Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 18

Þjóðviljinn - 12.10.1986, Síða 18
VElxo/yM^J tibyí Do yöú 0 LIKE /ECELAMD ? Denni: Hvernig líst ykkur á ísland? rGEgWÍI i UKE DAÍ --------- I (50TTA TSl HANlCY DAT raciPE/// Ronald: Gott þetta nautakjöt! Verð að fá uppskriftina handa Nansí. 1 Nikolaj Gorbatsjof Vinsœll meðal almennings Nikolai Gorbatsjof tók við embætti aðalritara Kommún- istaflokks Sovétríkjanna að Konstantín Tsjernenko látn- um í mars í fyrra. Valdatími hans er með öðrum orðum ekki orðinn nema hálft annað ár, en hann hefur nú (aegar sett svip sinn áframvindu mála í landi sínu með mjög sterkum hætti og hefurýmis- legt komið mönnum á óvart í þeim breytingum sem fitjað hefurveriðuppá. Gorbatsjof er nú 55 ára að aldri. Hann þótti umtalsverð yng- ing í hinni valdamiklu og öldruðu pólitísku framkvæmdanefnd Kommúnistaflokksins þegar hann settist þar árið 1980. Gor- batsjof er bóndasonur frá Stavr- opolsýslu. Árið 1955 útskrifaðist hann frá lagadeild Moskvuhá- skóla en lagði síðar fyrir sig land- búnaðarhagfræði. Á námsárum hófst hans framaferill í Kommún- istaflokknum, sem varð til þess að árið 1970 varð hann fyrsti rit- ari héraðsdeildar flokksins í Stavropol og skömmu síðar var hann kosinn í miðstjórn flokks- ins. Nýsköpun Ekki verða hér raktar kenning- ar manna um það hvernig á því stóð að einmitt Gorbatsjof varð handhafi valdamesta embættis í Sovétríkjunum en ekki t.d. skæð- asti keppinautur hans, Romanof. Hitt er víst að Gorbatsjof hefur síðan gengið fram í því að losna við bæði stuðningsmenn Roma- nofs og svo ýmsa þá aðra sem samdauna voru „öldungaveldi" því, sem kennt var við hinn langa valdatíma Leoníds Brésjnéfs. Um leið hefur Gorbatsjof með vaxandi þunga boðað nauðsyn nýsköpunar (perestrojka) í atvinnulífi landsins - um leið og hann hefur af hörku haldið fram þeirri herferð sem hafin var á valdaári Júrís Andropovs gegn áfengisböli, skrópasótt og mútu- þægni. Stjórn efnahagslífs Frá upphafi ferils síns hefur Gorbatsjof rætt margt um betri starfshætti, betri nýtingu fjárfest- ingar, leiðir til að koma í veg fyrir sóun, leiðir til að nýta framtak einstaklinga og fyrirtækja. Fram- an af var mönnum ekki vel ljóst hvaða dilk þessi ræða mundi draga á eftir sér. En smám saman hafa línur skýrst nokkuð. Gor- batsjof stefndir að auknum áhrif- um sérfræðinga, að minni völd- um miðstjórnarstofnana og hann vill auka efnahagslegt sjálfstæði fyrirtækja í þá veru, að þau geti betur umbunað sínu fólki þegar vel gengur. Hinsvegar er ekki ljóst, hvort almennt tal um að gefa upp á bátinn opinberan stuðning við léleg fyrirtæki geti í framtíðinni leitt til að þau geispi golunni. í annan stað er fitjað upp á tilraunum á matvælafram- leiðslu og þjónustu, sem líkjast þeim úrræðum sem gripið hefur verið til í Ungverjalandi og Kína. Þetta getur litið þannig út að fjöl- skyldur leigja af ríkinu land og búpening, eða þá húsnæði og búnað - og reka síðan fyrir eigin reikning lítið mjólkurbú, kaffi- hús eða annað þess háttar. Enn er margt á huldu um það, hve langt þetta „einkaframtak" muni ganga, hve sterk áhrif markaðarins verða á verðmynd- un á nauðsynjum manna. Það er heldur ekki Ijóst, hvort Gorbat- sjof á við verulegt andóf innan flokksins að glíma vegna þessara nýmæla. Þótt enginn mæli opin- berlega í mót sjálfum aðalritaran- um getur það vel verið, að margir þeir sem til þessa hafa átt náðuga daga í skrifræðinu og eiga nú að sýna raunhæfan árangur í starfi, hugsi þessum „ungling“ í Kreml þegjandi þörfina. Hitt er svo lík- legt að Gorbatsjof sé tiltölulega vinsæll meðal almennings - og veldur þá mestu að Rússum finnst framkoma hans öll, bæði heima fyrir og erlendis, miklu röggsamlegri en fyrirrennara hans og svo það, að framboð á neysluvörum hefur aukist að undanförnu. Fjölmiðla- umrœða Fjölmiðlar í Sovétríkjunum hafa orðið miklu opinskárri og gagnrýnni undanfarna mánuði en þeir hafa lengi verið. Það er meira um það, að þeir leiti að veilum í „kerfinu" en að „rannsóknarblaðamennska" miðist aðeins við að segja frá ein- stökum málum sem ekki er alhæft um. Verulegt líf hefur færst í um- ræðuna um umhverfismál - mengun, náttúruvernd, notkun kjarnorku og þar fram eftir göt- um, og andstæðingar bláeygrar tæknihyggju hafa unnið nokkra sigra. Til dæmis með því, að nú hefur verið hætt við þá glæfralegu tilraun að veita vanti fljótanna sem renna í Norður-íshafið suður á bóginn að nokkru leyti og færa um leið miklar lendur í kaf. Þær skorður sem málfrelsi eru settar hafa rýmkað og nú sjá dagsins ljós ýmsar bækur sem ekki gátu komist á prent áður. En andófsmenn heima og erlendis kvarta yfir því, að hlutskipti þeirra hafi ekki batnað og að samviskuföngum sé sýnd sama harka og áður. Alþýðumöl Flestum fréttaskýrendum ber saman um að á vettvangi alþjóð- legra samskipta vilji Gorbatsjof leggja töluvert á sig til að ná samkomulagi við Bandaríkin um stöðvun vígbúnaðarkapphlaups og skref til afvopnunar. Sovét- menn hafa undanfarna mánuði gert verulegar tilslakanir í þeim efnum og Gorbatsjof hefur í tví- gang framlengt það einhlíta bann við kjarnorkuvopnatilraunum neðanjarðar sem hann vonar að Bandaríkjamenn gangi inn á. Hann er almennt talinn mun samningafúsari en fyrirrennarar hans og margir telja, að hefði hann mátt ráða þá hefðu Sovét- menn ekki ráðist í jafn tvísýnt og dýrkeypt ævintýri og stríðið í Af- ganistan. Um leið telja margir, að ef Gorbatsjof nær ekki áþreifanlegum árangri á fundum þeirra Reagans, þá muni þeim hópum vaxa nokkur fiskur um hrygg í sovésku valdkerfi, sem telja þýðingarlaust að tala við Reaganstjórnina nema með tveim hrútshornum. -ÁB 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN, Sunnudagur 12. október 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.