Þjóðviljinn - 12.10.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Side 5
Velheppnuð hátíð Nóbelsskáldinu var að sjálf- sögðu boðið á Háskólahátíð- ina um síðustu helgi. Á eftir var hann spurður hvernig honum hefði líkað, og Halldór sagðist vera afskaplega lukkulegur, - ég heyrði eigin- lega ekki neitt. ■ Glannaleg Sólveig Auk Maríu E. Ingvadóttur formanns Hvatar er líklegt að Sólveig Pétursdóttir, 33 ára lögfræðingur, kunni að ná góðum árangri í prófkjöri íhaldsins í Reykjavík. Margt bendir þó til að hún hafi ekki náð því flugi í byrjun lotunnar sem er nauðsynleg fyrir til- tölulega lítt þekktan kandídat. Sólveig er hins vegar með ættartengslin í góðu lagi. Hún er dóttir Péturs Hannes- sonar, sem var formaður Óð- ins, félags Sjálfstæðismanna í verkalýðshreyfingunni. Pét- ur vinnur hjá Vélamiðstöð borgarinnar, og hefur góð sambönd um flokkinn í gegn- um starfið og formennsku sína fyrrum hjá Óðni, þau munu væntanlega nýtast dóttur hans vel. Þess utan er bróðir Sólveigar, Hannes Pétursson læknir, formaður félags Sjálfstæðisflokksins í Bústaðahverfi. Drýgst mun þó tengdafjölskyldan reynast Sólveigu. Maður hennar er annar lögfræðingur, Kristinn Björnsson, sem er sonur Björns Hallgrímssonar, bróður Geirs, fyrrverandi for- sætisráðherra. Batteríið í kringum Geir ætl- ar að styðja Sólveigu með oddi og eggju og hefur þegar lagt henni til kosningaskrif- stofu í húsakynnum fyrirtæk- isins, H. Ben. Auk þess mun Erna Finnsdóttir, eiginkona Geirs, beita áhrifum sínum af krafti. En fyrir borgarstjórnar- kosningarnar fór Sólveig líka í prófkjör, og þá sá Erna, sem ella tekur ekki mikinn þátt í stjórnmálum, sig knúna til að skrifa undir opinbera stuðn- ingsyfirlýsingu við Sólveigu. Innan Sjálfstæðisflokksins er þó merkjanleg nokkur van- trú á Sólveigu. Þannig náði hún ekki nema 20. sæti í próf- kjörinu fyrir borgarstjórnar- kosningarnar. Og nú hefur Sólveigu tekist að móðga for- ystukonur úr Sjálfstæðis- flokknum með glannalegri prófkjörsauglýsingu sem birst hefurnokkrumsinnum íMorg- unblaðinu. En þar er því lýst yfir að Sólveig Pétursdóttir sé „Sjálfstæðismaður sem telji hagsmuni kvenna betur borg- ið í markvissri framkvæmd Sjálfstæðisstefnunnar en í starfi þverpólitískra hags- munahópa". En þetta er þvert á það sem helstu forystukon- ur Sjálfstæðisflokksins eru að gera í dag í hinum ýmsu sam- tökum, og með þessu hefur sem sagt Sólveigu tekist að vinna sér mótstöðu þeirra. Það var um það bil það síð- asta sem hún hafði efni á eftir frekar slappa b^rjun...B Niður með alkóhólinn Gróskan í íslenskri kvik- myndagerð skýtur víðar upp kolli en í leiknum myndum stórmógúlanna. Um þessar mundir er Myndbær, fyrirtæki Jóhanns Briem, að hefja tökur á mynd fyrir áfengis- varnarráð sem á að sýna ung- lingum Reykjavíkurborgar hversu illa þeim farnast sem alkóhólinn klífa. Styrr stóð um myndina á sínum tíma, því borgin greiðir stórfé til hennar. Fulltrúar Alþýðubandalagsins og annarra minnihlutaflokka töldu að betur mætti verja fénu til annars konar forvarn- arstarfs. En tökur eru sem- sagt að byrja og að minnsta kosti hluti myndarinnar mun verða leikinn. Eggert Þor- leifsson mun til dæmis fara með smáhlutverk í myndinni, og einnig Bjössi bolla, alias Magnús Ólafsson. Stjórn- andi myndarinnar er Valdim- ar Leifsson... ■ Maríutími hjá íhaldi Talsvert gekk á í herbúðum reykvískra íhaldskvenna áður en framboðsfrestur rann út til prófkjörs. Söstrene Rafnar, þær Asdís og Ingibjörg, auk Halldóru, sem mynda nokk- uð sterkt valdabatterí í Hvöt reyndu við Valgerði