Þjóðviljinn - 15.10.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA
október
1986
miðviku-
dagur
234. tölublað 51. örgangur
Ríkisstjórnin
ÍÞRÓTTIR
MENNING
HEIMURINN
Lax
Engar kjarabætur
Haust-
göngur
Stjórninstefnir að2% kauphœkkun 1987í4-5% verðbólgu.
Gertráð fyrir hœkkun þjóðartekna fram yfir kauphœkkun
Ríkisstjórnin telur að svigrúm
til kauphækkana á næsta ári
sé aðeins 2% sem í 4-5% verð-
bólguspá þýðir minna en ekki
neitt!
Þjóðhagsáætlun, sem forsætis-
ráðherra lagði fram á alþingi í gær
byggist á því að útgjöld þjóðar-
búsins aukist ekki nema um 2% á
næsta ári, þó þjóðartekjur aukist
um 3% Til að ná megi þessu
marki segir að halda þurfi aftur af
útgjöldum hins opinbera í fjárf-
estingum og samneyslu og að
„ráðstöfunartekjur heimilanna
megi heldur ekki aukast í heild
umfram þetta mark, nema sparn-
aður aukist verulega."
Þá segir að æskilegt sé að þetta
svigrúm verði nýtt til að bæta kjör
þeirra sem verst eru settir og að
ríkisstjórnin vilji bæta skipulag
launamála m.a. með því að reyna
að samræma raunverulega greidd
laun og umsamin.
Það er því greinilega óáran
framundan í launamálum þrátt
fyrir góðæri og auknar þjóðart-
ekjur. Það skal nýtt til að lækka
halla á ríkissjóði, grynna á er-
lendri skuldasöfnun og loks til að
greiða niður verðbólguna þannig
að hún verði svipuð og í ná-
grannalöndunum.
-ÁI
Síðbúnar laxagöngur virðast
komnar í nokkrar ár eftir góð-
viðrið og rigningar haustsins.
Þannig tjáði bóndi úr Reykhóla-
sveitinni góðar göngur hafa kom-
ið í síðustu viku í Bæjará og Laxá í
Reykhólasveit, en þar hefur
veiðin verið dræm í sumar. f Tón-
afossi í Bæjaránni sáust um 25-30
laxar, og þar á meðal voru einnig
nokkrir mjög stórir sjóbirtingar
að sögn. Laxatorfa varð einnig
vart í hyljum í Laxánni.
-ÖS
Nóbel
Eli Wiesel
fékk
fríðar-
verðlaunin
Elie Wiesel, Gyðingur, nú
bandarískur ríkisborgari og rit-
höfundur, hlaut friðarverðiaun
Nóbeis í ár fyrir óþrjótandi bar-
áttu sína gegn mannvonsku, kúg-
un og ofbeldi þessarar aldar.
Wiesel hefur 12 sinnum verið
útnefndur til friðarverðlauna Nó-
bels, einn þeirra sem tilnefndi
hann nú var Lec Walesa, leiðtogi
hinna bönnuðu verkalýðssam-
taka, Samstöðu í Póllandi. Wies-
el hefur verið óþreytandi á að
minna fólk á mannvonsku þessar-
ar aldar með því að vísa á herferð
nasista gegn Gyðingum í síðari
heimsstyrjöldinni. Sjá umfjöllun
Árna Bergmanns um Wiesel á
bls. 13. -IH/Reuter
Leikfélagið
Stefán
hættur
Þrír sóttu um stjórastöðu
hjá LR
Þrír sóttu um starf leikhús-
stjóra Leikfélags Reykjavíkur, en
umsóknarfrestur rann út 10. okt-
óber. Athygli vekur að Stefán
Baldursson leikhússtjóri sækir
ekki um aftur.
Þau sem sækja um eru Þórhild-
ur Þorleifsdóttir, Hallmar Sig-
urðsson og Árni Ibsen.
Stefán sagði í samtali við Þjóð-
viljann að hann teldi sig hafa
starfað nógu lengi sem leikhús-
stjóri. „Ég starfa til hausts á
næsta ári og hef þá verið í þessu
starfi í 7 ár. Eg fékk margar á-
skoranir frá starfsfólki um að
halda áfram og mér þykir vænt
um þann stuðning en þetta er mín
lokaákvörðun“.
