Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 9
Gestaboð á pestartímum. Leikarar taldir frá vinstri. Pernilla Östergren, Bibi Andersson, Per Myrberg, Jan Olof Strandberg, Per Mattsson, Lil Terselius og Johan Rabaeus. Ljósm. Bengt Wanselius.
Júri Ijúflingur
Steinunn Jóhannesdóttir
skrifar fró Stokkhólmi
Einn er sá kostur við að fara
burt, aðfyriraugu berýmis-
legt, sem maður annars ekki
fengi að sjá.
Lengi hafði mig langað til að
sjá leiksýningu eftir sovéska
leikstjórann Júrij Lujubimov.
Hróður hans hefur farið víða um
lönd og hann hefur gert leikhús
sitt Taganka í Moskvu eitt af
frægustu leikhúsum okkar tíma.
1958 setti hann upp Góðu sál-
ina í Sezuan eftir Brecht með
nemendum sínum í einum af leik-
listarskólum borgarinnar, og
með þeirri sýningu hófst enn nýtt
tímabil í léikhúslífi heimsveldis-
ins, segja fróðir menn. Sýningin
var flutt inn á Taganka og Jurij
gerðist síðan leiðtogi þess og
skapari. En þótt hann væri með-
limur í kommúnistaflokknum,
varð honum einatt á að fara svo í
taugarnar á yfirvöldunum með
sýningum sínum, að þeim þótti
lítill stuðningur í honum og hans
framlagi til þjóðlífsins. 1984 ák-
váðu þau að losa sig við pirring-
inn vegna hans og sögðu honum
að fara. Sýningar hans héldu
áfram að ganga, en nafn leik-
stjórans Ljubimovs var strikað
út. Það var einnig strikað út úr
félagatali flokksins og að lokum
var hann sviptur sovéskum ríkis-
borgararétti.
Ljubimov dregur hvergi dul á,
hve sárt honum svíður. Sárt var
að vera rekinn frá leikhúsinu,
sem hann hafði gert heimsfrægt.
Sárt að vera sviptur leikurum sín-
um og samstarfsmönnum, þar á
meðal David Borowskij, sem
sumir íslendingar kunna að
minnast vegna leikmyndarinnar í
Náttbóli Gorkijs í Þjóðleikhús-
inu 1976. En sárast var að vera
gerður útlægur úr föðurlandi sínu
og rændur möguleikanum til að
vinna á tungu mæðranna. Tung-
umálið er, sem kunnugt er, mikil-
vægasta næring hvers leikhús-
Iistamanns.
Síðan 1984 hefur Ljubimov
sem sagt verið landlaus leikstjóri
og unnið verk sitt á framandi
grund í ýmsum borgum Evrópu
og ísrael. í haust kom hann hing-
að til Stokkhólms í boði Dra-
maten. Og laugardaginn 27. sept-
ember gafst borgarbúum síðan
tækifæri til að sjá forsýningu
Gestaboðs á pestartíinum,
byggðu á samnefndu ljóði Alex-
anders Pusjkins og brotum úr
nokkrum leikritum hans. Eða
eins og segir í leikskrá: „Á meðan
drepsóttin geisar í borginni, safn-
ast íbúarnir saman til gestaboðs á
torginu. Þeir sitja umhverfis borð
og stytta sér stundir við að íklæð-
ast gervum nokkurra persóna úr
örstuttum sorgarleikjum
Pusjkins." Þættirnir heita:
Ágjarni riddarinn, Steingestur-
inn, Mozart og Salieri, (fyrir-
mynd Peters Shaffers að Amade-
usi) og að lokum er lítið
Faustbrot.
Og hvernig var?
Undursamlegt.
Ég fann ekki betur en hver ein-
asti leikhúsgestur væri heillaður
og með kökk í hálsinum af gleði
eða sorg, þegar hann þakkaði
fyrir sig í lokin með því að rísa úr
sæti og beina lófatakinu upp á
neðri svalir leikhússins, þar sem
hinn sovéski meistari sat. Ég hef
sjaldan orðið vitni að einlægari
hrifningu og sannari hyllingu og
hef ég þó fyrr heyrt hrópað húrra
í leikhúsi, að ekki sé minnst á
óperu, þar sem það virðist plags-
iður. Þessi hylling var þrungin
merkingu: Lengi lifi hugrekkið,
fantasían og hið frjálsa orð!
