefur farið með sjávarútvegsráðuneytið. Og það má líka benda á það að upp- bygging í iðnaði hefur aldrei verið öflugri en þegar Alþýðubandalagið hefur farið með iðnaðarráðuneytið. Enda er fróðlegt að bera saman iðn- aðarráðherratíð þeirra Hjörleifs Guttormssonar og Magnúsar Kjart- anssonar og síðan þeirra Alberts og Sverris og spyrja: Hversu mörg fyrir- tæki hafa verið sett á laggirnar núna síðustu árin. Það má líka benda á að á þessu ári er samdráttur í fjárfest- ingu hjá almennum iðnaði um 10% meðan fjárfesting í verslun eykst um 10%. Þetta segir sína sögu. Auðvitað er öflugt atvinnulíf forsenda fyrir bættum lífskjömm í þessu landi. íhaldið fullyrti að hér myndi alit gerbreytast við að losna til dæmis við Hjörleif úr iðnaðarráðuneytinu. En hver er raunin? Hver er staðan í sam- bandi við erlend fyrirtæki? Útkoman er nákvæmlega núll komma núll. Einu afrekin em að gefa einkaaðil- um svo að segja ríkisfyrirtæki. Það er afrekaskráin. Spurning: Telur þú að þingið sem nú er að hefjast verði starfsamt þing, eða heldurðu að mikil áhersla verði lögð á pólitískar flugeldasýningar til að veiða atkvœði? Svavar: Af okkar hálfu verður ekki boðið upp á flugeldasýningar, því að ég hef miklu meiri trú á skyn- semi kjósenda heldur en þeir Á- mundi Ámundason og skjólstæðing- ar hans. Flugeldasýningar þjóna engum tilgangi, því að eftir því sem nær dregur kosningum vegur alvaran þyngra. Flugeldamennirnir verða að gæta þess að það hlaupi ekki neisti í púðurtunnuna, svo að þeir springi ekki í loft upp og falli til jarðar eins og rakettuprik, þegar aðrir eru í al- varlegum hugleiðingum á leiðinni á kjörstað. Spurning: Nú líður aðþví að gerðir verði kjarasamningar. Attu von á því að þeir samningar verði hagstæðir launþegum? Svavar: Það er auðvitað aðalat- riðið, að verkalýðshreyfingunni tak- ist á næstu mánuðum að ná í eitthvað af góðærinu. Hvort að það tekst ræðst fyrst og fremst af hinum póli- tísku aðstæðum. Og hinar pólitísku aðstæður eru ekki hagstæðar fyrir verkalýðshreyfinguna. Forsenda þess að það takist að koma góðærinu til launafólks er einfaldlega stjórnar- skipti. Spurning: Svo að við víkjum að samstarfi verkalýðsforystu og Al- þýðubandalags. Hvernig finnst þér að það samstarf eigi að vera í kjara- málum? Svavar: Aðalhlutverk flokksins er og hefur verið að Alþýðubandalagið mótar sína stefnu en bendir þó fyrst . og fremst á hinar stjómmálalegu for- sendur sem þurfa að breytast og batna til að kjörin geti batnað. Og áhrifamenn í flokknum sem einnig eru í verkalýðshreyfingunni hafa að sjálfsögðu áhrif á það hvemig þessi stefna er mótuð. En þegar komið er að samningunum ráðast hlutimir auðvitað úti í verkalýðsfélögunum sjálfum, og þar eru máiin með þeim hætti, að verkalýðshreyfingin í heild endurspeglar hið pólitíska litróf þjóðfélagsins, þannig að innan henn- ar hlýtur að vera mun meira um málamiðlanir heldur en í einstökum stjórnmálaflokkum. Vegna þess arna getum við ekkert frekar en aðrir gefið einhverja forskrift til verka- lýðshreyfingarinnar um hvemig hlutirnir eigi að vera. Alþýðubanda- lagið styður verkalýðshreyfinguna þegar hún á í baráttu á hverjum tíma og við hljótum að kosta okkur þar öllum til. En ef þú ert að fiska eftir minni persónulegu afstöðu þá er ég andvíg- ur því að flokkur og verkalýðs- hreyfing geri sér far um að þykjast vera í einhvers konar gagnkvæmum hlýðnisstellingum. Flokkurinn hlýtur að taka sínar ákvarðanir á sín- um pólitísku forsendum og verka- lýðshreyfingin sínar ákvarðanir á sínum faglegu forsendum. En að verkalýðshreyfing gegni flokki á auðsveipan hátt má ekki gerast. Raunsæi í verkalýðshreyfingu