Þjóðviljinn - 12.10.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Page 13
Joan Baez átti hug og hjörtu áheyrenda á tónleikunum í Óperunni. Mynd E.ÓI. Friðartónleikar Blóð í bombunnar slóð Frábœrir tónleikar á rólegu nótunum ííslensku óperunni. Joan Baez velfagnað Það rennur blóð í bombunnar slóð, en það er vel meint, söng Bubbi Morthens þegar hann opn- aði aldeilis frábæra friðartón- leika í Islensku óperunni í gær. Bekkir óperunnar þétt setnir fólki á öllum aldri, stemningin góð og kímnin í lagi. Bubbi, Megas, Bergþóra, Björk, Sigtryggur og Valgeir skiluðu sínu með sóma eins og við var að búast, en það fór ekkert á milli mála að sú sem beðið var eftir var Joan Baez. Hún kom fram á sviðið undir dynjandi lóf- aklappi og það mátti sjá sælusvip á andlitum margra þeirra í sain- um sem hrifust af þessari banda- rísku þjóðlagasöngkonu og bar- áttukonu á 7. áratugnum. Baez er komin hingað í þeim tilgangi að leggja áherslu á kröfuna um af- vopnun og frið og hafði sinn boð- skap að færa þeim höfðingjum sem ræða heimsmálin í Höfða þessa dagana. Gorbatsjof sagði hún að yrði að draga allt sovéskt herlið frá Afganistan, leyfa Sakharof að fara úr útlegðinni í Gorkí og láta af fangelsunum manna vegna skoðana þeirra, ef honum væri alvara með að breyta ímynd So- vétríkjanna gagnvart heiminum. Ef Ronald Reagan var alvara þegar hann sagðist ætla að vinna gegn ofbeldi í heiminum, sagði hún, þá verður hann að sýna það og sanna að bandaríkjastjórn fordæmi mannréttindabrot hvar sem er í heiminum, ekki bara sums staðar. Hann verður að hætta allri íhlutun í málefni Nic- aragúa og hætta stuðningi við Contra skæruliða og svo ætti hann að láta vera að styðja Pinoc- het, sem er morðingi sagði hún. Og um leiðtogafundinn: Leiðtogafundir leiða að minnsta kosti það af sér að við getum gert okkur í hugarlund hvernig það er að geta lifað afslappað, án þess að búa stöðugt við þá spennu sem vopnakapphlaupið skapar hjá okkur. -gg Von um „Reykjavfloirsamkomulag“ Þráttfyrirfréttaleynd ríkir bjartsýni um niðurstöðu á Reykja- víkurfundunum. Framkoma Gorbatsjof-hjónanna enn eitt merki um nýjan stíl í Kreml Síðustu tíðindi af leiðtogunum Reagan og Gorbatsjof þykja benda til þess að í aðsigi sé ein- hverskonar samkomulag sem leiðtogarnir staðfesti í Reykjavik í dag. I gærkvöld var tilkynnt að fundinum í dag hafi verið flýtt um hálftíma og hefst hann klukkan tíu á Höfða. í gær voru skipaðir tveir vinnuhópar, annar um af- vopnunarmál og hinn um al- mennari efni, mannréttindi og svæðisbundnar deilur, og hófu hóparnir fundi sína um áttaleytið í gærkvöldi. Verði af samkomulagi má bú- ast við að það fjalli fyrst og fremst um meðaldrægar eldflaugar í Evrópu, en hugsast getur að til- raunabann komi þar til einnig við sögu með einhverjum hætti. í fyrrakvöld gáfu Bandaríkjamenn út yfirlýsingu um stefnu sína í bannmálum, og þótt þar hafí flest verið sagt áður gæti sjálf umræða þeirra um tilraunabann bent til að þeir séu á því sviði að sveigja til afstöðu sína til að greiða fyrir samkomulagi um eldflaugar. Hugsanlegt er að Sovétmenn taki tillit til bandarískra óska í mannréttindamálum, til dæmis um brottflutning gyðinga. Gorbatsjof boðaði í gær til blaðamannafundar í dag, senni- lega klukkan tvö í Háskólabíó. Þessi tilkynning kom nokkuð á óvart, og samstundis varð vart óánægju í bandarísku sendinefn- Stórir strákar horfast í augu. Verður Höfði fæðingarheimili samkomulags um afvopnunarmál? (Mynd: RAX) dinni, og heyrðust þaðan þær raddir að með slíkum fundi væri verið að brjóta samkomulagið um fréttaleyndina. Fundurinn gæti þó verið leikur í stærra tafli og