Bjarna- dóttur (Benediktssonar, for- sætisráðherra) sem hrygg- braut þær og hafnaði alfarið að fara í prófkjörið. Um stund staðnæmdust þær við nafn Láru Margrétar Ragnars- dóttur, framkvæmdastjóra Stjórnunarfélagsins, sem var til í tuskið. Lára Margrét var hins vegar óþekkt innan flokksins og því féllu þær Ásdís og Ingibjörg frá fram- boði hennar. Nú hyggjast þær hins vegar beita sér fyrir Mar- íu E. Ingvadóttur, formanni Hvatar ( Reykjavík. María nýtur þó ekki óskoraðs stuðnings í röðum sjálfstæðiskvenna. Þannig eru skoðanir skiptar á henni meðal áhrifakvenna í Hvöt. En það styrkir Maríu, að Ragnhildur Helgadóttir ráð- herra, styður hana. Sjálf er María komin á fullan skrið. Fyrir hálfum mánuði varð hún fertug og notaði afmælið til að skora pólitísk prik. Hún bauð nefnilega til sín fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík, en í því eru formenn hverf- afélaganna meðal annars. Auk þess bauð hún gömlum formönnum Hvatar og lands- sambands sjálfstæðis- kvenna. Þetta hefur að sjálf- sögðu vakið öfund meðal ým- issa annara kvenna í slagnum, en aðrir sjá þetta sem merki um drift og dugn- að, enda er töggur í konunni. Fyrir nokkrum árum varð hún ekkja, og við fráfall manns síns tók hún sig upp með tveimur börnum og fluttist suður til Reykjavíkur. Þar hóf hún nám í viðskiptafræði og starfar nú hjá Sambandinu, og er fyrir það litin hornauga af ýmsum í flokknum. Frami Maríu hefur verið skjótur. Eftir tæpt ár í stjórn Hvatar var hún orðin formað- ur félagsins. Ýmsir spá að í vændum sé nýtt „Maríutíma- bil“ í flokknum og vísa þá til þeirrar tíðar þegar hinn mikli skörungur María Maack var í forsvari fyrir íhaldskonum. Ýmis konar skjálftamælingar á Hvatarkonum hafa þó leitt í Ijós að María nýtur alls ekki óskoraðs stuðnings. Til að mynda er óvíst að hún nái langt á meðal yngri kvenna í fiokknum, sem margar líta á Hvöt sem hálf hallærislegan félagsskap kvenna með smekk fyrir sams konar slæð- um. Um þessar mundir rekur María Bautann á Akureyri með öðrum. Ýmsir í Sjálf- stæðisflokknum henda nú gaman að því að á meðal reykvískra íhaldsmanna á þingi kunni senn að verða kona, sem rekur fyrirtæki á Akureyri, starfar hjá SÍS og býr útá Seltjarnarnesi... ■ Vovka úthýst Umstangið í kringum leið- togafundinn hefur bitnað á mönnum með ýmsu móti. Þannig átti Sinfóníuhljóm- sveitin bókað herbergi á Hótel Sögu fyrir Vovka Ashkenazy píanóleikara, sem lék einleik með hljómsveitinni s.l. fimmtudag. Vovka var hins vegar úthýst af Sögu vegna leigunáms ríkisstjórnarinnar og var þá bjargað um gistingu á einkaheimili Ármanns Arnar Ármannssonar hvatamanns að byggingu Tónlistarhúss í Reykjavík. ■ Fimm af tuttugu Tuttugu sóttu um þrjár stöður á fréttastofu útvarpsins ný- lega. í útvarpsráði í gær voru umsækjendur vegnir og metnir, og fengu fimm um- sækjendur atkvæði útvarps- ráðsmanna. Þau þrjú sem helst komu til álita voru Kristín Þorsteinsdóttir sem var blaðamaður á Vísi og DV, og er nú orðin candmag í ís- lensku, Sturla Sigurjónsson sem nú er á útvarpinu og Þor- valdur Friðriksson fornleifa- fræðingur. Að auki voru nefn- dir til Jón Guðni Kristjáns- son á Tímanum, gamall Þjóð- viljamaður og fyrrverandi rit- stjóri á Þjóðlífi, og Ingvar Gunnarsson. Kristín, Sturla og Jón Guðni fengu meðmæli fráfréttastofu og málfarsráðu- nauti, en sýnilega er Þorvald- ur sá mannkostamaður að þeir í ráðinu telja ekki þörf neinna pappíra. Útvarpsstjóri ræður endanlega í störfin. HAPPDRÆTTI DVAIARHEIMILIS ALDRAÐRA SJÓMANNA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.