er nauðsynlegt, en raunsæið má ekki verða á kostnað hugsjónanna. Verkalýðshreyfingin nær aldrei ár- angri nema með því að rækta rétt- lætiskennd fólksins. Spurning: í sömu andrá og þing kemur saman beinist athygli alls heimsins að íslandi vegna leiðtoga- fundar, sem hér er nú lialdinn. Hvaða þýðingu hefur þessi fundur fyrir okkur? Svavar: Hann hefur mjög mikla þýðingu. Þetta er mjög ánægjulegur viðburður. Hvernig svo sem fundur- inn tekst efnislega þá skapar hann okkur aukna möguleika á því að reka hér sjálfstæða og íslenska friðar- stefnu. Sú friðarstefna hlýtur að taka mið af umheiminum einsog hann er og menn verða að horfast í augu við þann veruleika af fullu raunsæi. Þessi fundur mun meðal annars skapa vaxandi umræðu um utanríkis- mál hér á landi og einkum afvopnun- armál. Þessi umræða mun opna leið til fordómalausari niðurstöðu en hingað til hefur komið til greina. Á undanförnum ámm hafa íslendingar hengt sig mjög aftan í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. En í framhaldi af svona fundi held ég að það renni upp fyrir fleiram, að okkur er skylt að meta málin út frá okkur sjálfum og forsendum heimsins alls, í stað þess að mála alla hluti svarthvíta, eins og stundum hefur verið gert. Spurning: Slettirekuskapur Bandaríkjanna eða ruddaleg af- skiptasemi af íslenskum innanríkis- málum hefur vakið réttláta reiði ís- lendinga og endurvakið umræður um samskipti okkar við Bandaríkin. Stóri liðurinn í þeim samskiptum er auðvitað hersetan. Alþýðubandalag- ið hefur komiðfram með hugmyndir um endurskoðun hernámssamnings- ins. Svavar: Það er alveg rétt að á síð- ustu mánuðum hefur það gerst að fleiri em farnir að gera sér grein fyrir því en áður, að bandaríska hernáms- liðið er hér vegna bandarískra hagsmuna en ekki fyrir okkur íslend- inga. Og krafan um endurskoðun hemámssamningsins hefur meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig sam- kvæmt tveimur skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið - yfirgnæfandi meirihluta. Þetta hafa þeir báðir Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin gert sér ljóst og lýst því yfir, að þeir telji endurskoðun hernáms- samningsins eðlilega. Við munum í þingbyrjun láta reyna á það, hvort þeim er einhver alvara, og við mun- um kanna það hvort á Alþingi er vilji í samræmi við vilja meirihluta þjóð- arinnar um endurskoðun hernáms- samningsins. í kosningabaráttunni verður tekist á um þessi mál og þá mun koma skýrt fram hvað flokkarnir vilja gera í þessum efnum. Þá mun mönnum ekki haldast uppi að bera kápuna á báðum öxlum í þessum málum. Þessi umræða hefur nýlega opnast aftur eftir að hafa allt að því legið niðri að nokkm í tólf ár. Hér opnast mögu- leikar til að sjá um að utanríkis- og herstöðvamálin verði á dagskrá í vet- ur. Og það er sumpart leiðtogafund- urinn sem veldur þessu. Spurning: Hefur andstœðingum Alþýðubandalagsins tekist að grafa undan ímynd Alþýðubandalagsins með því að halda þvífram, að stefna Alþýðubandalaginu sé að láta varnir og sjálfstæði landsins sér í léttu rúmi liggja? Svavar: Andstæðingunum hefur tekist að komast upp með að gera Alþýðubandalagið tortryggilegt í þessum efnum, og í raun má segja að sú herferð hafi hafist um leið og her- inn kom hingað og þegar ísland varð aðili að Nató. Þá sagði íslenskur utanríkisráðherra í samtali við amer- ískan sendiherra: íslendingar eru þjóð sem er erfitt að ala upp! Síðan hefur Ameríkaninn með að- stoð íhaldsins verið að reyna að ala okkur upp. Og eftir því sem herinn hefur setið hér lengur hefur deyfðin í þessu máli orðið meiri. Tilfinningin fyrir sjálfstæðisbaráttunni