Það sannaðist sem sé þetta
kvöld, að á sínum bestu stundum
á LEIKHÚSIÐ ekki sinn líka.
Leikhúsið lifir. Og Ljubimov
lifir, hversu mjög sem reynt er að
strika hann út af hinu sovéska
sakramenti.
Þetta var engin venjuleg
leiksýning. Það var ekki einu
sinni neitt eitt leikrit, sem lá til
grundvallar, heldur samsetning-
ur leikstjórans úr verkum skáld-
sins, sem var undanfari stór-
meistaranna Tolstojs og Dosto-
jevskijs og Thechovs. Skálds sem
er nafnið tómt fyrir flestum vest-
urlandabúum, þó það sé höfuð-
skáld Rússa. En leikhús var það.
Leiksýning, sem bjó yfir öllum
þeim töframætti, sem slíkt fyrir-
brigði mannlífsins getur falið í
sér.
Og gagnrýnendur hafa ekki
sparað stóru orðin. „Fullkomið
undur á Dramaten," segir einn.
„Hin æðsta sæla og dýpsta sorg,“
segir annar. „Það sem er á borð
borið á pestartímum, hugnast
vel,“ sá þriðji. „Ljubimov hefur
læknað Dramaten,“ sá fjórði og
þannig mætti lengi rekja upp-
hrópanir og útleggingar.
Það sem einkennir þessa sýn-
ingu fyrst og fremst er stórkost-
legt hugmyndaflug. Leikararnir
sýna flestir á sér margar hliðar og
það er næsta ótrúlegt hvað hægt
er að gera umhverfis borð, sem
alla sýninguna stendur í forg-
runni. Þar á ofan sitja þeir mest í
stólum sínum, sem aftur á móti
eru á hjólum, og gera þeim kleift
að flytja sig hratt um sviðið. Og
þegar þörfin krefur breyta þeir
borðinu í kirkjugarð, styttu,
draug eða eitthvað annað með
hjálp risastórs silkiborðdúks og
ljósa. Ljósin í þessari sýningu eru
reyndar kapítuli út af fyrir sig og
að dæma af vitnisburði sjónar-
votta að öðrum sýningum Lju-
bimovs þá er lýsingin venjulega
eitthvað, sem gerir þær frá-
brugðnar flestum öðrum sýning-
um. Lýsingin í þessari sýningu er
ævintýraleg. Aldrei áður hef ég
séð aðra eins litagieði. Nema á
diskógólfi. þar sem vélrænt til-
breytingarleysið eyðileggur þó
áhrifamáttinn. Ljubimov notar
mjög sterka liti. Blóðrautt,
flöskugrænt. Dimmblátt. Hvítt.
Gult. Fjólublátt. Auk marglits
logans í púnsbollunum. Nískan,
hatrið, flærðin, óttin, öfundin,
þráin, ástin, öll ástríðan er undir-
strikuð með sterkum litum. Samt
er eins og einfaldleikinn sé aðals-
merki þessarar sýningar. Hún er
djörf en aldrei ofhlaðin.
Hugleysið á fyrirlitningu Lju-
bimovs ómælda. Það hefur kom-
ið skýrt fram í viðtölum við hann.
Og hugrekki hefur hann sjálfan
ekki skort í áralangri baráttu
sinni fyrir leikhúsi sínu og lista-
mannsheiðri. Og þeir sem gerðu
Vesturlöndum þann greiða að
varpa honum á dyr sovétanna,
hafa auðsjáanlega ekki brotið
hann á bak aftur, þó þeir hafi gert
honum lífið erfitt. Hann stendur
keikur með sín sextíu og átta ár,
lágvaxinn en þéttur á velli með
gáfurnar geislandi úr augunum,
gráhærður, fallegur og glað-
beittur.
Kannski var það einmitt gleð-
in, þrátt fyrir allt, sem kom áhor-
fendum þesarar sýningar mest á
óvart. Við áttum ekki von á því
að hlæja svona oft og innilega.
