Þjóðviljinn - 12.10.1986, Qupperneq 17
Ólafur Ragnar Grímsson: Vandi okkar íslendinga byrjar fyrst er stórveldafundinum lýkur. Mynd: Sig
„Sú gagnrýni er réttmæt af
hálfu Willy Brandt. Hún er líka
tengd þeirri grunnhugsun
leiðtoganna sex, að Sovétríkin og
Bandaríkin eru með í höndunum
gjöreyðingargetu gagnvart öllu
mannkyninu og áhrifa vígbúnað-
arkapphlaups þeirra gætir því um
allan heim. Samkvæmt eðlilegum
lýðræðislegum lögmálum eiga
menn að hafa íhlutunarrétt í
samningum um þau mál sem
snerta þá sjálfa. Það er því eðli-
legt að sú krafa sé einnig sett fram
gagnvart Bandarikjunum og So-
vétríkjunum.
Hinsvegar má segja að veruleg
fækkun meðaldrægu eldflaug-
anna í Evrópu, sem t.d. væri fólg-
in í því að Persing-flaugarnar og
stýriflaugarnar yrðu teknar burt
að verulegu leyti, væri hagur íbúa
landanna og staðfesting á því að
friðarhreyfingar í Evrópu höfðu
alla tíð rétt fyrir sér. Þessi vopn
voru ekki sett upp í hernaðar-
legum tilgangi heldur fyrst og
fremst í pólitískum tilgangi. Enda
segja talsmenn Reagan-
stjórnarinnar núna að fyrst búið
sé að sanna það að það var hægt
að koma þeim upp, þrátt fyrir
mótmæli friðarhreyfinganna, þá
sé allt í lagi að taka þau niður.
Þetta sýnir best á hve frumstæðu
plani þessi vígbúnaðarpólitík get-
ur stundum verið.“
Möguleikar
smöþjóða miklir
Á smáþjóð einsog ísland ein-
hverja möguleika til að hafa áhrif
á gang heimspólitíkurinnar?
„Möguleikarnir eru mun meiri
en menn hafa viljað átta sig á hér
heima. Hér hafa ríkt tvær kenn-
ingar. Annarsvegar að við séum
fáir, fátækir og smáir og þess-
vegna getum við ekkert gert. Hin
er sú að við eigum bara að vera
með Norðurlandaþjóðunum,
sem er aðeins geðfelldara. Þar
með erum við þó að segja að við
höfum ekki sjálfstæða afstöðu
heldur gerum við bara það sem
hinar Norðurlandaþjóðirnar
koma sér saman um.
Þessi fundur og margt fleira
bendir til þess að smáþjóðir geti
egnt mjög mikilvægu hlutverki.
fyrsta lagi geta þær verið griða-
staður þar sem leiðtogar deilu-
aðila geta hist. Sagan sýnir það,
ekki bara núna heldur líka fyrr á
öldum, að það er mikil þörf á slík-
um griðastöðum, hvort sem það
var fyrir furstana eða keisarana,
eða ríkin í Evrópu fyrr á þessari
öld, nú eða stórveldin núna. ís-
land hefur í tvígang verið slíkur
griðastaður. Þegar Frakkar og
Bandaríkjamenn áttu í erfiðustu
deilum sem þeir hafa átt í á und-
anförnum áratugum, funduðu
þeir hér, og svo Reagan og Gor-
batsjof núna. Með þessu er ís-
land búið að vinna sér mikilvæg-
an eiginleika sem er afar dýrmætt
að varðveita og þróa.
Traust smáþjóða
í öðru lagi getur smáþjóð lagt
til einstaklinga, bæði sem sér-
fræðinga og sem aðstoðarmenn í
samningum og umleitunum. Slík-
ir einstaklingar frá smáþjóð hafa
enga annarlega pólitíska hags-
muni því þjóðin er það lítil að
fulltrúar hennar geta aldrei gert
sig gildandi í hagsmunatogstreitu
á heimsmælikvarða. Aftur á móti
eru fulltrúar meðal stórra ríkja
einsog jafnvel Svíþjóðar og Nor-
egs með í farangrinum ýmsa
hugsanlega hagsmuni sinna ríkja.
Eg hef rekið mig á það í mínu
starfi erlendis að vegna þess að ég
kem frá lítilli þjóð sem enginn
óttast og allir vita að er ekki með
stóra pólitíska eða hernaðarlega
hagsmuni á vettvangi heimsmála,
þá eru menn frekar tilbúnir að
hlusta á þær tillögur, hugmyndir
og sjónarmið sem ég hef fram að
færa.