hefur ver- ið slævð. Tilfinningin hefur verið slævð en ekki drepin, og nú á næst- unni mun þessari deyfð verða svift burtu. Hitt vil ég undirstrika, að ævin- týrapólitík með íslenskt öryggi og siálfstæði kemur ekki til greina. Áhætta á því sviði verður ekki tekin meðan ég fæ einhverju ráðið á því sviði. En það má vera öllum ljóst að ég tel að öryggi okkar væri betur borgið með öðrum hætti en nú er gert. Ég tel að herstöð á íslandi sé skotmark en ekki skjól. Þessi mál verður að leysa á örugg- an máta þannig að þjóðin haldi fullri reisn. Spurning: Bæði varðandi hermál- ið og eins ýmislegt annað virðist liggja í loftinu ákveðin óþolinmæði meðal vinstri manna. Geturþað verið að þessi óþolinmæði stafi af því að Alþýðubandalagið hefur oftar en ekki verið í vörn? Finnst þér sjálfum að starfflokksins hafi skilað árangri í líkingu við það sem þig dreymdi um þegar þú byrjaðir afskipti af stjórnmálum? Svavar: Það hefur svo fjöldamargt gerst... Ég bendi á útfærslu landhelg- innar, uppbyggingu framleiðsluat- vinnuveganna. Á þessum árum síðan ég byrjaði í stjórnmálum má benda á stórkostlega félagslega ávinninga: ellilífeyrir var tvöfaldaður að kaup- mætti 1971, það hefur verið komið á þjónustukerfi fyrir fatlaða, sem er betra en víðast hvar annars staðar og sendinefndir koma hingað til að skoða hvernig standa á að slíkum málum - í staðinn fyrir að áður komu sendinefndir hingað til að hneykslast á ástandinu í þessum efnum, því að lög um fávitastofnanir sem Vilmund- ur Jónsson setti milli ’30 og ’40 voru í gildi þar til 1979 á íslandi. Það hefur margt gerst og áunnist. En það hefur gerst hægar, miklu hægar en ég hefði viljað. Spurning: Ef það er rétt að ákveð- innar óþolinmæði gæti telja menn að hana séfyrst ogfremst aðfinna meðal menntamanna og listamanna, sem stutt hafa Alþýðubandalagið. Eru þessir eldhugar bara óþolinmóðari en gengur og gerist? Eða hafa menn- ingarmálin verið vanrækt? Svavar: Ég held að menningarf- ólki, fólki um þessar mundir hljóti að svíða sárast siðleysi markaðshyggj- unnar. Ég vona það að minnsta kosti. Einhverjir úr hópi listamanna okkar hafa sjálfsagt fengið glýju í augun við útbreiðslu verslunar og þjónustu með tilkomu nýrra útvarps- og sjónvarpsstöðva. En það er skammgóður vermir. Ef markaðs- hyggja fer að ráða hér menningar- stefnunni er í óefni komið. Forsenda menningarstefnu er þroskuð menn- ingarvitund þjóðarinnar í heild. Við þurfum á að halda góðum skólum þar sem kennarar ganga glaðir til starfa. Við þurfum öflugan háskóla, sem er óháður pólitískum stöðuveit- ingum, og stjórnvöld með jákvæða afstöðu til listsköpunar og menning- armála almennt. Hlutverk stjómmálamanna er að hlúa vel að menningarlífi, jafnt gras- rótanna og þeirra sem skara framúr. Verkefnin eru næg. Það þarf að af- nema söluskatt af bókum og verja þeim peningum til menningar. Það þarf að auka framlög til menningar á fjárlögum, en þau hafa minnkað síð- an í ráðherratíð Ragnars Arnalds, og það þarf að opna fyrir menningar- strauma með því að styrkja íslenska listamenn til landvinninga erlendis og með því að stuðla að innflutningi á vönduðu erlendu menningarefni. En fyrst og fremst ber að leggja áherslu á að undirbúa jarðveginn fyrir gróðurinn, og hið opinbera á ekki að gera tilraun til að stjóma því hvað á að dafna og hvað á að visna á akri menningar. Spurning: Finnst þér stemmingin vera slík í sambandi við stjórnmálin að það sé tímabœrt að tala um að snúa vörn í sókn? Svavar: Ég held að maður sem hefur valist til forystu í sósíalískum flokki og vill fara að halda kyrru fyrir í stað þess að hvetja til sóknar ætti bara að