ekki víst að hann beri að skilja sem beina ögrun Gorbatsjovs við Bandaríkjamenn. Sá orðrómur kom fljótlega upp að leiðtogarnir geymdu sér síðdegið í dag til hugsanlegra frekari viðræðna, og bent á að brottfarartími leiðtog- anna var í gærkvöldi enn ekki á- kveðinn. Það styður kenningar um samkomulag á fundinum að á blaðamannafundi hjá Sovét- mönnum í gær var fullyrt að menn hefðu vænst of lítils af fundinum. í áróðurstaflinu sem sífellt stendur yfír milli stórveldanna og leiðtoga virðast Sovétmenn hafa átt nokkra góða leiki í Reykjavík. Áður en fyrri fundurinn hófst í dag þótti blaðamönnum léttara yfir Gorbatsjof en Reagan og yf- irlýsing hans á flugvellinum í gær féll í góðan fjölmiðlajarðveg. At- hygli pressunnar hefur fremur beinst að Gorbatsjof en Reagan, og Raísa Gorbatsjova hefur fyllt vel í það tómarúm sem frétta- leyndin skapaði og alið enn á þeirri kenningu að í æðstu stjórn Sovétríkjanna sé nýr og nútíma- legri stíll að ryðja sér til rúms. - m/IH Það ríkti stríðsástand á stundum Jón Hákon Magnússon: Starfið ífréttamannamiðstöðinni gengið mjög vel. Þetta hefur gengið alveg merki- lega vel miðað við hve undir- búningstíminn var stuttur, sagði Jón Hákon Magnússon um skipu- lagsstarfið í fréttamannamiðstöð- inni í Hagaskóla, en hann er einn þeirra sem hefur borið ábyrgð á því og séð um fyrirgreiðslu við fréttamenn. „Það hefur verið keðja í gangi sem hefur gengið mjög vel og okkur hefur tekist að leysa flest öll aðsteðjandi vandamáí á stutt- um tíma. Það sem er ánægjulegt er það að útlendingarnir virðast vera mjög ánægðir með skipu- lagið og ákaflega þakklátir þegar þeim er veitt fyrirgreiðsla", sagði Jón. Jón sagði að þau vandamál sem komið hefðu upp væru aðal- lega af tvennum toga. Annars vegar í tengslum við fjarskiptin þegar mest mæddi á þeirri þjón- ustu og hins vegar leiðindi sem hefðu komið upp vegna út- deilingu á leyfum til fréttamanna til þess að komast inná Höfða- svæðið en takmörkuðum fjölda fréttamanna og ljósmyndara er hleypt svo nálægt leiðtogafundin- um. „Á tíðum hefur ríkt hér stríðsástand vegna þessa. Þeir sem ekki hafa komist með hafa sumir hverjir orðið brjálaðir af bræði og blótað landi og þjóð í sand og ösku. Hún er þó fljót að renna af þeim reiðin og þá verða þeir ókei“, sagði Jón að lokum. -K.ÓI. Gyðingarnir héldu uppi myndum af fjölmörgum trúbræðrum sínum sem ekki hafa fengið að flytja frá Sovótríkjunum. Mynd Sig. Gyðingar Mótmælt með ÍSRAEL THANKS ISLAlNDS and 'ALTHING'world's tst purVuvmeut for ENABUNG US to PRfcM for KELEASE or SUVIET ttvmv. bænum Gyðingar sem staddir eru á ís- landi vegna leiðtogafundarins héldu bænastund utandyra á hvfldardegi sínum í gær. Bæna- stundina tileinkuðu þeir þeim 400 þúsund gyðingum í Sovétríkjun- um sem hafa óskað eftir því að fá brottfararleyfi þaðan og héldu á lofti myndum af mörgum þeirra. í grenjandi roki og rigningu komu þeir sér fyrir, fyrir framan Melaskólann með bænasjöl og lásu uppúr Torahbókinn en það eru kaflar úr Gamla testamentinu sem eru skrifaðir á léreft. Nokkr- ir kristnir íslendingar tóku þátt í bænastundinni með gyðingun- um. -K.ÓI. Sirius leggur að í Hafnarfjarðarhöfn síðdegis í gær eftir að skipverjar höfðu átt í stappi við hafnaryfirvöld í Reykjavík landhelgisgæslu og öryggisverði leiðtog- ans meðan skipið var úti á sundunum úti fyrir Höfða. Mynd E.