Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 10.10.1986, Síða 16
MðÐHUiNN iriftJttrJHnrjrjrMjifrAR 1936-1986 ÞJÓÐVIUINN 5Q ÁRA Fðstudagur 10. oklóber 1986 230. tðlublað 51. ðrganour Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663: Hlýðni Veitinga- húsin tóm Ólga meðal veitingamanna. Útlendingar koma ekki og landinn situr heima. Daufthjá leigubílsstjórum. Bjórí Bolette! Við höfum enn ekki fengið fulinægjandi skýringar á því hver sendi frá sér þá fréttatil- kynningu þar sem inælst var til þess að borgarbúar og aðrir ís- lendingar færu sem minnst á veitingastaði næstu daga vegna leiðtogafundarins. Þessi tilkynn- ing kom í fjölmiðlum i byrjun vik- unnar og staðreyndin er sú að veitingahúsin hafa verið hálftóm síðan, sagði Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri sambands veitinga- og gistihúsa í samtali við Þjóðviljann. Mikillar gremju gætir meðal veitingamanna vegna þessa, því erlendir aðilar sem hér eru stadd- ir vegna leiðtogafundarins hafa ekki fyllt upp í auð sæti íslend- inga á veitingahúsunum. Eins þykir það tíðindum sæta, að fáir hafa enn sem komið er sótt veitingasali um borð í norska skemmtiferðaskipinu Bolette sem liggur við Faxagarð, en þjón- ustan þar er opin öllum almenn- ingi og m.a. bjór til sölu. Auk þess eru margir leigubíl- stjórar sem ekki eru í þjónustu stjórveldanna gramir, vegna þess að lítið hefur verið að gera, þar sem almenningi heíur verið talin trú um að vonlaust sé að fá leigu- bfla þessa dagana. Staðreyndin mun hins vegar vera önnur og hefur lítið verið að gera í leigu- bflaakstri undanfarna daga. Löggan Ber út Þjóðviljann Ingibjörg Valdimarsdóttir sem ber út Þjóðviljann á Laufásveg og víðar um Þingholtin fær óvænta aðstoð við blaðburðinn nú um helgina, - lögreglan ætlar nefni- lega að bera út blöðin í húsin kringum bandaríska sendiráðið, dvalarstað Reagans forseta f heimsókninni. I kringum sendiráðið er öllu lokað og fær þangað enginn að koma nema fbúar og Reagan- menn. En Þjóðviljinn kemst engu að síður til sinna manna, og vonandi líka til Ronalds Reagans þótt hann sé ekki enn kominn á sívaxandi áskrifendalista. -m Lœkjartorg Gjörningur Cheo Cruz Ulloa, kólumbískur listamaður, fremur í dag klukkan 16.30 gjörning á Lækjartorgi, og heitir hann ,,Encuentro“ sem þýðir fundur. Með gjörningnum vill lista- maðurinn túlka afstöðu sína til atburða líðandi stundar, einkum nú þegar lífi á jörðinni er meiri hætta búin en nokkru sinni. “Annað hvort gengur þetta, eða gengur þetta ekki“ sagði Páll Magnússon rétt áður en hann átti að fara í loftið í gær. Förðunarkonan Anna María býr Pál undir ferðina Allt í hnút á Stöð 2 Fyrsta útsending Stöðvar 2 trufluð afhljóðbilunum. ístað beinnar útsendingar afReagan var gamanmynd þarsem hann kom við sögu. Páll: Töpuðufyrstu lotu 1 Sovéskir útlagar í Reykjavík Halda á lofti mannréttinda- kröfum Meðal þeirra sem komnir eru tU landsins til að vckja athygli á málstað sínum meðan heimspressan stendur hér við eru þrír sovéskir útlagar, sem hafa heima fyrir sem erlendis barist gegn mannréttindabrotum í landi sínu - Ljúdmfla Alexéeva sagn- fræðingur, Alexander Goldfarb líffræðingur og Alexander Slepak læknir. Þau hafa í hyggju að efna til blaðamannafundar hér í borg á morgun og taka þá dæmi af til- teknum málum. Alexéeva ber m.a. fyrir brjósti mál Anatólí Martsjenko sem hefur setið alls um 20 ár í sovéskum fangelsum og fleiri samviskufangar koma við sögu. Þeir Goldfarb og Slep- ak berjast m.a. fyrir því að feður þeirra fái að fara úr landi, en Slepak eldri mun sá sovéskur gyðingur sem lengst hefur verið neitað um leyfi til að fara úr landi. Alexéeva telur, að þótt á und- anförnum mánuðum hafi ýmsar jákvæðar breytingar orðið í Sov- étríkjunum, þá sé hlutskipti andófsmanna og samviskufanga síst betra en áður. Við erum furðuróleg. Annað hvort gengur þetta, eða gengur þetta ekki, sagði Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 rétt áður en fyrsta útsending stöðvarinnar átti að hefjast í gær. Og ýmislegt fór öðruvísi en ætl- að var. Dagskráin hófst nokkrum mínútum eftir áætlun með ávarpi sjónvarpsstjóra, Jón Óttars Ragnarssonar, en útsendingin var án hljóðs. Því var þó, að þessu sinni, snarlega kippt í lag og Jón fékk að ljúka ávarpi sínu á meðan Reagan kom til Keflavík- ur. Til þess að bæta áhorfendum upp missinn, bauð stöðin uppá breskan gamanþátt þar sem Re- agan kom rækilega við sögu sem skopfígúra. Eftir að gamanþætti- num lauk, tóku hljóðbilanir við á ný og sátu áhorfendur fyrir fram- an Seiko-klukkumynd á skjánum næsta hálftímann, eða þar til auglýsingar fóru í loftið. Um- ræðuþáttur var sendur út um leið- togafimdinn, og að honum lokn- um kom Páll Magnússon á skjá- inn og sagði Stöðvarmenn hafa tapað fyrstu lotu, - en fall væri fararheill. Að sögn tæknimanns á Stöð 2, var ástæðan fyrir röskuninni, bil- un í hljóðtækjum. -K.Ól. SLSC Gúmmílistar - segulkantar á hurðir, sniðnir eftir máli, á allar gerðir fsskápa. PÁLL STEFÁNSSON umboðs- & heildversluu Blikahóium 12, 111 Reykjavík, sími i9it/2530 |Hjármögnunarfelagið Lýsing hf. j , óskar að ráða ramkvæmdastjóra F jármögnunarfélagiö Lýsing hf. óskar aö ráöa FRAMKVÆMDASTJÓRA. Starfið krefst víðtækrar viðskipta- fræöimenntunar og starfsreynslu. Við leitum að einstaklingi, sem tilbúinn er að taka að sér krefjandi starf í nýju fyrirtæki með öfluga bakhjarla. L ýsing hf. er alíslenskt hlutafélag í eigu Búnaðarbanka Islands, Landsbanka íslands, Brunabóta- félags íslands, Sjóvátryggingarfélags íslands hf. og Líftrygg- ingarfélags Sjóvá hf. Félagið mun m.a. annast fjármögnunar- leigu og er ætlað að tryggja að forysta hérlendis á þessu sviði verði í íslenskum höndum. í stjórn Lýsingar hf. eru: Helgi Bergs, Jón Adolf Guðjónsson, Ingi R. Helgason, Einar Sveinsson, Sólon Sigurðsson og Brynjólfur Helgason. U 'msóknum um starf framkvæmdastjóra, ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun skal senda stjórn félagsins í pósthólf 57, 121 Reykjavík fyrir 24. október n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.