hætta, því að hann hefur breyst í andhverfu sína, því að hann er ekki lengur sókndjarfur umbóta- maður og óþolinmóður framfara- sinni - heldur er hann orðinn aftur- haldsseggur. í sannleika sagt finnst mér að nú fremur en kannski nokkurn tímann áður sé þörf fyrir glóandi eldmóð í mönnum, því að misréttið sem við- gengst í þjóðfélagi okkar er til skammar. Það er til skammar að horfa upp á hvernig sjálfsvirðingu launafólks er misboðið með vinnu- þrældómi. Þetta kallar núna á kraft og baráttu fyrir nýju þjóðfélagi. Spurning: Eru sóknarsigrar í nánd? Svavar: Já, ég tel að þeir séu í nánd. Við munum í vetur leggja áherslu á alveg nýja stefnu í efnahags- og atvinnumálum, sem við munum kynna núna á þessum vetri. Nýjar áherslur sem opna möguleika fyrir betri lífskjör og jafnari. Við munum leggja fram nýjar áherslur í utanríkis- og sjálfstæðismálum. Við munum leggja fram nýjar áherslur í sambandi við landsbyggðina. Við munum reyna að tala kjark í þjóð- ina, þannig að landflóttinn hætti og íslendingar vilji lifa og búa á íslandi. Mér er það minnisstætt að fyrir nokkru var ég á ferð í Noregi og hitti þar af tilviljun íslenska fjölskyldu, fullorðin hjón, sem vom að heimsækja börn sín, sem nú era bú- sett í Noregi. Bömin kváðust ekki vilja flytja aftur til íslands. Þau sögðu að hér væru launin lág, vinnu- tíminn langur, félagsleg þjónusta lítil og flest hér erfiðara en annars stað- ar. Ég fann það þama betur en ég hef kannski fundið áður, stemmingin er allt önnur en hún var. Ég man það þegar ég var að þvælast við nám er- lendis fyrir átján árum þá var það undantekning ef fólk ætlaði ekki heim þegar að námi loknu. Ég man að við gerðum einu sinni út sveit langar leiðir með járnbrautarlest til að tala um fyrir manni, sem við frétt- um að ætlaði ekki heim. Við fórum gagngert til að tala um fyrir honum. Sem betur fer tókst það. Hann kom heim til að reyna að taka þátt í því að byggja upp almennilegt þjóðfélag á íslandi. Okkar verkefni í vetur verður að kveða kjark í þjóðina og fá fólk til að takast á við það verkefni að vera ís- lendingar í þessu landi. Og ég er sannfærður um það eftir viðræður við Alþýðubandalagsmenn um allt land, að það er starfs- og sóknarhug- ur í fóíki. Ég hef sjaldan fundið eins mikinn starfsvilja hjá okkar fólki eins og núna og sannfæringu fyrir því að við getum unnið stóra sóknarsigra á komandi tímum. En þeir sigrar verða því aðeins góðir að við getum breytt okkar pólitík í vemleika eftir næstu kosningar með stjórnar- skiptum í þessu landi, sem marka af- gerandi þáttaskil í lífi þjóðarinnar. Það er tími til kominn að almenning- ur heimti sinn skerf af góðæri og sína hlutdeild í uppbyggingu þjóðfélags- ins. —Þráinn ...Jón Baldvin á eitthvað erfitt uppdráttar, kannski vegna þess að honum er í nöp við ýmsa okkar frá fyrri tíð og honum er líka í nöp við hina gömlu forustu Alþýðuflokksins...“ „...ég spyr fólkið: Hafið þið fengið 300.000 krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu fyrir sömu vinnu?...“ ...við viljum sækja valdið handa fólkinu í landinu - því fólki sem hefur skapað þetta góðæri, en fær nú ekkert af því. Til þess erum við í stjórnmálum...“ ..ef þú ert að fiska eftir minni persónulegu afstöðu þá er ég andvígur því að flokkur ög verkalýðshreyfing geri sér far um að þykjast vera í einhvers konar gagnkvæmum hlýðnis- stellingum...“ „...Það er tími til kominn að almenningur heimti sinn skerf af góðæri og sína hlutdeild í uppbyggingu þjóðfélagsins.\.“ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 10. október 1986 Föstudagur 10. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.