ÓI. Grœnfriðungar Féllust á Hafnarfjörð Grænfriðungaskipið Síríus lagðist að bryggju í Hafnarfjarð- arhöfn um kl. 16.30 í gær. Ætlun skipverja var að liggja í Reykjavíkurhöfn meðan Reagan og Gorbatsjof funda í Reykjavík, en strax fyrir helgi varð ljóst að það yrði ekki ieyft. Þá kom til greina að fara í Sundahöfn. ís- lensk yfirvöld lögðu þá tillögu fyrir örygsisverði leiðtoganna, en þeim leist ekki meira en svo á nærveru grænfriðunga og þver- tóku fyrir að slíkt leyfi yrði gefið. Um tíma leit út fyrir að græn- friðungar ætluðu að láta sverfa til stáls og freista þess að komast til hafnar í Reykjavík, en landhelg- isgæslunni tókst að semja við þá áður en til þess kom. -gg Einar Vilhjálmsson hleypur síðasta spölinn með friðarkyndilinn inn í Hljómskálagarðinn. Mynd Sig. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. október 1986 Friðarkyndillinn Vtð viljum frið! UmlOOO börn viðstödd afhendingu friðarkyndils Barna- hjálpar Sameinuðu Þjóðanna Krakkar þið viljið frið, er það ekki? Júhúú! svöruðu um þúsund börn Hermanni Gunnarssyni íþróttafréttaritara og fundar- stjóra á fundinum í Hljómskála- garði í gær þar sem logi frá frið- arkyndli Sameinuðu þjóðanna var afhentur íslensku þjóðinni undir kjörorðunum: Börnin þarfnast friðar. Kyndilför friðarlogans, sem skipulögð er af Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna vegna 40 ára af- mælis Barnahjálparinnar og Friðarárs Sameinuðu þjóðanna, mun koma við í 50 löndum á þremur mánuðum. Hingað kem- ur eldurinn frá Belfast á N- írlandi og héðan fer hann til Isra- el, en kyndillinn var hingað send- ur nú í tilefni af fundi þeirra Re- agans og Gorbatjofs. Bjarni Friðriksson júdómaður tók við kyndlinum í Keflavík í gærmorgun, en til Reykjavíkur var hann fluttur með boðhlaupi 40 íslenskra afreksmanna í íþrótt- um. í námunda Hljómskála- garðsins sameinuðust um 1000 ís- lensk skólabörn íþróttamönnun- um og hlupu með þeim síðasta spjölin. Þar tóku á móti þeim forseti íslands Vigdís Finnboga- dóttir og Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar og Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna. “Megi friður fylgja þessum loga“ sagði Steingrímur þegar hann tók við kyndlinum og eftir að Vigdís hafði flutt ávarp af þessu tilefni kveikti forsætisráðherra með kyndlinum á friðarloga íslend- inga sem mun brenna þar til fundi leiðtoganna lýkur í dag. -K.ÓI. Lögreglan Sunnudagur 12. október 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 Þakka almenningi skilninginn Þetta hefur gengið mjög vel. Það hefur ekkert óvænt komið upp á og það eru allir ánægðir með hvernig til hefur tekist. En þetta er ekki búið, við getum ekki slappað af fyrr en leiðtogarnir eru báðir farnir úr landi, sagði Böðvar Bragason lögreglustjóri í samtali við Þjóðviljann eftir síðari fund þeirra Reagans og Gorbatsjofs í gær. Lögreglumenn stóðu í ströngu í kuldanum í Reykjavík í gær. Böðvar sagði alla menn hafa ver- ið kallaða til sem hægt var að munstra, alls líklega um 600 manns. „Mönnum var auðvitað kalt í nepjunni, en við höfum reynt að sjá þeim fyrir aðhlynn- ingu og einhverju heitu oní sig.“ Böðvar sagði samstarfið við hina erlendu öryggisverði hafa gengið vel. Þeir hafi áttað sig á að þeir séu hér gestir og lagt sig fram um að samstarf gæti tekist vel. Þá hafí þeir lokið lofsorði á fram- göngu íslenskra k'ollega sinna. „Eg get ekki annað en þakkað almenningi í Reykjavík fyrir þann skilning sem hann hefur sýnt á þessu umstangi vegna fímdarins. Það hefur ekki verið hjá því komist að valda ýmsum óþægindum, en allir hafa tekið því vel. Þó með undatekningum sem sanna regluna. Ég vona bara að allt gangi samkvæmt áætlun á morgun," sagði Böðvar í gær. ~gg Öryggisgæslan vegna leiðtogafund- arins er meiri en íslendingar hafa nokkru sinni átt að venjast en jafnvel hundar voru kallaðir til. Mynd E.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.