Þjóðviljinn - 12.10.1986, Page 15
Gjörningur í þágu friðar
Kólumbíski fjölllistamaðurinn Cheo Cruz Ulloa framkvœmdi friðargjörning íAusturstrœti ö föstudaginn.
Sigurður Mar festi gjörninginn ö filmu
LEIÐARI
We wish you suœess
Zhelaém úspékha
Þá eru þeir Reagan og Gorbatsjof komnir til
landsins. Áður en Reagan lagði af stað kvaðst
hann vilja ræða við hinn sovéska leiðtoga um öll
helstu vandamál, sem halda vöku fyrir
mönnum, og reyna að leysa þau í anda friðar og
frelsi. Gorbatsjof kom til íslands með áskorun
um að stórveldi jafnt sem smærri ríki taki hönd-
um saman um að bægja frá dyrum kjarnorkuvá
og helst útrýma kjarnorkuvopnum fyrir aldamót.
Vitanlega er ekki nema gott eitt um slíkar
yfirlýsingar að segja. Og vitanlega tekur
heimsbyggðin þeim með nokkrum fyrirvara
vegna þeirrar dapurlegu reynslu undanfarinna
áratuga, að góð áform í ræðum hafa ekki nema
sjaldan skilið eftir sig áþreifanlegan árangur
hvort sem um er að ræða afvopnun eða blátt
áfram sköpun þess andrúmslofts, sem gerir
samskipti þjóða að miklum mun skárri en þau
hafa lengst af verið allt frá því að verstu hrinur
kalda stríðsins voru hjá liðnar.
En hvað sem misjafnri reynslu líður, þá höf-
um við öll rétt til að vona hið besta - og menn
spá því, að í sjónmáli sé nú samkomulag sem
varðar meðaldrægar eldflaugar í Evrópu og
gæti síðan dregið ýmislegt jákvætt á eftir sér á
öðrum sviðum. Eins og margoft er tekið fram
þessa daga, þá þykir mönnum nú meiri líkur fyrir
því en verið hefur um alllangt skeið, að „þeir séu
þrátt fyrir allt farnir að hreyfa sig,“ eins og þýska
vikuritið Spiegel festi á forsíðu sína á dögunum
ásamt mynd af þeim Reagan og Gorbatsjof þar
sem þeir takast í hendur, hvor um sig standandi
inni í eldflaug.
Þegar menn komast að þeirri niðurstöðu um
væntanlega framvindu mála, þá hafa þeir
sjaldnast hugann við það, hvernig meta ber
yfirlýsingareða góðan vilja leiðtoga. Menn þykj-
ast blátt áfram sjá fram á það, að báðir leiðtog-
arnir sjái sér hag í því að nokkuð miði í samko-
mulagsátt - að minnsta kosti á sviði kjarnorku-
vígbúnaðar.
Reagan er farinn að hafa áhyggjur af orðstí
sínum í sögunni. Hann þarf að hressa upp á
stöðu sinna manna í væntanlegum kosningum.
í þriðja lagi þarf hann að komast hjá því, að
þvergirðingshætti af hans hálfu verði kennt um
! ef fundir æðstu manna fara út um þúfur - þar
| með mundi dýpka það bil sem staðfest er milli
Bandaríkjamanna og ríkja Vestur-Evrópu.
Gorbatsjof þarf á árangri í afvopnunarmálum
að halda til að fá svigrúm til að bæta efnahag
lands síns. Og hann þarf líka að taka tillit til
bandamanna sinna í Austur-Evrópu, þótt þeir
hafi ekki látið mikið fara fyrir eigin frumkvæði í
alþjóðlegum samskiptum til þessa.
Við viljum líka líta svo á, að almenningsálitið
í heiminum eigi drjúgan þátt í því að leiðtogarnir
eru „komnir á hreyfingu.“ Kröfur um frið og
niðurskurð vígbúnaðar hafa risið einna hæst í
Evrópu - og við getum með góðri samvisku sett
þá staðreynd í samband við það, að mestar líkur
eru nú taldar á því að hér í Reykjavík verði
einmitt samið um niðurskurð þeirra meðal-
drægu kjarnorkuvopna sem staðsett eru í Evr-
ópu.
Á þessari stundu eru flest blæbrigði hins póli-
tíska litrófs sameinuð í óskum um að vinnufund-
'ur æðstu manna stórveldanna beri góðan ár-
angur. - áb
Sunnudagur 12. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15