Því Ljubimov hafði ekki legið á
því, að hann væri bæði svartsýnn
og bitur. Svo hlær hann bara að
öllu saman. Og það er kannski í
þessum hlátri, sem lækninga-
máttur leikhúss hans er fólginn.
En í sannleikans nafni verður
það að segjast, að Ljubimov ein-
um ber ekki að þakka það, að
Dramaten virðist hafa náð heilsu
á ný eftir nokkurt tímabil and-
streymis og óánægju. Allt í einu
virðast allar sýningar leikhússins
takast og það er uppselt á sviðin
fimm langt fram í tímann. Endur-
koma Bergmans á sjálfsagt ekki
minnstan þátt í endurreisn leik-
hússins og Ljubimov kallar Dra-
maten leikhús Bergmans. Um
leið lýsir hann yfir þeirri skoðun
sinni að þau leikhús, sem séu
mótuð af einum miklum höfundi
séu hin einu stóru leikhús.
Leikhús Shakespeares, Moliéres,
Brechts, Brooks, Mnouchkine.
Þar fyrir utan séu til margir góðir
leikarar. Jafnvel frábærir. En
leikhús án leiðandi skálds nái
aldrei umtalsverðri stærð.
Sjálfur hafði Ljubimov mjög
góðum leikurum á að skipa í sýn-
ingu sinni. Fyrsta skal fræga telja
Bibi Andersson, sem í haust hóf
aftur störf hjá Dramaten eftir tíu
ára hlé vegna kvikmyndaleiks. Þá
Jan Olof Strandberg, sem lengi
hefur verið í úrvalsliði leikhússins
og var leikhússtjóri þess um hríð.
Þar næst Per Myrberg, einnig úr
framvarðasveitinni, sem hefur
yljað sænskum eyrum í marga
áratugi með sinni hljómfögru og
þróttmiklu rödd. í Gestaboðinu
leikur hann ekki aðeins á radd-
bönd sín, heldur einnig bæði á
blokkflautu og trompet með full-
um sóma. Lil Terselíus, Per
Mattsson, Johan Rabaeus, Pern-
illa Östergren og Lakk Magnus-
son eru af mið- og yngstu kynslóð
leikara hússins og öll vel þekkt
hér.
Það er einkenni mikilla leik-
stjóra að leysa hugmyndaflug og
sköpunargáfu hvers leikara úr
læðingi. Þess vegna gaf enginn
öðrum eftir í þessari sýningu.
Samt get ég ekki stillt mig um að
nefna Per Mattsson og Per Myr-
berg sérstaklega og samleik
þeirra í Mozart og Salieri, sem
dæmi um tæra list í annars grugg-
ugum heimi. Mozart Mattssons
átti eitthvað mikið skylt við mús-
ik Mozarts.
Eftir að sýningar hófust hefur
Bibi Andersson lýst gangi æfing-
anna í blaðagrein, hvernig tung-
umálin tvö hindruðu gagn-
kvæman skilning í fyrstu, hvernig
sumar kröfur Ljubimovs settu
leikarana í varnarstöðu, hvernig
gagnkvæmt traustið þróaðist þó
yfir í ást og aðdáun, og haming-
junni sem gagntók leikarana,
þegar leikhúsgestir sneru rassin-
um reyndar í þá sjálfa en hrærð-
um andlitum að manninum á
svölunum. Mikið væri nú gaman,
ef Svíar gætu boðið þessum land-
leysingja bæði landvist og
leikhús, sagði hún.
Ekki veit ég hvort af því verð-
ur, þó flest bendi til þess, að Lju-
bimov sé hvers leikhússmanns
hugljúfi. Sjálft nafnið virðist
sönnun þess, því Ljubimov er
hvorki föðurnafn né ættarnafn,
heldur gælunafn, sem leikararnir
hans á Taganka gáfu honum.
Þeim fannst víst Jurij Petrovitj
vera algjör ljubimov, sem mun
þýða UÚFLINGUR.
Stokkhólmi 7. okt. ’86-
Steinunn Jóhannesdóttir
Sunnudagur 12. október 1986 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 9