Félagsfundur í leikfélaginu
tekur lokaákvörðun um hver
hlýtur stöðuna. -v
VI6 flytjum á Bergþórugötuna! segja bömin á Bamaheimilinu Ós, sem í gær gengu frá Bergstaðastræti 26B til hins til hins nýja húsnæðis bama-
heimilisins, sem er hið fræga „bárujárnshús" við Iðnskólann, það sem stóð til að rífa, og var svo hætt við vegna mótmæla, og að lokum leigt Ós-heimilinu.
Barnaheimilið reka foreldrar barnanna og hafa lagt nótt við dag undanfarnar vikur við að koma húsinu í lag. Slík samhjálp á vel við því húsið en ein fyrsta
félagslega byggð ibúð í borginni. (Mynd: Sig)
Eyðni
FimmtuÍHiur eru
sprautusjúklingar
Röskur fímmtungur þeirra sem
mælast með eyðnisveiruna
(AIDS) í blóði hérlendis, eða sex
alls, eru eiturlyfjaneytendur sem
sprauta sig. Þetta hlutfall er í
hærra kantinum að sögn Ólafs
Ólafssonar, landlæknis, því víða í
Evrópu er hlutfall sprautusjúkl-
inga lægra. „Það er þó best að
fullyrða ekki um of, því þessar
tölur eru enn svo lágar,“ sagði
Ólafur. En alls eru nu 29 íslend-
ingar með eyðnis-veiruna, og af
þeim eru fjórir með eyðni á há-
stigi. Áður hefur einn sjúklingur
látist af veikinni hér á landi.
Tuttugu hinna 29 með veiruna
eru hommar, eða njóta kynlífs
með fólki af báðum kynjum. Sex
eru eiturlyfjaneytendur sem fyrr
segir. Einn fékk eyðnisveiruna
með blóðgjöf, en tveir falla utan
þessara áhættuhópa að því best er
vitað. Af þeim fjórum sem þjást
af eyðni á hástigi er einn innan
við tvítugt.
Þeir sem breiða eyðni einkum
út utan áhættuhópanna svoköll-
uðu eru eiturlyfjaneytendur sem
sprauta sig. „Hafi menn mök við
sprautusjúklinga leggja þeir sig í
nokkra hættu,“ sagði landlæknir.
Hann kvað hlutfall sprautusjúkl-
inga af eyðnissjúklingum hér á
landi furðu hátt, þó ekki bæri að
svo stöddu að spá of alvarlega í
þessar tölur þar sem þær væru
enn svo lágar. „En í Evrópu er
hlutfallið yfirleitt lægra, á milli 10
og 20 prósent. Það er hins vegar
hærra í Bandaríkjunum, eða
fjórðungur að meðaltali. Auðvit-
að þarf að dreifa miklu meiru af
upplýsingum um smithættuna af
eiturlyfjanotkuninni, einkum á
meðal ungs fólks, sem ekki gerir
sér alltaf nægjanlega grein fyrir
tengslum eyðni og eiturlyfjanotk-
unar,“ sagði Ólafur landlæknir.
-ÖS
Hagvangur
Framsókn
hrynur
Framsókn fær hraklega útreið í
skoðanakönnun frá Hagvangi
sem opinberuð var á Stöð tvö f
gær og hefur samkvæmt könnun-
inni tapað þriðjungi fylgis síns í
síðustu kosningum.
Úrslit í könnuninni urðu þessi
(í svigum fyrst tölur úr DV-
könnun fyrir þremur vikum, svo
kosningatölur ’83): Alþýðuflokk-
ur 16,5% (16,5-11,7), Framsókn-
arflokkur 13,6% (15,9-18,5), BJ
1,8% (1,2-7,3), Sjálfstæðisflokk-
ur 43,8% (42,5-38,7), Alþýðu-
bandalag 16,7% (16,2-17,3),
Kvennalisti 6,9% (7,8-5,5).
Könnunin var tekin bæði fyrir
og eftir uppákomuna kringum BJ
um mánaðamótin. Þess skal get-
iðað í Hagvangskönnununum
hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfir-
leitt meira fylgi, en í öðrum könn-
unum, og Alþýðubandalagið
minna. - m