Þjóðviljinn - 15.10.1986, Qupperneq 5
DJÚÐVIUINN
Umsjón:
Ólafur
Gíslason
Stórt
spor
Leifur Þórarinsson skrifar um frumsýn
ingu Þjóðleikhússins á óperunni
Tosca eftir Puccini
En maður kemur í manns stað
og það er ekki að orðlengja að við
eigum enn söngvara sem koma
hjörtunum til að slá hraðar, ekki
aðeins Kristján Jóhannsson, sem
er í sérflokki, innanlands og utan,
heldur og marga aðra, sem stærri
óperuhús á meginlandinu gætu
verið fullsæmd af. Og hvernig '
hefði órað fyrir fáum árum, að
hér væri hægt að manna tvær stór-
ar óperur (í tveim húsum) sam-
tímis?
En það er þessi nýja Toscasýn-
ing Þjóðleikhússins sem er hér til
umræðu og þrátt fyrir velvilja og
bestu óskir get ég ekki sagt annað
en ég varð fyrir nokkrum von-
brigðum með hana. Það er kann-
ski ekki svo fráleitt að færa óper-
una um tæp 150 ár fram í tímann
og láta hana gerast á mektar-
dögum Mussolinis. Þetta var í
það minnsta gert með góðum ár-
angri hjá Skosku óperunni
(leikstj. Antony Besch) fyrir
nokkrum árum og því þá ekki hér
líka? En þá þyrftu menn líka að
kunna vel til verka og hafa til að
bera hugrekki og hugmyndaflug í
ríkum mæli. Ekki verður séð af
þessari sýningu, að leikstjórinn,
sem fenginn var frá Englandi,
Paul Rose, sé gæddur þessum
kostum að neinu ráði. Sviðssetn-
ing hans einkennist fyrst og
fremst af vandræðalegum smekk-
leysum og þó búningarnir séu án
efa nákvæm stæling á því sem
menn gengu í á dögum fasismans
á Ítalíu, þá ýkja þeir svo „Liverp-
oolblæinn" sem hafður er á hátt-
arlagi leikaranna, að úr verður
óperetta. Tjöldin, sem Gunnar
Bjarnason hefur unnið, væntan-
lega eftir fyrirsögn leikstjórans,
eru hins vegar að mestu leyti í
„gamla stflnum" og kalla á síða
kjóla og hárkollur, þó sófasettið í
miðþættinum sé hugsanlega
keypt með afborgunum.
Það bætti auðvitað ekki úr
skák, að músíkin var í molum
framan af á frumsýninguni. Tem-
po voru óörugg frá byrjun (alltof
hæg) og hljómsveitin lék af lítilli
tilfinningu. Barbacini, sem brill-
eraði við að stjórna Grímudans-
leik virðist hafa verið eitthvað
miður sín þetta kvöld, hvað sem
síðar verður.
En það léttist fljótt á manni
brúnin, því að allt í einu var kom-
inn nýr baritón með talent, Guð-
jón Óskarsson í hlutverki kirkju-
varðarins. Sá hefur víst ekki verið
við söngnám nema tæp tvö ár, en
þarna var hann einsog hann hefði
ekki gert annað en syngja í óperu
frá því fyrir fermingu. Kristján
Jóhannsson kom hinsvegar ekk-
ert á óvart í hlutverki Cavara-
dossis, þó allt ætlaði um kollað
keyra af hrifningu þegar hann
söng Recondita armonia, því það
er vitað mál að fáir „heimssöng-
varar“ syngja að jafnaði þetta
hlutverk betur. Kannski enginn?
Þarna var hann þó alls ekki í ess-
inu sínu, hvort sem um mátti
kenna raddþreytu, sem hann
söng úr sér fljótlega, eða ein-
hverju öðru. Varla þó áhuga-
leysi. Svo kom Tosca, þ.e. Elísa-
bet F. Eiríksdóttir sem lofaði öllu
fögru þó hún sé vissulega ekki
„sem sköpuð í hlutverkið". Og
ekki verður sagt að leikstjórinn
hafi hjálpað henni mikið, því all-
ar staðsetningar á þeim Toscu og
Cavaradossi voru furðu klaufa-
legar og minnti reyndar látbragð
þeirra fremur á smákrimma en
manneskjur stórra örlaga.