í þriðja lagi held ég að smá-
þjóðir geti gegnt mikilvægu hlut-
verki í að leggja fram tillögur
bæði á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna og innan ýmissa ann-
arra alþjóðlegra stofnana. Þótt
þessi mál séu stundum flókin þá
eru þau ekki flóknari en svo að
nokkur hópur sérfræðinga og vel
menntaðra manna getur fyllilega
náð utan um þau til að hafa þekk-
ingu og getu til að leggja fram
sjálfstæðar tillögur. Ef við gerð-
um aðrar menntunarkröfur til
okkar utanríkisþjónustu og efld-
um sjálfstæða rannsóknarstarf-
semi í alþjóðamálum þá hefðum
við möguleika á að koma fram
með formlegar tillögur í alþjóð-
amálum, ekki síður en við gerð-
um í hafréttarmálunum á sínum
tíma.
Reykjavík
fœr táknrœnt gildi
Ef þessi fundur verður árang-
ursríkur, og það þarf ekki mikinn
árangur til, þá er Reykjavík búin
að fá táknræmnt gildi. Það er
merkilegt sé litið yfir liðna ára-
tugi í alþjóðamálum, þá sést það
að þegar staðir sem fá slíkt
táknrænt gildi einsog t.d. Hels-
inki, Genf og Vínarborg, þá hef-
ur það opnað þessum löndum
nýja möguleika á alþjóðavett-
vangi. Það er meira hlustað á full-
trúa þeirra og þeir geta meira
beitt sér, bæði formlega og eins á
bakvið tjöldin, til þess að leiða
mál til lykta. Þegar leiðtogafund-
inum lýkur þá fyrst byrjar kann-
ski okkar vandi. Hvernig vinnum
við úr þeim efnivið sem við höf-
um fengið hér upp í hendurnar,
sérstaklega ef fundurinn skilar
einhverjum árangri? Hvernig
nýtum við hann íslandi til fram-
dráttar og málefnunum til fram-
dráttar? Hvernig byggjum við
upp starfsemi að aðstöðu hér
heima fyrir? Notum við hann til
að koma upp hér fastbundinni
starfsemi á þessu sviði sem dreg-
ur hingað fólk, ferðamenn og
ráðstefnur? Þetta er mjög mikil-
vægt því með því móti er hægt að
skapa okkur verulegar gjald-
eyristekjur."
íslenskir ráðamenn
eiga ýmislegt ólœrt
Hvert er þitt álit á framgöngu
Steingríms Hermannssonar, for-
sœtisráðherra í sambandi við
undirbúninginn að leiðtogafund-
inum?
„Þó margt megi kannski gott
segja um framgöngu Steingríms,
þá hefur hún sýnt að íslenskir
ráðamenn eiga ýmislegt ólært í
því hvernig þeim ber að haga sér
og hvernig þeir eiga að tala, eða
réttara sagt ekki að tala, þegar
þeir eru í hlutverki gestgjafa
slíkra alþjóðlegra stórviðburða.
Þá er ekki skynsamlegt að forsæt-
isráðherrann eða utanríkis-
ráðherrann séu í daglegum fram-
kvæmdaratriðum heldur á að láta
embættismenn og sérhæfða menn
um þau. Ef slík framkvæmdar-
at-riði mistakast þá má ekki sökin
lenda á pólitískum herðum og
verða þar með pólitískt vandamál
fyrir ísland.
Það er ljóst að forsætisráð-
herra íslands verður að gæta
mjög tungu sinnar gagnvart er-
lendum blaðamönnum. Þó við
þekkjum Steingrím vel líta er-
lendu blaðamennirnir, sem því
miður hafa ekki haft tækifæri til
að kynnast honum til lengdar,
fyrst og fremst á hann sem forsæt-
isráðherra lýðveldisins. í þessu
ljósi voru t.d. ummæli hans um
það að hann vonaðist til þess að
gyðingarnir kæmu ekki til íslands
vægast sagt mjög slæm. Sem bet-
ur fer urðu þau þó ekki að því
pólitíska stórslysi sem þau hefðu
getað orðið.“
Friður er
líka góður bissnes
í grein eftir Árna Björnsson
segir að til að raunverulegur ár-
angur eigi að nást í afvopnunar-
málum þurfi tvennt að koma til,
annarsvegar þurfi bandarískt
efnahagskerfi að breytast og hins-
vegar stjórnkerfi Sovétríkjanna.
Hvert er þitt álit á því?
„Það er auðvitað rétt ef menn
horfa langt fram á veg og velta því
fyrir sér hvernig eigi að draga úr
hernaðarhættunni og vígbúnað-
arkapphlaupinu í heiminum. Það
verður að koma í veg fyrir að
hernaðarframleiðslan sé sá stóri
bissnes sem hún hefur verið. Það
þarf að finna nýjar greinar fyrir
fyrirtæki sem nú starfa við her-
gagnaiðnað til þess að græða á.
Svo maður orði það á einfaldan
hátt; að koma þeim í skilning um
að friður sé líka góður bissnis.
Hvað Sovétríkin snertir þarf að
draga úr þeim áhrifum sem her-
inn hefur haft innan stjórnkerfis
Sovétríkjanna. Hann hefur þrýst
á að tilraunir með kjarnorkuvopn
hæfust á ný. Hann hefur greini-
lega beitt áhrifum sínum til að
viðhalda vígbúnaðarkapphlaup-
inu.
