Þjóðviljinn - 15.10.1986, Qupperneq 3
FRETTIR
Suðurland
Hættir prófkjöri
D-listinn valinn af kjördœmisráði
Akjördæmisráðsfundi íhalds-
manna á Selfossi um síðustu
helgi var ákveðið að hætta próf-
kjörum um framboð til þings.
Þess í stað tilnefnir útþanið kjör-
dæmisráð á listann, alls tæplega
250 manns.
Óskar Magnússon á Eyrar-
bakka, formaður ráðsins, sagði
Þjóðviljanum að helstu ástæður
væru þær að ljóst lægi fyrir að
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi
væru ánægðir með þingmenn
sína, og hugsanlegt prófkjör
hefði fyrst og fremst snúist um
varamenn. Þá væri hér verið að
reyna að komast frá fornri skipt-
ingu innan héraðs. Aðal- og var-
afulltrúar í kjördæmisráðinu hafa
tilnefningarrétt, og að auki verð-
ur kosinn aukafulltrúi fyrir hvern
aðalfulltrúa til þess eins að til-
nefna. Hver fulltrúi á að tilnefna
sex menn, óháð búsetu, og fara
tilnefningar fram 25. október.
í síðasta prófkjöri Sjálfstæðis-
manna á Suðurlandi var fyrirfram
ákveðið að í fjórum efstu sætun-
um yrðu fulltrúar frá gömlu sunn-
lensku kjördæmunum, Vest-
mannaeyjum, Árnes-, Rangár-
valla- og Vestur-Skaftafellssýsl-
um. í kosningunum þar á undan
lenti flokkurinn í vanda með
þessa skiptingarreglu, og leiddi
til sprengiframboðs Eggerts
Haukdals á L-lista úr Rangár-
vallasýslu. Þingmenn Suðurlands
af D-lista eru nú Þorsteinn Páls-
son, Árni Johnsen og Eggert
Haukdal. í fjórða sæti síðast var
Skaftfellingurinn Siggeir Björns-
son.
- m
Nýtt Ríki
verður opnað í Hagkaupshúsinu í
ágúst á næsta ári. Áætlaður
kostnaður við innréttingar og frá-
gang er 40 milljónir. Auk þess
verður varið 55 milljónum króna í
byggingu yfir Breiðholtsríki í
Mjóddinni og eru þá upptaldar
framkvæmdir á vegum ÁTVR á
næsta ári.
Áætlaðar tekjur af sölu áfengis
og tóbaks á næsta ári eru um 4
milljarðar króna og er það 12%
aukning á sölu - eða hækkun á
verði - miðað við árið í ár.
Svefngalsar
Spólandi
spildu-
Ijón
Ný hljómplata. Útgáfan
styrkt af Búvörudeild
Sambandsins
Svefngalsar svífa nú út á Ijós-
vakann með spilduljónið spólandi
í öldugangi hans. Það er
Blaðstýft-aftan, sem hefur sent
frá sér nýja hljómplötu með
hljómsveitinni Svefngalsar og
kallast hljómplatan Spilduljónið.
Það er leikarinn Júlíus Hjör-
leifsson, sem er potturinn og
pannan á bak við þessa hljóm-
plötu. Öll lög hennar eru eftir
hann auk þess sem hann hefur
sett saman flesta texta plötunnar.
Þá sér rödd hans um að koma
textunum til skila.
Aðrir hljómsveitarmeðlimir
eru þau Guðrún Gunnarsdóttir,
söngur, Sigurgeir Sigmundsson,
gítar, Níels Ragnarsson, hljóm-
borð, Björn Vilhjálmsson, bassa
og Birgir Baldursson, slagverk.
Búvörudeild Sambandsins
styrkti útgáfu þessarar plötu það
veglega að aðstandendur útgáf-
Júlíus Hjörleifsson með Spilduljónið undir stýri á spilduljóni. Mynd Sig.
unnar geta sofið rólegir fyrir pen-
ingaáhyggjum. Helmingur alls
efnis á plötunni tengist sveitam-
enningu og því þótti við hæfi að
leita til Sambandsins um stuðn-
ing. Auk þess prýðir Massey Fer-
gusson spilduljón umslag plötu-
nnar.