Ég sé að ég hef hlaupið yfir
Angelotti, sem byrjar óperuna,
flóttamanninn sem Cavaradossi
felur fyrir lögreglunni og öll
vandræði sögunnar hljótast af.
Ekki þó vegna þess að sá stórgóði
bassi, Viðar Gunnarsson kæmi
ekki við hjartað í manni með
söng sínum, heldur glopraðist
fyrsta atriðið niður vegna óljósr-
ar áherslu í leikstjórninni,, varð
langdregið og vakti ekki áhuga.
Og það er margt af þeim toga í
þessari sýningu t.d. fyrsta
innkoma Scarpia, sem á að vera,
verður að vera ógnvekjandi, en
féll niður máttlaus í óskiljanlegu
glapræði. í hlutverki hans er am-
erískur baritón, Malcolm Arnoid
og þó hann sé í sjálfu sér ágætur
söngvari, þá líst mér hann betur
sem Papageno.
Það eru þónokkuð smærri hlut-
verk íToscu, t.d. Spoleta lögregl-
ufulltrúi, sem Sigurður Björns-
son var ekki í neinum vandræðum
með, enda reyndur á sínu sviði.
Yfirleitt voru þessi hlutverk
ágætlega af hendi leyst og kórinn
hreint afbragð miðað við efni og
ástæður. Það er óhætt að segja að
með þessari Toscusýningu er stig-
ið stórt spor. Hvort það er spor í
rétta átt, gæfuspor, skal látið
liggja á milli hluta.
Tómas R. Einarsson
I anda Mingusar
Leikstjóri: Paul Ross
Hfjómsveitarstjóri:
Mauricio Barbacini
Leikmynd og búningar:
Gunnar Bjarnason
Lýsing: Kristinn Daníelsson
Frumsýningarinnar á Toscu,
sem fram fór í Þjóðleikhúsinu á
sl. laugardagskvöld, hafði vissu-
lega verið beðið með talsverðri
eftirvæntingu. Óperusýningar í
Reykjavík eru þrátt fyrir allt ekki
neinn hversdagsviðburður, þó
þeim hafi fjölgað verulega á síð-
ustu misserum og Tosca er ein af
4-5 vinsælustu óperum sögunnar.
Hún var líka ein af fyrstu óperun-
um sem sýnd var í Þjóðleikhús-
inu, fyrir tæpum 30 árum og vakti
þá mikla hrifningu með Guðrúnu
Á. Símonardóttur, Stefán íslandi
og Guðmund Jónsson í aðalhlut-
verkum. Sú sýning hefur eflaust
stækkað og batnað í minning-
unni, en þessara söngvara og
margra annarra sem störfuðu stíft
á þessum árum, er ljúflega sakn-
að nú þegar þeir hafa yfirgefið
óperusviðið fyrir fullt og allt að
því er virðist.
Frábært
LP skrifar um tónleika
Kammermúsíkklúbbsins
s.l. sunnudag
Kammermúsíkklúbburinn var
með sína fyrstu tónleika á vetrin-
um í Bústaðakirkju á sunnudag-
inn var. Efnisskráin var með
verkum eftir Beethoven og Moz-
art og flytjendur allir fyrstaflokks
hljóðfæraleikararsem starfa hér í
bænum, flestir í sinfóníuhljóm-
sveitinni.
Hlutur Beethovens var að vísu
ekki stór, tveir dúettar, sem
hljóta að vera æskuverk, en þeir
voru frábærlega fluttir af Einar
Jóhannessyni klarinettuleikara
og Hafsteini Guðmundssyni fag-
ottleikara. Verk Mozart voru
hins vegar mikil og frá þeim tíma
að hann var á hátindi þroskaferils
síns: Serenata í c moll fyrir blást-
urshljóðfæri (K 388) og umritun
serenötunnar fyrir strengjakvint-
ett, þ.e. strengjakvartett plús 2.
viola (K 406).