Þótt mikilvægt sé að stefna í átt
að allsherjarafvopnun þá verður
sú langa ganga að byrja á nokkr-
um skrefum. Mikilvægustu skref-
in eru fólgin í því að fækka þeim
kjarnorkuvopnum sem nú eru til
staðar. í stað þess að semja um
hvernig hægt er að stýra fjölgun
vopnanna einsog hefur verið gert
stundum áður er núna talað um
hvernig eigi að fækka þeim og um
að stöðva tilraunir með kjarnork-
uvopn og takmarka stjörnustríðs-
áætlunina. Þar með eru settar
verulegar skorður við því að
þriðja kynslóð kjarnorkuvopn-
anna verði framleidd. Ef þetta
næst fram eru miklu betri skilyrði
að fara að ræða í alvöru mögu-
leikana á því sem Árni er að tala
um.“
Báðir vilja gera
kjarnorkuvopn
óþörf
Að lokum Ólafur. Sérð þú fyrir
þér, annaðhvort ínálœgri framtíð
eða þá í fjarlœgri framtíð, mögu-
leikana á því að kjarnorkuvopn-
um verði algjörlega útrýmt úr
heiminum?
„Það er stór spurning. Það er
fróðlegt að á Pugwashfundinum
þar var þetta mál einmitt á dag-
skrá. Einn af fremstu fræði-
mönnum Indlands í þessum mál-
um, Subrahmanyam, sem er for-
stöðumaður virtustu rannsóknar-
stofnunar í alþjóðamálum í Ind-
landi, vakti athygli á því að bæði
Reagan og Gorbatsjof hafa hvað
eftir annað lýst því yfir að þeir
vildu vinna að því pólitíska mark-
miði að gera kjarnorkuvopn
óþörf. Reyndai með mismunandi
hætti. Gorbatsjof í ræðunni sem
var flutt í upphafi þessa árs þar
sem hann lagði fram áætlun um
útrýmingu kjarnorkuvopna í
áföngum fram að árinu 2000. Re-
agan hinsvegar með því að rök-
styðja stjörnustríðsáætlunina
með því að hún væri tæki til þess
að gera kjarnorkuvopn óþörf.
Þegar forystumenn stórveld-
anna eru sammála um þetta sem
pólitískt markmið þó svo að rök-
semdirnar séu ólíkar þá knýr það
okkur hina til þess að taka það
upp sem alvarlegt viðfangsefni að
leita pólitískra leiða og leggja
fræðilegan og lagalegan grund-
völl að því, hvernig hægt er að ná
slíku samkomulagi.
Þekkingunni
ekki útrýmt
Við útrýmum aldrei þekking-
unni á að búa til kjarnorkuvopn.
Þá þekkingu getur nánast hvaða
háskólastúdent í eðlisfræði orðið
sér úti um í kennslubókum. Ef
hann kæmist yfir úraníum og
plútóníum gæti hann búið til
sprengjuna. Við útrýmum því
ekki getu mannkynsins til að búa
til vopnin.
Mannkynið hefur líka getu til
þess að búa til eiturvopn og sýkla-
vopn. Um sýklavopnin eru í gildi
alþjóðlegir samningar sem banna
notkun slíkra vopna og unnið
hefur verið að því með veru-
legum árangri að undirbúa bann
við notkun eiturvopna einnig.
Það er því ekki útilokað að innan
einhverra ára skapist nægilegur
pólitískur skilningur til að dæma
kjarnorkuvopnin í sama flokk og
sýklavopnin og eiturefnavopnin,
þ.e.a.s. vopn sem eru ofhættuleg
til að eiga þau. Þessvegna verði
leitað eftir samkomulagi um að
útrýma þeim og koma upp eftir-
liti sem tryggi að menn fylgi því
samkomulagi.
Ég er þeirrar skoðunar að það
komi að því, kannski undir lokin
á þessum áratug eða á þeim
næsta, að það myndist verulegur
pólitískur þrýstingur til þess að
tryggja slíka útrýmingu kjarnork-
uvopna. Ein af ástæðunum fyrir
því er sú, að ýmis ríki sem hafa
ekki kjarnorkuvopn í dag en hafa
tæknilega getu til þess að koma
þeim upp, gerist óþolinmóð og
sætti sig ekki við það kerfi þar
sem bara fá ríki hafi yfir þessum
drottnunarvopnum að ráða. Þá
stendur valið um það, annarsveg-
ar að kjarnorkuvopnin breiðist út
um allan heim og fari í hendur
allskonar ríkja, ríkja með óstöð-
ug stjórnkerfi eða ríkja sem eiga í
hörðum deilum í sínum heims-
hlutum, eða að núverandi kjarn-
orkuveldi verði tilbúin að útrýma
þeim.
Þá tel ég líklegt að risaveldin og
hin kjarnorkuveldin þrjú sjái, að
síðari kosturinn sé skynsam-
legri.“
-Sáf
Sunnudagur 12. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17