Að sögn Júlíusar er víða leitað
fanga í tónlistarflórunni, allt frá
svíngi til pönks.
-Sáf
I
'ÖRFRÉ1TIR1
Öryggisverðir
á Keflavíkurflugvelli eru greini-
lega komnir til að vera. í fjárlag-
afrumvarpinu fyrir næsta ár eru
áætlaðar launagreiðslur fyrir 8
öryggisverði á flugvellinum, og er
það í fyrsta sinn sem svo er.
Matvæla- og
neyðaraðstoð
(slendinga verður feljd niður á
fjárlögum næsta árs. Á þessu ári
nam ríkisframlag til matvæla- og
neyðaraðstoðar 4,8 milljónum
króna en auk þess var samþykkt
sérstök fjárveiting til tækniað-
stoðar við Kólumbíu eftir náttúru-
hamfarinar þar. Henni verður
ekki haldið áfram heldur.
Þróunarsam-
vinnustofnun
íslands fær óbreytt framlag á
næsta ári, 24 milljónir króna. Enn
fjarlægjumst við (slendingar því
markmið Sameinuðu þjóðanna
um að ríku þjóðirnar verji 1% af *
vergum þjóðartekjum til þróunar-
aðstoðar. ( fyrra var hlutfallið
0,06% og mun fara lækkandi á
næsta ári.
Sagnfræðinga-
félagið
samþykkti á aðalfundi sínum á
dögunum að lýsa vanþóknun á
þeirri aðferð sem Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
viðhafði er hann réð Hannes H.
Gissurarson í stöðu rannsóknar-
lektors í sagnfræði við Sagnf-
ræðistofnun Háskólans. Segir í
samþykktinni að ráðherra hafi
vanvirt það sjálfræði sem aka-
demísk fræði eiga tilkall til að
njóta.
IBM
á íslandi hefur efnt til verðlauna-
samkeppni meðal íslenskra hug-
búnaðariramleiðenda. Hugbún-
aðurinn er miðaöur við IBM
System/36 tölvur og eru fyrstu
verðlaun 500 þús. krónur og
önnur verðlaun 200 þús. kr. Til-
lögum skal skila fyrir 1. desemb-
er n.k.
t
4 .
. 4*»***»»a
þri
i
mið fim
*
.** fös
lau
■ r..
♦
sun
V. mon
\
♦
♦
► ♦
Æmxs
■
♦ ■
|, |
li ú eru hinar vinsælu helgarferðir okkar
innanlands komnar í fullan gang. Þetta eru
ódýrarferðirsem innihalda flug til Reykjavík-
ur frá tuttugu stöðum á landinu en einnig
frá Reykjavík til Akureyrar, Egiisstaða,
Hornafjarðar, Húsavíkur, Isafjarðar og
Vestmannaeyja. Gisterá völdum hótelum og
sumstaðar er morgunverður einnig innifalinn.
Þessi skemmtilegi ferðamáti gefur einstakling-
um, fjölskyldum og hópum möguleika á að
. lilI a n jf B Bnm vkB 'm Mmm mmrn M lí.M
eykjavik: Flug frá Á kureyri: Gisting á
öllum áfangastöðum Flug- Hótel KEA, Hótel Varðborg,
leiða, Flugfélags Norðurlands Hótel Akureyri, Hótel
og Flugfélags Austurlands. Stefaníu og Gistiheimilinu
Gisting á Hótel Esju, Hótel Ási.
Loftleiðum, Hótel Borg, Hótel c
Óðinsvéum og Hótel Sögu. gilsstaðir: Gisting í
\/ Valaskjálf og Gistihúsinu EGS.
Y estmannaeyjar: il
Gisting á Hótel Gestgjafan- ornafjörður: Gisting
um. á Hótel Höfn.
safjörður: Gisting á ! íúsavík: Gisting á
Hótel Isafirði. Hótel Húsavík.
breyta til, skipta um umhverfi um stundarsakir.
Áhyggjur og daglegt amstur er skilið eftir
heima meðan notið er hins besta sem býðst
í ferðaþjónustu hér á landi - snætt á nýjum
matsölustöðum, farið í leikhús eða kunningj-
arnir heimsóttir.
Helgarferð er ómetanleg upplyfting.
FLUGLEIÐIR