Flytjendur blástursútgáfunnar
voru Daði Kolbeinsson og Steven
Wiggets, obó, Einar Jóhannes-
son og Óskar Ingólfsson, klarin-
ettur, Joseph Ognibene og Emil
Friðfinnsson horn, Hafsteinn
Guðmundsson og Björn Árnason
fagott. Leikur þeirra var ekki að-
eins fagmannlegur heldur lifandi
og tjáningarfullur innan þeirra
klassísku marka sem Mozart set-
ur fyrir. Já það var enginn-hvunn-
dagsblær á þessu og heldur ekki
leik þeirra Szymons Kuran,
Kathleen Bearden (fiðlur) Guð-
nýjar Guðmundsdóttur, Elísa-
betar Dean (víólur) og Arnþórs
Jónssonar (selló) við flutning
kvintettútgáfunar. Og
sannleikurinn er sá, að það var
merkileg og lærdómsrík reynsla
að heyra verkið breytast úr glað-
beittu en hátíðlegu garðveis-
luyndi í spennandi stofudrama,
en þannig verkuðu þessar tvær
útgáfur Mozarts á sama efni á
mig. Frábært. LÞ
George Adams/
Don Pullen
í Gamla bíói
ó fimmtudag
Það hafa ekki margir hljóm-
sveitarstjórnar sett meiri svip á
sögu djassins en Charlie Mingus.
Þessi skapmikli kontrabassa-
leikari og lagasmiður stjórnaði
með styrkri hendi (sem reyndar
átti það til að slæmast í aðra
hljómsveitarmeðlimi) 5-7 manna
bandi sínu í tvo áratugi og var
allan þann tíma í (þeirri frægu)
fremstu röð. Á þeim fremsta-
bekk voru lítil þrengsli. Mingus
hélt að mestu hefðbundnum
formum djasstónlistarinnar, en
hitinn og ofsinn í spilamennsku
hans og hljómsveitarinnar leitað-
ist í sífellu við að sprengja þau. Á
sviði með honum leiðst mönnum
hvorki að lulla í gegnum hljóm-
ana né að ýlfra samhengislaust
(þeir voru þá reknir á bak við að
æfa sig) - bæði urðu þeir að opna
tilfinningaæðina og að aga tón-
hugsun sína. Skólinn var harður
og erfiður (eins og skap hljóm-
sveitarstjórans) og það var aðeins
trommuleikarinn Dannie Rich-
mond sem dvaldi meira en áratug
í sveitinni.
Kraftmikll
og ógeng
spilamennska
Píanóleikarinn Don Pullen og
tenórsaxófónleikarinn George
Adams spiluðu með Mingusi síð-
ustu árin sem hann lifði. Að hon-
um gengnum stofnuðu þeir kvart-
ett sinn ásamt fyrrnefndum
Dannie Richmond og bassaleik-
aranum Cameron Brown (sæti
hans skipar nú Lonnie Plaxico,
þekktur fyrir spilamennsku með
Wynton Marsalis, Dexter Gor-
don og Art Blakey). Sú hljóm-
sveit hefur í hartnær áratug spilað
um heiminn þveran og endi-
langan við mikla lukku. Haustið
1979 léku þeir í Austurbæjarbíói
og voru þeir tónleikar lengi í
minnum hafðir - fyrir utan kraft-
mikla og ágenga spilamennsku er
hljómsveitin fjörleg á sviði.
Bestu eiginleikar kvartettsins eru
þeir sömu og birtust í tónlist
Mingusar; að kunna skil á djass-
hefðinni án þess að festa sig í
henni, nota hana sém stökkpall
til nýsköpunar. Að svo viðbættri
kunnáttu, leikgleði og þeirri
sannfæringu sem skilur á milli
iðnaðarmannsins og skapandans.
Hljómleikarnir í Gamla bíói
hefjast kl. 21 á fimmtudagskvöld
og er forsala miða í Karnabæ í
Austurstræti.
Miövikudagur 15. október 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5